Morgunblaðið - 25.06.2010, Qupperneq 18
18 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Glitnir í Lúxemborg hefur stofnað
fyrirtæki í félagi við nokkra af fyrr-
verandi stjórnendum bankans í Lúx-
emborg. Það nefnist Reviva Capital
og hefur sama heimilisfang og Glitn-
ir þar í landi, samkvæmt gögnum
fyrirtækjaskrár stórhertogans af
Lúxemborg. Glitnir kaupir ráðgjafa-
þjónustu af Reviva, en félagið sýslar
aðallega með útlán tengd fasteigna-
verkefnum. Dótturfélag Glitnis í
Lúxemborg ræður yfir eignum upp
á tæplega einn milljarð evra, sam-
kvæmt síðasta ársfjórðungsuppgjöri
skilanefndar Glitnis.
Greint var frá því Morgunblaðinu
fyrir nokkrum vikum að samkomu-
lag væri í burðarliðnum um að Glitn-
ir í Lúxemborg tæki að sér stýringu
eignasafns fyrir dótturfélag skila-
nefndar Landsbankans þar í landi,
sem er í slitameðferð. Líklegt er að
þau verkefni lendi hjá Reviva. Einn-
ig hefur verið bent á að Reviva sæk-
ist eftir að fá íslenska viðskiptamenn
Banque de Havilland í viðskipti hjá
sér. Reviva Capital er þó eingöngu
þjónustu- og ráðgjafafyrirtæki, og
stundar ekki lánastarfsemi.
Ráða þrjá menn
Meðal fyrrverandi stjórnenda
Glitnis sem standa að stofnun fé-
lagsins eru þeir Sigþór Guðmunds-
son og Arnar Ómarsson. Reviva
Capital hefur jafnframt fengið til
liðs við sig þá Fredrik Engman, sem
var framkvæmdastjóri hjá Glitni,
Sam Jakobsen sem var áður hjá
Kaupþingi í Lúxemborg og Banque
de Havilland, auk Brands Þórs Lud-
wig, fyrrverandi meðeiganda hjá In-
vestum, íslensku fjárfestingarfélagi
sem lagði meðal annars áherslu á
ráðgjöf í fasteignaverkefnum. Í
stjórn Reviva Capital sitja Kristinn
Óskarsson, framkvæmdastjóri skila-
nefndar Glitnis hér á landi, Ari
Daníelsson sem stýrir Glitni í Lúx-
emborg og Eric Collard sem starfar
hjá KPMG.
Í samstarfi með fyrr-
verandi stjórnendum
Reviva Capital sýslar með eignir Glitnis í Lúxemborg
Morgunblaðið/Frikki
Glitnir Dótturfélagið í Lúxemborg stofnar eignaumsýslufélag í samstarfi
við fyrrverandi stjórnendur. Lánabókin slagar hátt í einn milljarð evra.
Reviva Capital
» Lánabók Glitnis í Lúxem-
borg nemur tæplega einum
milljarði króna. Umsýsla henn-
ar verður nú útvistuð til félags,
sem er meðal annars í eigu
fyrrverandi stjórnenda.
» Líklegt að umsýsla lána-
bókar Landsbankans í Lúxem-
borg lendi einnig hjá sama fé-
lagi.
Fréttastjóri við-
skipta á danska
blaðinu Penge &
Privatøkonomi,
Claus Forrai, var
í gær dæmdur í
fjögurra mánaða
fangelsi og til
greiðslu sektar
upp á eina millj-
ón danskra
króna. Taldi bæjardómurinn í
Kaupmannahöfn sannað að Forrai
hefði notað aðstöðu sína á blaðinu
til að hafa áhrif á verðmyndun á
ákveðnum hlutabréfum á árunum
2006 til 2008.
Hann skrifaði vikulega pistla um
hlutabréfamarkaðinn á mánudög-
um, þar sem hann ræddi um einstök
félög, frammistöðu þeirra og útlit
til framtíðar. Stundum hafði Forrai
keypt mikið af hlutabréfum í
ákveðnum fyrirtækjum, sem hann
fór lofsamlegum orðum um í pistl-
inum. Þegar þau hækkuðu í kjölfar-
ið seldi hann bréfin og græddi.
Tók dómurinn fram að þótt hann
hefði í ákveðnum tilvikum tekið
fram í pistlinum að hann ætti hluta-
bréf í viðkomandi fyrirtækjum, hafi
það frekar villt um fyrir lesendum.
Hann hafi falið það að hann hafi
ekki aðeins átt bréfin, heldur staðið
í virkum viðskiptum með þau um
leið og hann skrifaði um fyrirtækin.
bjarni@mbl.is
Frétta-
stjóri
dæmdur
Sekur um mark-
aðsmisnotkun
Claus Forrai
„Það sem lánþegar eru einfaldlega
að benda á, er að það verður ekki
réttlætt að setja reikninginn enn
eina ferðina yfir á lánþega og skuld-
sett heimili fyrir það að bjarga ónýtu
bankakerfi. Þá er alveg eins gott að
láta þetta bankakerfi rúlla í eitt
skipti fyrir öll, takast á við það og
byggja síðan upp með öðrum aðil-
um,“ segir Guðmundur Andri Skúla-
son, talsmaður Samtaka lánþega, og
bætir því við að sér hugnist illa að
greiða fyrir „klúður stjórnvalda“. Í
kjölfar ummæla Gylfa Magnússonar,
efnahags- og viðskiptaráðherra, og
Más Guðmundssonar, seðlabanka-
stjóra, hafa samtökin hvatt inn-
stæðueigendur til að taka fjármuni
sína út af bankareikningum. Guð-
mundur segir Gylfa beinlínis hafa í
hótunum við Hæstarétt með um-
mælum sínum um að fjármálakerfið
réði ekki við að endurreikna úti-
standandi gengistryggð lán með
samningsvöxtum.
„Hann er að segja að þetta verði
að fara aftur fyrir dómstóla og þá
verðum við að fá rétta niðurstöðu.
Það er verið að hóta Hæstarétti Ís-
lands því að ef hann breytir ekki
þeirri niðurstöðu sem hann hefur
komist að með lögmætum hætti, þá
fari hér allt á versta veg,“ segir
hann. Samtökin leggja til að inn-
stæðueigendur sem ekki megi við því
að tapa peningum, noti fjármuni sína
í öruggari fjárfestingar, eins og rík-
isskuldabréf og vísar á viðskipta-
bankana í því samhengi. Kaupi ein-
staklingar sér ríkisskuldabréf yrðu
þau alltaf í vörslu bankanna, sem
jafnframt tækju af þeim þóknunar-
og umsýslugjöld. Þar sem ábyrgð
ríkisins á innstæðum er enn í gildi, er
vandséð að slík fjárfesting sé örugg-
ari en fjármunir á bankabók.
Íslandsbanki og Arion banki segj-
ast munu ráða við það áfall sem efna-
hagsreikningur þeirra yrði fyrir ef
lánin verða færð niður. Eiginfjár-
hlutfall þeirra muni ennþá fullnægja
skilyrðum Fjármálaeftirlitsins.
einarorn@mbl.is
Samtök lánþega hvetja til úttekta
Segja viðskiptaráðherra hóta Hæsta-
rétti Borga ekki klúður stjórnvalda
Morgunblaðið/Golli
Seðlar Samtök lánþega hvetja fólk
til að taka peninga sína úr bönkum.
Landsbankinn hefur gert mat á
hugsanlegum áhrifum dóms Hæsta-
réttar um gengistryggð lán og kom-
ist að þeirri niðurstöðu að ekki þurfi
að leggja bankanum til nýtt hlutafé,
að sögn Kristjáns Kristjánssonar,
upplýsingafulltrúa bankans. Þá segir
Berghildur Erla Bernharðsdóttir,
upplýsingafulltrúi Arion banka, að
Arion banki myndi eftir sem áður
uppfylla lögbundnar kröfur um eig-
infjárstöðu, þótt gengislánin beri
upphaflega samningsvexti.
Bæði Íslandsbanki og Arion banki
sendu frá sér tilkynningar í gær þar
sem tekið var fram að þrátt fyrir nei-
kvæð áhrif dóms Hæstaréttar á efna-
hagsreikning bankanna yrðu þau
ekki að því marki að efnhagsreikn-
ingum þeirra yrði stefnt í hættu. Í til-
kynningunni frá Íslandsbanka er vís-
að til gengistryggðra bílalána en í
tilkynningu Arion kemur fram að út-
reikningar bankans taka til gengis-
tryggðra bílalána og íbúðalána.
Í hvorugri tilkynningu er tekið
fram hvort útreikningarnir miðast
við þá forsendu að ólöglegu lánin
myndu bera áfram upphaflegu
samningsvextina eða þá seðlabanka-
vexti.
Ekki fengust svör frá Íslands-
banka við fyrirspurn um vaxtafor-
sendur en Berghildur Erla svaraði
fyrirspurn Morgunblaðsins á þann
veg að tekið hefði verið tillit til allra
þeirra möguleika sem nefndir hafa
verið í umræðunni í kjölfar dómsins í
útreikningum bankans á áhrifunum,
þar með talið að upphaflegu samn-
ingavextirnir stæðu óbreyttir.
ornarnar@mbl.is
Landsbanki segist
ekki þurfa nýtt hlutafé
Allir bankarnir þrír segjast þola áhrif gengisdómsins
Morgunblaðið/Júlíus
Þolir skellinn Upplýsingafulltrúi Arion banka segir bankann ráða við að
samningsvextir verði borgaðir af gengislánum vegna íbúða- og bílakaupa.
● Skilanefndir og slitastjórnir bank-
anna hafa ekki vísað neinu máli til
skattrannsóknarstjóra í kjölfar hruns
bankanna í október 2008. Þetta kemur
fram í svari fjármálaráðherra við fyr-
irspurn Eyglóar Harðardóttur um rann-
sókn skattrannsóknarstjóra á stór-
felldum skattaundanskotum.
Eygló spurði einnig um umfang af-
leiðu- og gjaldmiðlaskiptasamninga
frá einkavæðingu ríkisbankanna
tveggja, Íslandsbanka og Arion banka.
Fjármálaráðherra gat ekki veitt þær
upplýsingar, en svaraði því til að starfs-
hópur á vegum skattayfirvalda hefði
kannað umfang afleiðuviðskipta á ár-
unum 2006 til 2008 með milligöngu
banka, fjármálastofnana, starfsmanna
þeirra, tengdra aðila og annarra við-
skiptamanna.
Í þeirri rannsókn hefði komið fram að
bankar og fjármálastofnanir hefðu
ekki staðið skil á fjármagnstekjuskatti
vegna hagnaðar af afleiðuviðskiptum.
Jafnframt vanræktu margir við-
skiptavinir bankanna að gera skatta-
yfirvöldum grein fyrir aðild sinni að af-
leiðuviðskiptum. Fjármálaráðherra
sagði einnig að upplýsingar um umfang
kaupréttarsamninga frá einkavæðingu
ríkisbankanna tveggja lægi ekki fyrir hjá
fjármálaráðuneyti eða öðrum opinber-
um aðilum, né heldur upplýsingar um
niðurfellingar eða afskriftir lána til
starfsmanna og stjórnenda.
Engu máli vísað til
skattrannsóknarstjóra
● Adair Turner,
stjórnarformaður
breska fjármála-
eftirlitsins (FSA),
segist fagna því að
nýjar evrópskar
eftirlitsstofnanir
hafi vald til þess að
tryggja að allar
heimaeftirlitsstofn-
anir fullnægi viss-
um kröfum. Í frétt
Dow Jones segir að þessi ummæli
komi í kjölfar þess að bresk stjórnvöld
hafi þurft að bjarga innlánseigendum í
íslenskum útibúum í Bretlandi, þar sem
FSA hafi ekki haft völd til að setja fram
eiginfjár- og lausafjárlágmörk í aðdrag-
anda falls Landsbankans haustið 2008.
ivarpall@mbl.is
Fagnar valdi nýrra
eftirlitsstofnana ESB
Adair Turner
ÞETTA HELST…
! "
"
# "
$ % & ' '
$
()$( $ *!
+,-.-/
+/+.,0
+,,.-0
,+.1-2
+/.342
+3.0/2
++4.34
+.5,-4
+22.43
+43./
+,2.1/
+/+.3/
+,0.1/
,+.+5
+/.-+3
+3.553
++4./-
+.50+-
+2/.+,
+4-.05
,+5.+++
+,2.0/
+/,.+4
+,0.54
,+.,1,
+/.--5
+3.5/5
++3.,/
+.504/
+2/.32
+4-.-2