Morgunblaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010
✝ Karl Cesar erfæddur á Ísa-
firði þann 16. sept-
ember 1993. Hann
lést þann 17.6.
2010.
Foreldrar hans
eru Salómon Viðar
Reynisson, f. 4.12.
1961, og Þóra Lind
Karlsdóttir, f. 15.4.
1963. Foreldrar
Salómons eru
Reynir Ásgríms-
son, f. 29.8. 1941,
og Birna Sal-
ómonsdóttir, f. 11.4. 1943, d. 4.6.
2009, foreldar Þóru Lindar eru
Karl Cesar Sigmundsson, f. 6.2.
Cesar var yngstur.
Fyrstu tvö árin ólst Karl Ces-
ar upp á Ísafirði þar sem fjöl-
skyldan bjó tímabundið vegna
vinnu föður hans. Karl Cesar
hóf skólagöngu sína í Folda-
skóla þar sem hann undi sér vel.
Hann fluttist síðar ásamt fjöl-
skyldu sinni í Voga á Vatns-
leysuströnd þar sem hann lauk
grunnskólanámi sínu í Stóru-
Vogaskóla. Haustið 2009 hóf
Karl Cesar nám við Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja og stefndi
hann á að verða vélvirki eins og
afi, pabbi og bróðir hans. Hann
vann með skólanum hjá föður
sínum á verkstæðinu Vélrás og
kom þar berlega í ljós að þar
var hann á réttri hillu. Bílar,
þungavinnuvélar og önnur far-
artæki áttu hug hans allan.
Karl Cesar verður jarðsung-
inn frá Grafarvogskirkju í dag,
25. júní 2010, og hefst athöfnin
kl. 13.
1938, og Málhildur
Sigurbjörnsdóttir,
f. 24.7. 1935, d.
29.11. 2008. Systk-
ini Karls Cesars
eru 1) Svavar Örn,
f. 22.10. 1981,
kona hans er
Steinunn Björns-
dóttir, f. 23.5.
1980, og börn
þeirra eru Jónas
Breki og Ásdís
Svava. 2) Gylfi
Snær, f. 14.3. 1984,
3) Reynir Viðar, f.
12.5. 1987, kona hans er Kristín
Valgeirsdóttir, f. 28.9. 1988. 4)
Birna Björg, f. 3.6. 1991. 5) Karl
Elsku kúturinn hans pabba, það er
mér þungt að skrifa þessar línur og
engin orð lýsa því hvernig mér líður.
Þú fórst svo snögglega frá mér, það
er eins og þú komir heim eftir smá-
stund, hafir bara skroppið út að hitta
vin.
Það er tómlegt heima og við
mamma söknum þín svo sárt .
Ég vildi geta verið hjá þér
veslings barnið mitt.
Umlukið þig með örmum mínum.
Unir hver við sitt.
Oft ég hugsa auðmjúkt til þín
einkum þegar húmar að.
Eins þótt fari óravegu
átt þú mer í hjarta stað.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Ég elska þig af öllu hjarta.
Þinn,
pabbi.
Elsku litli strákurinn minn,
mamma grætur og vantar svo að fá
litla strákinn sinn í fangið. Pabbi og
systkini þín gráta líka og við skiljum
ekki hvað gerðist.
Hjarta mitt er mölbrotið, þar er
nú sár sem aldrei grær. Ég sit með
peysu af þér til að finna lyktina þína
og hugsa til þín, vil svo geta fært tím-
an aftur og við værum saman.
Síðasta samtal okkar var þannig
að þú sagðir, „Mamma, ég er orðinn
16 ára.“ Já stór ertu (langur) en
verður alltaf litli strákurinn minn.
Þegar þú fæddist átti langamma þín,
hún Unnur (Gógó), afmæli og varst
þú langömmubarn númer 34 í röð-
inni og var hún mjög glöð að fá þig í
afmælisgjöf. Amma þín, hún Malla
heitin, kallaði þig alltaf Ísafjarðar-
prinsinn, hún alveg dýrkaði þig, það
var eitthvert spes samband milli
ykkar. Og svo 6. febrúar 1994, á af-
mælisdegi hans Cesars afa, fékkstu
nafnið hans og Cesars frænda, þeir
voru svo glaðir að fá nafna. Þú heitir
því fallega nafni Karl Cesar Salóm-
onsson og vorum við pabbi spurð
hvort við værum með mikilmennsku-
brjálaði, því þetta eru þrjú kóng-
anöfn, en þú ert svo stór og mikil
persóna að þú stóðst vel undir nafn-
inu.
Birna systir og bræður þínir gráta
og sakna bróður síns, vildu svo hafa
átt lengri tíma með þér, þið áttuð eft-
ir að gera svo margt saman. Pabbi
saknar þín og finnst eins og þú hafir
bara farið aðeins út og komir fjótlega
heim aftur. Mamma bíður eftir því að
vakna af vondum draumi og langar
til að sjá fallega brosið þitt, því glað-
lyndur varstu og hafðir góðan húm-
or.
Ég man þegar ég fékk þig fyrst í
fangið, ég var svo stolt og glöð, þú
varst yndislegt barn og yndislegur
ungur maður. Þegar þú byrjaðir í
framhaldskólanum blómstraðir þú
og varst fullur tilhlökkunar á fram-
tíðina, ætlaðir að verða vélvirki eins
og afi Reynir, pabbi og Reynir bróð-
ir. Bílar og önnur farartæki áttu hug
þin allan, sem barn áttir þú uppá-
haldsbíl og varð margoft að líma
hann saman, því litlar hendur misstu
hann ansi oft í gólfið og ekki kom til
greina að hafa annan bíl.
Þegar ég sit og skrifa þessar línur
koma upp margar góða minningar,
ég græt og finn svo til, hvernig á ég
að lifa án þín?
Ég bar þig barn í armi, þú brosir
hlýtt til mín,
sem bjartur geisli ennþá, sú fagra
minning skín.
Mér veiti Drottinn Jesú, þær vonir fái
að rætast,
að megum við hjá Guði, með brosi
aftur mætast.
(Guðrún Guðmundsdóttir frá Melgerði.)
Ég elska þig svo heitt.
Þín
mamma.
Elsku litli bróðir minn.
Ég bara trúi ekki að það sé komið
að kveðjustund hjá okkur. Þú svona
ungur og áttir eftir að gera allt.
Þetta er án efa það erfiðasta sem ég
hef gert á ævinni, að kveðja þig. Þú
varst farinn að telja dagana þangað
til þú áttir að fá bílpróf og ætlaði ég
að heimta fyrsta rúntinn með litla
brósa. Ég mun aldrei gleyma þeim
tímum sem við vorum saman, hvort
sem það var í vinnunni eða þegar ég,
þú og pabbi vorum saman að stúss-
ast eitthvað uppí bústað eða í þau
skipti sem við fórum saman að hjóla.
Þú varst alltaf besti vinur minn og
verður það alla ævi, það er ekki hægt
að hugsa sér betri litla bróður en þig
Ég var alltaf svo stoltur af þér og
vildi allt fyrir þig gera, var alltaf að
bíða eftir því að þú myndir biðja mig
um að hjálpa þér með bílinn sem ég
hefði gert með ánægju.
Ég veit að bæði amma Birna og
amma Malla munu taka þér með
opnum örmum og munu þær hugsa
vel um þig þangað til eitthvert af
okkur kemur til þín.
Ég get bara ekki hætt að hugsa
um það hvað það er langt þangað til
við hittumst aftur, það er svo erfitt
að vera til án þín en ég verð að vera
sterkur fyrir mömmu og pabba og
alla hina sem sakna þín svo sárt.
Ég elska þig svo mikið og mun
sakna þín alla ævi, elsku litli bróðir.
Ég kveð þig með sömu orðum og
alltaf voru sögð við okkur: Farðu
varlega og Guð geymi þig.
Ljúfi Jesús, láttu mig
lífs míns alla daga
lifa þér og lofa þig
ljúft í kærleiks aga.
(Þorkell G. Sigurbjörnsson)
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Þinn stóri bróðir,
Reynir.
Elsku Karl minn.
Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ég
er frosinn og reiður.
Reiður yfir öllum spurningunum
sem ekki verður svarað, og að ég fái
ekki lengur að hjálpa og leiða þig í
gegnum lífið.
Tilfinningin er sár og hrikalega
vont að vita til þess að hlutverki
mínu sem stóra brósa er lokið.Við
áttum eftir að gera svo margt saman.
Ég átti eftir að kenna þér hitt og
þetta, gera hina og þessa hluti sam-
an, bara þessa týpísku hluti sem
bræður eiga að ganga í gegnum og
gera.
Við áttum góðar stundir saman, þó
sérstaklega núna seinast þegar þú
komst með mér heim eftir útskrift-
ina hjá Kristínu. Ja, við fórum heim
að skila dóti og svona, en svo fórum
við saman í heimsókn til Dabba og
sátum þar langt fram á nótt og
skemmtum okkur saman. Ég man að
við vorum að ræða mikið um bíla,
tæki og tól. Enda var það þín ástríða.
Svo fórum við bara saman heim og
þú gistir hjá mér sem þú gerðir oft.
Við náðum alltaf vel saman, ég og þú.
Við gátum alveg rifist eins og er eðli-
legt með bræður en það var yfirleitt
mjög stutt og saklaust. Eitt sem ég
tók alltaf eftir við þig, Karl minn, var
að það var alltaf stutt í brosið þegar
við vorum saman. Og þú varst með
yndislegt bros.
Bræddir mitt hjarta alltaf. Enda
varstu langsætastur af okkur bræðr-
unum.
Jónas Breki saknar þín sárt eins
og við öll hin. Þú og Jónas náðuð
ótrúlega vel saman og eydduð ófáum
dögum saman hér heima, uppi í bú-
stað eða í Vogunum. Ásdís Svava
kom svo í heiminn fyrir 3 árum og þú
sýndir henni ávallt áhuga og varst
duglegur að leika við hana. Hún fann
það sjálf. Henni fannst gott að vera í
kringum þig og leika.
Já, þetta hafa verið tómir og erf-
iðir dagar sem hafa liðið núna eftir
að við heyrðum þessar hræðilegu
fréttir. Það var eins og hjartað hætti
að slá í nokkrar sekúndur á eftir og
hrikalegur sársauki braust fram.
Minningarnar byrja að skjótast fram
og maður ræður ekki við tárin sem
ætla ekki að hætta að streyma. Það
fyrsta sem kom upp í hugann er
mynd af þér þegar ég sá þig síðast,
og hvað þú hafðir stækkað og breyst
með hverju skiptinu sem maður sá
þig, enda varstu orðinn hærri en allir
stóru bræður þínir og mér fannst
það nú frekar broslegt þegar ég sá
það á þeim öllum að þeim var nú ekki
alveg sama um það.
Ég minnist þess með söknuði þeg-
ar þú varst hérna sem mest og gistir
hérna hjá okkur, þá varstu á aldur
við Jónas í dag og þvílíkt sem þú gast
talað og spurt spurninga sem ég átti
í mesta basli við að svara. Við áttum
hérna ófá vídeókvöldin saman, ég og
þú, og mun ég minnast þín sitjandi
hérna í sófanum hjá mér.
Þú varst alltaf svo góður við Jónas
og Ásdísi, og áttuð þið Jónas margar
góðar stundir og náðuð svo vel sam-
an. Ég mun halda áfram að biðja fyr-
ir þér og geyma góðar minningar um
þig.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Guð geymi þig, elsku litli brósi.
Við elskum þig heitt og söknum
þín sárt.
Svavar Örn, Steinunn,
Jónas Breki og Ásdís Svava.
Hann Karl Cesar okkar er dáinn.
Sorgin og söknuðurinn nístir hjörtu
okkar og við sitjum sem lömuð. Við
sitjum og bíðum eftir að vakna upp
frá þessum hræðilega vonda draumi.
Karl Cesar er farinn, fallegi dreng-
urinn sem átti allt lífið framundan,
var fullur framtíðaráforma og beið
óþreyjufullur eftir að framfylgja
þeim, enda var hann þegar byrjaður
og vann með skólanum á verkstæð-
inu hjá pabba sínum. Hann var byrj-
aður að telja niður dagana í bílprófið
enda voru bílar og vélar líf hans og
yndi. Það er erfitt til þess að hugsa
að nú verður bílprófið ekki tekið í
september. Að hann Karl Cesar sem
var svo ungur, hraustur og reglu-
samur fái þess ekki notið að setja
skírteinið í veskið sitt stoltur. Stórt
skarð hefur verið höggið í fjölskyld-
una okkar sem ekki verður fyllt og
það er skammt stórra högga á milli,
ekki nema rúmt ár síðan amma
Birna lést. Við sem eftir sitjum reyn-
um að halda utan um hvert annað og
sefa sorgina af veikum mætti. Reyn-
um að fóta okkur aftur í veröldinni
og standa þétt saman, öðruvísi er
þetta ógerlegt.
Elsku Salli, Þóra Lind, Svavar
Örn, Reynir Viðar, Gylfi Snær og
Birna Björg, við trúum því að núna
sé Karl Cesar á góðum stað hjá
Birnu ömmu og Möllu ömmu sinni,
að þær hafi tekið á móti honum og
gæti hans. Við biðjum góðan Guð að
styrkja ykkur í ykkar miklu sorg.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Ykkar,
Ásgrímur og Helga
Elsku Karl Cesar minn.
Það er svo sárt að þurfa að kveðja
þig svona fljótt, það átti ekki að vera
svona. Þú varst svo hjartahlýr og
góður strákur. Ég gleymi því aldrei
hvað þú reyndir að passa uppá mig. Í
þá minningu mun ég halda alla ævi.
Ég reyni að vera sterk fyrir fjöl-
skylduna þína en ég sakna þín svo
mikið.
Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein,
né blómstígar gullskrýddir alla
leið heim.
Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar,
á göngu til himinsins helgu borgar.
En eg hefi lofað þér aðstoð og styrk,
og alltaf þér birtu þó leiðin sér myrk.
Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef,
að leiða þig sjálfur hvert einasta
skref.
(Staðf. Hjálmar Jónsson)
Elsku Salli, Þóra og fjölskylda.
Þið eigið alla mína samúð.
Elsku Karl Cesar, farðu varlega.
Mér þykir svo vænt um þig.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín frænka og vinur,
Petra og Þorsteinn.
Það var sem reiðarslag að fá þær
fréttir þegar við mættum til vinnu á
föstudaginn, 18. júní, að Karl Cesar
vinur okkar og vinnufélagi hefði fall-
ið frá daginn áður.
Karl Cesar vann með okkur hjá
VélRás í Hafnarfirði, hann mætti oft
til vinnu eftir skóla og um helgar og
svo í öllum skólafríum. Þegar hann
mætti til vinnu var tekið til hendinni
við að koma lagi á hlutina á verk-
stæðinu. Það fór ekkert á milli mála
þegar Karl hafði verið um helgi á
verkstæðinu, það var allt hreint og
fínt á mánudagsmorgni. Karl hafði
ákveðnar hugmyndir um það hvern-
ig ætti að ganga um verkstæðið og
var ekkert feiminn við að láta okkur
vita það.
Áhugasvið Karls Cesars voru
bílar og vélar, og stefndi hann á að
læra iðn afa síns Reynis og Salla
föður síns sem var vélvirkjun. Það
var gaman að sitja með Karli og
spjalla um áhugasvið hans, bæði í
gamni og alvöru. Í frítímum var
Karl að undirbúa og vinna í bílnum
sínum sem skyldi vera klár til notk-
unar þegar hann fengi bílprófið
þann 17. september, á föstudegi, allt
útpælt og þá yrði rúnturinn tekinn
með vinunum.
Við kveðjum góðan og glæsilegan
dreng sem hafði miklar væntingar
og glæsta drauma um framtíðina.
Við vottum Salla og Þóru Lind,
systkinum og fjölskyldu okkar
dýpstu samúð á þessum erfiða tíma
og í þeim mikla söknuði sem við
finnum öll.
Fyrir hönd samstarfsmanna hjá
VélRás,
Ásgeir Þórðarson.
Nú hverfur sól í haf
og húmið kemur skjótt.
Ég lofa góðan Guð,
sem gefur dag og nótt,
minn vökudag, minn draum og nótt.
Þú vakir, faðir vor,
og verndar börnin þín,
svo víð sem veröld er
og vonarstjarna skín,
ein stjarna hljóð á himni skín.
Lát daga nú í nótt
af nýrri von og trú
í myrkri hels og harms
og hvar sem gleymist þú
á jörð, sem átt og elskar þú.
Kom, nótt, með náð og frið,
kom nær, minn faðir hár,
og legðu lyfstein þinn
við lífsins mein og sár,
allt mannsins böl, hvert brot og sár.
(Sigurbjörn Einarsson)
Hvíl í friði, elsku vinur.
Sesar, Þorbera, Stefán Björn,
Arnhildur og Hrafnkell.
Karl Cesar
Salómonsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku Karl Cesar.
Ég trúi ekki enn að þú sért
farinn. Þvílík hjartasár og sorg
sem liggur yfir öllu. Minning-
arnar um þig standa mér efst í
huga og bróðurástin aldrei
dvín.
Með söknuði og tár í augum,
Gylfi bróðir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á
reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en
3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum.
Minningargreinar