Morgunblaðið - 25.06.2010, Side 27

Morgunblaðið - 25.06.2010, Side 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010 dvelja seinnipartinn, jafnvel framyf- ir kvöldmat. Þiggja hjá þér bolsíu. Bauka eitthvað niðri í kjallara. Síðan þegar ég eltist og þið fluttuð á Dalbæ var alveg jafn gott að koma þangað. Þiggja hjá þér konfekt og spjalla. Við sem eftir sitjum og söknum er- um himnarnir þér yfir. Það er góður staður að vera á. Ástarkveðjur, Ottó Elíasson. Elsku afi minn, ef ég væri að hitta þig í síðasta skipti þá myndi ég knúsa þig og kyssa og þakka þér fyr- ir það hvað þú ert búinn að vera æð- islega góður afi. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran/Gunnar Dal.) Sakna þín, Lilja. Elsku bróðir. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningarorð um litla bróður sinn. Það er ekki langt síðan við ræddumst við í síma, það var alltaf gaman að heyra í þér hljóðið. Margt kemur upp í hugann á sorg- arstundu sem þessari. Við systkinin vorum ávallt samrýmd enda áttum við því láni að fagna að koma frá ást- ríku heimili, þótt vissulega þurftum við að lifa erfið tímabil. Jarðskjálft- inn 1934 þegar húsið okkar, Víkur- hóll, eyðilagðist, kreppuárin og síð- ari heimsstyrjöldin eru þar nefnd sem dæmi. Jarðskjálftinn gerði það að verkum að við bræðurnir urðum að fara á sjóinn til að aðstoða við að afla tekna og væntingar um mennta- skólagöngu urðu að engu. Við rérum á trillunni hans pabba, Voninni, þrjú sumur. Pabbi sagði að þessi útgerð okkar hefði bjargað heimilinu og í fyrsta sinn í mörg ár sem hann hefði átt inneign í kaupfélaginu. Oft komumst við í hann krappan á sjónum. Minnist ég ferðar þegar við vorum að koma úr róðri með hlaðinn bát eftir góða veiði og vorum við á leið til Hríseyjar að landa aflanum. Þegar við vorum á milli Hríseyjar og Dalvíkur gerði SV-hvassviðri og urð- um við að snúa upp í vindinn. Þú stóðst í stafni í sjóstakk til að minnka ágjöfina á meðan ég var við stýrið og pumpaði. Við illan leik komumst við til hafnar á Dalvík. Guð hélt vernd- arhendi yfir okkur þá sem og svo mörgum öðrum stundum. Þrátt fyrir að hafa oft komist í hann krappann á sjónum, áttum við þar einnig margar góðar stundir. Oft tókst okkur að fylla bátinn og þótti okkur alltaf jafn gaman að sigla inn í höfnina með hann drekkhlaðinn. Við urðum fyrir miklum missi þeg- ar Stefán yngri bróðir okkar lést af slysförum tæplega 17 ára gamall. Það munaði ekki miklu að við hefð- um einnig misst þig í því slysi, en þökk sé Guði þá slappst þú heill á húfi. Elskulega systur okkar, Þór- unni (Dódu), misstum við haustið 2007 og nú, við andlát þitt, hefur þriðja skarðið myndast. Við áttum góða samleið alla tíð og er ég þakk- látur fyrir það. Bára systir var okkur ávallt mikill stuðningur og fyrir- mynd og er enn. Ósjaldan kom hún okkur til hjálpar. Er mér til dæmis minnisstætt þegar við vorum ungir drengir og höfðum það sem sumar- starf að passa 60 kýr. Eitt skiptið týndum við kúnum í Böggvisstaða- fjalli þegar svartaþoka skall á. Við urðum hræddir og óttuðumst að finna þær ekki aftur. Bára kom þá okkur til hjálpar og fann kýrnar. Mikið óskaplega vorum við fegnir og henni þakklátir. Ég vil þakka þér, elsku bróðir, fyr- ir vináttuna og vinsemdina í gegnum tíðina. Bára á eftir að sakna þess að kíkja til þín í heimsókn eins og hún var vön að gera á hverjum degi, og ég á eftir að sakna símtalanna okkar. Við systkinin tvö, sem eftir lifum, og fjölskyldur okkar, vottum fjölskyldu þinni og ástvinum samúð okkar. Þín er sárt saknað, kæri bróðir, en minning um góðan mann lifir um ókomna tíð. Hvíl í friði og takk fyrir allt og allt. Bjarki og Bára. Elsku kæri frændi. Ég fékk þær sorgarfréttir mánu- daginn 14. júní að þú værir látinn. Tárin byrjuðu að streyma og minn- ingarnar komu fram í hugann hver af annarri. Ég er svo heppin að hafa átt jafn hlýjan og hjartgóðan föðurbróður og þig. Í öll þau skipti sem við fjölskyld- an komum norður til Dalvíkur og fengum að gista hjá ykkur Ragn- heiði, var ávallt tekið vel á móti okk- ur, með brosi og mikilli gestristni. Alltaf varstu tilbúinn að fara með okkur á sjóinn að veiða og ég man eftir ófáum skiptum sem þú lofaðir mér að taka í stýrið og það þótti mér alltaf jafn gaman. Þá kenndirðu mér á lóðningartækið og hrósaðir mér oft fyrir sjómannshæfileika. Ég man sérstaklega eftir einni sjóferð þegar við pabbi og Helga frænka fórum með þér út að fiska. Sjórinn var ansi úfinn og þegar á leið var báturinn farinn að vagga ansi mikið. Á heim- leiðinni bjóstu til súpu handa mér og sagðir að ég væri greinilega með sjó- mannsgenin í mér þar sem ég hefði fiskað vel við þessar aðstæður, ekki sýnt vott af hræðslu og ekki fundið fyrir sjóveiki í öllum ölduganginum. Þetta fannst mér, 10 ára gamalli, vera eitt mesta hrós sem hægt var að fá og ómetanlegt að heyra. Ég hugsa oft enn í dag til þessa dags með brosi. Elsku frændi. Ég þakka Guði fyrir að hafa átt jafn indælan föðurbróður og þig. Þú varst myndarlegur mað- ur, dökkur yfirlitum með einstaklega fallegt bros. Hlátur þinn var einlæg- ur og umhyggjusemin var þér í blóð borin. Ég er viss um að Friðrika amma, Elías afi, Dóda frænka, Stefán frændi, Sveinbjörn bróðir og fleiri ástvinir hafa tekið vel á móti þér og vonandi líður þér vel þar sem þú ert í dag. Minningu þinni verður haldið á lofti um ókomna tíða. Guð blessi fjöl- skyldu þína á þessum erfiða tíma og veiti þeim styrk. Þín er sárt saknað kæri frændi. Hvíl í friði. Þín bróðurdóttir, Þórunn María. Samfélagið á Dalvík hefur byggst upp af vinnusömu, dagfarsprúðu og eljusömu fólki. Björn Elíasson var þeirrar gerðar. Þegar ég kveð þenn- an ljúfa myndarlega mann er mér þakklæti efst í huga. Minningar um Beyja ná allt aftur til fyrstu áranna við Hólaveginn. Stór fjölskylda, Gummi besti vinur, Jón Ingi og öll hin systkinin, allir aðrir krakkarnir við götuna,ys og þys, grátur, glens og gaman. Mitt í þessum látum öllum réð rósemd og æðruleysi Ragnheiðar ríkjum og þegar góðmennskan og grallara- skapurinn í Beyja bættust við gat ekki orðið úr þessu annað en frábært umhverfi. Heimilið var stórt og Beyji þurfti örugglega oft á tíðum að takast á við verkefni sem öðrum hefðu orðið of- viða. Ekki minnist ég þess að sjá hann bregða skapi vegna þessa né heldur miklast af því þegar vel gekk. Beyji var ein af hetjunum okkar barnanna við Hólaveginn. Hann var uppátækjasamur og með afbrigðum, skemmtilega nýjungagjarn og óhræddur við að feta nýjar brautir. Útgerðin, enski boltinn, rakettur á gamlárskvöld, skákin, spilakvöldin o.fl. o.fl. og við fundum vel hversu umhugað honum var um velferð allra barnanna við Hólaveginn. Hann var á þann hátt stoð okkar og stytta ekki síður en fyrirmynd. Beyji sýndi nærgætni í samskipt- um við annað fólk, hallmælti ekki nokkurri sálu en hafði samt sem áð- ur ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Aldrei reyndi ég annað en að viðhorf hans mótuðust af náunga- kærleik og virðingu fyrir því besta í fari hvers manns og þjóðarinnar í heild. Ég kveð Beyja með söknuði og þökk fyrir allt, sem hann gaf mér og mínum. Ljúfar minningar lifa með öllum þeim sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þessum mæta manni og góða dreng. Blessuð sé minning Björns Elías- sonar. Kristján Þór Júlíusson. ✝ Kristinn LíndalHafsteinsson fæddist á Akranesi 11. október 1951. Hann lést á heimili sínu í Hirtshals, Danmörku, 14. maí 2010. Foreldrar hans voru Sigurlaug Líndal Karlsdóttir f. 26. sept- ember 1932 og Haf- steinn Magnússon f. 26. ágúst 1931, d. 28. janúar 1987. Þau slitu samvistum. Seinni maður Sigurlaugar er Jón Árni Haraldsson f. 13. júlí 1923. Seinni kona Hafsteins er Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir f. 28. apríl 1935. Systur Kristins eru Kristín Líndal Hafsteinsdóttir f. 14. júlí 1954 og Karlotta Lilja Líndal Hafsteins- dóttir f. 27. september 1957. Systkini sammæðra eru Guðmundur Örn Sigurbjörgu Sigurðardóttir f. 26. ágúst 1954. Þau slitu samvistum 2005. Dóttir þeirra er Ragnhildur Líndal Kristinsdóttir Hamper f. 16. ágúst 1974, gift Ray Hamper. Börn þeirra eru a) Jonathan Líndal Ham- per f. 5. október 1999, b) María Lín- dal Hamper f. 25. maí 2001, og c) Al- exander Líndal Hamper f. 23. janúar 2006. Stjúpssonur Kristins og sonur Klöru er Sigurður Hilmar Strand- eng f. 17. mars 1971, giftur Line Strandeng f. 1. janúar 1970. Synir þeirra eru a) Jakob Elías Strandeng f. 4. maí 1996, b) Oliver Emil Strand- eng f. 9. ágúst 1999, c) Victor Nikolai Strandeng f. 20. febrúar 2005, og d) William Magnus Strandeng f. 1. jan- úar 2007. Kristinn ólst upp á Akra- nesi og stundaði þar sjómennsku. Kristinn flutti með fjölskyldu sína til Danmerkur árið 1990. Þar stundaði hann sjómennsku en síðustu árin vann hann við skipamálun. Börn hans og fjölskyldur þeirra búa í Dan- mörku. Jarðarför Kristins fór fram í Hirtshals 21. maí síðastliðinn. Minn- ingarathöfn fer fram í Akra- neskirkju í dag, 25. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Jónsson f. 12. nóv- ember 1959, Guðbjörg Jónsdóttir f. 19. maí 1961, Grétar Jónsson f. 19. janúar 1963 og Rúnar Haraldur Jóns- son f. 29. nóvember 1971. Systkini sam- feðra eru Magnús Þór Hafsteinsson f. 29. maí 1964, Jóhann Haf- steinn Hafsteinsson f. 15. júlí 1965, Guð- mundur Jón Haf- steinsson f. 31. júlí 1967 og Gunnar Freyr Hafsteinsson f. 26. október 1971. Kristinn ólst upp hjá ömmu sinni og afa að Krókatúni 13. Þau voru hjónin Kristín Halldórsdóttir f. 18. október 1898, d. 13. maí 1982 og Kristinn Guðmundsson f. 27. ágúst 1898, d. 27. maí 1975. Hinn 21. apríl 1973 gekk Kristinn að eiga Klöru Í dag kveðjum við okkar ástkæra föður, Kristin Líndal Hafsteinsson. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 14. maí sl. Elsku pabbi. Söknuðurinn er mikill og sársauk- inn stór. Það er erfitt að horfa á eftir þér og vita að við fáum ekki að sjá þig aftur. Þú skilur eftir tómarúm í hjört- um okkar allra. Við höfum margs að minnast og einnig höfum við þér margt að þakka. Margar góðar stundir sem við minnumst með gleði. Síðustu tuttugu árin höfum við ver- ið búsett í Danmörku, en þrátt fyrir fjarlægðina hélst þú alltaf sterkum tengslum við Ísland. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á málefnum Íslands, og var tölvuöldin þér til mikillar hjálpar. Þú notaðir hvert tækifæri til þess að fara í tölvuna og lesa blöðin, og oft voru það minningargreinar um fólkið heima á Íslandi sem þú last. Nú sitjum við hér saman systkinin og skrifum um þig. Já, lífið getur verið óútreiknanlegt og ósanngjarnt. Afabörnin þín sjö eiga öll mikið eft- ir að sakna þess að geta ekki komið í dekur til afa, fara hafnarrúntinn með þér eða fá að prufa knallertuna þína. Missirinn er stór, elsku pabbi, og við söknum þín svo rosalega. Við er- um viss um að það hefur fæðst ný stjarna á himnum þegar þú fórst héð- an – minningarnar gleðja hjörtu okk- ar og stjarnan þín vísar okkur veginn. Við þér í hjarta vort hleypum og höldum þér innst þar inni þar skalt þú í friði og ró búa sem kært og verðmætt minni. Sigurður (Siggi) og Ragnhildur. Elsku bróðir, nú ertu farin til ann- ars heims þar sem amma, afi og pabbi hafa tekið á móti þér. Það er erfitt að sætta sig við þessa skyndilegu brott- för þína, en við eigum eftir að hittast aftur á skýi þínu þar sem þú hvílir þig og fylgist með okkur sem elskuðum þig. Elsku bróðir, ég er mjög þakklát fyrir allar okkar samverustundir og mun ég ávallt minnast þín um aldur og ævi. Elsku bróðir, ég mun sakna þín ætíð. Öll við færum, elsku vinur, ástar þökk á kveðjustund. Gleði veitir grátnu hjarta. guðleg von um eftirfund. Drottinn Jesú, sólin sanna, sigrað hefur dauða og gröf. Að hafa átt þig ætíð verður, okkur dýrmæt lífsins gjöf. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín systir Karlotta. Mig langar að minnast elskulegs bróður míns. Ein fyrsta minning mín sem barn er tengd Kristni bróður þar sem við gengum hönd í hönd um Vesturgöt- una á leið til ömmu og afa, hann þá sex ára og ég þriggja ára. Þegar ég leiði hugann að æskuárum okkar þá eru minningarnar alltaf góðar. Heim- sóknir til Kristínar ömmu og Kristins afa upp á Skaga, þar sem Kristinn ólst upp, voru sérstaklega eftirminni- legar enda fylgdi þeim alltaf mikil til- hlökkun og ánægja. Við vorum mjög náin og gleymdum okkur oft tímun- um saman í hinum ýmsu leikjum. Ég man líka hvað hann var stoltur af fyrsta bílnum sínum og hvað það var gaman að fara á rúntinn með honum um Skagann. Kristinn fór mjög ungur til sjó, þar var hans starfsvettvangur og síðustu ár ævi sinnar vann hann við skipa- málningu í Hirtshals. Kristinn flutti til Danmerkur árið 1990 en þrátt fyrir það var samband okkar ávallt gott þó svo að við hefðum ekki sést jafn oft og ég hefði viljað. Því þykir mér einstaklega vænt um þann tíma sem við áttum saman í Par- ís árið 2004, þegar ég hélt upp á af- mæli mitt ásamt ættingjum og vin- um. Kristinn var mikill fjölskyldumað- ur og var ákaflega stoltur af börnum sínum og barnabörnum. Þrátt fyrir að Kristinn hafi dvalið langtímum í Danmörku sló hjarta hans alltaf á Ís- landi og hér vildi hann eyða sínu ævi- kvöldi. Því miður ætluðu örlögin hon- um annað en hann hefði örugglega verið ánægður að vita að hluti af hon- um mun verða lagður til hvílu í hans fósturjörð. Kæri Kristinn, ég mun ávallt minn- ast þíns sérstaka húmors og þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en drottinn telur tárin mín – ég trúi’ og huggast læt. (Kristján Jónsson.) Kristín. Ástkær bróðir okkar Kristinn varð bráðkvaddur á heimili sínu í Hirts- hals í Danmörku, föstudaginn 14. maí s.l. Það er óhjákvæmilegt þegar skarð er höggvið í systkinahópinn að ótal minningar fari um lendur hugans. Minningar sem geyma góðar stundir frá æsku til fullorðinsára um kæran bróður og vin. Minningar um samhentan hóp systkina, vináttu sem aldrei brást. Slíkar minningar munu lifa með okk- ur um ókomin ár. Við viljum þakka Kristni samfylgdina og biðjum hon- um velfarnaðar á nýjum vegi. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíl í friði, kæri Kristinn, þín verð- ur sárt saknað. Við sendum foreldrum okkar, börnum hans, barnabörnum og öðr- um ástvinum innilegar samúðar- kveðjur og biðjum guð að styrkja þau á sorgarstund. Guðmundur Örn, Guðbjörg, Grétar, Rúnar og fjölskyldur. Kæri mágur. Mér verður hugsað til samtals okkar þegar þú hringdir í mig í apríl síðastliðnum til þess að fá fréttir að heiman og af þeim eldsum- brotum sem þá áttu sér stað í Eyja- fjallajökli. Fáa menn þekki ég sem fylgdust eins vel með fréttum að heiman og þú. Áhugi þinn fyrir fróðleik og frétt- um var ekki minni varðandi önnur málefni enda hafðir þú mikinn áhuga á hverskonar heimildarmyndum og fréttaskýringaþáttum. Í þessu síðasta samtali okkar lá vel á þér og þér varð tíðrætt um hversu ánægður þú værir með nýju vinnuna þína á Skagen. Allt gekk að óskum hjá þér og þú varst ánægður með lífið og tilveruna. Það varð því mikið áfall þegar ég frétti af ótimabæru andláti þínu enda vorum við jafnaldrar og náðum alltaf vel saman í öllum okkar samskiptum. Ég mun sakna þín og ég vona að þar sem þú ert staddur núna sértu í beinu sambandi við allar fréttastofur heimsins. Kær kveðja Hörður. Kristinn Líndal Hafsteinsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.