Morgunblaðið - 25.06.2010, Síða 17
Fréttir 17INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010
n o a t u n . i s
H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t
Ö
ll
ve
rð
er
u
bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
u
og
/e
ða
m
yn
da
br
en
gl
SVALANDI
FRÁBÆRT
Í FERÐALAG
IÐ
McVITIE’S
SÚKKULAÐIKEX
LJÓSTEÐADÖKKT
295 KR./PK.
BRAZZI, 1 L
EPLASAFI
APPELSÍNUSAFI
109 KR./STK.
PAGEN
KANILSNÚÐAR
349KR./PK.
OSTAHÚSIÐ
TÍRAMISÚ, 110 G
199 KR./STK.
Hafðu það
gottmeð
Nóatúni
20%
afsláttur
GOÐA
BBQGRÍSARIF
KR./KG
ÍM FERSKAR
KJÚKLINGABRINGUR
KR./KG
1799
25%
afsláttur
2398
1598
1278
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Þegar baráttumál Sambands ungra
sjálfstæðismanna eru skoðuð í upp-
hafi þá var fyrsta stefnumál sam-
bandsins að beita sér í sjálfstæðis-
baráttunni. Síðan var ýmislegt sem
tengist frelsi einstaklingsins og
frelsi í viðskiptum sem þá var á odd-
inum,“ segir Ólafur Örn Nielsen, for-
maður Sambands ungra sjálfstæðis-
manna (SUS), en sambandið fagnar
80 ára afmæli sínu þann 27. júní nk.
Ólafur segir að þegar stefnumál
SUS í dag séu borin saman við þau
sem voru fyrir 80 árum þá sjáist að
grundvallaráherslur hafi í raun ekk-
ert breyst. „Við erum í dag að berj-
ast gegn því að fullveldið verði fram-
selt til Brussel, erum enn að berjast
fyrir auknu frelsi í viðskiptum og að
höfð séu minni afskipti af einstak-
lingnum. Ég held að það séu fáar
stjórnmálahreyfingar sem hafa verið
jafn samkvæmar sér í sínum mál-
flutningi.“
Samviska flokksins
Að sögn Ólafs hefur SUS gegnt
mjög veigamiklu hlutverki í gegnum
tíðina gagnvart Sjálfstæðisflokkn-
um, s.s. með því að veita honum hug-
myndafræðilegt aðhald og halda
kjörnum fulltrúum hans við efnið.
Fyrir vikið hafi sambandið gjarnan
verið nefnt samviska flokksins.
Hann segir að það gildi jafnt í dag
eins og áður að SUS megi „aldrei
taka sig of alvarlega og verða sam-
dauna Sjálfstæðisflokknum í öllum
málum“.
„Þau baráttumál sem SUS hefur
tekið sér fyrir hendur hafa í fyllingu
tímans gjarnan orðið að veruleika.
Þau þóttu kannski óvinsæl eða rót-
tæk þegar þau voru lögð fyrst fram
en sjálfsögð og eðlileg eftir að málin
náðu fram að ganga, t.a.m. með laga-
setningu,“ segir Ólafur.
Fyrstu pólitísku skrefin
„Það hafa gríðarlega margir hafið
stjórnmálaþátttöku sína í SUS sem
síðar hafa orðið þingmenn eða kjörn-
ir fulltrúar á öðrum vettangi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Það hefur án efa
verið afskaplega mikilvægt vega-
nesti fyrir þessa einstaklinga að hafa
farið í gegnum þær hugmyndafræði-
legu umræður sem fram fara innan
SUS sem og alla aðra sem tekið hafa
þátt í þeim. Ég held að kjörnir
fulltrúar hafi verið betur undir það
búnir að takast á við þau mál sem
þeir hafa glímt við ef þeir hafa áður
tekið þátt í störfum ungliðahreyfing-
arinnar,“ segir Ólafur.
Í tilefni af þessum tímamótum í
sögu SUS er afmælisdagskrá fyrir-
huguð sem standa mun út árið. Að
sögn Ólafs hefst dagskráin með af-
mæliskvöldverði sem fram fer í
Gullhömrum í Grafarholti annað
kvöld en það verður um leið
lokahóf landsfundar Sjálfstæðis-
flokksins sem hefst í dag. Veisl-
an er opin öllum og er ekki ein-
göngu fyrir landsfundarfulltrúa.
Síungur öldungur og sígild stefna
Samband ungra sjálfstæðismanna 80 ára Stefna SUS óbreytt í grundvallaratriðum frá upphafi
Margir stigið sín fyrstu pólitísku skref í starfi sambandsins Afmælisdagskrá fyrirhuguð út árið
SUS Frá aukaþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna á Þingvöllum 1974.
Samband ungra sjálfstæðis-
manna var stofnað á Þingvöll-
um 27. júní árið 1930 á meðan á
Alþingishátíðinni stóð en þar
var þúsund ára afmæli þingsins
fagnað. Þá voru fyrir þrettán fé-
lög ungra sjálfstæðismanna og
urðu þau við stofnun sam-
bandsins aðildarfélög SUS.
Fyrsti formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna var
Torfi Hjartarson síðar tollstjóri,
en hann átti einnig hugmyndina
að stofnun sambandsins. Torfi
var þá varaformaður Heimdall-
ar, félags ungra sjálfstæðis-
manna í Reykjavík, en það félag
var stofnað árið 1927 eða þrem-
ur árum áður en SUS var stofn-
að og tveimur árum fyrir stofn-
un Sjálfstæðisflokksins.
Fjöldi félagsmanna í
SUS við stofnun sam-
bandsins er talinn hafa
verið um 1.400 manns.
Í dag er fjöldi fé-
lagsmanna í kringum 13
þúsund talsins í hátt í
fjörutíu aðildarfélögum
um allt land.
Stofnað á
Þingvöllum
SUS 80 ÁRA 27. JÚNÍ
Ólafur Örn Nielsen,
formaður SUS
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon