Fréttablaðið - 13.10.2011, Side 26
13. október 2011 FIMMTUDAGUR26
Innilegar þakkir til ykkar allra sem
sýnduð okkur samúð og hlýju við
andlát og útför elskulegs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
Braga K. Norðdahl
fv. flugstjóra, Kópavogsbraut 1b,
áður til heimilis að Þinghólsbraut 66,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dagdvalar Sunnuhlíðar
í Kópavogi. Einnig viljum við þakka læknum og öðru
starfsfólki deildar L4 á Landspítala Landakoti fyrir
einstaka umönnun í veikindum hans og hlýju í okkar
garð.
Ingunn Runólfsdóttir Norðdahl
Erna Norðdahl Edward Finnsson
Kristín Norðdahl Kristinn Guðmundsson
Björk Norðdahl Bragi Hilmarsson
barnabörn og barnabarnabörn
MOSAIK
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
Áslaug Eyþórsdóttir
Birkihvammi 4, Hafnarfirði,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 12. október. Útförin fer fram í
Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 19. október kl. 13.
Eiríkur Ágústsson
Sesselja Eiríksdóttir Alfreð Dan Þórarinsson
Hafsteinn Eiríksson
Ágúst Þór Eiríksson Guðbjörg Þórisdóttir
Haraldur Ragnar Ólafsson Hafdís Jensdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
Ingþór Hallberg
Guðnason
lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum í
Fossvogi laugardaginn 8. október. Útför hans verður frá
Fossvogskirkju mánudaginn 17. október kl. 15.00.
Ágúst Hjörtur Ingþórsson Hulda Anna Arnljótsdóttir
Björg Ingþórsdóttir Garðar Halldórsson
Ásdís Ingþórsdóttir Axel Viðar Hilmarsson
Alda Rún Ingþórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær systir okkar, mágkona
og frænka,
Kristín Þuríður
Jónasdóttir
frá Grænavatni,
Tjarnarlundi 14, Akureyri,
lést á sjúkrahúsinu á Akureyri þann 9. október.
Útförin fer fram frá Skútustaðakirkju laugardaginn
15. október klukkan 14.00.
Helgi Jónasson Steingerður Sólveig Jónsdóttir
Jakobína Björg Jónasdóttir Trausti Eyjólfsson
systkinabörn og fjölskyldur þeirra.
timamot@frettabladid.is
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sólveig Jónsdóttir
frá Vopnafirði, Dalbraut 27,
lést miðvikudaginn 5. október á líknardeild
Landspítalans, Landakoti.
Hún verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn
14. október kl. 13.00.
Svanhildur Sigurjónsdóttir Hreinn Sveinsson
Sigurjón Hreinsson Sif Melsteð
Guðmundur Hreinsson Ragna María Ragnarsdóttir
og barnabarnabörn.
HAUKUR MORTHENS söngvari (1924-1992) lést þennan dag.
„Maður syngur ekki inn á hljómplötu aðeins til þess að syngja heldur til þess að
reyna að flytja falleg lög og texta til þeirra, sem áhuga hafa á að hlýða.“
Merkisatburðir
1943 Ítalía segir Þýskalandi stríð á hendur.
1987 Kýrin Harpa syndir yfir Önundarfjörð, frá Flateyri að Kirkju-
bóli í Valþjófsdal. Kýrin lagði á flótta þegar leiða átti hana
til slátrunar. Hún er nefnd Sæunn eftir sundið.
1994 Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar eru veitt í
fyrsta sinn. Helgi Ingólfsson hlýtur þau.
1996 Eldgosi í Gjálp lýkur eftir 11 daga gos.
2006 Suður-Kóreumaðurinn Ban Ki-moon er kosinn aðalritari
Sameinuðu þjóðanna.
Á þessum degi árið 1995 var Margrét Frímanns-
dóttir kjörin formaður Alþýðubandalagsins,
en úrslitin voru tilkynnt á landsfundi flokksins.
Margrét hlaut 53,3 prósent gildra atkvæða en
mótframbjóðandi hennar, Steingrímur J. Sigfús-
son, hlaut 46,5 prósent atkvæðanna. Margrét
tók við formannsembættinu af Ólafi Ragnari
Grímssyni.
Meðal þess sem Margrét sagði í ræðu
sinni í tilefni kjörsins var að hún myndi vilja
sjá sterkari tengsl flokksins inn í verkalýðs-
hreyfinguna. Þá myndi hún beita sér fyrir því að
konur yrðu í sætum á framboðslistum flokksins
til jafns við karla. Steingrímur var spurður að því
hvort hann myndi áfram skipa sér í sveit með
Alþýðubandalaginu og sagði hann svo vera,
hann væri síður en svo að hætta í stjórnmálum.
„Nú get ég um frjálst höfuð strokið og fremur
valið mér verkefni í pólitíkinni af eigingirni. Ég
er ekki bundinn af þeim málamiðlunum, sem
fylgja því að vera í fremstu forystu, eins og ég
hef verið samfellt síðastliðin átta ár.“
ÞETTA GERÐIST: 13. OKTÓBER 1995
Margrét Frímannsdóttir hlýtur kjör
Kærleikskúlan var afhent í
níunda skipti við hátíðlega
athöfn í Listasafni Reykjavíkur
á þriðjudag. Kærleikskúlan er á
hverju ári veitt verðugri fyrir-
mynd en að þessu sinni varð
Leifur Leifsson fyrir valinu.
Það var listakonan Yoko Ono,
ekkja bítilsins Johns Lennon,
sem hannaði Kærleikskúluna
í ár en nýr listamaður hannar
kúluna á hverju ári. Nefnist
verk Yoko „Skapaðu þinn eigin
heim“.
Yoko Ono segir mikilvægt
að allir leggi sitt af mörkum
þegar kemur að góðgerðamál-
um. „Það er mjög mikilvægt að
hvert okkar geri það sem við
getum. Ekki hugsa of stórt og
láta eins og þú munir breyta
heiminum eins þíns liðs. Fólk
á borð við Napóleon, Hitler og
Maó hugsaði þannig. Það sem
við þurfum að gera er að láta
okkur varða öll litlu verkefnin
sem bæta heiminn og leggja
okkar af mörkum. Ég fékk ein-
faldlega þetta tækifæri til að
hjálpa til og reyndi að gera mitt
besta,“ segir Ono.
Fyrirmynd ársins í ár, Leifur
Leifsson, hefur verið fatlaður
frá fæðingu en hefur á engan
hátt látið fötlun sína hindra sig
í að láta drauma sína rætast,
segir í fréttatilkynningu sem
send var út af þessu tilefni.
Leifur var fyrsti maðurinn sem
fór í hjólastól upp á Esjuna og
fór nú í sumar á Snæfellsjökul í
sérútbúnum hjólastól. Þá gerði
Leifur árið 2004 heimildar-
mynd sem bar heitið Öryrk-
inn ósigrandi og fjallaði um
fatlað fólk í hjólastól og hvað
það getur gert þrátt fyrir fötl-
un sína.
Verður Kærleikskúla árs-
ins 2011 til sölu í takmörkuðu
upplagi á næstunni. Rennur
allur ágóði af sölunni til starf-
semi Styrktarfélags lamaðra og
fatlaðra í Reykjadal. Áður hafa
listamenn á borð við Erró, Ólaf
Elíasson og Gabríelu Friðriks-
dóttur skreytt kúluna.
magnusl@frettabladid.is
KÆRLEIKSKÚLAN 2011: ÞURFUM ÖLL AÐ LEGGJA OKKAR AF MÖRKUM
Yoko afhenti Kærleikskúlu
VIÐ ATHÖFNINA Í GÆR Yoko Ono ásamt Leifi Leifssyni fyrirmynd og Þórdísi Yurie Jónsdóttur sem
hefur verið tíður gestur í Reykjadal.