Morgunblaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ B esti kylfingur samtímans, Tiger Woods, hefur sigr- að í síðustu tvö skipti sem Opna breska meist- aramótið hefur verið haldið á St. Andrews en þar er mótið haldið á fimm ára fresti. Undanfar- inn áratug hefur Tiger jafnan verið talinn sigurstranglegastur fyrir risamót en staða hans hefur breyst nokkuð, eftir að hann tók sér langt frí frá íþróttinni vegna persónulegra mála sem urðu að fjölmiðlafellibyl. Yfirburðir Takist Tiger að kreista fram sigur að þessu sinni verður hann fyrsti kylfingurinn til þess að vinna Opna breska þrívegis á St. Andrews. Árið 2000 sigraði Tiger með mikl- um yfirburðum enda lék hann á 269 höggum eða á 19 undir pari sem er met á risamóti. Thomas Björn og Ernie Els voru átta höggum á eftir. Tiger setti annað met, því með þessum sigri varð hann yngsti kylfing- urinn til að sigra á risamótunum fjórum frá upphafi, að- eins 24 ára. Á 72 holum lenti hann aldrei í neinni þeirra fjölmörgu sand- gryfja sem finna má á vellinum. Það segir tals- vert um stjórn hans á spilamennsk- unni og hversu vel hann las völlinn. Árið 2005 var Tiger á 274 höggum eða á 14 undir pari. Skotinn Colin Montgomerie varð annar, fimm höggum á eftir. Við þetta má svo bæta að Ti- ger varði titil sinn árið eftir á Royal Liverpool-vellinum. Í ljósi sögunnar ætti Tiger því að vera ansi sig- urstranglegur að þessu sinni enda virðist gamli völlurinn henta honum vel. Eftir að hafa tekið sér langt frí frá keppnisgolfi til þess að vinna í persónu- legum málum hefur Tiger leikið í tveimur risamótum, Masters og Opna bandaríska. Í báðum mót- unum var hann með í topp- baráttunni en í hans tilviki er allt annað en sigur einfaldlega von- brigði. Staða Tigers á heimslist- anum er enn sú sama, þ.e.a.s. hann er í efsta sætinu. Hins vegar er farið að þrengja verulega að honum á toppi listans og nú eru bæði Phil Mickelson og Lee Westwood í seilingarfjarlægð frá efsta sæt- inu. Auk þess gerðist sá fáheyrði atburður á Opna breska á Turn- berry-vellinum í fyrra, að Tiger mistókst að komast í gegnum nið- urskurðinn eftir tvo daga. Tæplega sextugur meistari, Tom Watson, notaði tækifærið og stal senunni með eftirminnilegum hætti. kris@mbl.is Tiger Woods sigraði á St. Andrews 2000 og 2005. Augu allra beinast að Woods nú sem endranær, þeg- ar hann er staðinn upp eftir persónulegan mótbyr sem varð til þess að hann steig til hliðar um stund. Reuters Upphitun Tiger Woods var sl. mánudag mættur í upphitunaræfingar á St. Andrews. Þá voru ljósmyndarar alþjóðlegu pressunnar einnig komnir á svæðið og fylgdust grannt með öllu. Getur sigrað þriðja skiptið í röð Tiger Woods fæddist 30. desember 1975. Hann ólst upp í Kaliforníu og kynnt- ist golfinu ungur. Woods gerðist atvinnukylfingur 1996 og á sér engan lík- an. Á afrekaskrá Woods eru 95 mótasigrar, þar af 71 PGA Tour sigrar og fjór- tán sigrar á stórmótum. Tiger Woods varð fyrsti kylfingurinn til að vera sig- urvegari á öllum fjórum stórmótunum á sama tíma þegar hann vann Opna breska meist- aramótið, Opna banda- ríska meistaramótið, bandaríska PGA meist- aratitilinn 2000 og Mast- ers mótið 2001. Hann varð yngsti Masters sig- urvegari allra tíma 1997. Í desember í fyrra til- kynnti kylfingurinn að hann myndi taka sér ótímabundið hlé frá golfi til að einbeita sér að einkalífi sínu en hann hefur viðurkennt að hafa verið konu sinni, Elin Nordeg- ren, ótrúr. Hann snéri aftur til keppni í apríl sl. Einstæður ferill afreks- mannsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.