Fréttablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 8
13. október 2011 FIMMTUDAGUR8
Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is
Sjálfvirk hjartastuðtæki,
örugg og einföld
í notkun með
íslensku tali.
Getur þú bjargað
DÓMSMÁL Fulltrúar Eimskips eru
nú að skoða stefnu frá Samskipum,
sem er löng og mikil, og fara yfir
stöðu mála, að sögn Ólafs Williams
Hand, upplýsingafulltrúa Eim-
skips. Samskip krefjast 3,7 millj-
arða króna auk vaxta í skaðabætur
vegna samkeppnisbrota Eimskipa-
félags Íslands á árunum 1999 til
2002.
„Að mínu mati er þetta farsa-
kennd, skrýtin stefna og tölurnar
eru brjálæðislega háar. Það er ekki
á hverjum degi sem við vöknum
við að félag er búið að stefna okkur
upp á tæpa fjóra milljarða. Það er
ekki eitthvað sem maður vill fá
með kaffibollanum sínum,“ segir
Ólafur. „En við getum lítið sagt um
þetta mál annað en það að þetta er
há upphæð og mikil stefna sem
lögmenn okkar eru að fara yfir.“
Ekki náðist í Gylfa Sigfússon,
forstjóra Eimskips, en hann er
staddur erlendis.
Fulltrúar Samskipa sögðu í til-
kynningu að stjórnin hefði ákveð-
ið að bætur, sem félaginu kunna að
verða greiddar, renni til góðgerða-
mála að frádregnum málskostnaði.
„Við erum að leggja áherslu á
að þetta er prinsippmál að fylgja
eftir. Niðurstaðan er ekki aðal-
atriðið,“ segir Ásbjörn Gíslason,
forstjóri Samskipa. „Við leggjum
inn kvörtun árið 2002 og málið er
í vinnslu til 2008. Úrskurður Sam-
keppniseftirlitsins er kýrskýr, sem
Eimskip gengst við. Og við erum
að fylgja því eftir.“ - sv
Stjórn Samskipa mun gefa mögulegar skaðabætur til góðgerðamála:
Lögmenn Eimskips fara yfir stefnuna
Það er ekki á hverjum
degi sem við vöknum
við að félag er búið að stefna
okkur upp á tæpa fjóra
milljarða. Það er ekki eitt-
hvað sem maður vill fá með
kaffibollanum sínum.
ÓLAFUR WILLIAM HAND
UPPLÝSINGAFULLTRÚI EIMSKIPS
DÓMSMÁL „Hann veitir ekki við-
tal,“ voru skilaboðin sem starfs-
maður Hæstaréttar bar Frétta-
blaðinu eftir að það hafði ítrekað
falast eftir viðtali við Árna Kol-
beinsson hæstaréttardómara.
Tilefnið var að leita viðbragða
hans við kæru á hendur honum
sem borist hefur frá varðstjóra
lögreglunnar á Selfossi til emb-
ættis ríkissaksóknara. Varðstjór-
inn, Svanur Kristinsson, kærir
Árna fyrir rangar sakargiftir.
Eins og Fréttablaðið greindi
frá var Svanur sýknaður í Hér-
aðsdómi Suðurlands eftir að Árni
hafði kært hann
fyrir afglöp
í starfi. Til-
efni kærunn-
ar var að lög-
regla h a fði
ekið ölvuðum
pilti, sem hafði
ítrekað ónáðað
lögreglumenn,
af útihátíðar-
svæði í Galta-
læk sumarið 2010 og skilið hann
eftir. Pilturinn fór heim að sum-
arbústað Árna og bankaði þar og
sparkaði í hurðir. Árni hringdi í
lögreglu, sem sótti piltinn. Svanur
varðstjóri var annar tveggja lög-
reglumanna sem það gerðu. Þessa
tvo lögreglumenn kærði Árni, þar
sem þeir hefðu farið frá bústaðn-
um án þess að athuga hvort fleiri
ofbeldismenn væru á staðnum,
rannsaka vettvanginn og líðan
þeirra sem þar voru og skilja
manninn síðan eftir illa klædd-
an að næturlagi á fáförnum vegi.
Pilturinn umræddi lagði ekki
fram kæru í þessu máli.
Fréttavefurinn DV.is hafði
eftir Árna, skömmu eftir að
fréttin birtist í Fréttablaðinu,
að hann teldi kæru Svans alveg
fráleita. Árni kvaðst ekki skilja
málið, enda hefði kæra hans
aldrei beinst að varðstjóranum.
Hann hefði aldrei haft nein sam-
skipti við hann né hitt hann. Hins
vegar hefðu tveir lögregluþjónar
komið fram við sig með ákveðnum
hætti sumarið 2010 og hefði hann
beint kæru sinni að þeim. Eins
og fram kemur að framan var
Svanur Kristinsson annar þess-
ara tveggja lögreglumanna og fór
mál gegn honum fyrir dóm, þar
sem Árni mætti til skýrslugjafar
ásamt fleirum. - jss
Engin viðbrögð við kæru varðstjóra í lögreglunni á hendur Árna Kolbeinssyni:
Hæstaréttardómari tjáir sig ekki um kæru
ÁRNI
KOLBEINSSON
ALÞINGI Guðlaugur Þór Þórðarson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, kallaði eftir skýrum svör-
um um hver raunveruleg staða
á milli lánasafns gömlu og nýju
bankanna væri. Þá vildi hann fá
svör við því af hverju tölur um
svigrúm til afskrifta stemmdu
ekki og hvernig og hversu hratt
afskriftir hefðu skilað sér til
heimila og fyrirtækja. Guðlaugur
var málshefj-
andi í umræðu
um málið á
Alþingi í gær.
Hann sagði
áhyggjuefni
að gríðarmik-
i l l h a g n að -
ur bankanna
væri fyrst og
fremst tilkom-
inn vegna end-
urmats á lánum
sem komu frá gömlu bönkunum.
Guðlaugur sagði samfélagið fast í
vítahring of mikilla skulda heim-
ila og fyrirtækja og því þyrfti að
breyta; fyrr færi efnahagslífið
ekki af stað. Hann spurði Árna
Pál Árnason, efnahags- og við-
skiptaráðherra, hvort hann væri
tilbúinn til að beita sér fyrir því
að óháður aðili færi yfir gögn og
gæfi réttar tölur um svigrúm til
afskrifta.
Árni Páll sagði að vinna væri
farin í gang á vegum forsætis-
ráðuneytisins til að skýra málið.
Tölur gætu verið mismunandi
eftir bönkum, en ráðuneytið hefði
engar aðrar tölur til að fara eftir
en þær sem koma fram í stofn-
efnahagsreikningum bankanna.
Það þýði afskriftir um 90 millj-
arða á heimili og 1.600 milljarða
hjá fyrirtækjum. Búið væri að
nýta 1.200 milljarða til afskrifta.
Margrét Tryggvadóttir var
harðorð í ræðu sinni. Hún sagði
kreppur einkennast af fjár-
magnsflutningum og stjórnvalda
væri að sjá til þess að tapið deild-
ist jafnt niður. „Þar hefur okkar
ágæti ráðherra algjörlega feilað.
Ef hann treystir sér ekki til að
standa með fólkinu í landinu, þá
verður hann að víkja.“
Árni Páll minnti þingmenn á
að allar ákvarðanir um afskriftir
hefðu verið samþykktar athuga-
semdalaust af þingmönnum allra
flokka. Þá væru menn enn að
kalla eftir leiðréttingu forsendna
með aðgerðum sem ljóst væri að
yrðu almenningi til stórskaða.
„Ég er ekki tilbúinn til að flytja
skuldir frá þeim sem stofnuðu til
þeirra yfir á eignalaust fólk sem
á ekkert nema lífeyrisréttindi
sín, það mun ég ekki gera. Ef það
er brottfararsök þá vil ég glaður
láta samþykkja á mig vantraust.“
kolbeinn@frettabladid.is
Svigrúm bankanna til að
afskrifa skuldir enn á huldu
Þingmenn kölluðu eftir skýrum svörum um svigrúm til afskrifta á skuldum heimila og fyrirtækja. Vinna
farin af stað við að samræma upplýsingar. Verðmat lánasafna gömlu bankanna liggur enn ekki fyrir.
MÁLSHEFJANDI Guðlaugur Þór Þórðarson sagði hagnað bankanna tilkominn vegna endurreikninga á lánum úr gömlu bönkunum.
Sérstakt væri að þau væru talin til tekna í rekstrarreikningum bankanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
Þráinn Bertelsson sagði banka og fjármálastofnanir
vera samviskulaus fyrirbæri. Þeir hefðu kippt fjár-
hagslegu öryggi undan þjóðfélaginu með vitskertri
framkomu. „Íslenskur almenningur, skattgreið-
endur, beilar út þessa aumingja,“ sagði Þráinn.
Hann átaldi nýju bankana fyrir að firra sig ábyrgð.
„Nú þegar fólk fer í banka og biður um niður-
fellingu lána mætir því maður sem er með sama
hárgelið, í sömu jakkafötunum, með sama bindið.
En hann segir: Þetta kemur mér ekki við, þetta
er nýr banki. Þetta er ástandið í okkar þjóðfélagi.
Það hefur engum böndum verið komið á banka-
starfsemi í þessu landi. Bankarnir haga sér eins
og dýrbítar innan um lömb, nema dýrbítur bítur
aðeins þegar hann er svangur. Bankarnir eru alltaf
gráðugir.“
Eins og dýrbítar
ÞRÁINN
BERTELSSON
1 Hvaða Norðurlandaþjóðir hafa
tryggt sér sæti í lokakeppni EM í
fótbolta?
2 Hvað vill Samskip að Eimskip
greiði sér háar skaðabætur vegna
samkeppnisbrota?
3 Hvaða bandaríska leikkona skoð-
aði Þríhnúkagíga fyrr í vikunni?
SVÖR:
1. Danir og Svíar 2. 3,7 milljarða
3. Liv Tyler
BÚRMA, AP Herforingjastjórnin í
Búrma hóf í gær að láta þúsundir
fanga lausa úr fangelsum lands-
ins. Jafnframt hefur hún tilkynnt
að ritskoðun verði hætt.
Þessar breytingar koma á
óvart, því herforingjastjórnin
hefur áratugum saman ekki þolað
neina gagnrýni eða stjórnarand-
stöðu.
Svo virðist sem Thein Sein,
sem tók við stjórn landsins í
vor, sé ákveðinn í því að opna
umræðuna í landinu og njóti til
þess stuðnings félaga sinna í
stjórninni.
Mikil óvissa er þó enn um það
hvort þessar breytingar verði
varanlegar eða aðeins tímabund-
in tilraun. - gb
Breytingar í Búrma:
Leysa þúsundir
fanga úr haldi
EINN FRJÁLSU FANGANNA Gamanleikar-
inn Zarganar býst ekki við að frelsið vari
lengi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu stöðvaði kanna-
bisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í
miðborginni í fyrradag. Við hús-
leit var lagt hald á rúmlega 130
kannabisplöntur, á ýmsum stig-
um ræktunar.
Á staðnum var fullkominn bún-
aður fyrir starfsemi af þessu
tagi en leigjandi íbúðarinnar er
erlendur karlmaður á þrítugs-
aldri. Eiganda íbúðarinnar var
gert viðvart um málið en miklar
skemmdir höfðu orðið á húsnæð-
inu vegna leka. Að auki var búið
að saga gat á gólfið fyrir loft-
ræstikerfi. Lögreglan minnir á
fíkniefnasímann 800 5005. - jss
Lögregla stöðvaði ræktun:
130 kannabis-
plöntur teknar
VEISTU SVARIÐ?