Morgunblaðið - 25.06.2010, Side 33

Morgunblaðið - 25.06.2010, Side 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010 ✝ Innilegar þakkir viljum við færa öllum þeim sem veittu okkur stuðning og hlýju vegna andláts og útfarar okkar ástkæra, UNNARS ÞÓRS LÁRUSSONAR, Eyrarlandsvegi 20, Akureyri. Hólmfríður Kristjánsdóttir, Lára Kristín Unnarsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Eyrún Unnarsdóttir, Lárus Heiðar Ásgeirsson, Margrét Unnarsdóttir, Einar Helgi Guðlaugsson, Ásthildur Lárusdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Lárus Jónsson, Jón Ellert Lárusson, Sigrún Ásdís Gísladóttir, Marta Kristín Lárusdóttir, Guðmundur Valsson, Jónína Sigrún Lárusdóttir, Birgir Guðmundsson og frændsystkin. ✝ Þökkum vináttu og hlýhug við andlát og útför, SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR, frá Hlaðhamri, sem lést þriðjudaginn 9. febrúar. Duftker með jarðneskum leyfum hans var jarðsett fimmtudaginn 17. júní í leiði foreldra hans á Prests- bakka Hrútafirði. Ólafur Hjálmarsson, Þorsteinn Ólafsson, Kjartan Ólafsson, og aðrir aðstandendur. ✝ Vigdís Jóhanns-dóttir var fædd á Syðra-Lágafelli í Staðarsveit 8. ágúst 1939. Hún lést á líkn- ardeild Landspítala í Kópavogi þann 17. júní síðastliðinn. For- eldrar Vigdísar voru þau Jóhann Magnús Kristjánsson, f. 7. september 1893, d. 29. ágúst 1965, bóndi á Ytra-Lágafelli, og kona hans Borghildur Júlíana Þórðardóttir, f. 9. júlí 1897, d. 5. janúar 1971. Vig- dís var yngst 8 systkina, elstur var Jóhann Gunnar, f. 21. janúar 1928, nú látinn, Steinunn, f. 3. ágúst 1924, nú látin, Kristján, f. 28. september 1929, nú látinn, Þórir, f. 28. sept- ember 1929. Sigurður, f. 22. desem- ber 1930, Sigvaldi, f. 3. júlí 1932, Sesselja Anna, f. 19. nóvember 1934, nú látin. Vigdís flutti ung til Reykjavíkur og þar kynntist hún tilvonandi eig- inmanni sínum Helga Sigurði Jónassyni, þau giftu sig þann 4. apríl 1959. Þau hjón eignuðust fjóra syni; Jónas Aðalsteinn, f. 1958, Jóhann Helgi, f. 1959, Páll Hinrik, f. 1964, og Þórir Jökull, f. 1965. Helgi Sig- urður lést þann 6. mars 2009. Vigdís og Helgi hófu sinn búskap á Ljósvallagötu, bjuggu síðan í Smálöndum en lengst af í Vorsabæ í Árbæj- arhverfi. Vigdís sá ávallt um heim- ili þeirra hjóna en sinnti ásamt því störfum aðallega í verslun og þjón- ustu.Vigdís lést eftir harða rimmu við krabbamein, Vigdís verður nú lögð til hinstu hvíldar á Snæfells- nesi, í sveitinni sem henni var svo kær. Útför Vigdísar fer fram frá Fá- skrúðsbakkakirkju í dag, 25. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Vertu hjá mér Dísa, meðan kvöldsins klukkur hringja og kaldir stormar næða um skóg og eyðisand; þá skal ég okkur bæði yfir djúpið dökka syngja heim í dalinn, þar sem ég ætla að byggja og nema land. Kysstu mig ... kysstu mig. Þú þekkir dalinn Dísa, þar sem dvergar búa í steinum, og vofur læðast hljótt og hörpusláttur berst yfir hjarn og bláa ísa, og huldufólkið dansar um stjörnubjarta nótt. Og meðan blómin anga og sorgir okkar sofa er sælt að vera fátækur, elsku Dísa mín, og byggja sér í lyngholti lítinn dalakofa við lindina, sem minnir á bláu augun þín. Ég elska þig; ég elska þig og dalinn, Dísa og dalurinn og fjöllin og blómin elska þig. í norðri brenna stjörnur, sem veginn okkur vísa, og vorið kemur bráðum ...... Dísa, kysstu mig (Davíð Stefánsson) Þá er komið að kveðjustund eftir erfiða baráttu þína við krabbameinið sem rændi því sem hefði átt að verða friðsælt ævikvöld og ferðalok. Það var ekki alltaf auðvelt að vera þú með fjóra ærslabelgi að fást við, en ekki er í minningunni annað en að á því hafi verið tekið með kærleik og kímni. Þú hafðir alltaf mikið yndi af tónlist og á mannamótum og fjölskyldusamkom- um var þá fyrst orðið gaman þegar Dísa var komin með gítarinn. Hjá fólki sem var á árunum eftir 1960 að koma sér upp þaki yfir höfuð var ekki alltaf mikið um frítíma og unnu þau Dísa og Helgi mikið og ekki fór mikið fyrir utanlandsferðum eða öðrum munaði, en sunnudagsbíltúrar með nesti í blikkkassa og kakó á brúsa skilja eftir minningar sem ekki verða keyptar fyrir peninga. Þú verður nú lögð til hinstu kvílu meðal vina og vandamanna, í sveit- inni sem þér þótti svo vænt um. Þú hafðir ætíð sterka trú á að okkar ferðalagi væri ekki lokið með þessari jarðvist og því óskum við þér góðrar ferðar og geymum í brjósti minn- inguna um mömmu sem skildi allt. Ætti ég hörpu hljómaþýða, hreina, mjúka gígjustrengi, til þín mundu lög mín líða, leita þín, er einn ég gengi. Viltu, þegar vorið blíða vefur rósir kvölddögginni, koma til mín, kvæði hlýða, kveðja mig í hinzta sinni. Lífið allt má léttar falla, ljósið vaka í hugsun minni, ef ég má þig aðeins kalla yndið mitt í fjarlægðinni. (Friðrik Hansen) Kveðja synir, Jónas Aðalsteinn, Jóhann Helgi, Páll Hinrik og Þórir Jökull. Elsku amma Dísa. Nú þegar þú hefur kvatt þennan heim rifjast upp margar góðar minn- ingar. Það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn til þín og afa, leika við hundana, skoða allar stytturnar þínar og gæða sér á hinum ýmsu kök- um sem þú virtist alltaf eiga nóg af hvort sem komum í óvænta heimsókn eða ekki. Amma, það er dálítið skrýtið að þið afi séuð nú bæði farin á svona skömmum tíma, en við efum það ekki að afi sé afskaplega feginn að hafa þig hjá sér. Við viljum þakka þér fyr- ir árin sem við fengum með þér og við munum varðveita minningu þína að eilífu í hjörtum okkur. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Konný og Eydís. Vigdís Jóhannsdóttir Guðmundur Georgsson var einstak- ur sómamaður sem ég var svo heppinn að kynnast er ég var nýorðinn fimmtán ára gamall. Við Halldór sonur hans vorum bekkjar- félagar og urðum miklir mátar og ég þar með heimagangur hjá hjónunum Guðmundi og Örbrúnu í Skeiðarvogi 73. Það var ákaflega hlýlegt og skemmtilegt heimili og manni alltaf tekið opnum örmum; Guðmundur sat gjarnan í stofunni á kvöldin með vind- il eða pípu og bók í hönd sem hann lagði frá sér ef við unglingarnir áttum við hann erindi; við Halldór vorum báðir nýfluttir í Vogahverfið og þekktum framan af ekki aðra þar og héngum mest tveir yfir áhugamálum okkar og allskyns grúski sem tengd- ist bókmenntum, skák og pólitík, og þótt þar væri ýmislegt misgáfulegt og sumt barnalegt í bland sem við höfð- um fram að færa var Guðmundur allt- af til í að hlusta á okkar mál, gefa okk- ur ráð eða rökræða. Ófá skákmótin háðum við þrír í stofunni og ef við fór- um út að sparka fótbolta slóst hann iðulega í hópinn, var einn af oss. Hann var ákaflega lifandi og frjór, fylgdist með öllum nýjum bókum og hlustaði á skemmtilega tónlist. Í öllum íþróttum var hann mikill keppnismaður; hin séríslenska ólympíuhugmynd „aðal- atriðið að vera með“ var ekki hans te- bolli enda lærði maður af honum að spili maður fótbolta eingöngu til að hafa gaman af því þá er ekkert gam- an; það verður að stefna að sigri. Guð- mundur var ákaflega gamansamur og fyndinn og gat verið skemmtilega stríðinn. Eitt sinn lögðum við Halldór upp í mikinn hjólatúr en í malarruðn- ingum á Vesturlandsveginum skrik- aði Halldóri dekk svo hann flaug í grjótið og hruflaðist á fæti. Þaðan var stutt að Keldum þar sem læknirinn og meinafræðingurinn stundaði vís- indarannsóknir, hann tók okkur vel, leit á svöðusárið á hné sonarins og sagði: „svona lagað fæ ég nú bara dýralækninn til að kíkja á fyrir mig“. Guðmundur og Örbrún voru vina- föst og tengslin við þau slitnuðu ekk- ert þótt menn yrðu eldri og flyttu tvist og bast. Meðan þau bjuggu í Skeiðarvoginum var það alger nauð- syn á nýársnótt að koma þar við og stilla sér upp við píanóið þar sem Guð- mundur sat og kyrja með honum nokkur lög eftir Sigfús Halldórs eða Jón Múla, og síðast heimsótti ég hann á Þorláksmessu í fyrra þar sem þau hjónin héldu skötuveislu fyrir fjöl- skyldu og vini að vestfirskum sið. Þau fylgdust með fjölskyldunni og vildu alltaf vita hvernig dætrum mínum vegnaði eins og þær væru þeirra eigin barnabörn, og ánægjulegar voru reglubundnar upphringingar frá Guðmundi snemma árs ef maður hafði gefið út bók fyrr um veturinn; þá var hann búinn að lesa og sagðist vilja þakka fyrir sig og var óspar á hrós og uppörvun og alltaf með skemmtilegu orðalagi. Guðmundur Georgsson var alla tíð svona strákur eins og maður sjálfur vildi gjarnan vera. Við Hildur þökkum fyrir langa vináttu og tryggð og kveðjum góðan dreng með virðingu og söknuði. Einar Kárason. Ég var staddur í fjallgöngu í Aust- ur-Tíról þegar ég frétti af andláti Guðmundar Georgssonar læknis og fyrrverandi forstöðumanns Tilrauna- stöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Fleira Keldnafólk var með í ferðinni og vottuðum við Guð- mundi virðingu okkar með því að skála fyrir honum á útfarardaginn og rifjuðum upp kynni okkar af honum. Ég kynntist honum fyrst á nám- Guðmundur Georgsson ✝ GuðmundurGeorgsson læknir fæddist í Reykjavík 11. janúar 1932. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 13. júní 2010. Útför Guðmundar fór fram frá Lang- holtskirkju 21. júní 2010. skeiði í vefjafræði við Háskóla Íslands árið 1977 þar sem ég var nemandinn og Guð- mundur kennarinn. Síðar urðum við vinnu- félagar og samstarfs- menn. Guðmundur var afkastamikill vísinda- maður og störf hans eru mikils metin í ís- lenska og alþjóðlega vísindasamfélaginu. Vísindastörf Guð- mundur voru lengst af á fræðasviði líffæra- meinafræðinnar, einkum rannsóknir á hæggengum smitsjúkdómum í sauðfé. Framlag hans á því sviði efldi skilning á framgangi sjúkdóma og samspili hýsils og sýkils. Guðmundur var í alþjóðlegri samvinnu beggja vegna Atlantshafsis og hefur unnið þýðingarmikið starf fyrir Tilrauna- stöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og vísindasamfélagið. Hann vann að því að efla Tilraunastöðina sem alþjóðlega vísindastofnun og vildi ávallt framgang hennar sem mestan. Fyrir hönd starfsmanna Keldna þakka ég Guðmundi fyrir störf hans í þágu Tilraunastöðvarinnar og vís- inda. Ég vil færa fjölskyldu hans mínar dýpstu samúðarkveðjur. Sigurður Ingvarsson, for- stöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Nær allan seinni hluta tuttugustu aldar voru deilurnar um hersetuna eitt helsta ágreiningsefni íslenskra stjórnmála. Þótt stjórnvöld styddu undantekningarlítið veru erlends hers í landinu og aðild Íslands að hernaðarbandalögum, var alla tíð starfandi grasrótarhreyfing fólks sem hafnaði hernaðarhyggju og barð- ist fyrir afvopnun og friðsælli framtíð. Guðmundur Georgsson var í hópi vöskustu liðsmanna þeirrar hreyfing- ar. Ýmis friðarsamtök hafa starfað á Íslandi, en þeirra öflugust og fjöl- mennust voru þó Samtök herstöðva- andstæðinga – áður Samtök her- námsandstæðinga. Sérstaða og helsti styrkur hreyfingarinnar var sá að hún byggði alla tíð í senn á þjóðlegum gildum með áherslu á menningu og sögu, en jafnframt var hún í stöðugu og virku sambandi við útlönd og til- einkaði sér áherslur, stefnumál og baráttuaðferðir erlendra félaga sinna. Segja má að þessir tveir ólíku straumar hafi komið fram í störfum Guðmundar að friðarmálum. Á ní- unda áratugnum stóð kjarnorku- kapphlaup risaveldanna hvað hæst, en á sama tíma varð mikil vitundar- vakning um ógnina sem stafaði af kjarnavopnum. Japanskir friðarsinn- ar vöktu athygli á áhrifum kjarnorku- árásanna þar í landi árið 1945, þar á meðal afleiðingum geislavirkninnar sem fáir höfðu gefið gaum. Guðmundur Georgsson fór sem fulltrúi Samtaka herstöðvaandstæð- inga til Hirosíma í ágúst 1985 en það ár stóðu samtökin fyrir fyrstu kerta- fleytingunni á Reykjavíkurtjörn í minningu fórnarlamba kjarnorku- árásanna. Heimsóknin hafði mikil áhrif á Guðmund sem hafði um árabil barist fyrir friðsamlegum heimi. Sem vísindamaður var hann sérlega vel í stakk búinn að ræða áhrif geislavirkni vegna kjarnorkusprenginga á manns- líkamann og fjalla um hættuna sem mannkyninu stafar af kjarnorku- vopnum. Á sextíu ára afmæli kjarn- orkuárásanna, árið 2005, flutti Guð- mundur eftirminnilegt ávarp, sem var birt sama ár sem formáli að endur- útgáfu bókarinnar „Blómin í ánni“ eftir Editu Morris. Ávarpið er fögur minning um þrotlaust friðarstarf Hinir þjóðlegu og menningarlegu þættir herstöðvabaráttunnar voru Guðmundi þó ekki síður hugleiknir. Hann átti um árabil sæti í miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga og gegndi þar formennsku um tíma. Á þeim vettvangi kom hann að skipu- lagningu fjölda aðgerða og funda. Á vordögum 1989 voru haldnir menn- ingardagar á vegum samtakanna, í tengslum við fjörutíu ára afmæli bar- áttunnar gegn Nató-aðild Íslands. Um var að ræða listadagskrá í heila viku og átti Guðmundur Georgsson einna stærstan hlut að máli við skipu- lagningu og undirbúning hennar. Íslenskir hernaðarandstæðingar sjá á eftir góðum félaga og votta fjöl- skyldu hans samúð sína. F.h. Samtaka hernaðarandstæð- inga, Stefán Pálsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendi- kerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.