Morgunblaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ | 15
Í
lok september næstkomandi hefj-
ast útsendingar sérstakrar sjón-
varpsstöðvar á vegum Skjásins,
þar sem golfíþróttin verður í önd-
vegi. Skjárinn hefur þegar tryggt sér
útsendingarrétt á þeim golfmótum
sem eru hápunktar á heimsvísu auk
heldur sem margvíslegt annað efni
tengt íþróttinni verður í loftinu. Út-
sendingar stöðvarinnar nýju, sem
hefur fengið heitið Skjár-golf, verið í
undirbúningi um nokkurt skeið og
skynja forsvarsmenn Skjásins mik-
inn áhuga meðal golfáhugamanna
sem eru sístækkandi hópur, að sögn
Hilmars Björnssonar sem stýrir
verkefninu þar á bæ.
Fylgst með risamótum
Útsendingar frá Opna breska
meistaramótinu í golfi sem nú er að
hefjast og stendur yfir dagana 15. til
18. júlí, verða á Skjá einum. Með
þeim hætti getur almenningur
kynnst öllu því ágæti sem í boði verð-
ur á golfrásinni nýju sem hefur verið í
undirbúningi um allnokkurt skeið.
„Í október byrjum við strax á því
besta,“ segir Hilmar. „Fyrst er það
Ryder Cup-keppnin, einvígi milli
Evrópu og Bandaríkjanna, sem að
þessu sinni verður haldið í Evrópu,
nánar tiltekið í Wales á Bretlands-
eyjum. Sýningar á evrópsku móta-
röðinni hefjast í október og ná há-
marki með Dubai World Champ-
ionship í lok nóvember. Þar er
verðlaunaféð er hálf áttunda milljón
Bandaríkjadollara sem er það hæsta
sem sést í golfheiminum. Frá mótinu
World Golf Championship verður
sýnt í nóvember og bandaríska PGA-
mótaröðin byrjar í janúar á næsta ári.
Þá sýnum við risamótunum breska
meistaramótinu og opna bandaríska
meistaramótinu og raunar frá fjöl-
mörgum fleiri mótum sem velþekkt
eru,“ segir Hilmar og heldur áfram:
„Einnig munum við gera golfi
kvenna sérstök skil en þær taka sí-
fellt meiri og virkari þátt í golfinu.
Helsti munurinn fyrir golfara með út-
sendingum okkar er annars sá að
fólki gefst tækifæri að fylgjast með
öllum mótum alla fjóra keppnisdag-
ana. Það verður væntanlega góð við-
bót fyrir alla kylfinga og aðra sem
áhuga hafa á golfi og þeim fer sífjölg-
andi.“
Litið baksviðs
Hilmar segir að einnig sé ætlunin
að sýna þætti þar sem litið er á bak-
svið golfíþróttarinnar, nefnir þar
dæmis þættina Golfing World sem
hafa notið mikilla vinsælda. Þátturinn
verður alla virka daga og þannig geta
kylfingar fylgst með því helsta sem
við kemur golfi alla vikuna, allt árið
um kring enda af nógu af taka.
Skjár-golf verður í loftinu virka
daga frá því klukkan fimm á daginn
og fram eftir kvöldi en lengur um
helgar, sem mun þó ráðast af því
hvaða mót eru yfirstandandi á hverj-
um tíma.
Stefnt á innlenda framleiðslu
Samkvæmt nýlegri athugun Capa-
cent leika um 60 þúsund Íslendingar
golf einu sinni eða oftar á ári hverju.
Áhugi fólks á íþróttinni hefur aukist
gríðarlega mikið á ekki löngum tíma.
Knattspyrnan er sú íþróttagrein á Ís-
landi sem hefur flesta iðkendur eða
tæplega tuttugu þúsund manns en
golfíþróttin kemur næst en hana
stunda um sextán þúsund Íslend-
ingar.
„Við fáum erlenda efnið á hag-
stæðu verði og líkt og á Skjá einum
verður áskrifaverðið í lægra lagi eða
2.890 krónur á mánuði. Auk þess fá
kylfingar ýmisleg fríðindi sem tengj-
ast golfinu. Við höfum einnig í hyggju
framleiðslu á innlendu efni,“ segir
Hilmar sem lengi hefur starfað
við dagskrárgerð í sjónvarpi. Hann
var sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 Sport
um margra ára skeið og nú síðast
stjórnaði hann framleiðslu efnis HM
2010 fyrir Ríkisútvarpið. Hann er því
öllum hnútum kunnugur.
Erlend fyrirmynd
„Sjónvarpsstöðvar víða erlendis
eru margar með golfrásir. Við byggj-
um á þeirri fyrirmynd,“ segir Hilmar
og bætir við að þau viðbrögð sem
stjórnendur Skjásins hafa fengið við
þessum fyrirætlunum sínum séu afar
jákvæð. Margir hafi jafnframt sýnt
áhuga á samstarfi við Skáinn og í
krafti þess gætu þá til dæmis áhorf-
endum boðist afsláttarkjör.
sbs@mbl.is
Við byrjum strax á því besta
Hægt verður að fylgjast
með helstu golfmótum
heimsins á nýrri sjónvarps-
stöð, Skjá-golf sem fer á
loftið í september. Hilmar
Baldursson stýrir verkefn-
inu og segir hann áhuga á
stöðinni nýju vera mikinn.
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Skjár Hilmar Björnsson stýrir hinni nýju golfstöð Skjásins sem fer í loftið í október. Þar verður sýnt frá stór-
mótum og ýmsu sem er að gerast baksviðs í golfi í heiminum. Stefnt er á innlenda dagskrárgerð.
Hraunkot er ekki bara glæsilegt heilsársgolfæfingasvæði
fyrir alla kylfinga...
Heldur tilvalið fyrir hópeflisfundi og námskeið...
fullkomin fundaraðstaða sem getur endað
á léttri golfæfingu.
Hafðu samband við hraunkot@keilir.is og fáðu tilboð.