Morgunblaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ
Gary Player Sigraði þrisvar,
1959, 1968 og 1974. Eini maðurinn
á 20. öldinni til þess að sigra á
þremur mismunandi áratugum.
Mætti til leiks á opna breska á St.
Andrews árið 1960 í buxum með
hvítum og svörtum skálmum til
þess að mótmæla aðskiln-
aðarstefnunni í heimalandinu.
Honum var meinað að leika í bux-
unum.
Jack Nicklaus Sigraði þrisvar,
1966, 1970 og 1978, þar af einu
sinni á St. Andrews. Lét eitt sinn
hafa eftir sér að menn væru ekki
fullskapaðir kylfingar nema þeir
hefðu unnið opna breska á St.
Andrews.
Tom Watson Hefur sigrað fimm
sinnum, 1975, 1977, 1980, 1982 og
1983, en aldrei á St. Andrews. Var
hársbreidd frá því að koma sér í
sögubækurnar í fyrra þegar hann
var hársbreidd frá því að jafna
Harry Vardon og ná sínum sjötta
sigri. Tapaði þá í umspili eftir
ótrúlega frammistöðu. Hefði orðið
sá langelsti til þess að vinna mótið,
tæplega sextugur.
M
orgunblaðið tíndi til
fimmtán kylfinga sem
sett hafa svip sinn á
langa og glæsilega sögu
Opna breska meistaramótsins í
golfi sem fyrst var haldið árið
1860. Eftirminnilegir persónu-
leikar sem komu sér vel fyrir í
sögubókunum með snilli sinni.
Old Tom Morris Sigraði alls fjór-
um sinnum. Varð í öðru sæti í
fyrsta skipti sem mótið var haldið
árið 1860 en sigraði fjórum sinnum
á næstu sjö árum. Elsti sigurveg-
ari mótsins. Var 46 ára þegar hann
sigraði árið 1867. Sigraði með
þrettán högga mun árið 1862, sem
er met.
Young Tom Morris Sigraði alls
fjórum sinnum. Yngsti sigurvegari
mótsins. Var 17 ára þegar hann
sigraði árið 1868, ári eftir að faðir
hans vann í síðasta sinn. Sigraði
þrjú ár í röð og vann beltið sem þá
var keppt um til eignar. Sigraði
aftur 1872 en lést þremur árum
síðar, aðeins 24 ára. Fæddist og dó
á St. Andrews.
Bob Ferguson Sigraði alls þrisv-
ar og gerði það þrjú ár í röð, 1880,
1881 og 1882.
John Henry Taylor Sigraði alls
fimm sinnum á nítján ára tímabili,
1894, 1895, 1900, 1909 og 1913. Þar
af tvívegis á St. Andrews.
Harry Vardon Sigraði alls sex
sinnum og oftar en nokkur annar,
1896, 1898, 1899, 1903, 1911 og
1914.
Bobby Jones Ótrúlegur maður.
Sigraði þrisvar, 1926, 1927 og
1930, þar af einu sinni á St. And-
rews. Gerðist aldrei atvinnumaður
og hætti keppnisgolfi 28 ára gam-
all en hann glímdi við taugasjúk-
dóm. Hafði þá þegar náð sér í
þrjár háskólagráður, í ýmsum
greinum og skólum.
Walter Hagen Mikill skemmti-
kraftur og litríkur persónuleiki.
Sigraði fjórum sinnum þrátt fyrir
að vera samtímamaður Bobbys
Jones, 1922, 1924, 1928 og 1929.
Peter Thomson Sigraði fimm
sinnum, 1954, 1955, 1956, 1958 og
1965. Sá eini á 20. öldinni sem sigr-
aði þrjú ár í röð.
Seve Ballesteros Sigraði þrisv-
ar, 1979, 1984 og 1988. Sló í gegn á
opna breska árið 1976 þegar hann
hafnaði í öðru sæti aðeins 19 ára
gamall. Þegar hann sigraði árið
1979 varð hann fyrsti Evr-
ópubúinn til þess að sigra síðan
Tony Jacklin sigraði árið 1969.
Nick Faldo Hefur sigrað þrisvar,
1987, 1990 og 1992, þar af einu
sinni á St. Andrews. Var nærri því
tvö ár í efsta sæti heimslistans.
Greg Norman Hefur sigrað tví-
vegis, 1986 og 1993. Blandaði sér
óvænt í toppbaráttuna árið 2008
en gaf eftir á lokadeginum. Á
lægsta skorið á 72 holum í sögu
mótsins. Lék á 267 höggum árið
1993. 66, 68, 69 og 64. Er einn
þeirra sem eiga lægsta skorið á 18
holum. Lék á 63 höggum árið 1986.
Tiger Woods Hefur sigrað þrisv-
ar, 2000, 2005 og 2006, þar af tvisv-
ar á St. Andrews. Getur orðið sá
fyrsti til þess að vinna opna breska
þrisvar á St. Andrews. Á lægsta
skorið á 72 holum ef miðað er við
par vallar. Lék á 19 undir pari árið
2000.
Þeir hafa sett svip sinn á opna breska
Reuters
Aðlaður Tom Watson hefur oft leikið á St. Andrew og var nýlega
sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við háskólann í þessum fræga bæ.
H
elena Árnadóttir, tvö-
faldur Íslandsmeistari í
golfi, bjó í St. Andrews
einn vetur og nam þar
sálfræði. „Golf er mjög
áberandi í bænum. Á leiðinni í há-
skólana fer maður til dæmis alltaf
framhjá golfvöllunum. Í rauninni er
bærinn sjálfur bara ein gata, rétt
fyrir ofan golfvellina. Þar eru
nokkrir pöbbar, verslanir og þess
háttar. Þetta er því lítill bær og
nemendur í skólanum voru mjög
meðvitaðir um golfsöguna þótt þeir
stunduðu ekki golf. Fólk sem var
með mér í skólanum fór og fylgdist
með þegar stór golfmót voru í
gangi enda mjög aðgengilegt,“
sagði Helena í samtali við Morg-
unblaðið og hún hefur margsinnis
leikið gamla völlinn og alla hina í
St. Andrews.
Ótakmarkaður aðgangur
„Ég var svo heppin að vera á
golfstyrk. Við vorum níu sem vor-
um í skólaliðinu og höfðum ótak-
markaðan aðgang að öllunum völl-
unum. Eins langt og það nær,“
sagði Helena og útskýrir að dregið
sé úr potti á milli þeirra sem sækja
um að spila á gamla vellinum. „Það
er útdráttur um það hverjir spila á
gamla vellinum og við þurftum að
fara í hann. Ég lenti nú samt bara
einu sinni í því að komast ekki á
völlinn. Þess ber að geta að ég
dvaldi þarna yfir vetrartímann og
aðsóknin var því ekki eins brjáluð
og á sumrin. Fólk skráir sig sem
sagt á netinu með nokkurra daga
fyrirvara og fær í kjölfarið úthlutað
rástíma ef það er heppið. Þetta
þurfa ferðamennirnir til dæmis að
gera og ef þeir eru óheppnir þurfa
þeir að spila á einhverjum hinna
sex vallanna,“ sagði Helena og hún
sagði að völlunum hefði verið haldið
opnum nánast allan veturinn. „Það
eru komin fjögur ár síðan ég var
þarna en mig minnir að vellirnir
hafi bara verið lokaðir í tvær vikur
eða svo yfir háveturinn. Það er hins
vegar oft mikið rok á svæðinu og
því fylgir svakalegur kuldi. Það er
því bara fyrir harðari kylfinga að
spila á St. Andrews á veturna.“
Harður og krefjandi
Helena segir að gamli völlurinn
leyni mjög á sér þótt hann sé ekki
á meðal erfiðustu golfvalla í heim-
inum. „Mér fannst persónulega
skemmtilegra að spila nýja völlinn
en sagan er bara svo svakalega
mikil á gamla vellinum. Honum er
þess vegna haldið alveg rosalega
vel við en hann leynir einnig á sér.
Það eru mörg högg sem þarf að slá
blint sem dæmi og það leynast
margar hættur á honum. Við Ís-
lendingar erum heldur ekki vanir
því að spila svona „links“-velli þar
sem maður þarf að rúlla boltanum
kannski 50 metra inn á flatirnar.
Völlurinn er náttúrlega mjög harð-
ur og það er erfitt að slá inn á flat-
irnar því það er mikið landslag í
þeim. Hann er því mjög krefjandi,“
sagði Helena ennfremur og hún
segir það vera rétt að bæjarbúar
nýti sér svæðið til útivistar á
sunnudögum þegar gamli völlurinn
er lokaður.
„Á sunnudögum er gjarnan fullt
af fólki á vellinum, sérstaklega ef
veðrið er gott. Fólk fer þangað í
göngutúra og þess háttar. Þetta ýt-
ir undir hve golfvellirnir eru mikill
hluti af bæjarlífinu. Umhverfið
þarna niðri við ströndina er líka
mjög fallegt.“
kris@mbl.is
Golfið er áberandi í bænum
Golfgyðjan Helena Árnadóttir segir völlinn í St. Andrews vera ögrandi enda þurfi oft að taka blindhögg.
Tvöfaldur Íslandsmeistari,
Helena Árnadóttir, nam í
St. Andrews. Hún segir
mikla og nálæga sögu
fylgja gamla vellinum.
Golf er íþrótt þar sem reglur eru í
hávegum hafðar, formlegar og
óformlegar. Óformlegri reglurnar eru
eins konar siðareglur en snúast þó
ekki aðeins um almenna kurteisi við
mann og annan heldur lúta nokkrar
meðal annars að öryggi og hraða
leiksins eða umgengni á golfvöllum.
Siðareglurnar eru hluti af íþrótt-
inni og nokkuð sem allir byrjendur
þurfa að leggja áherslu á að læra. Í
fyrsta lagi ber að varast að sveifla
golfkylfunni nema aðrir leikmenn
séu í hæfilegri fjarlægð og aldrei
skal sveifla henni í áttina að öðrum
kylfingum. Ef slegin kúla virðist
stefna í átt að öðrum leikmanni eða
hóp ber að vara viðkomandi við með
því að hrópa „Fore“!
Mikilvægt er að láta aðra leik-
menn ekki þurfa að bíða eftir sér og
þar af leiðandi ætti ekki að eyða of
löngum tíma í leit að týndum kúlum.
Allar skemmdir og öll golfkúluför á
golfvelli ber að lagfæra en varast
skal að keyra golfbíla á viðkvæmum
svæðum. Sýna á öðrum leikmönnum
virðingu með því að tala ekki á með-
an aðrir sveifla kylfunni og standa
þannig að skuggar trufli ekki leik
annarra.
Aldrei á að hlaupa á vellinum
heldur ganga léttilega á hægum
hraða. Með því að fylgja bæði form-
legum og óformlegum reglum verður
golfið ánægjulegri íþrótt og af-
þreying fyrir alla, leikmenn og áhorf-
endur.
Siðareglur golfsins
Fáar holur hafa vakið jafn
mikla athygli og holan „The
Extreme 19th“ sem finna má í
Suður-Afríku. Teigurinn er í
400 metra hæð á toppi fjalls-
ins Hanglip Mountain en
þangað er aðeins hægt að
komast með þyrlu. Holan er
par 3 og er flöturinn stað-
settur við rætur fjallsins en
hann hefur verið hannaður líkt
og Afríka lítur út á landakorti.
Teighögg er um 30 sekúndur
að ná til jarðar vegna hæð-
arinnar og myndavélar fylgj-
ast með lendingu kúlnanna.
Hver vill ekki spreyta sig á
þessari holu?
Ógnvænleg „The Extreme 19th“ má finna í Suður-Afríku.
Nítjánda holan