Fréttablaðið - 05.12.2011, Síða 18
5. desember 2011 MÁNUDAGUR18
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Svanhildur
Sæmundsdóttir,
áður til heimilis í Brekkugötu 23
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð 27. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudag-
inn 8. desember kl.13.30.
Sæmundur Friðfinnsson Svala Sigurðardóttir
Jónína Þórey Friðfinnsdóttir Ívar Herbertsson
ömmu og langömmubörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Sigurgeir Ingvarsson,
Geiri í Múla,
fyrrverandi kaupmaður, Selfossi.
andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum mánu-
daginn 28. nóvember, og verður hann jarðsunginn frá
Selfosskirkju laugardaginn 10. desember klukkan 13.30
Guðmundur Birnir Sigurgeirsson Ágústa Traustadóttir
Pálmar Sölvi Sigurgeirsson Valgerður K.
Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og bróðir,
Jón Jósefsson
flugvirki
Markarflöt 10, Garðabæ
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
7. desember kl. 13.00.
Kristín Gísladóttir
Brynja Hrönn Jónsdóttir
Hildur Edda Jónsdóttir Bragi Smith
Sverrir Már Jónsson
Gunnar Hrafn Jónsson
Helgi Hrannar og Brynjar Orri
Anna Guðrún Jósefsdóttir
Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Magnús Gunnlaugsson
frá Súðavík
sem lést mánudaginn 28. nóvember, verður jarðsung-
inn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
7. desember klukkan 13.
Ólöf Steinunn Einarsdóttir,
Gunnlaugur Magnússon Valdís Jóna Sveinbjörnsdóttir
Helgi Grétar Magnússon
Svanhvít Magnúsdóttir
Ægir Magnússon Anna Bragadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okk-
ar,tengdamóðir,amma og langamma
Þorgerður Magnúsdóttir
Mýrarvegi 113,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð 29.nóvember. Útför hennar
fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9.desember
kl:13:30 Þeir sem vildur minnast hennar er bent á
Dvalarheimilið Hlíð Akureyri
Ingólfur Sigurðsson
Elinborg Ingólfsdóttir Magnús Þórðarson
Magnús Ingólfsson Sólveig Erlendsdóttir
Ragnhildur Ingólfsdóttir Samúel Jóhannsson
Þórdís Ingólfsdóttir
Sölvi Ingólfsson Guðrún Jónsdóttir
Barnabörn og barnabarnabörn
timamot@frettabladid.is
WALT DISNEY (1901-1966) fæddist þennan dag.
„Hlátur er mikilvægasta útflutningsvara
Bandaríkjamanna.“
Band on the Run, þriðja plata hljómsveitarinnar
Wings, kom út 5. desember 1973. Wings var
hljómsveit Pauls McCartney og konu hans
Lindu en platan hlaut dræmar viðtökur til að
byrja með. Það átti þó eftir að breytast þegar
kom fram nýja árið og varð Band on the Run
mest selda platan í Bretlandi og Ástralíu árið
1974. Platan seldist best af öllum plötum
Wings og hefur síðan verið talin besta plata
McCartneys eftir að samstarfi Bítlanna lauk.
Árið 2000 setti tímaritið Q Band on the Run
í 75. sæti á lista yfir 100 bestu plötur sem
gefnar hefðu verið út í Bretlandi frá upphafi
vega. Og árið 2003 var platan valin í 418. sæti
á lista tímaritsins Rolling Stone yfir 500 bestu
plötur allra tíma. Gagnrýnandi Rolling Stone,
Jon Landau, sagði þegar Band on the Run kom
út að þetta væri „besta platan sem nokkur
meðlimur Beatles hefði gefið út eftir að sú
hljómsveit lagði upp laupana“.
ÞETTA GERÐIST 5. DESEMBER 1973
Band on the Run kemur út
Fyrir tæplega tveimur árum, um ára-
mótin 2009/2010, tók ég þá ákvörðun
að útbúa áramóta- og þrettándadisk,“
segir Sigríður Anna Einarsdóttir, sem
nú hefur gert alvöru úr ákvörðuninni
og er útgefandi tveggja diska af ára-
móta- og þrettándagleði sem koma út á
næstu dögum.
„Um áramót og þrettánda hafði ég
svo oft hugsað um hvað mig langaði
að hlusta á meiri tónlist sem tengdist
þessum árstíma. Mig langaði að fylla
heimili mitt af meiri stemningu,“
heldur Sigríður Anna áfram. „Einnig
hef ég tekið eftir að þessi menningar-
arfur okkar á undir högg að sækja Því
það eru svo margir aðrir menningar-
heimar sem berjast um athygli fólks.
Þetta hefur mér fundist leitt. Ég var
alltaf að vona að það kæmu diskar á
markaðinn sem uppfylltu löngun mína
en svo varð ekki. Svo hugsaði ég með
mér að fyrst mig langaði þetta svona
mikið þá bara yrði ég að gera þetta
sjálf og löngunin var það sterk að ég
lét til skarar skríða.“
Sigríður Anna segist ekki hafa gert
sér neina grein fyrir því hversu stórt
verkefni hún var að ráðast í. „Til að
gera langa sögu stutta bættist alltaf
við meira og meira efni sem mér fannst
mikilvægt að taka með og sem snýr að
okkar menningar- og þjóðararfi. Auk
þess skipti það mig miklu máli að fá
gott fólk í lið með mér. Það var töluvert
átak að ráðast í það að hafa samband
við listafólkið og biðja það um að koma
fram á diskunum upp á von og óvon með
greiðslur. En það tóku mér allir mjög
vel og voru boðnir og búnir að koma að
þessu með mér. Fékk ég nokkra kóra,
einsöngvara, leikara, leikritaskáld,
organista, trompetleikara og fleiri til
þess láta draum minn verða að veru-
leika og það kom mér á óvart hversu
tilbúnir allir þessir listamenn voru til
að taka þátt í þessu verkefni. Ég er mjög
gæfusöm að hafa fengið að vinna með
öllu þessu góða fólki og verð því ævin-
lega þakklát,“ segir Sigríður Anna.
Diskarnir innihalda ekki einvörð-
ungu tónlist því leikararnir Hjalti
Rögnvaldsson og Ragnheiður K.
Steindórs dóttir lesa ljóð og þjóðsögur
sem tengjast þessum árstíma og einn-
ig er á diskunum leikþáttur sem Jón J.
Hjartarson samdi sérstaklega af þessu
tilefni. Meðal annarra sem fram koma
á diskunum eru Kór Neskirkju, Lúðra-
sveitin Svanur, Kór Áskirkju og nem-
endur úr Söngskóla Sigurðar Demetz.
Einsöngvarar eru Snorri Wiium, Guð-
björg K. Tryggvadóttir, Aðalsteinn M.
Ólafsson og Berglind Ósk Alfreðsdóttir.
Auk þess koma fram fleiri hljóðfæra-
leikarar og kórar. Einnig kemur Árni
Björnsson, doktor í menningarsögu, við
sögu. Upptökur, fyrir utan lögin með
Lúðrasveitinni Svani og Árneskórnum,
fóru fram árið 2011 í Guðríðarkirkju,
Neskirkju og stúdíói Hljómi og hljóð-
maður var Páll Orri Pétursson.
„Þetta er búið að vera gífurleg
vinna,“ segir Sigríður Anna, „en ég
sé sko alls ekki eftir því að hafa látið
þennan draum minn rætast. Ég veit
ekki til þess að gefinn hafi verið út
svona diskur með efni sem eingöngu
tengist áramótum og þrettánda og ég
vona að diskarnir eigi eftir að gleðja
landann ekki síður en mig sjálfa.“
fridrikab@frettabladid.is
SIGRÍÐUR ANNA EINARSDÓTTIR: GEFUR ÚT GEISLADISKA MEÐ ÁRAMÓTAEFNI
Varð að uppfylla drauminn sjálf
GEFUR ÚT GEISLADISK Sigríður Anna Einarsdóttir lét draum sinn rætast og hefur gefið út
Áramóta- og þrettándagleði á tveimur geisladiskum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Eiginmaður minn og faðir okkar,
Ingi Sigurður Erlendsson,
Mælingamaður,
Hrauntungu 30, Kópavogi
lést miðvikudaginn 30. nóvember á Landspítalanum
við Hringbraut.
Rannveig Gísladóttir
Guðmundur Ingason
Örn Erlendur Ingason
Haukur Ingason
Sólborg Erla Ingadóttir
Þórdís Ingadóttir