Fréttablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 6
13. október 2011 FIMMTUDAGUR6 HEILBRIGÐISMÁL Réttargeðdeildin á Sogni verður lögð niður og fær- ist starfsemi hennar yfir á Klepp þann 1. mars á næsta ári. Er þetta liður í hagræð- ingu Landspít- alans og er talið að breytingin muni skila 45 milljóna króna sparnaði á ári. Páli Matthías- sy n i , fra m- kvæmdastjóra geðsviðs Land- spítalans, líst vel á breytingarnar og telur hann þær munu skila góðum árangri, jafnt fjárhagslega og faglega. „Á spítala verða hagsmun- ir sjúklinga að vera númer eitt,“ segir hann og bætir við að á Kleppi verði bæði bætt öryggi og þjónusta við vistmenn. Stundum hafi verið á mörkunum að á Sogni hafi verið laus pláss fyrir nýja vistmenn, en nú bætist við tvö til þrjú ný pláss, auk þess sem nú sé komið tækifæri til að stækka við aðstöðuna í fram- tíðinni, reynist þörf á því. Húsnæðið á Kleppi, þangað sem starfsemi réttargeðdeildarinnar mun færast, hefur staðið autt í hálft annað ár. Sami yfirlæknir er yfir öryggisgæsludeild á Kleppi og réttargeðdeildinni. Pláss er fyrir sjö manns á Sogni og erfitt er að aðskilja fólk eftir kynjum. Í dag eru þar sex manns, fimm karlmenn og ein kona. Páll segir að á nýju deild- inni verði meiri möguleikar á að aðskilja eftir kynjum, hún sé mun stærri og á einni hæð. Við hliðina er öryggisdeildin, deild 15, svo samnýting og öryggi eykst einn- ig. Því verði auðveldara að færa starfsmenn á milli ef þarf. Stór hluti af dagdeildinni á Kleppi verður nýttur undir starf- semina, sérinngangi verður komið fyrir og í kringum svæðið verður reist tvöföld girðing. „Þetta er oft fólk sem hefur framið hræðilega glæpi og því er nauðsynlegt að auka við það þjón- ustu og öryggi. Það er því hugsan- legt að fólk hafi áhyggjur af þess- ari deild á svæðinu,“ segir Páll. „En ég vil benda á að öryggisdeild- in, gæslan og öryggið í heild sinni eykst til muna við það að fá réttar- geðdeildina á Klepp.“ - sv Í tilefni 100 ára afmælis Háskóla Íslands býður Félags- og mannvísindadeild til tjaldspjalls á Austurvelli fimmtudaginn 13. október kl. 15.00 - 18.00. Fulltrúar blaða- og fréttamennsku, bókasafns- og upplýsingafræði, félagsfræði, fötlunarfræði, mannfræði, náms- og starfsráðgjafar, safnafræði og þjóðfræði ræða við gesti og gangandi um fræðin og rannsóknir þeirra. Á hálftíma fresti verður spjallað á kassanum: 15:30 Frelsi til upplýsinga 16:00 Fjölmiðlar. Drottnandi þjónar? 16:30 Orðum Reykjavík 17:00 Hvað er Jón Sigurðsson; fortíðin í nútíðinni 17:30 Löggulíf Boðið verður uppá rafræna upplýsingaþjónustu og áhugakannanir um náms- og starfsval. Heitt á könnunni. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis Tjaldspjall á Austurvelli FÉLAGSVÍSINDASVIÐ 1911-2011 FÉLAGSVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLI ÍSLANDS Á spítala verða hags- munir sjúklinga að vera númer eitt PÁLL MATTHÍASSON FRAMKVÆMDASTJÓRI GEÐSVIÐS LANDSPÍTALANS DANMÖRK Ný ríkisstjórn jafnað- armanna, sósíalista og róttækra í Danmörku hyggur á breyting- ar á stjórnarskránni, en henni hefur lítið verið breytt síðan 1953. Meðal boðaðra breytinga er inn- leiðing Mannréttindasáttmála Evrópu og breytingar á hlutverki konungsvaldsins. Zenia Stampe, sem er talsmað- ur róttækra í stjórnarskrármál- um, segir, í samtali við Berlingske Tidende, að flokkur hennar sé lýð- ræðissinnaður og því sé sjálfsagt að minnka vægi konungsvaldsins í stjórnarskránni til samræmis við raunverulegt hlutverk þess sem situr í hásætinu hverju sinni. Samkvæmt orðanna hljóðan í stjórnarskránni gegnir konungur eða drottning Danmerkur margs konar hlutverki, meðal annars í milliríkjasamskiptum og við framlagningu lagafrumvarpa. Raunverulegt vald liggur hins vegar hjá ríkisstjórninni og þessu vilja stjórnvöld nú breyta. Björg Thorarensen, prófess- or við lagadeild Háskóla Íslands, segir að með þessum hugmynd- um eigi að nútímavæða dönsku stjórnarskrána. Hún hafi litlum breytingum tekið í gegnum tíð- ina, enda sé hún oft tekin sem dæmi um að of miklar hömlur séu settar á breytingar á stjórnar- skrá. Tvö þing þurfi að samþykkja þær og ný stjórnarskrá sé borin undir þjóðaratkvæði. Hugmyndir stjórnvalda séu því fráleitt fastar í hendi. - kóp Nýja vinstristjórnin í Danmörku vill færa stjórnarskrá ríkisins til nútímahorfs: Vilja minnka vægi konungsvaldsins í stjórnarskrá DROTTNINGIN Vinstri stjórnin í Danmörku vill minnka vægi konungs- valdsins í stjórnarskrá og færa það til samræmis við raunverulega stöðu í stjórnkerfinu. NORDICPHOTOS/AFP Styður þú framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng? JÁ 42,6% NEI 57,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Áttu von á að aðildarviðræður Íslands við ESB muni ganga hratt fyrir sig? Segðu þína skoðun á visir.is ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sat fyrir svör- um á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Þar var farið yfir forsendur tekjuhliðar fjárlaga. Stjórnarand- staðan gagnrýndi þær og einnig ýmsar aðgerðir sem grípa á til, svo sem hækkun skattþrepa. Þetta er í annað sinn sem hald- inn er opinn nefndarfundur sam- kvæmt nýsamþykktum þing- sköpum og í bæði skiptin hefur efnahags- og viðskiptanefnd stað- ið fyrir opnum fundi. Hægt er að fylgjast með fundinum á heima- síðu Alþingis. Mennta- og menningarmála- ráðherra mætir á opinn fund alls- herjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag klukkan 9. - kóp Opinn nefndarfundur: Deilt um for- sendur fjárlaga ÍSRAEL, AP Ísraelsk stjórnvöld hafa fallist á að láta meira en þúsund Palestínumenn lausa úr fangels- um í skiptum fyrir Gilad Shalit. Shalit hafði verið gísl í haldi Pal- estínumanna frá árinu 2006. Þrír ísraelskir ráðherrar greiddu atkvæði gegn fangaskipt- unum og hörðustu andstæðingar Palestínumanna meðal Ísraela segja að þessir fangar, sem nú fá frelsið, muni verða í fararbroddi nýrra ofbeldisverka gegn Ísrael. Leiðtogar Hamas segja að Ísra- elar hafi fallist á nær allar kröfur þeirra, en Yoram Cohen, yfirmað- ur ísraelsku leyniþjónustunnar Shin Bet, segir að samkomulagið hafi fyrst orðið mögulegt eftir að Hamas hafði gefið eftir í mikil- vægum atriðum, meðal annars með því að fallast á að sumir helstu leiðtogar uppreisnar Pal- estínumanna yrðu ekki látnir lausir. - gb Samkomulag um fangaskipti: Þúsund sleppt fyrir einn HEILBRIGÐISMÁL Talið er að niður- skurðarkrafa á Landspítalann um 630 milljónir geri það að verkum að um 90 manns missi vinnuna innan spítalans. Sparnaður á síð- asta ári var rúmar 600 milljónir króna og þurfti því að fækka 85 stöðugildum innan spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Land- spítalans, segir að ef rýnt sé í tölur síðasta árs sé hægt að sjá hvað er í vændum varðandi upp- sagnir. „Það er búið að tala við mjög margar stórar einingar innan spítalans og segja þeim frá fyrir huguðum breytingum, sem eru bæði erfiðar og viðkvæm- ar,“ segir Björn. „Lokanirnar á Sogni og St. Jósefsspítala ná ein- ungis 230 milljóna hagræðingu. Okkur er gert að skera niður um 630 milljónir.“ Hagræðingar þessa árs ganga út á enn frekari samþjöppun og samnýtingu deilda. Því fylgir óhjákvæmilega skert þjónusta fyrir landsmenn og segir Björn að staðan sé erfið, þó flestir starfsmenn séu staðráðnir í því að reyna að leysa málin. „Við erum að reyna að koma eins heiðarlega fram við fólk og hægt er. Við höfum þurft að glíma við mjög erfið vandamál síðustu ár og við höldum áfram að gera það. Þeir sem hafa unnið hér hafa staðið sig frábærlega og skilað töluvert meiri vinnu af sér með færra starfsfólki,“ segir hann. Meðal þess sem verður lokað er Réttargeðdeildin á Sogni, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og líknardeild á öldrunardeild Land- spítalans á Landakoti. Starfsemi réttargeðdeildarinnar færist á Klepp, starfsemi Sankti Jósefs- spítala á lyflækningadeild Land- spítalans og starfsemi líknar- deildarinnar færist til Kópavogs. Vonir standa til að veita sem flestum starfsmönnum þessara stofnana vinnu á nýju deildunum, en þó eru einhverjar uppsagnir óhjákvæmilegar, að mati Björns. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, segir fréttirnar ekki góðar. „Deildin hefur verið þróuð lengi og skilað miklu, góðu og sérhæfðu starfi. Nú er það í upp- námi,“ segir Pálmi. Honum skilst að hugmyndin sé að verið sé að endurskipuleggja líknarþjón- ustuna í heild, en ekki sé hægt að horfa fram hjá því að plássum fækki í kjölfarið. „Og þetta er mjög veikt fólk við lok lífs sem þarf virkilega á sérhæfðri einkennameðferð að halda. Þörfin er mikil.“ Pálmi útskýrir að líknardeildin innan öldrunardeildarinnar hafi verið sérhæfð fyrir aldraða, en starfsemin í Kópavogi sé blönd- uð og óháð aldri sjúklinga. „Þegar deildin var stofnuð lágu í því heilmiklar framfarir fyrir fólk og þjónustuna og það er eins og það sé verið að fara 10 til 15 ár aftur í tímann með þessum aðgerðum,“ segir hann. „Maður sér á hverjum degi hvað þjónust- an er að skila miklu. Því er mjög erfitt að horfa upp á þetta tekið í sundur.“ Frekari hagræðingaraðgerðir vegna niðurskurðar innan Land- spítalans verða formlega til- kynntar í dag. sunna@frettabladid.is Um 90 manns missa vinnuna Talið er að um 90 starfsmönnum Landspítalans verði sagt upp á næstunni vegna fyrirhugaðrar hagræðingar og niðurskurðar. Líknardeildinni í Landakoti, Réttargeðdeildinni á Sogni og St. Jósefsspítala verður lokað. Það er búið að tala við mjög margar stórar einingar innan spítalans og segja þeim frá fyrirhug- uðum breytingum, sem eru bæði erfiðar og viðkvæmar. BJÖRN ZOËGA FORSTJÓRI LANDSPÍTALANS VERÐANDI RÉTTARGEÐDEILD LANDSPÍTALANS Forsvarsmenn geðsviðs Landspítalans telja að flutningur á starfsemi réttargeðdeildarinnar á Sogni yfir á Klepp muni skila jákvæðum árangri í faglegum og fjárhagslegum skilningi. Vonast er til þess að starfs- fólk á Sogni muni sækja um þær stöður sem auglýstar verða eftir flutningana. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Framkvæmdastjóri geðsviðs segir breytingarnar muni skila betri þjónustu: Réttargeðdeildin færist á Klepp PÁLL MATTHÍASSON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.