Morgunblaðið - 25.06.2010, Síða 22

Morgunblaðið - 25.06.2010, Síða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010 Alþingi er farið í sumarfrí og skilur þjóðina eftir í umsókn- arferli til Evrópusam- bandsins með stuðn- ingi 29 þingmanna sem vilja ekki trúa því sem forsætisráðherra Ís- lands hefur ítrekað sagt, að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu hér heima verði bara „ráðgefandi“. Ekkert til að fara eftir sérstaklega! Félagsskapurinn Sjálfstæðir Evr- ópumenn, (er vitnar fjálglega til stefnu Sjálfstæðisflokksins!) bætir svo um betur og kyrjar sönginn „Evrópusambandinu allt“ fyrir fullu húsi og telur, að Ísland geti ekki orð- ið „þjóð meðal þjóða“ fyrr en inn- limun Íslands í sambandið er orðin staðreynd! Félagsskapur þessi hefur svo sem ekki ímynd breiðfylkingar enda erf- itt að kyngja skyndisveiflu af hálfu þorra sjálfstæðismanna í þessa veru. – Vænlegra til fylgis við Evr- ópumenn þessa hefði verið að auka áróður fyrir aukinni neyslu skyndi- réttanna 1944, sem voru auglýstir fyrir „sjálfstæða Íslendinga“ og stór hluti landsmanna kyngir þó dag hvern. Líka varnarmálin Það er ekki bara að ESB-sinnar vilji af- tengja sjálfstæði þjóð- arinnar með hraði og færa til höfuðstöðv- anna í Brussels, heldur ganga íslensk stjórn- völd hart fram í því að aftengja varnarmál landsins að mestu leyti með því að leggja niður Varnarmálastofnun frá 1. jan. nk. Enginn veit hvað þetta þýðir í raun, t.d. hvort hætt verður eftirlits- flugi með loftrými Íslands sem fram- kvæmt hefur verið af herþotum úr flugherjum ýmissa NATO-ríkja. Aldrei hefur þeirri mannsæmandi taktík verið haldið á lofti af hálfu stjórnvalda hér, að Íslendingar tækju sjálfir þátt í þessu eftirlits- flugi, svo sem með því að fá þjálfun fyrir íslenska flugmenn hjá ein- hverri NATO-þjóðinni (sem Íslend- ingum væri innan handar að fá ókeypis), t.d. Norðmönnum. Nei, ekkert í þá áttina. – „Það myndi falla undir hernaðartækni“ er viðkvæði íslenska ráðamanna! – En eru Ís- lendingar ekki þátttakendur í NATO, eða hvað? Á Norðurlöndunum og víðar um Evrópu þykir herskylda sjálfsögð og ungt fólk af báðum kynjum þjálfað til varnarstarfa fyrir sína þjóð. Svíar telja það ekki óvirðingu við verðandi þjóðhöfðingja sinn að láta 18 herþot- ur fljúga yfir skrautsýningu við brúðkaup hans. Aðrir þjóðhöfð- ingjar horfa á með lotningu. Líka þjóðhöfðingi Íslands á fremsta bekk boðsgesta. Á Íslandi hefur aldrei mátt minn- ast á neins konar skyldustörf sem tengjast varnarmálum. Ekki einu sinni þegnskylduvinnu ungs fólks í nokkra mánuði ævi sinnar. Og þyrftu þó slík þegnskyldustörf ekki einu sinni að tengjast beinni her- skyldu, aðeins varnarstörfum, en mættu allt eins snúa að verkþekk- ingu almenns eðlis; úr atvinnulífi þjóðarinnar til lands og sjávar. Það verður ekki fyrr en Sjálf- stæðir Evrópumenn fá ósk sína upp- fyllta um ESB-aðild, að Íslendingar verða – líkt og aðrar Evrópuþjóðir – skikkaðir til herþjónustu í sameig- inlegum her Evrópu. Fremur ættum við Íslendingar að mynda okkar eig- in stefnu í varnarmálum innan NATO en að gangast undir skyldur Evrópuríkjanna í þeim efnum. Veljum Vesturálfu Í nýlegri og tímabærri grein í Mbl. eftir Jón Hákon Magnússon fyrrv. form. Samtaka um vestræna samvinnu (Köld samskipti við Bandaríkin skaða hagsmuni Íslands) segir hann ríkisstjórn Íslands láta eins og ekkert skipti meira máli en aðild að ESB og telur eina skýr- inguna kunna að vera þá, að of margir ráðherrar hennar séu gamlir hernámsandstæðingar, og að sam- tök þeirra hafi ætíð haft horn í síðu Bandaríkjanna og viljað minnka stjórnmálatengsl þessara tveggja Atlantshafsþjóða. Hvernig sem mál kunna að skip- ast í örvæntingarfullri en árangurs- lausri umleitan stjórnvalda Íslands til að sameinast ESB sem traustasta bakhjarlinum, þarf ekki að efast um að ríkur vilji er enn meðal meirihluta íslensku þjóðarinnar fyrir að efla tengslin fremur við þjóðirnar í Vest- urálfu, Bandaríkin og Kanada. Nýlegt ávarp utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, og árnaðaróskir til Íslendinga í tilefni þjóðhátíðardags Íslands, sýnir að engin bönd hafa slitnað milli þessara vinaþjóða. Og alls ekki af hálfu Bandaríkjanna. Í Kanada er ríkur vilji þarlendra ráðamanna í efnahagsmálum til að aðstoða Ísland við að reisa við bankakerfið, sem nú molnar úr dag frá degi. Það ætti ekki að vefjast fyr- ir stjórnvöldum hvað þjóðin vill í þeim efnum. Kynni tenging við ESB að verða niðurstaðan ef allt um þrýtur og þjóðaratkvæðagreiðsla hér um þá leið verður einungis „ráðgefandi“ eins og ráðherrar hér hafa staðhæft, hlyti það að flokkast undir föð- urlandssvik. Það á hins vegar ekki að þurfa að bíða þess að öll ráð þrjóti áður en allt fer norður og niður í efnahagsmálum okkar. Þjóðin á ekki að gera meira en hún ræður við. Leita á til þeirra bandamanna sem hafa reynst okkur best og lögðu mest af mörkum þegar á reyndi. Eða hafa Íslendingar nú gleymt stuðningi Bandaríkjanna við að koma okkur í hóp sjálfstæðra þjóða? Það var árið 1944. – Hvort er betra að vera Sjálfstæðir Evrópumenn eða sjálfstæðir Íslendingar? Austur – vestur ekki norður og niður Eftir Geir R. Andersen » Þjóðin á ekki að gera meira en hún ræður við. Leita á til þeirra bandamanna sem hafa reynst okkur best og lögðu mest af mörkum þegar á reyndi. Geir R. Andersen Höfundur er blaðamaður. Umræða um svoköll- uð tölvuský eða „cloud computing“ hefur verið hverfandi á Íslandi fram að þessu. Samt telja flestir sérfræð- ingar að í tölvuskýj- unum felist einhver mestu umskipti sem átt hafa sér stað í upplýs- ingatæknimálum frá upphafi. En hvað eru tölvuský? Þau eru í raun ekkert annað en risavaxin gagnaver sem fyrirtæki tengjast í gegnum netið og geta notað til að keyra hugbúnaðarlausnir sínar í stað þess að byggja upp eigin tölvuver. Í þessum „skýjum“ er einnig hægt að vista gagnagrunna fyrirtækja og stofnana. Samlíkingin við ský er ekki alveg ný af nálinni. Verkfræðingar hafa þannig gjarnan notað ský sem tákn fyrir netið og sömuleiðis hafa ský ver- ið notuð til að tákna símkerfið. Þjón- ustu sem er alls staðar, auðvelt er að tengjast en er engu að síður ekki áþreifanleg. Tölvuskýin sem slík eru heldur ekki nýtilkomin. Stór hluti Íslendinga hefur þegar nýtt sér tölvuský í veru- legum mæli á undanförnum árum. Með því að nota tölvunetfang frá t.d. Hotmail eða Gmail er viðkomandi að geyma póstinn sinn í tölvuskýi. Í hvert skipti sem hann fer í pósthólfið sitt er hann ekki að sækja gögn sem vistuð eru á netþjón í næsta húsi heldur í gagnaveri einhvers staðar í heiminum. Það sem nú er að gerast er að fyr- irtæki stór sem smá geta farið með alla sína tölvuvinnslu í skýin. Starfs- menn fyrirtækjanna munu ekki taka eftir miklu. Þeir sækja sín gögn eins og venjulega rétt eins og við sækjum póstinn okkar á Hotmail án þess að þurfa að velta því fyrir okkur hvar hann er geymdur. Þessi þróun breytir engu að síður mörgu og markar róttæk kaflaskil í upplýsingatækni. Þótt almenn um- fjöllun um tölvuskýin hafi ekki verið mikil á Íslandi hafa óbeinu áhrifin þegar verið allnokkur. Öll umræða og áform um byggingu og rekstur gagnavera hér á landi byggist þannig einmitt á þessari þróun – það er að fyrirtæki og stofnanir útvisti í stór- auknum mæli tölvuver sín. Íslensk fyrirtæki rétt eins og önn- ur munu á næstunni þurfa að vega og meta hvort, hvernig og hvenær það henti þeirra þörfum að fara með tölvuver sín í skýin að einhverju eða öllu leyti. Tölvuskýin henta sumum fyrir- tækjum, öðrum ekki. Sumum mun henta að setja hluta gagnagrunna sinna í skýin en halda öðrum í húsi. Kostirnir eru augljósir. Með því að fara í skýin þurfa fyrirtæki ekki leng- ur að hafa áhyggjur af uppfærslum og endurnýjun hugbúnaðar. Gagna- og vinnsluöryggi er mun meira en í hefðbundnum tölvuverum og það er alltaf nóg pláss í skýjunum . Með því að færa tölvuverið í skýin geta fyrirtæki oft sparað sér umtals- verða fjármuni að ekki sé minnst á fyrirhöfn. Einn helsti kostur þeirra er líka að hægt er að sníða þá þjónustu sem fyrirtæki kaupir fullkomlega að stærð fyrirtækisins og umfangi þjón- ustunnar sem þörf er á. Hún getur verið breytileg eftir deildum og jafn- vel árstímum. Þau fyrirtæki sem verða fyrst til að tileinka sér þessa þróun og skilgreina hvort og þá hvernig hægt er að nýta hana til að draga úr kostnaði og auka skilvirkni í rekstri munu hafa mikið forskot á samkeppnisaðila sína þegar fram líða stundir. Hugsanlegt samkeppnisforskot snýr hins vegar ekki einungis að fyr- irtækjum heldur einnig löndum. Hættan fyrir Ísland er sú að fyrir- tæki og stofnanir dragi lappirnar og stór alþjóðleg fyrirtæki sjái sér því ekki hag í því að setja upp lítil gagna- ver fyrir íslenska markaðinn. Það er hins vegar raunhæfur möguleiki ef stórir aðilar á borð við ríkið eða fjár- málafyrirtækin taka frumkvæðið. Ella verða allir íslenskir notendur háðir þeirri bandbreidd sem býðst í gegnum strengi til útlanda og þurfa að taka á sig verulegan kostnað út af erlendu niðurhali hyggist þeir fara með tölvuvinnslu sína í skýin. Gögnin í skýjunum Eftir Kristin Eiríks- son og Ólaf Róbert Rafnsson » Íslensk fyrirtæki munu á næstunni þurfa að vega og meta hvort, hvernig og hve- nær það henti þeirra þörfum að fara með tölvuver sín í skýin. Kristinn Eiríksson Höfundar starfa sem ráðgjafar hjá Capacent og hafa unnið að stefnumót- un í upplýsingatækni um árabil. Ólafur Róbert Rafnsson Lengi hefur verið um það rætt innan kirkjunnar, að þörf sé á breytingum og end- urbótum á starfs- skýrslum presta þannig að skýrslurnar gefi gleggri mynd af umfangi kirkjustarfs- ins, enda hefur starf- ið gjörbreyst og orðið sífellt fjölbreyttara á síðustu árum og ára- tugum. Í ljósi þess var því ákveð- ið, að taka upp reglubundna taln- ingu á völdum þáttum starfsins í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og liggja niðurstöður þessarar talningar fyrir tímabilið október 2009 til mars 2010 nú fyrir. Eitt af því sem sjá má af þess- ari talningu er, hversu fjöl- breytilegt starfið í prófastsdæm- inu er orðið og hversu mikil þátttaka er í safnaðarstarfinu, þegar betur er að gáð. Það kemur m.a. fram, að alls tóku 156.756 manns þátt í þeim liðum safn- aðarstarfsins sem talið var í þetta hálfa ár, og er þar þó ýmislegt undanskilið, eins og t.d. allt kóra- starfið, fermingarfræðslan og fundir og samvera af ýmsu tagi. Samsvarar þessi þátttaka því, að hver þjóðkirkjumeðlimur hafi tek- ið þátt í þeim liðum starfsins, sem talið var í, u.þ.b. 2, 3 sinnum á tímabilinu eða að 38,6% hafi tekið þátt í einhverjum þessara liða starfsins einu sinni í mánuði. Séu einstakir liðir starfsins skoðaðir nánar kemur vafalaust ýmislegt mörgum á óvart. Má þar sem dæmi nefna, að meðalþátttakan í þeim 357 messum, sem fram fóru í prófastsdæminu á tímabilinu, var 125 manns. Og alls tóku 95.225 manns þátt í einhverju helgihaldi á tímabilinu eða 15.871 á mánuði. Þátttakendur í barna- og ung- lingastarfi voru 43.775 eða 7.296 á mánuði, en það samsvarar því, að hvert barn í þjóðkirkjunni hafi komið í eitthvert starf u.þ.b. þrisv- ar á tímabilinu eða helmingur þeirra mánaðarlega. Í þessu sam- bandi skal það ítrek- að, að þátttakendur í fermingarfræðslu og barnakórum eru, eins og áður sagði, ekki með í þessum tölum. Er því ekki ólíklegt að þær mætti tvö- falda, ef þessir þættir kirkjustarfsins væru taldir með, enda voru fermingarbörnin um 1100 og börnin mörg hundruð, sem syngja í barnakórunum í prófastsdæminu. Loks má geta þess, að 17.756 tóku þátt í ýmiss konar fullorð- insfræðslu og hópastarfi á vegum safnaðanna, eða 2959 á mánuði, og voru slíkar samverur að meðaltali 109 á mánuði eða 11 í hverri kirkju. Ég veit að þær tölur sem hér er vitnað til koma mörgum á óvart og finnst mér því fullt tilefni til, að á þeim sé vakin athygli. Því þótt það sé vissulega rétt, að oft vildum við sjá miklu fleiri koma í kirkjurnar okkar en stundum er, þá er það þó mikill misskilningur að halda að þær standi alltaf tóm- ar eins og sumir vilja halda fram. Öðru nær! Safnaðarstarfið verður sífellt fjölbreytilegra og þátttaka í starfinu er almennt að aukast. Ég tel því, að það sé í raun leit- un á öflugra félagsstarfi á því svæði sem prófastsdæmið nær yf- ir, en einmitt því sem rekið er á vegum Þjóðkirkjusafnaðanna. Nokkrar staðreynd- ir um þátttöku í kirkjulegu starfi Eftir Gísla Jónasson Gísli Jónasson »Niðurstöður taln- ingar í völdum þátt- um safnaðarstarfsins í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra á tíma- bilinu október 2009 til mars 2010 koma ýmsum á óvart. Höfundur er prófastur í Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.