Morgunblaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 12
REUTERS Litskrúðugur John Daly er goðsögn í golfinu og á í raun fáa sína líka. R okkstjarnan golfsins, John Daly frá Banda- ríkjunum, er mættur til leiks á Opna breska meistaramótið á St. Andrews. Daly nýtur mikilla vin- sælda beggja vegna Atlandshafs- ins enda litríkur kylfingur svo ekki sé fastara að orði kveðið. Eft- ir skrautlegan feril á golfvellinum og utan hans þá kunna menn að deila um hvort staðsetja skuli Daly á meðal snjöllustu kylfinga heims. Það verður þó ekki af hon- um tekið að hann hefur tvívegis sigrað á svokölluðum risamótum og það er meira en margir kollega hans geta státað af. Keyrði alla nóttina Árið 1991 ruddist Daly fram í sviðsljósið þegar hann sigraði á PGA-meistaramótinu, síðasta risa- mótinu á ári hverju. Sigurinn var gífurlega óvæntur enda var Daly lítt þekktur. Hann var ekki einu sinni með keppnisrétt á mótinu heldur var níundi á biðlista. Hann komst að á síðustu stundu og keyrði alla nóttina til þess að komast á mótsstað í Indiana og mætti nánast beint á teig á fyrsta degi mótsins. Högglengd Dalys skapaði honum strax miklar vin- sældir og hann sigraði með þriggja högga mun á 12 undir pari vallar. Ekki einungis högglangur Daly sigraði á Opna breska árið 1995 en þá fór mótið einmitt fram í St. Andrews. Þar sýndi Daly að hann kann ýmislegt fyrir sér í golfi enda geta menn ekki sigrað á St. Andrews nema hafa góðan skilning á íþróttinni. Daly sýndi frábæra takta í vippum og pútt- um. Hann lék á 6 undir pari eins og Ítalinn Costantino Rocca en Daly hafði betur í fjögurra holu umspili. Með því að vinna Opna breska á St. Andrews tókst Daly að skapa sér sérstakan sess í golf- sögunni. kris@mbl.is Rokkstjarna golfsins sigraði á St. Andrews 12 | MORGUNBLAÐIÐ K ylfingar sem búa á höf- uðborgarsvæðinu geta slegið golfbolta út í loftið allan ársins hring þótt það kunni að hljóma ein- kennilega í eyrum einhverra sem ekki þekkja til. Ólafur Már Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Pro Golf, segir miklar endurbætur hafa átt sér stað í Básum, æfingasvæði GR í Grafarholti, á þessu ári. Hlýtt í Básum „Við byrjuðum á því að loka allri neðstu hæðinni með iðnaðarhurðum og það er ein hurð fyrir hverja tvo bása. Þetta breytir aðstöðunni mik- ið, sérstaklega yfir vetrartímann. Það verður bæði hlýrra inni í Bás- um auk þess sem aðstaðan verður miklu snyrtilegri. Það er hægt að loka öllum dyrunum á nóttunni og svo eru þær opnaðar hver fyrir sig eftir þörfum. Við höfum auk þess teppalagt bygginguna. Umhverfið er því hlýlegra og snyrtilegra auk þess sem teppin hafa temprað hljóðið í byggingunni. Það voru þrír upphitaðir básar með iðnaðarhurð- um þegar Básar voru teknir í notk- un árið 2005 en aðrir voru opnir,“ sagði Ólafur þegar Morgunblaðið spjallaði við hann. Einnig hafa verið keyptar nýjar mottur sem Ólafur segir vera mun betri en þær sem fyrir voru. „Við keyptum nýjar mottur fyrir alla básana. Þetta er ný tegund af mottum þar sem grasið er mýkra. Þær hafa komið alveg rosalega vel út og hafa fengið frábæra dóma úti um allan heim. Þegar kalt er í veðri vilja motturnar harðna svolítið en þessar haldast mjúkar og fínar. Fólk fær því ekki högg upp í hend- urnar og olnbogana eins og hefur alltaf verið. Okkar viðskiptavinir eru mjög ánægðir með þessar mott- ur og segja þær líkari hefð- bundnum golfbrautum. Við erum því búnir að framkvæma afar mikið í Básum bara frá því í febrúar á þessu ári og aðstaðan er orðin mun skemmtilegri. Markmiðið er að fólki líði betur við æfingarnar á veturna og kylfingar nýti sér þess vegna Bása betur yfir vetrartímann enda er þetta orðið allt annað líf en áður var. Samhliða þessum breytingum í Básum bjuggum við til einka- kennsluherbergi. Það er algerlega einangrað og þar erum við að setja upp nýjan vídeóbúnað með há- hraðamyndavélum. Búnaðurinn heitir V1 og er orðinn mjög vinsæll í kennslu. Þar getum við verið með sveiflugreiningu og í framhaldinu verður einnig hægt að vera með púttgreiningu í Básum sem við höf- um hingað til verið með í Garða- bænum. Þessi aðstaða nýtist bæði í golfskólanum og einkakennslu,“ sagði Ólafur Már sem er einn eig- anda Pro Golf ásamt þeim Brynjari Eldon Geirssyni, Gunnari Gunn- arssyni og Ingimundi Helgasyni. Óhætt að tala um sprengingu Pro Golf rekur einnig golfskóla og sér um barna- og unglingastarfið hjá GR en skrifstofur fyrirtækisins eru í Garðabæ eins og Ólafur kom inn á. Greinilegt er að mikill hugur er í mönnum hjá Pro Golf en hjá fyrirtækinu eru fjórir kennarar í fullu starfi allt árið og að sögn Ólafs gæti þurft að fjölga þeim vegna mikillar eftirspurnar. „Golfskólinn gengur það vel að ég sé fyrir mér að við þurfum að bæta við okkur kennurum,“ sagði Ólafur sem kenn- ir sjálfur hjá Pro Golf ásamt Brynj- ari. Í fullu starfi við kennslu eru einnig Sigurður Pétur Oddsson og Árni Páll Hansson. Þar fyrir utan hefur Örn Sölvi Halldórsson kennt töluvert í sumar og Birgir Leifur Hafþórsson hefur séð um sérhæfð námskeið. Af þessu má ráða að efnahagskreppan hefur ekki dregið úr fjölda kylfinga hérlendis. „Kreppan hefur ekki haft nein áhrif á golfkennsluna, alla vega ekki hjá okkur. Þvert á móti þá hef- ur verið aukning í golfkennslunni með hverju árinu sem líður. Golf- skólinn hefur vaxið en þar hafa komið nýir nemendur í bland við nemendur sem koma aftur. Al- mennt séð þá er greinilegt að fólk hefur meiri tíma en áður til þess að stunda golf og fer ekki eins mikið til útlanda. Það er því enn að aukast að fólk sæki sér golfkennslu og það er alveg óhætt að tala um sprengingu í því sambandi. Það sem hefur breyst er að fólk kemur meira í hópakennslu heldur en einkakennslu enda er einkakennsl- an hlutfallslega dýrari. Nýtingin í Básum er svipuð og var í fyrra,“ sagði Ólafur Már Sigurðsson við Morgunblaðið. kris@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Kennarinn Ólafur Már Sigurðsson segir kreppuna engin áhrif hafa haft á aðsókn í golfkennslu og raunar þvert á móti. Líklegt sé að fjölga þurfi í kennaraliði Pro Golf. Margir af þekktustu og bestu kylfingum landsins starfa undir merkjum skólans við allra bestu aðstæður sem þekkjast í golfi. Fær ekki högg upp í hendur Mikið hefur verið endur- bætt í Básum, æfinga- svæði GR, undanfarið. PR Golf er í sókn og að- sóknin er mikil. F yrir utan að fylgjast grannt með nýjustu fréttum af keppendum sem mættir eru til Skotlands eru margir sem eflaust sitja stíft fyrir framan veðurfréttirnar þessa dagana. Þótt veður hafi alltaf einhver áhrif á íþróttaiðkun undir berum himni, bæði góð og slæm, getur það jafnvel haft úr- slitaáhrif þegar kemur að golfi. Opna breska meistaramótið er haldið á slóð- um þar sem veður getur hagað sér á ýmsa vegu og breyst án nokkurs fyrir- vara. Í golfi skiptir vindur einna mestu máli en atvinnukylfingar eru duglegir að fylgjast með vindátt og vindhraða á keppnisdögum. Einnig er litið til annarra áhrifaþátta á borð við hitastig eða raka í lofti en slík skilyrði eru mikilvæg þegar kemur að flugi golfkúlunnar. Yfir veðrinu hefur mannfólkið enga stjórn – því verð- ur að bíða og sjá hvað verður og vona að vissir kylfingar séu heppnari en aðrir. Morgunblaðið/Frikki Veðurspá Í golfi er allra veðra von enda íþrótt iðkuð úti við. Vonast eftir veðursælu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.