Fréttablaðið - 05.12.2011, Page 17
MÁNUDAGUR 5. desember 2011 17
Afgreiðslutími
Virka daga 09:00 - 18:30
Laugardaga 10:00 - 14:00
Á almennum frídögum er lokað
Sími 567 - 4200
Af því tilefni viljum við bjóða viðskiptavinum okkar
dagana 5. - 10. desember
40 ára
(1971 - 2011)
af Guli línunni frá Heilsu af Solaray línunni frá Heilsu
af Udo´s línunni frá Heilsu af vítamínum frá BIOMEGA af vítamínum frá Ein á dag
*gildir 5. - 10. desember
Á Íslandi líður flestum börn-um vel í grunnskólunum, en
því miður gildir það ekki um þau
öll. Við sem vinnum með börn-
um vitum að það eru fjölmargir
þættir sem orsaka vanlíðan
barna og fullyrði ég að starfsfólk
skólanna leggur sig ávallt fram
við að finna lausnir á þeim vanda
sem barnið glímir við. Einelti er
einn þessara vanda. Hver skóli
setur sér reglur sem m.a. er
ætlað að koma í veg fyrir einelti/
ofbeldi og skapa góða samskipta-
hætti innan hans og utan. Margt
hefur áunnist sem skilað hefur
góðum árangri.
Þrátt fyrir góðan ásetning
hefur ekki tekist að koma að
öllu leyti í veg fyrir einelti.
Óhjákvæmilega vekur það upp
spurningu um hvað sé til ráða.
Við henni er ekkert eitt svar en
ljóst að margt vinnur saman.
Virðing fyrir kennarastétt-
inni og skólastarfi er eitt. Beri
nemandi ekki virðingu fyrir
kennara num og skólanum telur
hann sig líklega ekki skuld-
bundinn til að framfylgja þeim
reglum sem skólinn setur.
Það er vandi að gæta meðal-
hófs. Fjölmiðlar miðla til lesenda
sögum af því hvernig skólakerfið
bregst nemendum og margir láta
skoðun sína í ljós t.d. í umræðu á
bloggi og öðrum fjölmiðlum. Þeir
eru ekki margir sem lýsa yfir
stuðningi við skólana og það sem
þar er verið að vinna, enda erfitt
þar sem báðar hliðar málsins eru
sjaldan sagðar. Við heyrum ljótar
sögur af einelti sem nemend ur
verða fyrir. En sumar sögurnar
segja okkur ekkert um það sem
þegar hefur verið unnið í máli
hvers einstaklings, né hvað
liggur á bak við þann þagnarmúr
sem opinberum starfsmönnum
ber að hafa í heiðri.
Ég veit að kennarar reyna
ávallt að gera sitt besta til að
öllum nemendum líði vel í skól-
an um. Og þjóðin þarf að trúa því
að með þeim úrræðum sem skól-
unum bjóðast er hagur nemand-
ans ávallt hafður að leiðarljósi.
Í sálarnær-
veru er
háttvísin hál
Saga íslensku krónunnar er ekki löng og segja má að hrakfalla-
saga hennar hefjist strax í upp-
hafi. Gjaldeyrishöft eru sett á
1931, þau hert árið 1947 og ekki
losuð að fullu fyrr en árið 2001.
Gengið er fellt um 18% árið 1939
og fellt aftur um tæp 43% árið
1950. Tekið var upp 55% yfir-
færslugjald (tvöföld gengis-
skráning) árið 1956, gengið fellt
um 57% 1960 og aftur um 35%
árið 1967. Það sígur frekar á 9.
áratug síðustu aldar auk gengis-
fellinga 1992 um 6,0% og 1993 um
7,5%. Þá féll krónan einnig mikið
við fall bankanna. Miðað við
dönsku krónuna eru um 0,5% eftir
af upphaflegu verðmæti hennar.
Segja má að krónan sé nú stúf-
ar við hækjur í formi gjaldeyris-
hafta og slíkt gangverk er ekki
gott til framtíðar.
Líklegt er að notkun krónunnar
muni kalla á áframhaldandi gjald-
eyrishöft því verja verður hana,
m.a. gegn vaxtamuna viðskiptum
(e. carry trade). Á móti höfum við
sveigjanleika til að fella gengið
eftir þörfum (miðað við reynslu
síðustu aldar eru frekar litlar
líkur á styrkingu krónunnar). En
er ekkert annað í stöðunni?
1. Komið hafa fram tillögur um
að setja krónuna á gullfót, en
í ljósi mikillar hækkunar á
gulli síðasta áratug er það ekki
fýsilegur kostur.
2. Rætt hefur verið um að taka
einhliða upp aðra mynt. Í því
myndi felast að bankarnir en
ekki stjórnvöld stýra peninga-
magni í umferð og þar með
einnig atvinnustigi. Benda má á
Panama sem dæmi en þar hefur
US$ verið gjaldmiðill frá 1913
og eru utanríkis viðskipti að
mestu í þeim gjaldmiðli. Verð-
bólga hefur verið þar lág, yfir-
leitt á bilinu 1-3% að árinu 2008
undanskildu en þá fór verðbólga
í 8,8%, sem er met. Atvinnu-
leysi þar síðasta áratug hefur
sveiflast á milli 6% og 16%.
Vaxtakostnaður myndi lækka
verulega og fylgja þeirri mynt
sem tekin yrði upp.
3. Upptaka evru virðist skynsam-
leg í ljósi utanríkisviðskipta
okkar, en rúm 70% útflutnings
fara til Evrópu og rúm 56% inn-
flutnings koma þaðan. Kostir
og gallar við einhliða upptöku
færu eftir lið 2 hér á undan, en
ESB hefur lýst sig andsnúið ein-
hliða upptöku.
Ef við göngum í Evrópu-
sambandið gætum við haft
möguleika á því að taka upp evru
eftir ákveðinn tíma. Það yrði
líklega betri kostur en einhliða
upptaka.
Það felast ákveðin tækifæri
í upptöku annarrar myntar en
einnig ógnanir. Er ekki ástæða
til að skoða ýtarlega hvað í
þessu felst eins og Benedikt
Jóhannesson lagði til í grein í
Fréttablaðinu hinn 17. nóvember
sl. Vegna utanríkisviðskipta er
upptaka evru augljósasti kostur-
inn sem myndi líklega einnig leiða
til agaðri vinnubragða við efna-
hagsstjórnun og meiri stöðug-
leika.
Með þetta í huga eru áfram-
haldandi viðræður við ESB
skynsam legar. Með framsýni,
kjarki og áræðni ættum við að
geta fundið tækifæri framtíðar-
innar og nýtt þau.
Höldum áfram viðræðum um ESB-aðild
Evrópumál
Finnur Torfi
Magnússon
verkfræðingur
Menntun
Þorgerður Laufey
Diðriksdóttir
Formaður
Kennarafélags
Reykjavíkur