Fréttablaðið - 13.10.2011, Side 34

Fréttablaðið - 13.10.2011, Side 34
2 • Glæsilegt úrval –Topp vörumerki í stærstu hljóðfæraverslun landsins E N N E M M / S ÍA / N M 4 8 5 7 4 m.siminn.is Náðu í appið og upplifðu Airwaves með okkur kílómetrar af röðum 2,5 Popp kemur út með breyttu sniði í dag og leggur nú áherslu á tónlist en ekki dægurmál almennt eins og það hefur gert undanfarin misseri. Í staðinn fyrir að koma út mánaðar- lega kemur Popp út aðra hverja viku. Tónlistarmennirnir sem sitja fyrir á forsíðu Popps gleðja einnig lesendur og aðdáendur sína með tónlistarflutningi í Poppskúrnum á visir.is. Mugison flutti til að mynda þrjú lög sem nú eru aðgengileg á Vísi. Popp kom fyrst út í lok árs 2009 og hefur fjallað um íslenska dægurmenningu síðan þá. Forsíðuandlitin hafa verið fjölbreytt, allt frá Lilju Ingibjargar til Hauks í Diktu og þaðan frá Gunnari Nelson til Þorbjargar í Retro Stefson. Framvegis verða þetta aðeins tónlistarmenn og er af nægu að taka. TÓNLISTARBLAÐIÐ POPP EINU SINNI FJALLAÐI POPP UM DÆGURMÁL Í VÍÐASTA SKILNINGI ÞESS ORÐS. NÚ ER BLAÐIÐ BREYTT OG FJALLAR AÐEINS UM TÓN- LIST. ÞAÐ ER SVO MIKIÐ AÐ GERAST Í TÓNLISTARLÍFINU OG BLAÐIÐ ÞARF AÐ KOMA ÚT OFTAR OG FYLGIR NÚ FRÉTTABLAÐINU TVISVAR Í MÁNUÐI. MASTODON THE HUNTER ★★★★ „Lokaðu aug- un um og láttu eins og allt sé í lagi,“ syngja piltarnir í Mas- todon í laginu All the Heavy Lifting, einu af betri lögum The Hunter. Textinn er reyndar á ensku og fjallar eflaust ekki um draumóra Steingríms J. Sigfússonar. Mastodon er svakaleg hljómsveit og The Hunter er svakaleg plata. Hljómsveitin er orðin mýkri með árunum þrátt fyrir að vera ennþá grjóthörð. Strákarnir syngja meira en þeir öskra og melódían er aldrei langt undan. Lög eins og áður nefnt All the Heavy Lifting og Stargasm eru betri en önnur lög plötunnar, sem virkar þó sem flott og þétt heild. Sem sagt: Frábær plata frá Masto- don sem bæði málmhausar og þeir sem hafa aldrei hlustað á Pantera ættu að elska. - afb TÓNLEIKAR POPP Mugison er fyrsti tónlistarmaðurinn sem mætir í Poppskúrinn, en þar munu öll for- síðu andlit Popps taka lagið. ÍSLENSK / ERLEND OF MONSTERS AND MEN MY HEAD IS AN ANIMAL ★★★ Ungmennin koma sterk til leiks með nokkuð heil- steypta plötu sem lofar mjög góðu. Bandið er helþétt með söngkonuna Nönnu í broddi fylkingar, en hún er rosa- legt efni, stjarna sveitarinnar. Platan er best þegar þjóðlaga- stuðið er keyrt í botn (eins í hinu vinsæla Little Talks, King and Lion- heart og lokalaginu Lakehouse) á meðan nokkur af „hefðbundnari“ lögunum (til dæmis Sloom og Love Love Love) mættu við smá kryddi og jafnvel derringi. Allir vita af líkindum Little Talks og Home með Edward Sharpe & The Magn- etic Zeros og án þess að vilja hengja sig í slíkt dregur ófrumleiki plötuna dálítið niður. Sem sagt: Flott fyrsta plata. Stuðið í fyrirrúmi, stundum á kostnað frumleikans. - kg Popp er tónlistarblað og kemur út annan hvern fimmtudag. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Umsjón: Atli Fannar Bjarkason Forsíðumynd: Valli Auglýsingar: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is Popp, Skaftahlíð 24, 105 Rey- kjavík, sími 512 500 Í kvöld: Enginn með Airwaves- armband má missa af Beach House í Listasafni Reykjavíkur klukkan 23. Á morgun: John Grant kemur fram á tónleikum á Kexi klukkan 18.30. Og þú þarft ekki einu sinni Airwaves-armband. Ekki á morgun heldur hinn: Berndsen er hress og kemur fram á Nasa klukkan 21.40. En spurn- ingin er: Mætir Bubbi á svæðið og syngur Úlfur úlfur? „ÉG VAR SÍÐAST HANDTEKINN Í ÞÝSKALANDI FYRIR AÐ BRJÓTAST INN Í SUNDLAUG.“ SÍÐA 6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.