Fréttablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 58
13. október 2011 FIMMTUDAGUR34 F A B R IK A N OSTAVEISLA FRÁ MS Stóri Dímon Hvít- og blámygluostur. Þéttur ost- ur þar sem myglan er einnig inni í ostinum. Milt og rjómakennt bragð. Langt eftirbragð. Ómissandi ostur hjá öllum ostaaðdáendum. Einn af stóru ostunum frá MS. Fylltir ostar Gullostur fylltur með rommlegnum rúsínum, þurrkuðum apríkósum og sultuðum fíkjum. Síðan er sætu apríkósumauki smurt yfir ostinn. Stóri Dímon fylltur með fersku basil, grilluðu eggaldini og ofn- eða sól-þurrkuðum tómötum. Pinnum með ferskum tómötum, basil og steyptum ítölskum osti er síðan stungið ofan í ostinn. Dala-brie með gráðaostafyllingu, þ.e. 2 msk. af stöppuðum gráðaosti ásamt 2 msk. af mascarpone-osti. Skreytið ostinn með pekanhnetum og hellið síðan hunangi yfir. Ostasamlokur ·Með bræddum Óðalsosti, skinku, sætu sinnepi, basil og papriku. ·Með heitum camembert, hálfum rauðum vínberjum, fínsöxuðu rósmaríni og svörtum pipar. ·Með Dala-Yrju, eggaldini og hráskinku, sýrðum rjóma og basil. Ostasnittur ·Með salati, krydduðu mangó, stórri ostsneið, Dalahring, tveimur risarækjum, límónu og kóríander ·Með sól- eða ofnþurrkuðum tómat, grillaðri papriku, ólífu, basillaufi, hráskinku og sneið af Dalahring. ·Með salati, sneið af hvítum Kastala, grillaðri papriku og grilluðu eggaldini. Ostabakki - à la franskur Dalahringur, steyptur piparostur, gráðaostur, kryddaður Havarti, hvítur Kastali og Stóri Dímon. Undirstaðan á þessum ostabakka eru ferskir ávextir, gott og frekar gróft brauð, hunang, hnetur, ávaxta- mauk og portvín. Það er um að gera að prófa sig áfram með hina ýmsu osta og bragðsamsetningar. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 13. október 2011 ➜ Iceland Airwaves off venue 12.00 Orphic Oxtra koma fram í Munnhörpunni í Hörpu kl. 12 og Skúli Mennski kl. 19. Aðgangur er ókeypis. 13.00 Sindri Eldon, Pétur Ben, Guðrið, Agent Fresco og 22-Pisterpirkko koma fram á tónleikum í Norræna húsinu. Aðgangur er ókeypis. 13.00 Jóhann Jóhannsson, Mammút, Mugison, Lay Low og Of Monsters and Men spila á tónleikum á Kexi Hosteli. Aðgangur er ókeypis. 14.00 Hljómsveitirnar Porquesí, Touchy Mob, Manu Delago, Of Monsters and Men, Lay Low, The Esoteric Gender og Kiriyama Family koma fram á Reykjavík Downtown Hosteli. Aðgangur er ókeypis. 15.00 Borko, Sóley, Pascal Pinon og Sin Fang koma fram á Hressingarskál- anum. Aðgangur er ókeypis. 15.00 Ferlegheit, Tríó Glóðir, Benjamín Nátt- mörður, Hyrrokkin, The Friday Night Idols, Svavar Knútur, Slashed Tires og Just Another Snake Cult spila í Reykjavík Back- packers. Aðgangur er ókeypis. 16.00 Bob Justman kemur fram í Smekk- leysu. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Mammút, Two Tickets to Japan, RAt, Byssukisi, Jenny Hval, Jarðafjör, Muck, Sparkle Poison og Munnfylli af galli koma fram á tón- leikum á Kaffistofunni. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Hellvar og Pascal Pinon spila á tónleikum í Eymundsson í Austurstræti. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Miri, Benjamin Francis Leftwich, Trausti Laufdal Aðalsteinsson, Yunioshi og Swords of Chaos spila á Bar 11. Aðgangur er ókeypis. 17.15 Þórir og O-Yama leika á tónleik- um í 12 Tónum. Aðgangur er ókeypis. 17.30 Liris, Tríó Glóðir, Ljósvaki, Svavar Knútur, Elín Ey, Taylor Selsback, Lay Low, Erla Jónatans og Snjólugt koma fram á tónleikum á Barböru. Aðgangur er ókeypis. „Við ætlum að hjálpa fólki að finna sinn minnihlutahóp og hólfa fólk niður, eins maður gerir ósjálfrátt í hversdegin- um,“ segir Eva Björk Kaaber, einn meðlima framandverka- flokksins Kvissbúmmbang sem stendur fyrir innsetningu í tengslum við Jafnréttisdaga Háskóla Íslands. Innsetningin hefst í dag á Háskólatorgi og lýkur 27. októ- ber á uppskeruhátíð Jafnréttisdaga í Tjarnarbíói. Innsetn- ingin ber heitið Svo eðlilegur náungi. „Megin rannsókn- arefni okkar hóps er hið eðlilega, og þar af leiðandi hið óeðlilega. Hvað er að vera eðlilegur og er yfirhöfuð hægt að vera eðlilegur?“ Ásamt Evu Björk í Kvissbúmmbang eru þær Vilborg Ólafsdóttir og Eva Rún Snorradóttir en mörg verka þeirra eru svokölluð þátttökuleikhúsverk þar sem áhorfendur ger- ast þátttakendur í þeim heimum sem flokkurinn skapar. „Við köllum verkin framandverk og viljum gefa fólki færi á að skoða sinn eigin veruleika, spyrja sig að því hvað er eðlilegt, hvað ekki og þá hvers vegna. Tilgangurinn með innsetningunni á Jafnréttisdögum er að sýna að hægt er að setja alla í minnihlutahóp ef því er að skipta, en á sama tíma viljum við setja spurningarmerki við það að flokka fólk niður í hópa.“ Innsetningin fer þannig fram að stúlkurnar hafa flokkað niður borðin á Háskólatorgi eftir hópum, sem eru allt frá eiginkonum pípara í fótboltastráka. „Fólk getur svo lesið sér til um hópana og staðsett sig eftir því hvar það telur sig passa inn. Þeir sem tylla sér á sama borð geta svo rætt sín mál og kannski stofnað hagsmunasamtök fyrir sinn hóp,“ segir Eva Björk en á uppskeruhátíðinni verða svo fulltrú- ar frá sumum minnihlutahópum með skemmtiatriði fyrir hina. „Þá verður svona skemmtidagskrá fyrir alla.“ Eva Björk vonar að sem flestir sjái sér fært að koma við á Háskólatorgi og taka þátt í innsetningunni. „Því fleiri minnihlutahópar, því meiri fjölbreytni.“ - áp Finndu þinn minnihlutahóp á Háskólatorgi KVISSBÚMMBANG Þær Eva Björk, Eva Rún og Vilborg í gjörninga- hópnum Kvissbúmmbang standa fyrir innsetningu á Háskólatorgi í tengslum við Jafnréttisdaga Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.