Morgunblaðið - 25.06.2010, Síða 38

Morgunblaðið - 25.06.2010, Síða 38
38 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞETTA ER MINN HEIMUR OG JÓN ÞJÓNAR MÉR ÉG BORÐA „SYKURBOLTA“ Á HVERJUM MORGNI ÉG SKIL ÞAÐ VEL... MAÐUR FÆR ALLTAF GÓÐAN KAUPAUKA Í PAKKANUM JÁ... EN ÉG HUGSA EKKI UM ÞETTA SEM KAUPAUKA ÞETTA ERU GJAFIR FRÁ VINUM MÍNUM Í SYKUR- BOLTAVERKSMIÐJUNNI FRIKKI, ÉG ER ÁNÆGÐ AÐ ÞÚ SKULIR HAFA KOMIÐ Í HEIMSÓKN ÉG LÍKA, FRÍÐA... EN ÉG ER MEÐ EINA SPURNINGU... HVENÆR FARA FORELDRAR ÞÍNIR VENJULEGA AÐ SOFA? HÆTTI JÓLA- SVEINNINN OKKAR? JÁ, HANN FÓR Í MAT OG KOM EKKERT AFTUR VIÐ ERUM MEÐ LANGA BIÐRÖÐ AF KRÖKKUM! VIÐ VERÐUM AÐ GERA EITTHVAÐ! ÉG VAR EINMITT AÐ REYNA AÐ FINNA STAÐ FYRIR MUMMA ÉG SKAL VERA JÓLA- SVEINN ÉG VEIT EKKI... ÞÚ ERT ÖNUGUR, ÓÞOLINMÓÐUR OG FREKAR ÓKURTEIS EN HANN ER ÞÓ EDRÚ... PABBI HENNAR ÖDDU FÆR SÉR VINNU YFIR JÓLIN FARÐU OG MÁTAÐU BÚNINGINN KISAN MÍN BÍTUR ÞÓ EKKI HVERNIG FER HÚN ÞÁ AÐ ÞVÍ AÐ BORÐA? DAUÐAGILDRAN HANS BIG-TIME ER FARIN AF STAÐ! KLUKKAN ER AÐ DETTA! JÁ! Fornminjar í felum Lengi hafa fornar minjar hins gamla Breiðholtsbæjar verið í felum fyrir almenn- ingi. Lengi var bæj- arsvæðið girt af með þéttum trjágróðri og síðar var gaddavírs- girðing sett framan við trén. Svæðið var „Lok, lok og læs.. og allt í stáli:“ Loks fyrir nokkrum árum voru trén og girðingin fjar- lægð, en þá var jarð- vegurinn fyrir innan orðinn holóttur og þakinn bæði grjóti og grasi svo að ekki var beint árennilegt að skoða hinn falda fjár- sjóð. Nokkrum dögum áður en ný borgar- stjórn tók við settu tveir borgarfulltrúar D-listans upp skilti með upplýsingum um Breiðholtsbæinn og er skiltið vel sjáanlegt frá göngustíg, sem er skammt frá. En ef gengið er að skiltinu og textinn lesinn má líka sjá gamlar teikn- ingar af bænum. En hvar er hægt að sjá sjálfar rústirnar af gamla torfbænum? Aðeins þeir, sem í nokkra áratugi hafa fylgst með framvindu mála, sjá glitta í „garminn“. En hvað sjá þeir, sem eru að koma í fyrsta sinn? (Sjá mynd.) Er ekki nýi borg- arstjórinn tilbúinn að skoða svæðið og taka til hendinni? Gamall Breiðholtsbúi. Ást er… … lítil hjónakorn. Velvakandi Breiðholtsbærinn Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Opin frá kl. 9. Bingó kl. 13.30. Árskógar 4 | Smíðastofa opin kl. 9-16. Bólstaðarhlíð 43 | Farið verður á Þingvelli og í Þrastarlund 29. júní kl. 13. Uppl. í síma 535-2760. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans í Ásgarði Stangarhyl 4 sunnud. 27. júní kl. 20, Klassík leikur fyrir dansi. Dagsferð í Landmannalaugar 7. júlí, laus sæti, uppl í síma 588-2111. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, ganga kl. 10, handa- vinnustofan opin. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vinnustofur opnar kl. 9.30-16. Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9- 16.30 m.a. prjónakaffi kl. 10 og staf- ganga kl. 10.30. Mánud. 28. júní er farið í heimsókn í Rangárþing, m.a. ek- ið um Fljótshlíð, veitingar í Hellishól- um, ekið um Landeyjar að Bakkafjöru, á heimleið er komið við í Tungu (versl. Sóley). Skráning á staðnum og í síma 575-7720. Hraunsel | Lokað í dag vegna jarð- arfarar. Sjá www.febh.is Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Böðun fyrir hádegi, hársnyrting, mat- ur. Sumargrill, húsið opnar kl. 18, Guð- mundur Haukur skemmtir fram á kvöld. Hæðargarður 31 | Örsýning Lista- smiðju auk samsýningar Listasmiðju, Frístundaheimilisins Sólbúa og Skap- andi skrifa. Listasmiðjan er opin í júní- mánuði. Hæðargarður 31 | Víð hringborðið kl. 8.50, gönuhlaup kl. 9, listasmiðja/ myndlist o.fl. kl. 9-16, gáfumannakaffi. Sími 411-2790. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10.10, vist/brids kl. 13, kaffi. Hárgreiðslustofa, s. 552-2488, fótaaðgerðastofa, s. 552-7522. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofa opin, leikfimi, morg- unstund, bingó kl. 13.30. Miðsum- arferð verður farin 5. júlí, Gullfoss – Geysir og Brúarhlöð niður að Flúðum, endað á Hótel Heklu í kaffi. Skráning í s. 411-9450. Gylfi Þorkelsson yrkir á björtumsumardegi, sem er fallegur fyrir margra hluta sakir: Kaffibolli, bók í hönd. Bakar sólin kroppinn. Frúin sem á sólarströnd. „Svona, leystu toppinn!!“ Horfi og við hana rór í huga mínum gæli. Mesta heimsins blessun; bjór bíður inní kæli. Pétur Stefánsson kvartaði ekki heldur yfir útsýninu og bætti við í léttum dúr: Ekki er ég í huga hryggur,. Holdið vermir sólin skær. Í næsta garði nakin liggur nautnaleg og þrýstin mær. Séra Hjálmar Jónsson lagði orð í belg: Mannsins lán er löngum valt, leggur Pétur niður störf. Til viðbótar við annað allt er hann kominn með gægjuþörf. Ekki stóð á svari frá Pétri: Höfum ekki hátt um það Hjálmar fræðasterki, djarfur þó ég dáist að Drottins listaverki. Útsýnið var líka dýrlegt þegar Sigurður á Skúfsstöðum hrósaði jörð sinni. Gísli Gíslason í Hjalta- staðahvammi færði þessa aðdáun í bundið mál, eins og frá greinir í Vísnasafni Héraðsskjalsafns Skag- firðinga: Efst á blaði er útsýnið. Ekki skaðar mórinn. Svo er nú taðan svolítið og sementaður flórinn. Vísnahorn pebl@mbl.is Af útsýni og sumri ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.