Morgunblaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ F yrir nokkrum árum kom upp sú hugmynd að stofna verkefni þar sem golfhreyf- ingin og ferðaþjónustan kæmi saman til að koma á framfæri íslensku golfi gagnvart er- lendum ferðamönnum og kylfingum. Hliðstæð verkefni voru til á borð við Ráðstefnuskrifstofu Íslands og Cruise Iceland en samtökin Golf Iceland voru stofnuð í ársbyrjun 2008,“ segir Magnús Oddsson, stjórnarformaður Golf Iceland og fyrrverandi ferðamálastjóri. Aðilar að samtökunum Golf Ice- land eru um 27 talsins, þar á meðal golfvellir, ferðaþjónustufyrirtæki, Ferðamálastofa og Golfsamband Ís- lands. Öflugt markaðsstarf Samtökin eru ekki sölusamtök heldur einungis kynningar- og markaðssamtök. Þeirra hlutverk er að koma möguleikanum á golf- ferðum til Íslands á framfæri en að- ilar samtakanna geta hins vegar boðið þjónustuna. „Við komum verkefninu af stað með hefðbundnum hætti, opnuðum vefsíðu og prentuðum kynningarefni sem dreift er víða. Við svörum fyr- irspurnum og tökum þátt í sérhæfð- um ferðasýningum fyrir golf um all- an heim. Á síðasta ári létum við útbúa fyrir okkur af erlendum að- ilum sérstaka aðgerða- og kynning- aráætlun til næstu ára. Til verksins fengum við IAGTO, The Global Golf Tourism Organisation. Á síðasta ári urðum við aðilar að þessum sam- tökum sem hefur orðið til þess að við höfum betri aðgang að seljendum auk þess sem ákveðin viðurkenning felst í því að verða aðili að samtök- unum – varan sem við bjóðum telst í lagi,“ segir Magnús um kynning- arstarf Golf Iceland en fulltrúar IAGTO komu hingað til lands til að kynna sér golfvellina innan Golf Ice- land og þjónustu annarra meðlima samtakanna. Golf Iceland hefur einnig lagt áherslu á að þjóna erlendum sölu- aðilum og fjölmiðlafólki sem ferðast hingað til að kynna sér golf á Ís- landi. Miðnæturgolfið vinsælt Sumir spyrja eflaust hvað Ísland hafi að bjóða í golfferðum, til dæmis samanborið við Spán? „Sannleikurinn er sá að við erum ekki að keppa við Spán eða Flórída. Við erum með allt aðra vöru. Við leggjum áherslu á að koma því á framfæri að golfvellir á Íslandi eru margir og dreifðir um landið; alls um 70 talsins. Þessir vellir eru sér- stakir að því leyti að þeir eru hluti af náttúrunni. Það sem fjölmiðlar og seljendur hafa hrifist mest af er tækifærið til að spila golf í einstakri náttúru og einnig heillar miðnæt- urgolfið alla gesti,“ segir Magnús. Golf Iceland hefur í kynningum sínum lagt áherslu á fjögur svæði, Norður-Ameríku, Bretland, Norð- urlöndin og meginland Evrópu, að- allega Þýskaland, Austurríki og Holland. Þær erlendu ferðaskrif- stofur sem bjóða golfferðir til Ís- lands eru flestar í Mið-Evrópu en þeim fer fjölgandi. Þá hentar Ísland mjög vel sem viðbót við pílagríms- ferðir Bandaríkjamanna til landsins þar sem golfíþróttin átti upptök sín, Skotlands. Golf við Eyjafjallajökul! Golf Iceland hefur jafnframt lagt áherslu á golf fyrir bæði almenna ferðamenn og golfferðamenn en margir ferðamenn hafa áhuga á að spila hér golf þótt tilgangur ferðar þeirra sé annar. „Samkvæmt könnunum er mun- urinn á golfferðamönnum og hinum almenna ferðamanni sá að golf- ferðamenn eru fólk sem er yfirleitt tilbúið til að eyða meiru enda kemur það vegna áhugamálsins,“ segir Magnús en nefnir að golfferðamenn njóti einnig annarra þátta en golf- sins, fari í skoðunarferðir og fleira. Aðspurður segir Magnús að heims- kreppan hafi haft minni áhrif á golf- ferðamennsku en almenna ferða- mennsku en hins vegar hafi eldgosið haft mikil áhrif og afbókanir verið margar. Eldgosið hafi þó ekki ein- ungis neikvæð áhrif. „Ég fékk skeyti frá Norðmanni í gær sem spurði mig hvort ég gæti komið honum á golf- völl sem næst Eyjafjallajökli,“ segir Magnús en viðtökur við golfferðum hérlendis hafa verið góðar. „Miðnæturgolfið virðist slá allt annað út. Hingað kom meðal annars blaðamaður frá the Daily Mirror og fór á Arctic Open á Akureyri. Þegar hann skrifaði síðan í the Daily Mir- ror var hann mjög hrifinn og sagði mönnum að gleyma British Open,“ segir Magnús sem kann margar fleiri sögur af ánægðum ferðamönn- um sem koma til Íslands í golfleik. kristel@mbl.is Golf á Íslandi Magnús Oddsson er stjórnarformaður Golf Iceland. Margir koma í golf hingað til lands og gæti fjölgað mikið, takist vel til með starf hinna nýstofnuðu samtaka. Golfið og ferðaþjónustan sameina krafta sína Magnús Oddsson: „Sannleikurinn er sá að við erum ekki að keppa við Spán eða Flórída. Við erum með allt aðra vöru.“ Golf Iceland eru kynningar- og markaðssamtök sem leggja áherslu á golfferðir til Íslands. Stórbrotin nátt- úra og miðnæturgolf er meðal þess sem heillar er- lenda kylfinga hvað mest við dvölina hér á landi. Morgunblaðið/Jakob Fannar Til eru margar tegundir golf- kúlna og kaupendur eiga oft í mestu vandræðum með að velja þær réttu. Hönnun þeirra getur bæði verið einföld og flókin en verður þó alltaf að uppfylla ákveðnar reglur um breidd, þyngd og fleira. Í gegnum tíðina hafa golfkúlur verið gerðar úr ýmist tré eða fjöðrum en nú á dögum eru þær gerðar úr mis- munandi efnum og fer val á þeim eftir gæðum kúlnanna. Flest þekkjum við þær skínandi hvítar í sjón en einnig má fara nýjar leiðir og kaupa sér kúlur sem eru skreyttari en aðrar. Öðruvísi golfkúlur Fótbolti eða golf? Til eru margar gerðir af öðruvísi golfkúlum. Brosandi kúlur Finna má kúlur með hinum ýmsu andlitum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.