Morgunblaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ | 9 S t. Andrews í Skotlandi er mekka golfsins, hefðir og menning íþróttagreinarnnar eiga rætur sýnar að rekja til staðarins og hafa mótað íþróttina að stórum hluta í það sem hún er í dag,“ segir Ragnar Ólafsson, þjálfari ís- lenska landsliðsins í golfi. Mikil hefð og saga tengist vellinum og áhrif- anna gætir víða. Útgáfa á reglum golfsins miðast gjarnan við staðinn og sömu reglur eru notaðar alls stað- ar í heiminum þar sem golf er leikið. Sjö vellir Völlurinn í St. Andrews var fyrst tólf holur og síðar 22 holur eða 11 holur fram og til baka. Árið 1764 var honum breytt í átján holur eins og hann er í dag. „Á svæðinu eru núna sjö golfvellir ef ég man það rétt sem allir tengjast St. Andrews,“ segir Ragnar sem fylgdi í nokkur skipti íslenskum landsliðsmönnum á St. Andrews Links Thropy sem er árlegt al- þjóðamót. Gryfjur ekki árennilegar „Ég kom þarna fyrst árið 1981 og var þá að spila með landsliðinu á Evrópumóti landsliða. Völlurinn hentaði mér afar vel; sjávarvöllur með með hólum og hæðum, miklu kjarri og glompur sem báru heiti eins og Hell, Coffin og Grave og voru ekki árennilegar gryfjur til að komast upp úr. Ég man að fyrsta holan er sennilega breiðasta braut í heimi en fyrsta og átjánda liggja saman og mynda eina braut. Ein- hvern veginn tókst mér að slá upp- hafshöggið í brunninn lengst til hægri og síðan aftur í brunninn fyrir framan flötina og endaði holuna á skelfilegum átta höggum,“ segir Ragnar og heldur áfram: Tveir undir pari „Ég lék síðan restina af hringnum tvo undir pari og kom inn á 74 högg- um og lék síðan seinni 18 holurnar daginn eftir á pari eða 72 sem skilaði mér í fimmta sæti einstaklings. Ég man að ef maður náði að staðsetja upphafshöggið réttum megin á brautina þá var yfirleitt þægilegt högg inn á flötina en ef maður valdi breiðari partinn á brautinni þá átti maður erfitt eða vonlaust högg inn að holu sem staðsett var á bak við glompur og hóla á flötunum úr þeirri stefnu. Það eru bara fjórar brautir sem hafa sér flatir, hinar fjórtán eru með tvöföldum flötum og það getur skapað löng pútt en ég man að eitt sinn var ég með um 66 metra pútt og náði að tvípútta það og bjarga pari,“ segir Ragnar sem bætir því við að auðvitað upplifi ekki allir völlinn í St. Andrews á sama hátt og hann. Hvað sem því líði hljóti flestir þó að geta dáðst að náttúru staðarins og um- gjörðinni – þar sem fallegt klúbbhús og gömlu byggingarnar sem um- lykja fyrstu og átjándu holuna setja sterkan svip á staðinn. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Einvaldur Ragnar Ólafsson landsliðþjálfari hefur oft leikið á St. Andrews og segir golfmenningu heimsins taka mið af því sem tíðkast á þeim velli. Völlurinn hentaði mér afar vel Ragnar Ólafsson, lands- liðseinvaldur í golfi, er hag- vanur á St. Andrews. Þar hefur hann spilað nokkrum sinnum og segir þá leiki eftirminnilega. G olfmaraþoniið Ice 24 Tee var haldið á Kiðjabergsvelli í Grímsnesi á dögunum. Ensku kylfingarnir Ben Bradshaw og Charles Dolpin náðu þar markmiði sínu, léku 146 holur á 24 tímum – einum sólarhring. Þeir hófu leik klukkan níu að morgni og settu sér það markmið að leika 144 holur eða 8 hringi og náðu því klukkan rúm- lega hálfníu næsta dag. Bættu síðan tveimur holum við þar sem þeir áttu hálftíma eftir af tímanum. Með þessu voru þeir að styrkja gott málefni í heimalandi sínu. Þeir Bradshaw og Dolphin sögðu þá upplifun að leika golf á Kiðjabergi og sjá sólina setjast og rísa meðan þeir spiluðu golf hafa verið ótrúlega. Þeir spiluðu hvern hring að með- altali á 80 höggum, lægsta skorinu á hring náðu þeir á 7. og 8. hring í morg- un – 76 og 77 höggum. Þeir félaga spiluðu höggleik og var hvert einasta högg talið. Þeir voru með tvo aðstoðarmenn, Amandu East og Bob Brown, sem sáu um að telja höggin og hjálpa þeim að finna bolta til að flýta leik. Ljósmynd/Valur Félagarnir Ben Bradshaw og Charles Dolpin á Kiðjabergsvelli. 146 holur á Kiðjabergi á sólarhring flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 50 02 5 05 /2 01 0Þú getur treyst því að flugferð á milli tveggja áfangastaða Flugfélags Íslands tekur aldrei lengri tíma en eina klukkustund. Með okkur ertu aldrei seint á ferðinni. Gerðu golfið enn meira spennandi í sumar með stórskemmtilegum leik. Í boði eru glæsilegir vinningar. Taktu flugið og leiktu golf í grennd við áfangastaði Flugfélags Íslands. Þú getur valið um golfvelli Golfklúbbs Reykjavíkur, Golfklúbbs Akureyrar, Golfklúbbs Vestmannaeyja, Golfklúbbs Ísafjarðar og Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs. Í lok ágúst verðlaunum við þá sem spila best yfir sumarið og fá flesta punkta. Skráðu skorið á golf.is. Hægt er að skilja kortið eftir á samstarfs- völlum okkar eða senda okkur útfyllt skorkort ásamt brottfararspjaldi. Þú getur skannað það inn og sent í tölvupósti á stebbi@golf.is eða sent okkur afrit í pósti: Golfleikur 2010 - Taktu flugið Golfsamband Íslands Engjaveg 6 104 Reykjavík Nánari upplýsingar á golf.is og flugfelag.is Taktu flugið í golfleik sumarsins 2010. AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY REYKJAVÍK LEIKUM OKKUR INNANLANDS Styttri ferðatími – meiri golftími Golfleikur sumarsins 2010 Með Flugfélag Íslands og Golfsamband Íslands Flugfélag Íslands er samstarfsaðili Golfsambands Íslands Góða ferð!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.