Morgunblaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar dómarHæsta-réttar um gengistryggð lán lágu fyrir sagði Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráð- herra, að þeir mundu hafa frekar jákvæð en neikvæð áhrif á efnahagslífið í heild. Dómarnir væru fyrst og fremst áfall „fyrir þá sem eru hluthafar í bönkunum“ en hefðu ekki áhrif á viðskiptavini bankanna. Áfallið væri innan þolmarka bankanna og eig- infjárstaða þeirra yrði „eftir sem áður góð“ þó að hún yrði eitthvað lakari en ef Hæsti- réttur hefði tekið aðra afstöðu. Þetta var fyrir viku, en í fyrradag ræddi Már Guð- mundsson, seðlabankastjóri, stöðu bankanna í kjölfar dóma Hæstaréttar. Hann sagði að ef niðurstaðan yrði sú að lánin skyldu greidd með þeim vöxt- um sem í samningunum stæðu, þá myndi fjármálakerfið ekki geta staðið undir því. Öllu verri geta afleiðingar dóma Hæstaréttar tæpast verið fyrir bankakerfi landsins. Í fram- haldi af orðum Más sneri Gylfi við blaðinu og sagðist deila áhyggjum með seðlabanka- stjóra. Áður voru áhrifin já- kvæð fyrir efna- hagslífið að mati ráðherrans, en nú hefur hann snúist í afstöðu sinni og telur áhrifin nei- kvæð. Í skýrslugjöf sinni á Al- þingi í gær taldi hann niður- stöðuna bæði neikvæða og jákvæða, en að breyta þyrfti vaxtalið gengislánasamning- anna því að bankarnir þyldu ekki samningsvextina. Í gær, skömmu áður en Gylfi Magnússon talaði á þingi, sendu Íslandsbanki og Arion banki frá sér yfirlýsingar um að þrátt fyrir að niðurstaða Hæstaréttar hefði neikvæð áhrif á efnahag bankanna stæðust þeir engu að síður kröfur Fjármálaeftirlitsins um eiginfjárhlutfall. Niðurstaðan af umræðum síðustu daga af afleiðingum dóma Hæstaréttar er þess vegna sú að seðlabankastjóri telur fjármálakerfið ekki þola dómana, tveir af stærstu bönk- unum segjast þola dómana og viðskipta- og efnahags- ráðherra veit ekki sitt rjúkandi ráð. Þetta er niðurstaða ráða- manna sem hafa haft heilt ár til að undirbúa hana. Ekki er það burðugt eða traustvekjandi. Ráðherra telur dóm- ana ýmist jákvæða eða neikvæða} Ekki traustvekjandi Obama forsetiBandaríkj- anna leysti yf- irhershöfðingja sinn í Afganistan frá störfum vegna blaðaviðtals stríðsmannsins í tímaritinu Rolling Stone. Sjálfsagt hefur smærri þúfa sjaldan velt þyngra hlassi en í þetta sinn. Vonandi er þetta merki um að verri atburður en vandræðalegt viðtal eigi sér ekki stað í stríðsrekstrinum þar eystra, en vart er því að treysta. En þótt hér sé talað um þetta mál í nokkrum hálf- kæringi hefur það á sér aðra hlið. Hershöfðinginn brott- rekni heitir McChrystal, og er ekki kunnur öðrum en þeim sem fylgjast sérlega vel með. En hann hafði með ógæti- legum ummælum sínum móðgað og vanvirt æðsta yf- irmann Bandaríkjahers, for- setann. Þess utan hefur mikla þýðingu í bandarískri stjórn- skipun að hinn öflugi atvinnu- her risaveldisins gleymi því ekki að hann lýtur borg- aralegri yfirstjórn, sem jafnan hefur síðasta orðið, þótt fag- maðurinn þykist vita betur. Ekki var stórmál fyrir Obama að ýta hinum líttþekkta McChrystal til hliðar. Með því hefur forsetinn vafalítið styrkt stöðu sína. For- dæmið sem hann studdist við krafðist meiri hugdirfsku. Þá rak annar for- seti, Harry S Truman, annan Mac úr embætti. Þar átti í hlut dáðasta stríðshetja Bandaríkjanna, Douglas Mac- Arthur, hersnillingur og sig- urherra Kyrrahafsstríðsins. Og ágreiningurinn var ekki um pjattmál eins og viðtal í tímariti sem ekki er sér- staklega kennt við varnar- og öryggismál. Það var ágrein- ingur á æðstu stöðum um hernaðaraðgerðir í Kóreu og óbeint gagnvart Kína. Margir töldu að forsetinn myndi ekki standa af sér storminn sem fylgdi ákvörðun hans. Truman var enginn veifiskati og hann réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Fremur þar sem hann virtist óyfirstíg- anlegur. Þess vegna var for- dæmið sem hann gaf svo þýð- ingarmikið. Ákvörðun Obama forseta hefur enga slíka þýð- ingu, en hún var í anda ákvörðunar Trumans og hún var rétt. Veigalítið tilefni en þó rétt ákvörðun hjá Obama forseta} Miklu fordæmi fylgt É g held að það sé óumflýjanlegt að þegar maður er kominn á ákveð- inn aldur, þrjátíu og þriggja ára í mínu tilfelli, þá fer maður að velta því fyrir sér tilganginum með þessu öllu saman. Á maður eftir að hafa það jafn skemmtilegt í framtíðinni og maður gerði í fortíðinni, er eitthvað eftir nema hæg- fara þramm í ellina þar sem lítið breytist - að minnsta kosti til hins betra. Þegar þessar hugsanir sækja að manni þar sem maður liggur í rúminu og reynir að sofna er gott að hafa í huga hina svokölluðu helm- ingsreglu. Ef við gerum ráð fyrir því að með- alaldur sé í kringum áttatíu ár þá er ég ekki einusinni búinn að lifa helminginn af mínu lífi. Ef haft er í huga að í raun nær maður ekki al- mennilega meðvitund fyrr en maður er orðinn sex eða sjö ára þá er ég ekki búinn með nema lítinn hluta af ævinni. Það sem meira máli skiptir er að meira en helm- ingslíkur eru á að ég hafi ekki enn upplifað mín bestu ár. Það eru meira en helmingslíkur á að ég hafi ekki enn séð uppáhaldskvikmyndina mína, að ég hafi ekki enn heyrt uppáhaldslagið mitt eða lesið uppáhaldsbókina mína. Vel er hugsanlegt að ég hafi ekki ennþá fundið þann stað í heiminum sem verður uppáhaldsáfangastaðurinn minn. Hægt er að halda áfram. Ég er nokkuð viss um að ég sé nú þegar búinn að kynnast bestu vinum mínum, en alls ekki er útilokað að enn eigi eftir að bætast í þann hóp og ég á örugglega eftir að eignast haug af nýjum vinum á næstu 47 árum. Ég vona að ég sé ekki ennþá búinn að hitta ástina í lífi mínu og sem betur fer eru líkurnar með mér í því líka. Ég er líklega ekki ennþá búinn að smakka uppáhaldsmatinn minn, drekka uppáhalds- drykkinn minn eða prófa uppáhalds- sýndarveruleikaherminn minn (maður verður að gera ráð fyrir því að tækniþróun haldi áfram). Ég á eftir að læra miklu miklu meira en ég hef gert nú þegar. Ég er ekki ennþá búinn að lesa helminginn af öllum sagnfræðibókunum sem ég mun lesa yfir ævina svo ekki sé minnst á allar hagfræðibækurnar, heimspekibæk- urnar, vísindabækurnar og ævisögurnar sem ég á eftir að lesa. Ég á afar líklega eftir að upplifa mín bestu ár í vinnu og maður mun vonandi verða betri og betri í því sem maður hefur tekið sér fyrir hendur. Það er ekki einu sinni gefið að ég verði alltaf í þeirri vinnu sem ég er núna. Ég veit ekki einu sinni hvað ég verð að gera eftir tíu, fimmtán eða tuttugu ár. Það verður spenn- andi að vita hvernig líf mitt á eftir að þróast í þá hálfu öld sem ég á eftir. Svo er ekki einu sinni gefið að meðalaldur haldist óbreyttur þessi fimmtíu ár. Hann hefur jú verið að hækka stöðugt undanfarna öld. Það er alls ekki útilokað að ég verði hundrað ára og að stór hluti þjóðarinnar muni ná því marki með mér. Ef svo er þá er ég bara búinn með þriðjung ævinnar. Fjörið er bara rétt að byrja. bjarni@m- bl.is Bjarni Ólafsson Pistill Það besta í lífinu er framundan STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is F jölmenn athöfn fór fram í Þjóðmenningarhúsinu á þessum degi fyrir réttu ári. Tilefnið var undir- ritun stöðugleikasátt- mála heildarsamtaka launafólks, at- vinnurekenda, ríkisstjórnarinnar og forsvarsmanna sveitarfélaga. „[...] sögulegur og sameiginlegur áfangi til að hefja endurreisn efna- hagslífsins og auka tiltrú þjóðarinnar á framtíðina,“ sagði í yfirlýsingu for- sætisráðuneytisins í vetur um fram- gang þessarar tilraunar til þjóðar- sáttar. Nú á ársafmæli sáttmálans er vart hægt að merkja að hann sé með lífs- marki – mörg þeirra stóru fyrirheita sem sáttin hvíldi á hafa ekki gengið eftir. Bæði Samtök atvinnulífsins og ASÍ hafa sagt sig frá sáttmálanum og mikill og vaxandi óróleiki er í röðum samtaka opinberra starfsmanna. Nú síðast samþykkti BHM yfirlýsingu þar sem minnt er á að laun flestra há- skólamanna hafi verið fryst, ef ekki lækkuð, frá því um mitt ár 2008. Bandalagið muni því aðeins taka þátt í heildarsátt um kjaramál á íslensk- um vinnumarkaði að kjarasamningar verði gerðir við aðildarfélög BHM. Svikin loforð og aðgerðaleysi Stjórn SA lýsti því yfir í mars sl. að ríkisstjórnin hafi bæði með aðgerðum sínum og aðgerðaleysi hrakið SA frá sáttmálanum. Deilurnar um skötu- selsfrumvarpið áttu þar drjúgan hlut að máli. Á dögunum tók svo steininn úr að mati forystu ASÍ, sem sakaði stjórn- völd um að hafa enn á ný svikið loforð um nýja löggjöf og framlög til starfs- endurhæfingarsjóðs, sem kveðið er á um í sáttmálanum. ,,Það var ekki pólitískur vilji til að ljúka málinu þó fyrir lægi loforð rík- isstjórnarinnar, sem segir okkur að það virðist ekki vera hægt að semja við ríkisstjórnina. Hún getur ekki skilað því sem til hennar heyrir,“ seg- ir viðmælandi á vettvangi ASÍ. Öll stórhuga áform sáttmálans um stórframkvæmdir með þátttöku líf- eyrissjóða hafa einnig dregist úr hömlu. Þó lítillega hafi lifnað yfir mannvirkjagerð í sumar er þar að mestu leyti um árstíðabundin verk- efni að ræða. Tafir hafa orðið á útboð- um og ekkert glittir enn í útboð vegna samgöngumiðstöðvarinnar. Upp- haflega voru kortlagðar fram- kvæmdir upp á allt að 100 milljarða kr. frá 2010-2015. Nú gera fæstir ráð fyrir að vinnuaflsfrekar framkvæmd- ir fari í gang fyrr en á næsta ári. Alvarlegur trúnaðarbrestur hefur orðið í samskiptum aðila vinnumark- aðarins og ríkisstjórnarinnar. Búa sig undir haustið Stéttarfélög og landssambönd launafólks eru að hefja undirbúning undir endurnýjun kjarasamninga í vetrarbyrjun. Búast má við sjóðheitu hausti í kjaramálum og samskipt- unum við stjórnvöld, ekki síst þar sem fjárlagafrumvarpið kemur fram á sama tíma. ,,Það er enginn skilningur á mikil- vægi þessa samstarfs,“ segir viðmæl- andi í verkalýðshreyfingunni um hlut stjórnvalda í stöðugleikasáttinni. Hvernig má það vera að samskiptin eru komin í slíkt uppnám á valdatíma ríkisstjórnar vinstri-flokkanna, sem eiga rætur sínar í verkalýðshreyfing- unni? Sagt er að vandinn sé ekki sá að Steingrím J. Sigfússon eða Jóhönnu Sigurðardóttur skorti vilja til að standa við fyrirheit í samstarfinu. Í hnotskurn stafi þetta af því að forysta ríkisstjórnarinnar fari ekki með um- boð samherja sinna til að koma mál- um fram. Ríkisstjórnin sé því oft og tíðum einfaldlega minnihlutastjórn. Morgunblaðið/Eggert Stór áform Eftir margra vikna undirbúning og vinnu í undirhópum var sest til undirritunar sáttmálans í Þjóðmenningarhúsinu þann 25. júní í fyrra. ,,Virðist ekki hægt að semja við stjórnina“ Hverjir stóðu að gerð stöðug- leikasáttmálans? ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, SA, ríkisstjórnin og Samband ís- lenskra sveitarfélaga. Hvaða sátt varð í kjaramálum? Kjarasamningar á almenna vinnumarkaðinum voru fram- lengdir til loka nóvember sl. og eftir töluvert þref voru samn- ingar framlengdir til eins árs. Enn er ósamið við stóra hópa op- inberra starfsmanna. Hvaða markmiðum átti að ná? Meðal annars að verðbólga yrði komin niður í 2,5% í lok þessa árs, gengi krónunnar styrkist, hömlum á gjaldeyrisviðskiptum verði aflétt í áföngum og stýri- vextir áttu að fara í eins stafs tölu 1. nóv. í fyrra. Hvað hefur gengið eftir? M.a. endurreisn bankanna og samþykkt frumvarpa um aðgerð- ir til að bæta stöðu lántakenda og skuldsettra heimila. Hvað með stór- framkvæmdirnar? Ljúka átti viðræðum við lífeyr- issjóði um fjármögnun þeirra 1. sept. 2009. Þeim er enn ólokið. Spurt&svarað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.