Fréttablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 66
13. október 2011 FIMMTUDAGUR42 folk@frettabladid.is Elskar Námsmenn + + = Það fer ekki á milli mála að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er hafin og miðborgin er full af erlendum sem innlendum tónlistarunnendum. Það var stappfullt á Kex Hostel í hádeginu í gær þegar ein vinsælasta hljómsveit landsins, GusGus, steig á svið og söng fyrir veður- barða tónleikagesti. Svo mikið var stuðið að undir lokin voru flestir farnir að dilla sér við dansvæna tóna GusGus og lofuðu tónleikarnir góðu fyrir framhaldið á tónlistarhátíðinni. MARGMENNI Á FYRSTA AIRWAVES-GIGGINU Í GÆR GUSGUS Daníel Ágúst, Urður Hákonardóttir, Stebbi Steph og Biggi Veira hljómuðu vel á Kex Hostel. INNLIFUN Þau Daníel Ágúst og Urður gáfu ekkert eftir í söngnum. MUNDUÐU MYNDAVÉLINA Flestir gestir hátíðarinnar voru með myndavélina á lofti á tónleikunum. TJALDIÐ Margir gæddu sér á veitingum í stóru tjaldi sem búið er að koma fyrir í portinu á Kex. BROSIÐ Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson var að sjálfsögðu mættur með bros á vör að venju. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tónlist ★★★★ Brostinn strengur Lay Low Allt gengur upp hjá Lay Low Brostinn strengur er þriðja sólóplata Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttur, eða Lay Low, en að auki hefur hún sent frá sér plötuna Ökutímar með tónlist úr samnefndu leikriti og tónleikaplötuna Flatey. Fyrstu tvær plötur Lay Low, Please Don‘t Hate Me (2006) og Farewell Good Night‘s Sleep (2008), voru báðar sungnar á ensku. Á Ökutímaplötunni söng Lay Low á íslensku og á nýju plötunni heldur hún því áfram. Lay Low samdi öll lögin á Brostnum streng og einn texta, en hinir tíu textarnir eru eftir íslenskar skáldkonur, þar á meðal Valborgu Bentsdóttur, Margréti Jónsdóttur, Undínu, Hugrúnu og Huldu. Lay Low vann plötuna meðal annars með félaga sínum úr Benny Crespo‘s Gang, Magnúsi Árna Öder Kristinssyni, sem sá um upptökustjórn ásamt henni, hljóðblandaði og hljóðjafnaði og spilaði á ýmis hljóðfæri, en aðrir hljóðfæraleikarar voru Pétur Hallgrímsson sem lék á banjó, Bassi Ólafsson trommuleikari og Lovísa sjálf sem spilaði á gítar og hljómborð. Please Don‘t Hate Me var frekar hrá og blússkotin, en á Farewell Good Night‘s Sleep var hljómurinn fágaður og áhrif frá sveitatónlist augljós. Á Brostnum streng er tónlistin töluvert fjölbreyttari. Það eru róleg og ljúf lög, til dæmis Gleðileg blóm, en líka hraðari og harðari. Vonin er til dæmis rokkað lag sem nálgast tónlist Benny Crespo‘s Gang þó að það vanti í það rafmagnsgítarinn, Kvöld í skógi og Gleym mér ei eru róleg popplög, hvort með sinn karakter og það er þjóðlagarokkstemning í titillaginu Brostnum streng. Og þannig mætti halda áfram að lýsa lögunum ellefu á plötunni. Hugmyndin á Brostnum streng var að gera tónlist við ljóð íslenskra kvenna. Það má ímynda sér alls konar útfærslur á því verkefni. Lay Low fer þá leið að semja einfaldlega lög við þessi ljóð og útsetja þau svo hvert og eitt. Og henni hefur tekist mjög vel til. Lögin eru góð, útsetningarnar ferskar og hugmyndaríkar og hljómurinn er hlýr og gamaldags, en platan er tekin upp á segulband. Flutningurinn er líka vel af hendi leystur og lifandi. Söngur Lovísu er alltaf jafn fallegur og það er gleðilegt að hún sé farin að syngja á íslensku. Á heildina litið er Brostinn strengur frábær plata. Að mínu mati besta plata Lay Low hingað til. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Lay Low toppar sig á frábærri plötu. MILLJÓNIR ÍSLENSKRA KRÓNA er skaðabótakrafan sem Jessica Alba hefur sent megrunarfyrirtæki í Bandaríkjunum fyrir að nota mynd af henni í leyfisleysi. Hún krefst þess jafn- framt að fá hluta af gróða fyrirtækisins, en það framleiðir hina svokölluðu Belly Bandit. 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.