Morgunblaðið - 25.06.2010, Side 31

Morgunblaðið - 25.06.2010, Side 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010 Nú hefur vinur okkar og frændi, Trausti í Hofi, lagt í sína hinstu ferð eftir langa og farsæla ævi. Síðustu árin voru honum þó frekar erfið heilsufarslega en þá naut hann ómet- anlegrar umönnunar á dvalarheim- ilinu Hornbrekku í Ólafsfirði og sendum við öllum kærar þakkir sem önnuðust hann af mikilli hlýju. Trausti var einstaklega ljúfur og góður maður og kemur það skýrt fram í ljóði sem Jón frá Syðri-Á orti um þennan æskuvin sinn og ná- granna á áttatíu ára afmæli hans 2. júní 1999. Ætíð vinur vina þinna varstu og í sinni hreinn með trúmennsku þína verk að vinna svo vildi ei undan kvarta neinn. Samviskan var söm að verki sýna trúnað standast mögn. Kleifaandinn stóri sterki stóð þér með og dulin rögn. Við Óskar og allir strákarnir okk- ar, Ingvi, Guðmundur, Halldór og Bragi, kveðjum góðan vin með þessu litla ljóði. Trausti, þig við kveðjum klökk, um kinnar læðast tárin. Hafðu okkar hjartans þökk fyrir liðnu árin. Innilegar samúðarkveðjur til Þór- arins og fjölskyldu hans. Júlíanna og Óskar. Við kveðjum Trausta í Hofi með þökk fyrir ljúfmennsku hans og vin- skap um langan aldur. Ingi Viðar minnist þess frá æskuárum að hon- um þótti Trausti vera farfugl – sem væri þeim þó ólíkur að því leyti að hann yfirgaf heimaslóð á Kleifum að vori, vann þá sem jarðýtustjóri að vegagerð, á Austurlandi, Lágheiði og víðar, en kom svo á heimaslóð á haustin. Trausti átti við fötlun að stríða sem gerði honum erfitt að tala skýrt, en okkur sem umgengust hann frá barn- æsku þótti mál hans auðskilið og þannig ætti það bara að vera. Trausti hafði yndi af tónlist, átti harmoniku um tíma og söng af hjartans lyst á glöðum stundum. Einnig var hann hagmæltur. Síðustu árin bjó Trausti á dvalar- heimilinu Hornbrekku – en alltaf leit- aði hugurinn heim á Kleifar og þang- að fór hann í heimsóknir til frændliðs síns, einkum frænda síns, Sigurðar Hólm Guðbjörnssonar og eiginkonu hans. Það voru sælustundir – Trausti léttstígur og spariklæddur og naut þess að ganga um og líta yfir Kleif- arnar, sínar kæru æsku- og heima- slóðir. Ingi Viðar minnist þess þegar hann var samskipa Trausta á Ár- manni Ó.F. 38, sem Trausti var með- eigandi að. Alltaf var hann glaður og glettinn og kom það sér vel, ekki síst þegar aflabrögð gengu ekki sem skyldi eins og sjómenn þekkja vel. Þá átti hann til að bregða á leik og kæta okkur, skipsfélaga sína. Sigga á Búðarhól minnist atviks Trausti Guðmundsson ✝ Trausti Guð-mundsson fæddist í Ártúni á Kleifum, Ólafsfirði, 2. júní 1919. Hann lést 14. júní 2010. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Stefaníu Þorláks- dóttur f. 12.12. 1897, d. 29.11. 1993 og Guð- mundar Bergssonar f. 30.4. 1894, d. 18.11. 1975. Bróðir Trausta er Þórarinn Guðmunds- son. Kona Þórarins er Sigrún Auð- ur Guðmundsdóttir. Dætur þeirra Gígja og Guðrún og börn þeirra voru Trausta mjög hugleikin. Upp- eldisbróðir bræðranna var Gunnar Björnsson f. 22.10. 1919, d. 18.5. 2004. Útför Trausta fer fram frá Ólafs- fjarðarkirkju í dag, 25. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 14. þegar hún var í sum- ardvöl á heimaslóðum með ungar dætur sínar og hitti Trausta sem á þeim árum gekk með myndarlegt skegg. Yngri dóttirin tók þá sprett og hljóp upp í fangið á Trausta, hon- um til ómældrar gleði. Að leiðarlokum sendum við eftirlifandi bróður, Þórarni Guð- mundssyni og fjöl- skyldu, og öðrum ætt- ingjum, samúðarkveðjur og þökkum Trausta samverustundirnar, ljúfmennsku hans og vináttu. Gangi hann heill á Guðs vegum, Ingi Viðar Árnason frá Syðri-Á og Sigríður Steingrímsdóttir frá Búðarhóli. Trausti ólst upp hjá foreldrum sín- um fyrst í Ártúni, síðan á Efri-Á, Kleifum og eftir 1930 að Hofi, Kleif- um. Hann vandist snemma sjó- mennsku og bústörfum enda byggð- ist lífsafkoma fjölskyldnanna á Kleifum á þessu tvennu. Trausti var fyrst með föður sínum á smábáti fjöl- skyldunnar. Seinna fór hann á vetr- arvertíðir til Suðurnesja. Hjá vega- gerðinni vann hann í 12 ár og lengst af með jarðýtur. Margur er vegurinn sem hann vann við víða um Norður- og Norðausturland. 1960 eignuðust þeir frændur, Sigurfinnur Ólafsson og Trausti, ásamt Sigþóri Ólasyni og Sigurði Ingimundarsyni, vélbátinn Ármann. Þeir fóru víða til veiða með Norðurlandi og suður með Austfjörð- um. Þetta var fallegur bátur á sjó og happaskip. Til dæmis auðnaðist þeim á Ármanni að bjarga mönnum á ut- anverðum Eyjafirði í ofviðri. Trausti var foreldrum sínum í Hofi til mikils stuðnings á efri árum þeirra, þó var hann oft langdvölum að heiman þau ár sem hann vann hjá vegagerðinni. Eftir að hann fór að stunda sjó á Ármanni kom hann oftar heim og var þeim enn traustari að- stoð. Á þessum árum bjó Sigríður, móð- ursystir Trausta, einnig í Hofi og eft- ir lát Guðmundar var Trausti þeim systrum umhyggjusöm hjálparhella þar til þær fluttu á öldrunarheimilið Hornbrekku í Ólafsfirði. Trausti fluttist á Hornbrekku 4. febrúar 1993. Margir eru sterkir í erfiðleikum. Samt setja vandkvæði óneitanlega mark sitt á flesta – sennilega alla. Trausti var fatlaður frá fæðingu, með klofinn góm og skarð í vör. Gert var við vörina en góminn ekki. Slík fötlun markar tilfinningar þeirra sem reyna. Enginn ófatlaður gerir sér að fullu grein fyrir hvaða afleiðingar þetta hefur.Trausti var geðprúður maður og glaðsinna. Hann var hjálp- samur og kom sér vel. Eftirtektar- vert var hve hann sneiddi hjá ágrein- ingi og deilum. Trausti hafði alla tíð yndi af að rétta hjálparhönd og að- stoða þegar þurfti. Ánægjulegt var að ferðast með honum um sveitir þar sem hann hafði unnið á jarðýtum. Þar var eins og hann þekkti hvern mann og ætti alls staðar vinsemd að fagna. Lífsviðhorf hans var jákvætt og kvartanir honum ekki tamar. Þegar hann fluttist á Hornbrekku varð breytingin honum þó mjög erfið. En þar leið honum eins vel og tök voru á. Heyrnardeyfð bagaði hann er árin liðu. Við það færðist hann inn í þá veröld sem hinir heyrandi þekkja ekki og skilja því verr þær atferlis- breytingar sem heyrnardeyfa getur valdið. En minni hans var gott og hann fylgdist vel með fjölskyldu sinni, vinum og ýmsum þjóðmálum. Trausti var mjög þakklátur þeim sem önnuðust hann. Hann átti afar góða vini meðal frændfólks síns. Einkum þótti honum vænt um hjónin Júlíönnu Ingvadóttur og Óskar Finnsson sem voru honum mikill styrkur. Einnig mat hann mjög mik- ils Sigurð Hólm og Kristjönu í Ár- túni. Slíkir vinir eru ætíð ómetanleg- ir. Nú er Trausti horfinn á okkur óséð lönd þangað sem við treystum að kærleikans Guð beini okkur að lok- um; í faðm ljóssins að friði og fegurð. Við sem þekktum hann best minn- umst hans með þakklæti og virðingu. Þórarinn Guðmundsson og fjölskylda. ✝ Magnús Bjarnasonfæddist í Reykja- vík þann 4. maí 1938. Hann lést á krabbameins- lækningadeild 11E á Landspítalanum við Hringbraut 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Þorvaldína Magnúsdóttir, f. á Hofi í Dýrafirði 3. okt. 1909, d. 28. okt. 1968, og Bjarni Magnússon, f. á Hraðastöðum í Mosfellsdal 20. des. 1892, d. 9. júlí 1970. Þau eignuðust fjögur börn og bjuggu allan sinn búskap á Hraða- stöðum. Systkini Magnúsar eru þau Bjarni, f. 2. júní 1936, Lára, f. 2. maí 1940, og Guðrún, f. 25. apríl 1941. Eiginkona Magnúsar er Hanna Þóra Bergsdóttir, f. 13. janúar 1941, og eiga þau tvær dætur. 1) Margrét Björk, f. 30. október 1960, eig- inmaður hennar er Gunnar Örn Steingrímsson og dóttir þeirra er Bjarklind Björk, f. 27. febrúar 1996. 2) Gígja, f. 6. júlí 1964, sonur hennar er Magnús Andri Pálsson, f. 4. jan- úar 1984. Magnús ólst upp ásamt systkinum sínum á Hraðastöðum í Mosfellsdal fram undir tvítugt og gekk í skóla á Brú- arlandi. Magnús og Hanna Þóra hófu bú- skap í Reykjavík en byggðu sér hús í Markholti 22 í Mos- fellsbæ og hafa búið þar síðan 1970. Þar byggði hann einnig rúmgóðan bílskúr þar sem hann gat sinnt hugðarefnum sínum og þar átti hann marg- ar stundir fram á síð- asta dag. Magnús var leigubílstjóri mestan hluta af starfs- ævi sinni eða síðastliðin 40 ár. Lengst af ók hann hjá Bæjarleiðum. Árið 1995 stofnaði hann ásamt fleiri leigubílstjórum leigubílastöðina Taxi. Síðustu árin keyrði hann hjá Borgarbíl. Áður hafði hann unnið ýmis störf til sjávar og sveita. Var á togurum og bátum, hjá Bensa í BM- Vallá, heildversluninni Lindsay og Stillingu svo eitthvað sé nefnt. Þá keyrði hann í nokkur ár hjá Guð- mundi Jónassyni rútur og bíla, og í nokkur sumur unnu þau bæði hjónin í fjallaferðum. Útför Magnúsar verður gerð frá Lágafellskirkju í dag, 25. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Hann elsku pabbi minn kvaddi lífið á föstudaginn 18. júní. Andlát hans kom í sjálfu sér ekki á óvart þar sem hann var búinn að þjást af illvígum sjúkdómi síðustu mánuði lífsins. Þó hann næði því að verða 72 ára, finnst mér hann hafa farið frá okkur allt of fljótt og það verð- ur skrítið að lifa lífinu áfram án hans sem alltaf hefur verið til stað- ar. Pabbi var frekar hæglátur mað- ur sem sagði ekki alltaf margt en hafði hlýja og góða nærveru. Hann var með eindæmum bóngóður og hjálpsamur og var alltaf tilbúinn að gera allt fyrir alla. Hann hafði jafnaðargeð og var frekar glað- lyndur, fastur fyrir og hafði mjög ákveðnar skoðanir ef hann hafði þær á annað borð og var óragur við flesta hluti. Í umræðum hafði hann lag á að koma með nýja sýn á menn og málefni og hafði gott lag á því að vera sjaldan sammála síð- asta ræðumanni. Margar minning- ar sækja á hugann og tengjast margar þeirra stússi í kringum bíla í bílskúrnum og ekki er langt síðan hann var með mér sárlasinn að skipta um bremsuklossa í bílnum mínum. Við Gunnar minnumst þess, þegar við fórum í okkar fyrstu útilegu í tilhugalífinu, hvern- ig hann fór rækilega yfir ástand Broncosins sem Gunnar átti, áður en hendi var sleppt af heimasæt- unni, ásamt því að fylla bílinn af varahlutum og útilegubúnaði. Bílar og allt sem tengdist þeim voru hans ær og kýr. Hann átti rúmgóð- an bílskúr þar sem hann var búinn að koma sér upp þokkalegri að- stöðu og hafði viðað að sér verk- færum og varahlutum til að lag- færa bíla fjölskyldunnar. Þegar það dugði ekki til átti hann innskot á verkstæðum hjá vinum sínum sem liðsinntu honum. Pabbi hafði alla tíð mikinn áhuga á bílum og var aðeins unglingur þegar hann eignaðist fyrsta bílinn. Hann nýtti áhuga sinn á bílum og hæfileika við að gera þá upp. Þegar hann sankaði að sér varahlutum frá Sölunefndinni og víðar, smíðaði svo Víbonjeppa úr þeim sem hann svo seldi þegar þau mamma hófu búskap á Hofteignum. Þaðan fluttu þau í lítið einbýlishús með bílskúr og dúkkuhúsi inn í Blesugróf. Lóð- in sem húsið stóð á tilheyrði þá bæði Kópavogi og Reykjavík og var beint á móti bænum Meltúni. Í holtinu fyrir ofan voru rollubændur með aðstöðu, kofa og kindur. Frá Reynistað fluttu þau í Mosfells- sveitina þar sem þau byggðu sér hús í Markholti 22 þar sem þau hafa búið síðan 1970. Pabbi bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og hugsaði alla tíð vel um heimili sitt og sinnti viðhaldi á hús- inu og lóðinni með miklum sóma. Pabbi lagði mikla ást á barnabörn- in sín og gekk Magnúsi Andra nán- ast í föðurstað. Hann var alltaf að gauka einhverju að þeim svo sem peningum eða ávöxtum. Að leiðarlokum er efst í huga mér þakklæti fyrir að hafa notið umhyggju og góðvildar hans öll mín æviár og ég á eftir að sakna þess að fá hann ekki í kaffi til mín við eldhúsborðið þar sem hann átti sitt sæti. Björk og fjölskylda. Þegar veröldin skartar sínu feg- ursta og allt lifnar við, grösin grænka, blómin springa út og fuglasöngur fyllir loftið er hugur- inn gjarnan á Hraðastöðum. Æsku- stöðvarnar eiga alltaf sterka taug í hverjum manni og einhvern veginn ýtir vorið undir þessa tilfinningu og þannig var það einnig með Magnús Bjarnason frænda minn sem nú er allur. Magnús eða Maggi, eins og við kölluðum hann, hafði alltaf sterkar taugar til Hrað- astaða. Það var því ánægjulegt að við gátum öll átt góðar samveru- stundir nú í byrjun júní að Hraða- stöðum og þau systkinin átt góða endurfundi. Magnús naut sín þrátt fyrir að veikindin væru greinilega búin að setja mark sitt á hann, hann var æðrulaus og eins og hann átti að sér. Magnús hafði góðlegt en traust yfirbragð og öll framganga hans einkenndist umfram annað af hóg- værð. Mínar minningar um Magga frænda eru fyrst þegar ég var að vaxa úr grasi. Þá voru Maggi, Hanna, Gígja og Björk tíðir gestir á Hraðastöðum og þá var oft brugðið á leik og oftar en ekki rjómapönnukökur á borðum. Einn- ig fór ég oft í Markholtið og fékk að gista eða leika. En tíminn líður hratt og skjótt skipast veður í lofti. Magnús sem fyrir nokkrum dögum sat til borðs með okkur að Hraðastöðum í björtu og fallegu vorveðri er nú að kveðja í hinsta sinn. Það er mikið högg fyrir fjölskylduna í Mark- holti. Foreldrar mínir, og þó sérstak- lega Bjarni faðir minn, þakka Magnúsi bróður sínum vináttu og trausta samfylgd í gegnum lífið. Fjölskyldan á Hraðastöðum sendir aðstandendum Magnúsar, þeim Hönnu, Björk og Gígju, tengda- börnum og börnum sínu dýpstu samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir og nú er Magnús á nýjum stað þar sem vornóttin er björt og hlý og umvefur allt. F.h. fjölskyldunnar á Hraðastöð- um, Sigrún Bjarnadóttir. Magnús Bjarnason ✝ Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð, minningar- gjafir og blóm í tilefni af útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS HELGASONAR hæstaréttarlögmanns, sem lést þann 4. júní. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Sóltúns fyrir góða umönnun og aðhlynningu Kristján T. Gunnarsson, Beverly Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson, Gunilla E. Gunnarsson, Margrét Gunnarsdóttir, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Hallgrímur H. Gunnarsson, Guðrún E. Högnadóttir, Guðjón H. Gunnarsson, Henrietta G. Gísladóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, EIRÍKS K. EIRÍKSSONAR fyrrum bónda á Gafli í Flóa, Sílatjörn 8, Selfossi. Lilja Eiríksdóttir, Gísli Grétar Magnússon, Magnús Gíslason, Kristín Traustadóttir, Ingibjörg Gísladóttir, Guðmundur Marías Jensson, Ragnheiður Gísladóttir, Ævar Svan Sigurðsson, Gísli Rúnar, Trausti Elvar, Anna Bára, Hjalti Heiðar, Andrea, María Dögg, Lena Rut og Arnar Svan, Björn Heiðrekur Eiríksson, Arnheiður Húnbjörg Bjarnadóttir, Tinna Ósk Björnsdóttir, Finnur Hafliðason, Inga Dóra Björnsdóttir, Tómas Jón Sigmundsson, Lilja Björnsdóttir, Agnar Benediktsson, Fríða Björnsdóttir, Jón Hilmar Magnússon, Arndís María, Hildur Embla, Sigmundur Nói, Benedikt Snær og Óskar Tumi, Áshildur Öfjörð Magnúsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.