Morgunblaðið - 25.06.2010, Síða 37

Morgunblaðið - 25.06.2010, Síða 37
Dagbók 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010 Sudoku Frumstig 4 2 5 1 3 8 3 9 4 7 5 2 4 7 3 8 9 5 2 8 9 3 4 5 7 1 1 8 3 5 7 9 7 6 4 3 4 5 1 6 3 9 1 3 9 7 8 1 5 6 4 8 7 2 5 9 3 4 5 8 7 6 3 6 1 2 4 8 9 1 7 5 3 1 6 8 4 3 7 9 6 1 2 5 5 9 1 8 2 3 7 4 6 7 2 6 5 4 1 3 9 8 3 6 4 1 8 2 9 5 7 1 5 7 9 6 4 2 8 3 9 8 2 3 5 7 6 1 4 2 3 5 6 1 8 4 7 9 6 1 8 4 7 9 5 3 2 4 7 9 2 3 5 8 6 1 2 7 8 5 9 1 4 6 3 4 6 3 7 2 8 9 5 1 1 9 5 6 4 3 8 7 2 6 1 7 8 5 2 3 4 9 5 3 4 1 7 9 6 2 8 9 8 2 4 3 6 7 1 5 3 4 9 2 1 7 5 8 6 7 2 6 9 8 5 1 3 4 8 5 1 3 6 4 2 9 7 9 8 7 3 4 6 5 1 2 3 4 1 5 2 7 6 9 8 6 5 2 1 8 9 4 3 7 5 1 9 4 7 3 2 8 6 4 2 8 9 6 5 3 7 1 7 3 6 8 1 2 9 4 5 2 6 4 7 9 1 8 5 3 1 9 5 2 3 8 7 6 4 8 7 3 6 5 4 1 2 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 25. júní, 176. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Þegar þú leggst til hvíld- ar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú mun svefninn verða vær. (Ok. 3, 24.) Fótbolti er vinsælt sjónvarpsefnivíða um heim og Heimsmeist- aramótið í greininni slær allt annað út. Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent Gallup yfir uppsafnaða tíðni áhorfs í íslensku sjónvarpi í lið- inni viku var efni um HM í Sjónvarp- inu í fjórum efstu sætunum af tíu vinsælustu dagskrárliðunum og í sex af átta vinsælustu. x x x Þessar vinsældir fótboltans farafyrir brjóstið á sumum, sem virðast hafa það eitt fyrir stafni að vera fúlir á móti, og þá heyrist gjarnan hljóð úr horni. Í vikunni greindi Jafnréttisstofa frá því að henni hefðu borist ábendingar og kvartanir „vegna skorts á sýnileika kvenna við lýsingar á leikjum á HM í Suður-Afríku“. Hvorki er greint frá fjölda ábendinga eða kvartana né hvernig kvartarar skiptast eftir kyni, en Jafnréttisstofu þykir það skjóta skökku við að ekki sé leitað til íslenskra fótboltakvenna til að skýra leikina enda hafi gengi íslenskra fót- boltakvenna verið gott á und- anförnum árum og þær hafi reynslu og þekkingu á þessu sviði. x x x Víkverji er talsmaður jafnréttisen ef þetta er lýsandi dæmi um vinnubrögð Jafnréttisstofu er hún á rangri leið. Allt tal um að konur séu ekki hér og konur séu ekki þar er komið langt út yfir alla skynsemi. Það er einföldun að segja að ein- göngu karlar séu í hlutverki leik- skýrenda hjá Sjónvarpinu í leikjum HM því um er að ræða leikskýr- endur úr hópi þeirra hæfustu og svo vill til að þeir hæfustu á þessu sviði eru allir karlar. Umfjöllun Sjónvarpsins um HM er til mikils sóma og Víkverji full- yrðir að þættir Þorsteins Joð, HM- stofa og HM-kvöld, séu þeir bestu sinnar tegundar sem gerðir hafa verið hér á landi og þó víðar væri leitað. Pétur Marteinsson, Hjörvar Hafliðason, Auðun Helgason og Andri Sigþórsson hafa sýnt með frammistöðu sinni að gestgjafinn getur vart haft betri gesti. Vinsæld- irnar tala sínu máli. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 heimkynni guðanna, 8 höggva, 9 skyldmenni, 10 fálátu, 11 litlu mennirnir, 13 kvabba, 15 óvættur, 18 éta, 21 rödd, 22 hrópa, 23 styrkir, 24 skyndi- lega. Lóðrétt | 2 hræðsla, 3 fugl, 4 angan, 5 mergð, 6 far, 7 hey, 12 greinir, 14 bókstafur, 15 árna, 16 blóðsugan, 17 vofu, 18 hvell, 19 heiðarleg, 20 siga. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 bölva, 4 sefar, 7 gotan, 8 ólatt, 9 inn, 11 rönd, 13 mana, 14 ætinu, 15 þræl, 17 nefs, 20 kal, 22 galli, 23 iðnað, 24 lærði, 25 dáður. Lóðrétt: 1 bugur, 2 látin, 3 asni, 4 spón, 5 flana, 6 rotta, 10 neita, 12 dæl, 13 mun, 15 þögul, 16 ætlar, 18 ennið, 19 siður, 20 kimi, 21 lind. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rb5 d6 6. c4 Rf6 7. R1c3 a6 8. Ra3 Be7 9. Be2 O-O 10. O-O b6 11. Be3 Bb7 12. Db3 Rd7 13. Hfd1 Rc5 14. Dc2 Bf6 15. Hac1 Be5 16. Rab1 Df6 17. Dd2 Dg6 18. f4 Bf6 19. Bf3 Had8 20. De2 Be7 21. Ra3 Rb4 22. Rc2 Rxc2 23. Hxc2 Hc8 24. f5 Df6 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti í Búdapest í Ungverjalandi. Ungverski alþjóðlegi meistarinn Bela Lengyel (2266) hafði hvítt gegn Hjörvari Steini Grétarssyni (2394). 25. b4! Rd7 26. e5! Rxe5 27. Bxb7 Hc7 28. Bxa6 Dxf5 29. Rb5 hvítur er nú manni yfir og með unnið tafl. 29…Hd7 30. Rd4 Dg6 31. Bb5 Hc7 32. Bf4 Hfc8 33. Hc3 Df6 34. Bxe5 dxe5 35. Hf3 Dg6 36. Hg3 Dh6 37. Rc2 Bg5 38. Hgd3 Df6 39. Hd6 h6 40. Hxb6 Hd8 41. Hbd6 Hxd6 42. Hxd6 Df4 43. Hd1 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Viðsnúningur. Norður ♠-- ♥ÁDG10973 ♦Á874 ♣G7 Vestur Austur ♠KD109 ♠Á5432 ♥542 ♥-- ♦103 ♦G965 ♣10983 ♣D642 Suður ♠G876 ♥K86 ♦KD2 ♣ÁK5 Suður spilar 7♥. Norður yfirfærir í hjarta við grand- opnun suðurs og stekkur svo í 3♠ til að sýna slemmuáhuga og stuttlit – einspil eða eyðu. Sú sögn hittir beint í mark og eftir nokkrar hnitmiðaðar fyr- irstöðusagnir í kjölfarið enda sagnir í 7♥. Það er vel af sér vikið að komast í al- slemmu, en 3-0 legan í trompinu skap- ar vandamál. Hvað getur sagnhafi gert til að forða því að gefa slag á tígul í lok- in? Útspilið er ♠K. Með skynsamlegri nýtingu á inn- komum suðurs getur sagnhafi skapað sér aukaslag á hjarta. Markmiðið er að trompa fimm sinnum í borði – alla spaðana fjóra og eitt lauf. Í lokastöð- unni spilar sagnhafi tígli heim, tekur af vestri síðasta trompið og „hendir“ ♦4 í borði. Þannig fást átta slagir á tromp með „öfugum blindum“. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú munt eiga rólegan dag og gæt- ir fengið óvænta heimsókn sem gleður þig. Reyndu að umkringja þig fallegum hlutum til að lyfta sál þinni í hæstu hæð- ir. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er í góðu lagi að gefa öðrum ráð, svo framarlega að þú lesir þeim ekki pistilinn því það er ekki á þínu valdi. Reyndu að festa ráð þitt. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú átt að taka frumkvæðið í þín- ar hendur í stað þess að láta reka fyrir athugasemdum annarra. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Hlutirnir ganga oft betur og hrað- ar fyrir sig ef þú reynir að verja þig fyrir umhverfinu. Sérstakar aðstæður verða til þess að varpa ljósi á dulda hæfileika þína. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Mál skipast svo í þína þágu að það veldur þér ánægjulegri undrun. Reyndu að halda þig á jörðinni og líta á aðra sem jafningja. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Vinnan sem bíður þín er ólík öllu sem þú hefur áður gert. Hins vegar eru verkefnin þín ekki nógu heillandi. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert upp á þitt besta og átt að láta ljós þitt skína. En þú færð tækifæri til að hlaupa þessa vikuna. Njóttu lista, hlust- aðu á ljóð. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ástandið í vinnunni er ein- staklega ruglingslegt núna. Umhyggja þín fyrir sjálfum þér gefur þér sjálfs- traust. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það eru ástæður fyrir öllum hlutum þótt þær liggi ekki alltaf í augum uppi. Taktu þér tak og kláraðu þau verk- efni, sem fyrir liggja. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú skalt fara eftir ráðum góðs vinar í samskiptum við ættingja þinn í dag. Sýndu kurteisi og gerðu þitt besta og þá mun allt ganga vel. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú hefur ástæðu til þess að vera í góðu skapi og ættir að njóta þess sem lengst. Orðstír mun tryggja þér þá athygli sem þú þarft til að koma málum álieðis. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Stuttar ferðir, skriftir, kennsla og tengsl við systkini veita þér mikla ánægju á komandi ári. Góðar fréttir frá fjarlægum slóðum gætu létt á hjarta þínu. Stjörnuspá 25. júní 1809 Danski ævintýramaðurinn Jörgen Jörgensen tók sér völd á Íslandi og lét hneppa Trampe stiftamtmann og fleiri í varðhald. Hann lýsti sig „alls Íslands verndara og hæst- ráðanda til sjós og lands“. Enskur skipstjóri batt enda á stjórn Jörundar 22. ágúst, við lok hundadaga. 25. júní 1961 Póstverslunin Hagkaup tók til starfa við Miklatorg í Reykja- vík. „Nýr verslunarmáti – hag- kvæmur verslunarmáti,“ sagði í blaðaauglýsingu. Í fyrsta vörulistanum var meðal ann- ars fatnaður, kventöskur, rit- vélar, sportvörur, ferðaútbún- aður og húsgögn. 25. júní 1985 Reynir Pétur Ingvarsson, 36 ára vistmaður á Sólheimum í Grímsnesi, lauk göngu sinni hringinn í kringum landið, alls 1.411 km. Gangan tók einn mánuð. 25. júní 2009 Stöðugleikasáttmáli aðila vinnumarkaðarins, ríkis- stjórnar og sveitarfélaga var undirritaður í Þjóðmenning- arhúsinu. Hann er í fjórtán lið- um og átti að gilda til ársloka 2010. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Jórunn Erla Bjarnadóttir, Nestúni 17 á Hellu, er áttræð í dag, 25. júní. Hún tekur á móti gestum á morg- un, 26. júní, á heimili sínu milli kl. 15 og 18. 80 ára „Ég og pollinn minn, sem er tíu ára gamall Vals- ari, erum hér á fótboltamóti í Vestmannaeyjum. Ég bið bara um mörk í afmælisgjöf,“ segir Krist- inn Hrafnsson, fréttamaður hjá RÚV, sem fagnar 48 ára afmæli sínu í dag. Sonur hans, Hrafnar Kristinsson, er að keppa á Pollamótinu. Kristinn er reyndar alls kostar óviðbúinn þegar blaðamaður vekur athygli hans á þessu og rifjar upp hvort það sé rétt að hann eigi afmæli og hvað hann sé gamall. Allt stendur það heima. „Ég var hér í fyrra líka, fékk þá sæta sigra hjá Valsliðinu og hef lagt inn ósk um fleiri mörk núna,“ bætir Kristinn við. Þeir feðgar verða í Vestmannaeyjum fram á laugardags- kvöld. Annars eru þessir júnídagar rólegir hjá Kristni, sem er í sumarfríi. „Ég bara í fríi, reyni að slaka á, skoða náttúruna og landið og halda mig fjarri netsambandi.“ Síðar í sumar reiknar hann með að taka meira frí og koma sér aftur út á land, vestur á firði „… og eiga ein- hverjar nætur í tjaldi. Það er ekki hægt að láta sumarið líða án þess að fá súrefnið beint í æð í tjaldútilegu, það geri ég á hverju ári,“ bætir hann við. onundur@mbl.is Kristinn Hrafnsson er 48 ára í dag Á Pollamótinu í Eyjum Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.