Morgunblaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ
G
uðrún Dagbjört Guðmundsdóttir í
Bolungarvík fékk draum allra golf-
ara uppfylltan á laugardaginn síð-
asta var þegar hún fór holu í höggi.
Hún hafði þó ekki hugmynd um afrekið
strax, því holan sést ekki frá teignum.
„Ég trúi þessu varla ennþá. Ég lét marg-
oft segja mér að þetta væri rétt,“ sagði
Guðrún í samtali við mbl.is. „Hvernig átti
maður að trúa því þegar synirnir þrír stóðu
þarna uppfrá og öskruðu: Það er hola í
höggi!“
Guðrún hefur spilað golf í tíu ár, aðallega
í Bolungarvík en einnig víðar um Vestfirði
og á tveimur völlum fyrir sunnan. Á sunnu-
daginn var, daginn eftir að hún fór holu í
höggi, tók Guðrún þátt í golfmóti á Þing-
eyri.
„Það stoppuðu allir þegar ég fór að slá á
par þrjú-holuna. Það ætluðu allir að sjá mig
gera þetta aftur. Það voru fjögur holl sem
stoppuðu spilið til að fylgjast með,“ sagði
Guðrún. Slá þarf yfir á til að hitta á holuna.
100.000 kr. verðlaun eru í boði fyrir þann
sem fer þar holu í höggi á mótum.
„Ég hugsaði þegar allir stoppuðu til að
horfa á: Eins gott að hún fari ekki í ána!
En ég fór inn á og það var par,“ sagði Guð-
rún.
Öll fjölskyldan var viðstödd
Sonur Guðrúnar, Ævar Örn Jóhannsson,
var á golfvellinum á laugardaginn var þegar
mamma hans fór holu í höggi. Hann skráði
frásögn af afrekinu og fer hún hér á eftir:
„Hið árlega Íslandssögugolfmót, sem
haldið er á Ísafirði, fór fram um síðustu
helgi. Það er eitt af sjö mótum sem spiluð
eru um alla Vestfirði í hinni geysivinsælu
Sjávarútvegsmótaröð.
Heppin golfaradrottning, Guðrún Dag-
björt Guðmundsdóttir, náði draumahögginu
og fór holu í höggi á 16. holu vallarins, sem
er par 3 og 80 metra frá kvennateig. Holan
er öll upp í móti og staðsett beint fyrir neð-
an golfskála þeirra Ísfirðinga. Flötin er
ekki sýnileg frá teig og því ómögulegt fyrir
golfara að sjá hvar boltinn stöðvast. Svo
skemmtilega vildi þó til að þrír synir henn-
ar voru í hollinu á undan hennar og urðu
allir vitni að högginu ásamt fjölmenni sem
var við golfskálann. Þvílík urðu fagnaðar-
lætin hjá sonum hennar að fólk sem var að
spila víðar um völlinn heyrði strax af
draumahögginu, þ.á m. eiginmaður hennar
sem var í hollinu á eftir henni.
Þess má einnig geta að Guðrún er þriðja
konan úr Golfklúbbi Bolungarvíkur sem
skráir einn við holu í skorkort sitt á rétt
rúmu ári. Greinilegt að karlarnir þurfa að
fara að æfa miðið þarna fyrir vestan.“
gudni@mbl.is
Trúði því varla að kúlan
væri komin í holuna
Drottning Guðrún Dagbjört með börnunum
sínum stödd á golfvellinum á góðri stundu.
Golfíþróttin sem þróast hefur mikið í tímans
rás er talin eiga uppruna sinn í Skotlandi.
The Old Course á St. Andrews er elsti golf-
völlur í heimi. Hefðir sem þar eru ríkjandi hafa
svo gjarnan mótað þá golfmenningu sem
ríkjandi er í heiminum hverju sinni.
Fyrsta Opna breska meistaramótið var
haldið árið 1860. Það er mikið umfangs og er
eitt af fjórum stærstu golfmótum heimsins.
Keppendur á mótinu eru 156 alls. Elsti kylf-
ingur til að vinna mótið var Old Tom Morris,
46 ára, árið 1860. Yngsti kylfingur til að vinna
mótið var Young Tom Morris, 17 ára, en hann
hampaði sigri 1868.
Harry Vardon hefur unnið mótið oftast eða
alls sex sinnum. Áður fyrr vann sigurvegari
mótsins belti en ekki bikar eins og nú er.
Atvinnukylfingar hafa ráðið ríkjum á
mótinu en þó hafa áhugamenn unnið til sigurs í
sex skipti. 150 ára afmæli mótsins er fagnað í
ár og verður mikið um dýrðir.
Á næsta ári verður mótið haldið á Royal St.
George’s-vellinum í Kent á Englandi. Búist er
við um 40.000 áhorfendum fyrir hvern einasta
dag mótsins að þessu sinni. Mótið varð við-
urkenndur hluti af PGA-mótaröðinni árið
1995.
Á ensku ber mótið nafnið „The Open Cham-
pionship“ en er í daglegu tali kallað „the Open“
Keppendur geta öðlast þátttökurétt í undan-
úrslitum, breskum og alþjóðlegum. Flestir
fremstu kylfingar heims fá hins vegar und-
anþágu og eiga tryggt sæti á mótinu.
REUTERS
Einbeitni Opna breska meistaramótið í golfi sem nú er haldið er hið 150. í röðinni.
Upptök golfsins eru
talin vera í Skotlandi
Fáar íþróttagreinar eiga sér jafn
merka sögu og golfið enda nær
hún langt aftur í aldir.
Fangaðu Ísland
með Canon
Hvaða mynd sem er getur sýnt stað, manneskju eða við-
burð. Frábær mynd segir sögu. Með Canon myndavélum
eiga allir möguleika á að vera frábærir sögumenn.
Taktu meira en myndir. Taktu sögur. Canon myndavélar
fyrir allar aðstæður.
Viðurkenndir söluaðilar um land allt.
Nánari upplýsingar á: www.canon.nyherji.is
Vertu aðdáandi Canon á Íslandi á Facebook
Frábær saga
er sögð með stæl
Ixus sameinar fágað útlit og frumkvöðla ljósmyndatækni.
Að taka frábærar myndir við allar aðstæður hefur aldrei
verið auðveldara þar sem Scene Detection tækni Canon
velur á milli 18 hentugustu tökustillingana eftir því hverjar
aðstæðurnar eru.