Fréttablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 56
13. október 2011 FIMMTUDAGUR32
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Gamlinginn sem skreið út...
kilja - Jonas Jonasson
Órólegi maðurinn - kilja
Henning Mankell
Ekki líta undan - Saga
Guðrúnar Ebbu - Elín Hirst
Anna Rósa grasalæknir og
íslenskar lækningajurtir
Þræðir valdsins
Jóhann Hauksson
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
05.10.11 - 11.10.11
Húshjálpin - kilja
Kathryn Stockett
Einn dagur - kilja
David Nicholls
Stóra bókin um villibráð
Úlfar Finnbjörnsson
Radley-fjölskyldan - kilja
Matt Haig
Flugan sem stöðvaði stríðið
Bryndís Björgvinsdóttir
32
menning@frettabladid.is
TVÆR LISTASÝNINGAR verða opnaðar í Listasafni ASÍ á laugardag. Annars vegar er sýning á verkum Ingu
Þóreyjar Jóhannsdóttur, sem gerir tilraunir með spennu augnabliksins, spennu biðtímans og togstreitu efnisins með
innsetningu málverka og myndastytta. Þá verður innsetning listakonunnar Þorbjargar Þorvaldsdóttur opnuð í Gryfjunni.
Halldór Guðmundsson,
framkvæmdastjóri íslensku
sýningarinnar á Bókamess-
unni í Frankfurt, segir þá
nýbreytni að taka lesendur
með á sýninguna hafa vakið
mikla athygli.
„Ég á varla orð yfir þetta. Stemn-
ingin er frábær og okkur er tekið
opnum örmum. Sýningin hefur
fengið mikla umfjöllun í þýskum
fjölmiðlum og íslenski skálinn
gerir sérstaklega mikla lukku,“
segir Halldór Guðmundsson,
framkvæmdastjóri sýningar-
innar Sögueyjan Ísland, á Bóka-
messunni í Frankfurt. Opnunar-
athöfn íslenska skálans fór fram
á þriðjudag, þar sem rithöfund-
arnir Guðrún Eva Mínervudótt-
ir og Arnaldur Indriðason héldu
tölu auk forsetans Ólafs Ragnars
Grímssonar. Arnaldur er met-
söluhöfundur í Þýskalandi og
Guðrún Eva sendir frá sér sína
fyrstu bók á þýsku á þessu ári,
en Íslands er heiðursgestur bóka-
sýningarinnar í ár.
Halldór segir afar vel hafa
tekist til með íslenska skálann
á sýningunni. „Við fórum þá
leið að taka lesendur með á sýn-
inguna, sem er nýbreytni sem
hefur vakið athygli. Á veggjum
eru myndir af íslenskum heim-
ilisbókasöfnum sem fólk sendi
inn í samkeppni sem við héld-
um og einnig fengum við þrjátíu
lesendur til að lesa upp úr eftir-
lætis bókunum sínum, sem við
vörpum svo á veggi. Hér eru því
ekki bara höfundar, útgefendur
og fólk úr bókageiranum heldur
líka undirstaða þessa alls, venju-
legt fólk sem les bækur,“ segir
Halldór og bætir við að nú þegar
hlaupi gestir íslenska skálans
á þúsundum. „Samt hefur ekki
enn verið opnað fyrir almenning
heldur hafa gestirnir hingað til
verið fagfólk. Þegar almenning-
ur kemur um helgina má búast
við tugþúsundum gesta í íslenska
skálann.“
Aðspurður segist Halldór ekki
treysta sér til að segja til um
hver langtímaáhrif kynningar af
þessu tagi gætu orðið. „Sýningin
er ekki búin og dag skal að kvöldi
lofa. En öll teikn eru afar jákvæð
og góð. Kynningin á íslensku
bókunum sem eru að koma út,
sem er að sjálfsögðu aðalatriðið,
hefur farið langt fram úr allra
björtustu vonum. Það er fyrst og
fremst okkar frábæru höfundum
að þakka,“ segir Halldór.
kjartan@frettabladid.is
Kynningin hefur farið fram
úr allra björtustu vonum
ÍSLENSKI SKÁLINN „Gestir eru boðnir velkomnir inn á íslenskt heimili og ganga svo út í náttúruna,” segir Halldór um íslensku
sýninguna á bókamessunni.
FYRIRMENNI Á FERÐ Borgarstjórinn Jón Gnarr, Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi
og alþingismaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mæta til leiks í Frankfurt.
VEKUR ATHYGLI Þorgerður Katrín, Svandís Svavarsdóttir mennta- og menningarmála-
ráðherra, rithöfundurinn Einar Kárason og Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri
íslensku sýningarinnar. MYNDIR/LÁRUS KARL INGASON
OPNUNARATHÖFN Forsetahjónin hlýða
á fyrirlestur.
Sýningin er ekki búin
og dag skal að kvöldi
lofa. En öll teikn eru afar
jákvæð og góð.
HALLDÓR GUÐMUNDSSON
Alla daga kl. 19.00 og 01.00
CNN er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR
PIERS
MOGRAN
tonight