Fréttablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 13. október 2011 35 Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir 2 eða fleiri Lancôme vörur: ~ Lancôme taska ~ Lancôme töskuspegill ~ Génifique verðlaunadroparnir 7 ml ~ Rénergie Volumetry krem 15 ml ~ Hypnôse Precious Cells maskari ~ Teint Miracle farði 5 ml ~ Absolue varalitur Haustlitirnir eru innblásnir af Hollywood og París. Tímalaus, djörf en fáguð og nútímaleg förðun. Verðmæti kaupaukans 14.800 krónur *G il di r ek ki m eð ö ðr um t il bo ðu m , B oc ag e eð a bl ýö nt um . G il di r á ky nn in gu nn i m eð an b ir gð ir e nd as t. E in n ka up au ki á v ið sk ip ta vi n. LANCÔME DAGAR Í DEBENHAMS 13. – 19. OKTÓBER 17.15 Bob Justman, Svavar Knútur, Waiters & Bellboys, Náttfari, Caterpillar- men, Vigri, Vicky og Morgan Kane spila á Dillon. Aðgangur er ókeypis. 17.30 Benni Hemm Hemm spilar í Kormáki og Skildi. Aðgangur er ókeypis. 18.00 Hellvar og Ourlives leika á tón- leikum á Hemma og Valda. Aðgangur er ókeypis. 18.10 Owen Pallet, Puzzle Muteson, Michael Wookey, Bedroom Community DJ, DJ Alfon X, DJ Sexy Lazer, DJ Kasper Bjørke og Captain Fufanu spila tónlist á Kaffibarnum. Aðgangur er ókeypis. 18.35 Norn, Draumhvörf, Gösli, We Made God, The Wicked Stranger og Primavera stíga á svið á Fimmtudagsfor- leik í Hinu húsinu. Aðgangur er ókeypis. 19.00 Sindri Eldon og Guðmundur Úlfarsson spila fyrir gesti í versluninni Kron Kron. ➜ Tónleikar 20.00 Sinfóníuhljómsveitin tekur þátt í Iceland Airwaves. Á þrennum tónleikum sama kvöldið hljóma verk eftir ung íslensk tónskáld, auk þess sem einn fremsti nútímatónlistarhópur Banda- ríkjanna flytur Different Trains, eitt af meistaraverkum Steve Reich. Miðaverð er kr. 2.500. 20.30 Eyjólfur Kristjánsson heldur tón- leika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð á Eskifirði. 21.00 Hljómsveitin Eldberg heldur útgáfutónleika á Græna hattinum. Miðaverð er kr. 1.500. 21.00 Söngkonan Edda Borg heldur djasstónleika ásamt hljómsveit á Cafe Rósenberg. 22.00 Gísli Helgason flautuleikari og Þórður Árnason gítarleikari verða gestir Bítladrengjanna blíðu á Ob-La- Dí-Ob-La-Da á Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. ➜ Leiklist 20.00 Nemendaleikhús Listahá- skóla Íslands sýnir Á botninum í Smiðjunni. Miðaverð er kr. 1.500. ➜ Fundir 12.00 Aðalsteinn Davíðsson, flytur erindi sem ber yfirskriftina Íslensk tunga - upphaf og þróun, rituð mynd og hljóðmynd í fyrirlestrarsal Þjóðminja- safnsins. Allir velkomnir. ➜ Félagsvist 20.00 Félagsvist Skaftfellinga og Rang- æinga í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. Allir velkomnir. ➜ Töfrasýning 20.00 Árleg töfrasýning Hins íslenska töframannagildis fer fram í Salnum í Kópavogi. Félagar í Hinu íslenska töfra- mannagildi koma fram ásamt breska töframanninum James Brown. Miðaverð er kr. 2.900. ➜ Fótbolta Quiz 20.00 Fótbolta Quiz fer fram á Enska barnum, Flatahrauni 5a í Hafnarfirði. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður er spyrill. Tveir saman í liði og ókeypis þátttaka. ➜ Heimildarmyndir 17.00 Konfúsíusar- stofnunin Norðurljós sýnir heimildar- myndina Í hjarta Shangri-La í Odda 101 í Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis. ➜ Hönnun og tíska 18.00 Tískumyndband með flíkum frá BIRNU verður frumsýnt í verslun BIRNU á Skólavörðustíg 2. Afsláttur af öllum vörum og léttar veitingar. ➜ Kvikmyndir 10.30 Kvikmyndafræðsla fyrir börn og unglinga hefst í Bíói Paradís. Myndin Gullæðið eftir Charles Chaplin er sýnd fyrir börn kl. 10.30. Myndin Paradísar- bíóið í leikstjórn Giuseppe Tornatore er sýnd fyrir unglinga tólf ára og eldri og hefst kl. 13. ➜ Eldri borgarar 10.00 Korpúlfarnir, samtök eldri borgara í Grafarvogi standa fyrir keilu í Keiluhöllinni kl. 10 og postulínsmálun og tréútskurði kl. 13 á Korpúlfsstöðum. ➜ Málþing 13.00 Jón Sigurðsson - Hugsjónir og stefnumál. Tveggja alda minning, er yfirskrift málþings sem Hið íslenska bókmenntafélag, lagadeild og hagfræði- deild Háskólans standa að í hátíðasal Háskóla Íslands. Málþingið er haldið í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðs- sonar. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Ragnhild Lund, prófessor í landafræði við Norska tækni- og vísindaháskólann (NTNU) í Þrándheimi, flytur hádegisfyrirlestur um aktívisma meðal Adivasi-kvenna á Indlandi í stofu 102 á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Liður í Jafnréttisdögum í Háskóla Íslands. ➜ Myndlist 20.00 Nocturne in Bank and Blue, myndbandsinnsetning utandyra og gjörningur, eftir Helgu Björg Gylfadóttur verður til sýnis í Nýlistasafninu milli kl. 20-21. Sýningin Grasrót IX er til sýnis í safninu. ➜ Samkoma 20.00 Dagskrá á Hótel Selfossi þar sem farið verður yfir sögu danskrar menningar á Selfossi í máli og myndum. Ýmis tónlistaratriði og fleiri uppátæki. Upplýsingar um viðburði send- ist á hvar@frettabladid.is. „Ég ætla að flakka voðalega mikið á milli. Það sem maður er búinn að negla niður af þessu erlenda er John Grant. Svo ætla ég að fylgjast mikið með íslensku bönd- unum og hef sett mér það takmark að vera sem víðast. Lights on the Highway verða í órafmagnaðri útgáfu á Glaumbar á laugardagskvöldið ég ætla líka að sjá Valdimar í svoleiðis fíling. Ég hugsa að ég verði með annan fótinn á Glaumbar.“ Best á Airwaves: Franz Gunnarsson tónlistarmaður John Grant og Lights á Glaumbar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.