Fréttablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 13. október 2011 21 Opið virka daga frá 9-18 Laugardaga frá 12-16 Brot af því besta á askja.is Kia cee’d Verð kr. 2.260.000 kr. 29.290 Verð kr. 1.990.000 Subaru Legacy Lux. 4wd Verð kr. 990.000 Kia Picanto Verð kr. 1.990.000 Toyota Yaris Verð kr. 2.890.000 Toyota Avensis Verð kr. 1.690.000 Ford Escape kr. 25.890kr. 25.590 kr. 15.590 kr. 36.990 kr. 26.390 6 ár e ftir af áb yrgð ! Ekinn aðei ns 53.00 0 km AF NETINU Eru konur bara svona vitlausar? Við gætum nú alveg hrópað húrra ef það væru bara kynjahlutföllin í fjölmiðlum sem gefa þá mynd að heimurinn snúist fyrst og fremst um karla. En maður þarf ekki að fletta í gegnum mörg blöð til að sjá að jafnvel þar sem konur eru nefndar, eru þær aukapersónur, óvirkar eða handbendi karla, mun oftar þolendur en gerendur. Karlar eru skúrkar, hetjur og álitsgjafar, konur viljalítil verkfæri í valdatafli, fórnarlömb og puntudúkkur. Þetta á sannarlega ekkert bara við um Fréttablaðið. norn.is/sapuopera Eva Hauksdóttir Negla, negla, kross Þegar séra Karl var spurður í eftir- minnilegu Kastljósviðtali hvort hann tryði frásögnum Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur vafðist honum svo kyrfilega tunga um tönn eða höfuð að seint gleymist. Í þeim vandræðalega flæmingi tapaði Karl á tíu sekúndum eða svo öllu því trausti sem margir vilja sjálfsagt bera til hans. Ég fæ ekki séð í fljótu bragði hvernig svartir stakkar ætla að endurreisa þá tiltrú nema með því að skipta um poka. Þegar óþægileg og viðkvæm mál eru til umræðu er alltaf grunnt á ósmekklegri kímnigáfu. Fyrirsögn þessarar færslu varð til á fésbók- inni í gærkvöldi. dv.is/blogg/pall-asgeir-asgeirs- son Páll Ásgeir Ásgeirsson Bankar eru til margra hluta nytsamlegir, mikil ósköp, en þeir geta jafnframt verið hættu- legir. Það stafar af því, að stórir bankar geta umfram flest önnur fyrirtæki valdið saklausu fólki skakkaföllum, ef þeim hlekk- ist á. Bankakreppa getur jafn- vel valdið efnahagshruni eins og dæmin sanna. Þess vegna ríður á, að eignarhaldi banka sé vel skipað og þeim stjórni hæft og heiðarlegt fólk. Í mörgum löndum og einnig á Íslandi gera lögin sérstakar hæfiskröfur til eigenda banka og annarra fjár- málafyrirtækja. Meirimáttarkennd Engum stafar hætta af Tösku- og hanzkabúðinni á Skóla- vörðustígnum í Reykjavík, en hún fagnaði fimmtugsafmæli sínu á dögunum. Slík fyrirtæki gera öðrum gott og eru yfirleitt alveg hættulaus. Ef smáfyrir- tæki hlekkist á eða meðalstóru, tekur það yfirleitt fáa aðra með sér í fallinu, það skilur í versta falli einhverja birgja eftir með ógreidda reikninga. Aldrei kæmi til álita, að ríkið kæmi slíku fyrir tæki til hjálpar eða þjóðnýtti það, ekki fyrir opnum tjöldum. Stórbankar og risafyrirtæki eru annað mál. General Motors, framleiðandi Chevrolet-bíla, er hryggjarstykkið í banda- rísku efnahagslífi, var löngum sagt. Af þessu hugarfari spratt meinleg meirimáttarkennd, sem varð til þess, að GM dróst smám saman aftur úr í sam- keppni við erlenda bílaframleið- endur og komst á endanum í því- líkar kröggur, að alríkis stjórnin í Washington greip til þess ráðs að þjóðnýta sjálft hryggj- arstykkið. Kínverjar kímdu. General Motors var talið vera of stórt til að falla: það hefði tekið of marga saklausa vegfarendur með sér í fallinu. Þjóðnýting GM var söguleg áminning til Banda- ríkjamanna og heimsbyggðarinn- ar um nauðsyn þess að búa vel um hnútana í blönduðum mark- aðsbúskap. Almannavaldið þarf jöfnum höndum að hlúa að einka- framtaki og veita því aðhald til að tryggja heilbrigða samkeppni. Lög og reglur samfélagsins þurfa að tryggja, að ekkert fyrir- tæki geti í krafti stærðar sinnar komizt í aðstöðu til að leggja fjárhag fjölda fólks í rúst. Þetta brást í Bandaríkjunum, víða í Evrópu og einnig hér heima með alkunnum afleiðingum. Að vaxa til að vaxa Skömmu fyrir hrun spurðist ég fyrir um það í bönkunum þrem hér heima, hvaða hugsun byggi að baki örum vexti þeirra. Ég fékk þau svör, að engin sérstök hugsun byggi að baki vextinum. Bankarnir uxu til að vaxa. Miss- erum saman hafði verið ljóst, að gjaldeyrisforði Seðlabankans dugði hvergi nærri til að verja bankana falli, yrðu þeir uppi- skroppa með skammtímalánsfé frá útlöndum. Lausafjárþurrð blasti því við hvað sem öðru leið, en hvorki Seðlabankinn né ríkis- stjórnin höfðu neinn viðbún- að svo sem Rannsóknarnefnd Alþingis lýsir í skýrslu sinni. Seðlabankinn hefði til dæmis átt að hækka bindiskyldu bank- anna eins og ég margbenti á hér í Fréttablaðinu, en Seðlabankinn ákvað heldur að verða við óskum bankanna um lægri bindiskyldu. Rannsóknarnefndin taldi van- rækslu stjórnvalda svo alvarlegs eðlis, að kanna þyrfti, hvort þrír ráðherrar, þrír seðlabankastjór- ar og forstöðumaður Fjármála- eftirlitsins hefðu gerzt brotleg- ir við lög með því að vanrækja skyldur sínar. Hraðahindranir Stemma þarf í lögum stigu fyrir of örum vexti banka líkt og sjálf- sagt þykir að lögfesta hámarks- hraða á vegum. Hugsunin er hin sama í báðum dæmum: að vernda saklausa vegfarendur. Hraðahindranir í bankalög- gjöf geta verið með ýmsu móti. Hægt er að halda vexti banka í skefjum með skattlagningu, bæði breytilegri skattheimtu af tekjum og sérstakri skattheimtu af fjár- málagerningum svo sem nú er fyrirhugað í Evrópu. Því þarf trausta eldveggi milli stjórnmála og bankamála. Vanti slíka veggi, er hætt við, að skattlagningu banka sé ábótavant, því að menn skattleggja helzt ekki vini sína. Einnig er hægt að leggja kvaðir á banka um að leggja umframfé á bundna reikninga í seðlabönk- um, til að halda aftur af útlána- vexti, mæta afskriftum og öðrum áföllum og vernda bankana fyrir sjálfum sér. Loks er hægt að reisa eldveggi milli venjulegrar bankastarfsemi og fjárfestingar- starfsemi, svo sem ríkisstjórn Roosevelts leiddi í lög í Banda- ríkjunum í kreppunni miklu 1933. Þessir eldveggir voru rifnir niður eftir 1990. Margir telja, að til þess niðurrifs megi rekja fall Lehman Brothers 2008 og mikla erfiðleika margra annarra banka vestan hafs og austan eftir það. Aðrir benda á, að í Kanada hafi aldrei verið talin vera þörf fyrir slíka eldveggi. Kanadískum bönkum hefur aldrei hlekkzt á, að heitið geti, hvorki í kreppunni 1929-39 né í hremmingum síðustu ára. Skýr- ingin virðist vera öflugt fjár- málaeftirlit. Bankar og fólk Í DAG Þorvaldur Gylfason prófessor Lög og reglur samfélagsins þurfa að tryggja, að ekkert fyrirtæki geti í krafti stærðar sinnar komizt í aðstöðu til að leggja fjárhag fjölda fólks í rúst. Þetta brást í Banda- ríkjunum, víða í Evrópu og einnig hér heima með alkunnum afleiðingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.