Morgunblaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ | 5
Frábær saga snýst
um uppgötvun
Farðu lengra með Canon EOS - yfirgripsmesta stafræna
SLR kerfinu í heiminum; útskiptanlegar linsur og auka-
hlutir sem tryggja sveigjanleika: Þrautreynt af atvinnu-
og áhugaljósmyndurum. Uppáhald ljósmyndara um allan
heim.
Frábær saga er
persónuleg
Með PowerShot SX myndavélum getur þú farið mjög
nálægt - allt að 20x aðdráttur - og nýtt kosti 28mm
gleiðlinsu í landslags- og hópmyndir. Handvirkir eigin-
leikar auka sköpunarmöguleika þína og þú ert með
hina fullkomnu smá-myndavél.
Ö
rn Ævar Hjartarson sýndi snilld-
artakta í vöggu golfsins á St. And-
rews fyrir rúmum áratug. Hann setti
þá vallarmet á nýja vellinum eins og
frægt er á meðal íslenskra kylfinga. Morg-
unblaðið sló á þráðinn til Arnar og spurði hann
hvort þessi draumahringur væri enn ferskur í
minningunni.
„Þetta er svona hringur sem maður gleymir
bara ekki. Ég gæti alveg talið þetta upp högg
fyrir högg og með hvaða kylfum ég sló. Þetta
gleymist aldrei,“ sagði Örn sem hefur ekki
komið til St. Andrews síðan hann fór í þessa
örlagaríku keppnisferð árið 1998.
„Nei en ég hafði spilað þarna áður með
landsliðinu. Við spiluðum þá bæði á gamla og
nýja vellinum,“ sagði Örn og hann segist
nokkrum sinnum hafa lent í skemmtilegum at-
vikum vegna þessa vallarmets.
Fékk beiðnir um myndatökur
„Sérstaklega þegar ég var við nám í Banda-
ríkjunum þar sem ég var í fjögur ár. Þá hitti ég
oft kylfinga sem höfðu spilað völlinn og séð
skorkortið uppi á vegg. Það kom fyrir að menn
vildu láta mynda sig með mér, sem var svolítið
spes,“ sagði Örn sem getur ekki varist hlátri.
Örn segir að kylfusveininn George Stewart,
sem bar kylfurnar fyrir hann í mótinu, hafi
haldið afrekinu mjög á lofti á sínum tíma.
„Hann hélt þessu svakalega á lofti á meðan
hann lifði. Hann gekk alltaf um með skorkortið
í vasanum og var alltaf að segja fólki sögur frá
þessum hring. Það vissu margir af þessu í
bænum og hvernig hringurinn var spilaður.
Svo breyttu þeir vellinum og þá þurrkast út
gömul vallarmet. Þetta vallarmet verður því
ekki slegið. Ég held að vallarmetið núna sé 65
högg en ég spilaði á 60 höggum,“ sagði Örn,
sem á besta skor sem náðst hefur í St. And-
rews og þá eru allir sjö vellirnir taldir með.
„Það hefur enginn farið neðar en þetta enda
er sjaldgæft að menn spili á 59 höggum. Það
hefur nú bara gerst fjórum sinnum á PGA-
mótaröðinni sem dæmi. Ég skalf líka eins og
hrísla þegar ég púttaði fyrir 59 á 18. flötinni.“
Högglangir hafa forskot
Örn hefur ekki eins góða reynslu af gamla
vellinum en þar spilaði hann á 79 höggum.
„Þetta er náttúrlega ekki eins og venjulegur
golfvöllur. Brautirnar eru helmingi breiðari en
atvinnumennirnir eiga að venjast og flatirnar
eru mörgum sinnum stærri. Lykillinn að sigri
er að halda boltanum á brautunum og lenda
ekki í glompunum. Auk þess snýst þetta líka
alltaf um púttin. Hætturnar leynast iðulega
hægra megin á vellinum og þegar maður
stendur á teig slær maður yfirleitt til vinstri.
Þá er maður alltaf öruggur og það er svolítið
sérstakt. Á móti kemur að völlurinn er settur
þannig upp að erfiðara er að fara inn á flat-
irnar þegar maður er búinn að staðsetja sig
vinstra megin,“ útskýrði Örn.
kris@mbl.is
Hringur
sem maður
gleymir ekki
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sveifla Örn Ævar Hjartarson í pútti þar
sem hann átti góða spretti sem endranær.
A
ð vera golfsveinn getur verið
skemmtileg vinna en stundum erfið
enda ákveðin ábyrgð sem fylgir
starfinu. Hún getur þó verið sérlega
hentug ef hægt er að læra eitthvað af
meistaranum sem unnið er fyrir. Þá geta golf-
sveinar styrkt stöðu golfara með ráðum varð-
andi sveiflu, hraða eða stöðu að öðru leyti enda
sjá golfsveinar leikinn frá öðru sjónarhorni en
keppandinn.
Klútur fyrir kylfurnar
Golfsveinar verða að búa yfir góðri þekkingu
á golfi en jafnframt vera liðlegir í mannlegum
samskiptum, sýna yfirmönnum sínum þol-
inmæði og virðingu. Golfsveinn hefur fyrirfram
ákveðin hlutverk en þau eru af ýmsum toga. Í
fyrsta lagi eiga golfsveinar að sjá um golfkylf-
urnar. Golftöskur geta verið þungar en mik-
ilvægt er að hreyfa sig varlega og reyna að
koma í veg fyrir að kylfurnar rekist á.
Í starfinu felst einnig þrif á kylfunum en ekki
má afhenda golfaranum skítuga kylfu. Gott er
að hafa blautan klút meðferðis til að þrífa kylf-
urnar strax eftir hverja notkun. Þrif á golf-
kúlum fer venjulega eftir óskum eiganda þeirra
en hann segir til hvenær má þrífa kúlurnar.
Þrifum á golfkúlum ætti þó helst að vera lokið
fyrir teigarskot. Fyrir golfsveina sem öðlast
hafa töluverða reynslu getur komið til þess að
golfarinn nýti þá sem ráðgjafa.
Fylgjast með kúlunum
Mikilvægt er því að leggja á minnið hvaða
kylfur golfarinn notaði fyrir ákveðnar holur til
að geta ráðlagt honum þær réttu ef hann lendir
í svipuðum aðstæðum á ný. Golfsveinar eiga
alltaf að fylgjast með golfkúlum golfarans sem
þeir vinna fyrir. Golfarar vilja helst ekki týna
kúlunum og því þarf að finna þær fljótlega og
auðveldlega.
Golfsveinar eiga einnig að raka sand og
hjálpa til á flötinni við hvers kyns aðstæður sem
upp kunna að koma. Hlutverk golfsveina er
fyrst og fremst að vinna fyrir golfara. Þeir eiga
að fylgja hraða golfarans og ekki tala að óþörfu.
Þeir verða að taka tillit til óska og sérþarfa golf-
aranna og vera til taks ef þörf er á því.
kristel@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Á vellinum Víða eru golfarar með aðstoðarmenn sem sinna margvíslegum skyldum.
Ráð fyrir golfsveina
Golfinu fylgja margvíslegar kúnst-
arinnar reglur. Þær þurfa golf-
sveinar að kunna í þaula og vera
golfurunum sem þeir þjóna þarfir.