Morgunblaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ | 13 S á kylfingur sem vinnur Opna breska meistaramótið mun að launum hljóta forláta bikar, The Golf Champion Trophy, sem einnig gengur undir nafninu The Claret Jug. Bikarinn var fyrst veittur árið 1872 en áður fyrr voru fyrstu verðlaun leðurbelti, the Champions- hop Belt, sem ekki var hægt að notast við lengur þar sem kylfingurinn Young Tom Morris hafði unnið keppnina þrjú ár í röð og þar með eignarrétt yfir beltinu. Af hverju skyldi bikarinn vera kall- aður the Claret Jug? Claret þýðir þurrt rauðvín sem framleitt er í hinu franska vínhéraði Bordeaux og bik- arinn er í raun vínkanna úr silfri. Eft- irlíking af bikarnum hefur verið afhent sigurvegaranum síðan 1928 en upp- runalegi bikarinn er í geymslu the Ro- yal and Ancient Golf Club. Sigurvegari mótsins fær nafn sitt ritað á bikarinn en fær einungis að halda honum í eitt ár – eftir það má útvega enn eina eft- irlíkingu til að setja upp í hillu. Reuters Vegleg verðlaun Tiger Woods ánægður með vínbikarinn. Vínkanna í verðlaun Þ eir sem ekki ná á St. Andrews- völlinn sjálfan til að sjá fremstu kylfinga heims sam- ankomna þurfa ekki að ör- vænta því hægt er að koma upp flottri stemningu heima fyrir. Á vefsíðunni opengolfshop.com má kaupa fatnað, töskur og aðra fylgi- hluta í anda Opna breska meist- aramótsins en auk þess má finna þar ýmsa sniðuga minjagripi, allt frá kaffi- bollum til ermahnappa. Tilvalin vef- síða fyrir forfallna golfáhugamenn og -konur – nú eða aðstandendur sem reyta hár sitt í leit að gjöfum fyrir öll afmælin og jólin. Pantaðu þér derhúfu og taktu þátt í leiknum fyrir framan sjónvarpið! Minningar keyptar Minjagripir Verst að bikarinn góði sé ekki til sölu en í staðinn má kaupa stuttermaboli og regnhlífar. L iðakeppni fyrrum sigurvegara á Opna breska meistaramótinu í golfi var aflýst í gær vegna veð- urs. Á heimasíðu keppninnar segir að veðurskilyrði hafi verið með þeim hætti að ekki hafi verið neinn annar kostur í stöðunni en að aflýsa keppninni. Mikið hvassviðri hefur geisað í St. Andrews og í ná- grannabyggðalögum á austurströnd Skotlands. Auk þess rigndi í gær og aðstæður þóttu því ekki boðlegar, enda er þetta fyrst og fremst sýningarviðburður fyrir áhorfendur auk þess sem sigurvegararnir láta gott af sér leiða. Ekki var auðvelt að finna annan tíma því keppnin er eins konar upphitun fyrir Opna breska sem hefst á St. Andrews í dag. 26 fyrrum sigurvegarar á Opna breska voru mættir til leiks í liðakeppni fjögurra liða. Leika átti 1., 2., 17. og 18. braut á Gamla vellinum og verðlaunaféð átti að renna til góðgerðamála. kris@mbl.is Keppni fyrrum sigurvegara aflýst Reuters Öldungar Liðakeppni fyrrum sigurvegara á Opna breska meistaramótinu í golfi var aflýst. S: 577 4040 15% afsláttur af öllum golfpokum og golfkerrum. Ef þú verslar bæði poka og kerru færð þú 20% afslátt. Opna breska tilboð Bæjarlind 14, 201 Kópavogur Boltatýna og boltaveiðarar 20% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.