Morgunblaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010
Leitað Jónsmessugleði var haldin við ströndina í Sjálandshverfi í Garðabæ í gær. Nokkur börn léku sér við að tína skeljar í sandinum og hver veit nema þau hafi fundið nokkra drauma í leiðinni.
Eggert
Mikil umræða hef-
ur skapast um geng-
istryggingu lána í
tengslum við nýfallinn
dóm Hæstaréttar um
ólögmæti gengis-
tryggingar. Í dómn-
um er vísað til 14. gr.
laga um vexti og
verðtryggingu en þar
segir að heimilt sé að
verðtryggja sparifé og lánsfé mið-
að við vísitölu neysluverðs eða
miðað við „hlutabréfavísitölu, inn-
lenda eða erlenda, eða safn slíkra
vísitalna sem ekki mæla breyt-
ingar á almennu verðlagi“. Dómur
Hæstaréttar gengur því út á það
að verðbreytingar höfuðstóls lána
sem ekki eru sérstaklega heim-
ilaðar í þessum lögum séu þar með
bannaðar. Ef tilgangur laganna er
einhvers konar neytendavernd er
skiljanlegt að verðbreyting sem
tekur mið af vísitölu neysluverðs
sé heimiluð en notkun hvers konar
hlutabréfavísitalna í sama tilgangi,
sem einnig er heimiluð í þessum
lögum, er með öllu óskiljanleg.
Sem dæmi er löglegt að veita lán í
íslenskum krónum sem er upp-
reiknað með hliðsjón af hluta-
bréfaverði í Moskvu eða Sjanghæ.
Lánasamningar fela í sér sam-
komulag um að lán-
veitandi afhendi lán-
þega ákveðna upphæð
sem greidd er til baka
með vöxtum á til-
greindu tímabili.
Ávinningur lántak-
andans er að hann
fær til afnota fé nú
þegar sem hann hafði
ekki til ráðstöfunar
áður. Hann getur því
fjárfest eða aukið
neyslu en á móti hefur
hann tekið að sér að
endurgreiða lánveitandanum sam-
kvæmt samningi. Ávinningur lán-
veitandans er sá að í stað þess að
geyma féð kemur hann því í vinnu
og hefur í staðinn til afnota síðar
hærri upphæð en annars. Báðir
aðilar reikna með að hagnast á
samningnum, ella væri hann ekki
gerður.
Tilgangur verðtryggingar
Lánasamningar fela í sér margs
konar áhættu fyrir lánveitanda og
lántakanda. Ef lánið er óverð-
tryggt og verðbólga verður minni
en samningsaðilar áttu von á lend-
ir meiri kostnaður á lántakand-
anum og lánveitandinn hagnast.
Vextirnir eru hærri en um hafði
verið samið ef verðbólguvæntingar
hefðu verið réttar og verðmæti
þeirra króna sem greiddar eru til
baka er meira en áætlað var. Eins
gæti verðbólgan orðið meiri en
vænst var við gerð samningsins.
Þá hagnast lántakandinn á kostn-
að lánveitandans: vextirnir eru
lægri og verðmæti endurgreiðsl-
anna lægra en gengið var út frá.
Samningsaðilar geta tryggt sig
gegn óvæntum breytingum í verð-
lagi með því að gera verðtryggðan
samning. Þá losna þeir við þá
óvissu sem stafar af óvæntum
breytingum í verðlagi og raunvext-
ir verða lægri en ella. Báðir aðilar
samningsins hagnast því á verð-
tryggingunni. Því er viðbúið að
þar sem verðtryggðir lánasamn-
ingar eru í boði verði þeir ráðandi,
einkum á lengri samningum svo
sem vegna fasteignakaupa.
Tilgangur gengistryggingar
Lánþeginn treystir á framtíðar
tekjustreymi til þess að endur-
greiða höfuðstól og vexti lánsins
eins og um var samið. Ef þetta
tekjustreymi er í öðrum gjaldmiðli
en lánið gæti hreyfing á gengi
gjaldmiðla orðið til þess að veru-
legt ósamræmi skapaðist milli
raunverulegrar og áætlaðrar end-
urgreiðslu. Lántakandi getur losn-
að undan slíkri áhættu með því að
tryggja sig gegn sveiflum í geng-
inu. Einfaldasta leiðin er náttúr-
lega sú að taka lán í sama gjald-
miðli og tekjur lántakandans eru í.
Önnur sambærileg leið er að
semja um að endurgreiðsla lánsins
taki mið af þróun gjaldmiðilsins
sem tekjur lántakandans eru í, þ.e.
gengistrygging lánsins. Þannig
losnar lántakandinn undan gjald-
eyrisáhættunni en hún flyst þá á
lánveitandann. Þess vegna fylgir
því kostnaður að kaupa slíka geng-
istryggingu og kemur hann fram í
formi hærri vaxta eða annars end-
urgjalds.
Útlánavöxtur og áhættusækni
Á árunum 2003 til 2008 var mik-
il útlánaþensla í bankakerfinu.
Bankarnir voru að miklu leyti fjár-
magnaðir með skuldabréfaútgáfum
erlendis. Á sama tíma var gífurleg
eftirspurn eftir lánsfé innanlands.
Með því að lána út í krónum fé
sem aflað var erlendis skapaðist
ósamræmi milli gjaldmiðla tekju-
flæðis og fjármögnunar bankanna.
Gengisáhætta þeirra jókst. Þeir
gátu losnað undan þessari gengis-
áhættu að hluta með því að semja
við lántakendur sína um gengis-
tryggingu lána þar sem gengis-
áhættan fluttist af bankanum á
lántakandann. Fyrir þetta þurftu
bankarnir að greiða með því að
bjóða lægri vexti en ella og ýmsir
lántakendur tóku á sig gengis-
áhættuna í þeim tilgangi að geta
keypt sér hluti sem þeir annars
höfðu ekki efni á. Lántakendur
líkt og lánveitendur vanmátu
áhættuna vegna gengishreyfinga
og hættuna á greiðslufalli veru-
lega. Vandinn fólst í eftirlitslítilli
útlánaþenslu og vanmati á áhættu.
Gengistrygging er ekki vandamál
þegar henni er beitt til þess að
draga úr áhættu og óæskilegt að
banna slíka samninga. Enn verra
væri ef verðtrygging væri einnig
bönnuð. Það myndi auka áhættu
við lántökur og lánveitingar til
langs tíma, draga úr sparnaði og
þar með framboði innlends láns-
fjár og valda vaxtahækkunum. Þá
yrði þjóðin enn háðari aðgengi að
erlendu lánsfé til þess að fjár-
magna innlendar fjárfestingar sem
þörf er á til þess að stuðla að lang-
tíma hagvexti.
Eftir Lúðvík
Elíasson » Gengistryggingu má
nota til að draga úr
áhættu. Óæskilegt er að
banna slíkt. Bann við
verðtryggingu dregur
úr sparnaði og eykur
þörf á erlendu lánsfé.
Lúðvík Elíasson
Höfundur er forstöðumaður greining-
ardeildar MP banka. Skoðanir sem
koma fram í greininni eru höfundar
og þurfa ekki að endurspegla skoð-
anir bankans.
Um gengis- og verðtryggingu lána