Morgunblaðið - 25.06.2010, Side 12
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Veiðisumarið 2010 fer vel af stað og
má greina almenna ánægju meðal
veiðimanna um allt land. Veiði er
hafin í mörgum helstu laxveiðiám
landsins og segja kunnugir veiðina
fara betur af stað nú en oft áður.
Laxinn virðist koma vel haldinn af
hafi og svo virðist sem hann sé al-
mennt í góðu ástandi. Hugur er í
mönnum enda er byrjunin vísir að
góðu veiðisumri.
Um 300 laxar á 10 dögum
Veiði er hafin í Þverá og Kjarrá
og samkvæmt upplýsingum frá veiði-
félaginu Sporði hafa veiðst um 300
laxar á svæðinu frá opnun.
„Við opnuðum 15. júní og síðan
þá eru komnir 125 laxar bara í
Þverá,“ segir Hallgrímur Gunnars-
son, leiðsögumaður í Þverá/Kjarrá,
en hann var nýkominn úr sjö stanga
holli í Þverá þegar blaðamaður náði
af honum tali.
„Þetta verður að teljast mjög
gott miðað við júníveiði en það veidd-
ist 51 lax nú í síðasta holli,“ segir
Hallgrímur. Eðlileg dreifing sé á lax-
inum og mikið sé um smálax.
„Við höfum tekið eftir sterkri
smálaxagengd í bland við 60 til 70 cm
laxa en svo kemur alltaf einn og einn
stórlax inn á milli,“ segir Hallgrímur.
Stórlöxunum sleppt
Í vikunni veiddust tveir stór-
laxar í Þverá. Annar var 90 cm
hængur sem veiddist í Klappar-
fljóti á svarta Frances en
veiðimaður var Björn
Guðmundsson. Hinn
var 87 cm hrygna í
Skiptafljóti sem veidd-
ist á þýska snældu,
veiðimaður var Jónína A.
Sanders.
Að sjálfsögu var löxun-
um sleppt í samræmi við regl-
ur staðarins um að sleppa öll-
um stórlöxum.
Hallgrímur segir sæmi-
legt vatn vera í ánum en það
mætti þó aðeins bæta í.
„Þessi byrjun er vísir að
góðu sumri. Það eina sem við biðjum
um er smá rigning en draumurinn er
að fá í það minnsta tvo rigningar-
daga í viku,“ segir Hallgrímur.
Veiðihugur í mönnum
Þessi jákvæða byrjun virðist
ekki einskorðast við Þverá því Páll
Þór Ármann, framkvæmdastjóri
SVFR, tekur í svipaðan streng og
þeir hjá Sporði.
„Við sjáum ótrúlega góðar
göngur og verður að segjast að það
er langt síðan veiði hefur verið svona
góð í júní,“ segir Páll en hann hefur
þó engar haldbærar skýringar á
þessu góða gengi.
„Það var metopnun í Langá 21.
júní en þar veiddust 50 laxar á tveim-
ur og hálfum degi,“ segir Páll og til
samanburðar nefnir hann að eðlileg
byrjun þar sé í kringum 8 laxar á
fyrsta degi.
SVFR er með veiðisvæði um allt
land. Páll segir að Vesturland og
Suðurland fari oftast nær vel af stað
en sama gildi reyndar um allt land í
ár. Sem dæmi þá fór veiði einnig vel
af stað í Fnjóská í Eyjafirði.
Óskabyrjun í veiðinni
Laxveiði fer vel af stað um allt land Laxinn er vel haldinn og í góðu ástandi
Metopnanir voru t.d. í Þverá, Kjarrá og í Langá Vísir að góðu veiðisumri
Ljósmynd/Hallgrímur Gunnarsson
Flottur Sigurður E. Sigurðsson veiddi 85 cm hæng í Klapparfljóti í Þverá, á svarta Frances, 1,5 tommu túbu. Laxinum var sleppt aftur í ána.
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010
Til fyrirmyndar
er yfirskrift
hvatningarátaks
í tilefni af því að
29. júní næst-
komandi verða
30 ár liðin frá því
að Íslendingar
voru til fyrir-
myndar með því
að vera fyrstir
þjóða til að kjósa
konu sem forseta í lýðræðislegum
kosningum.
Fram kemur í tilkynningu að
með átakinu, sem sé tileinkað Vig-
dísi Finnbogadóttur og íslensku
þjóðinni, séu landsmenn hvattir til
að gefa sér tíma til að staldra við og
huga að því sem vel sé gert, jafnt
stóru sem smáu. „Þriðjudaginn 29.
júní er fólk hvatt til að taka þátt í
átakinu með því að skrifa bréf sem
ber yfirskriftina „Takk fyrir að
vera til fyrirmyndar“. Bréfið má
senda til fjölskyldu, vina, vinnu-
staða, félagasamtaka eða annarra
sem bréfritarar telja hafa verið til
fyrirmyndar á einn eða annan hátt.
Bréfsefni verður dreift inn á heim-
ili um allt land dagana 29. og 30.
júní. Bréfin má setja ófrímerkt í
póst,“ segir í tilkynningu.
Allir hvattir til að
vera til fyrirmyndar
Vigdís
Finnbogadóttir
Brot átta ökumanna voru mynduð í
Vesturbergi í Reykjavík sl. mið-
vikudag, þar sem fylgst var með
ökutækjum aka í norðurátt, miðja
vegu á milli Suðurhóla og Norð-
urfells. Á einni klukkustund, eftir
hádegi, fóru 198 ökutæki þessa
akstursleið og þar af ók lítill hluti
ökumanna, 4%, of hratt eða yfir af-
skiptahraða. Meðalhraði hinna
brotlegu var 60 km á klst. en þarna
er 50 km hámarkshraði. Sá sem
hraðast ók mældist á 66. Eftirlit
lögreglunnar í Vesturbergi var til-
komið vegna ábendinga frá íbúum
en þeir hafa kvartað undan hrað-
akstri á þessum stað.
Flestir ökumenn á
löglegum hraða
Morgunblaðið/Júlíus
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Neytendastofa hefur með nýrri niðurstöðu
sinni bannað 365 miðlum birtingu á saman-
burðarauglýsingum sínum um útvarpshlustun.
Í auglýsingunni er samanburður gerður á
hlustun á lesnum auglýsingum á Bylgjunni
98,9 Gull Bylgjunni og Létt Bylgjunni sameig-
inlega en Rás 1 og Rás 2 hvorri í sínu lagi.
Í niðurstöðu Neytendastofu er tekið fram að
lesnar auglýsingar séu ekki leiknar auglýs-
ingar og því óréttmætir viðskiptahættir að
greina í sundur hlustun á Rás 1 og Rás 2 þar
sem lesnar auglýsingar eru sendar út á sama
tíma á báðum rásum á sama hátt og rásum
Bylgjanna. Þannig sé það brot á lögum um eft-
irlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu
að bera annars vegar saman hlustun allra
Bylgjanna en hins vegar Rás 1 og Rás 2 sér-
staklega.
Þá er einnig gerð athugasemd við könn-
unina sem tölurnar sem notast er við í auglýs-
ingunni eru fengnar úr en hún var gerð í viku
47 árið 2009. Auglýsingin birtist í prentmiðlum
í apríl 2010 sem þykir brot á sömu lögum þar
sem Neytendastofa leggur mikla áherslu á að í
samanburðarauglýsingum sé notast við gögn
sem eru viðeigandi á þeim tíma sem auglýs-
ingar eru birtar. Neytendastofa hefur því
bannað 365 miðlum birtingu auglýsinganna.
Ekki í fyrsta sinn
Í mars úrskurðaði Neytendastofa einnig
samanburðarauglýsingar 365 miðla ólögmætar
þar sem auglýst var sameiginlegt hlutfall út-
varpshlustunar á Bylgjuna 9,89, Létt Bylgjuna
og Gull Bylgjuna án þess að greina með skýr-
um hætti frá því að um sameiginlegt hlutfall
útvarpsstöðvanna þriggja væri að ræða en í
sömu auglýsingu voru Rás 1 og Rás 2 að-
skildar.
Verður að miða við sömu forsendur
Þorsteinn Þorsteinsson, markaðsstjóri Rík-
isútvarpsins, fagnar niðurstöðu Neytenda-
stofu. „Þegar hlustun er borin saman verður
að hafa sömu forsendur báðum megin. Til við-
bótar nýttu þeir tölur frá viku 47 árið 2009 en
birta auglýsinguna í viku 17 árið 2010. Þeir
fundu þarna bestu vikuna sína og birtu auglýs-
inguna hálfu ári síðar,“ segir Þorsteinn sem
kveður mælingar Gallup liggja fyrir í hverri
viku. Hann segir þetta þó ekki eina dæmið um
villandi framsetningu 365 miðla í auglýsingum
sínum. „Þeir hafa verið dálítið frakkir í þessum
auglýsingum sínum og þá er skemmst að
minnast hvernig þeir kynntu HM til sögunnar.
Þeir kynntu HM eins og það væri hjá sér ein-
göngu þegar sannleikurinn er sá að við erum
með flesta leikina. Þeir eru með átján en við
erum með fjörutíu og sex. Við kærðum það nú
ekki en þeir breyttu auglýsingunum þegar
þeir voru gagnrýndir fyrir framgöngu sína.“
Neytendastofa bannar auglýsingu 365
Samanburðarauglýsing 365 miðla um útvarpshlustun þykir brjóta gegn lögum um eftirlit með við-
skiptaháttum og markaðssetningu Auglýsingin þykir ósanngjörn og samanburðurinn villandi
Morgunblaðið/Heiddi
Brotlegir Neytendastofa telur samanburðar-
auglýsingar 365 miðla ólögmætar.
Laxar hafa víða veiðst á fyrsta
degi í ám landsins sem verður
að kallast óvenjugott.
Til dæmis veiddist lax á
fyrsta degi í Andakílsá og sjö
laxar fengust á fyrsta degi í
Miðfjarðará samkvæmt
www.votnogveidi.is.
Þar segir einnig að
stærsti laxinn hingað til í
sumar hafi bitið á í Laxá í
Aðaldal og mældist hann
22 pund.
Þá má nefna að 40 laxar
veiddust fyrsta daginn í Grímsá.
Meðal veiðisvæða sem verða
opnuð á næstunni má nefna
Laxá í Dölum 28. júní og Laxá á
Nessvæðinu 1. júlí.
Stærsti laxinn
22 pund
MOKVEIÐI
Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri
sölusviðs 365 miðla, taldi fyrirtækið
hafa lagað auglýsingarnar að sjónar-
miðum Neytendastofu eftir fyrri úrskurð
hennar. „Í mínum huga er aðalatriðið í
þessu máli að ekki er gerð athugasemd
við að lögð sé saman hlustun Bylgjanna.
Yfirburðir stöðvanna eru því ótvíræðir.
Við munum skoða niðurstöðuna en ég
tel líklegt að við nýtum málskotsheimild
til áfrýjunarnefndar,“ segir Pétur sem
kveður um mistök að ræða af hálfu 365
þegar notast var við gamlar tölur í aug-
lýsingum og úr því hafi verið bætt.
„Staðreyndin er hins vegar sú að
hlustun á útvarp er stöðug og hefur lítið
breyst undanfarið ár.“
Munu áfrýja
niðurstöðunni
365 MIÐLAR