Fréttablaðið - 05.12.2011, Side 48

Fréttablaðið - 05.12.2011, Side 48
5. desember 2011 MÁNUDAGUR28 sport@frettabladid.is KAREN KNÚTSDÓTTIR skoraði fyrsta mark Íslands á HM í Brasilíu þegar hún kom Íslandi í 1-0 með marki á 3. mínútu í mögnuðum 22-21 sigri gegn Svartfjallalandi á laugardagskvöldið. Karen endurtók þar með leikinn frá því í fyrra, en hún skoraði einnig fyrsta mark íslenska liðsins á EM í Danmörku í fyrra. Það var fyrsta mark íslenska kvennalands- liðsins á stórmóti, en úrslitin urðu ólíkt skemmtilegri í Santos en í Árósum fyrir ári. Allt um Angólaleikinn inni á visir.is Íslenska kvennalandsliðið mætti Angóla í öðrum leik sínum á HM í Brasilíu sem hófst seint í gærkvöldi að íslenskum tíma. Fréttablaðið var farið í prentun þegar leiknum lauk en hægt er að finna ítarlega umfjöllun um leikinn inni á visir.is, bæði viðtöl við stelp- urnar sem og svipmyndir úr þætti Þorsteins Joð Vilhjálmssonar á Stöð2 Sport. Hér til hægri má sjá mynd úr fyrri hálfleiknum í leiknum í Santos í gær en þar fær Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi íslenska liðsins, harðar móttökur hjá varnarmanni Angóla. HANDBOLTI Það er löngu vitað að afreksfólk í íþróttum notar ótrú- legustu hluti og aðferðir til þess að róa taugarnar. Leikmenn íslenska kvennalandsliðið í hand- bolta eru þar engin undantekning. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fer fremst í flokki á þessu sviði hjá HM-liði Íslands. Línumaður- inn sterki er ekki með taugar í það að horfa á liðsfélaga sína taka vítaköst. Hún snýr alltaf baki í markið þegar íslenska liðið tekur víti, eins og sjá má á myndinni sem Pjetur Sigurðsson ljósmynd- ari Fréttablaðsins tók á leiknum gegn Svartfjallalandi í gær. „Þetta er bara einhver vitlaus hjátrú hjá mér sem ég byrjaði á í fyrstu úrslitakeppninni með Val,“ sagði Anna og hló þegar hún var spurð um þessa hluti á Mercure- hótelinu í Santos í gær. Anna Úrsúla er mun vanari því að taka vítaköstin sjálf, en hún er ekki fyrsti valkostur hjá íslenska lið- inu á þessu móti. Var stressuð yfir vítunum „Ég var bara stressuð yfir þessum vítaköstum á þessum tíma og fór að gera þetta. Fór bara aftur að punktalínu á varnarhelmingnum, krossaði fingur og vonaði það besta. Mér fannst þetta virka svo vel að ég hélt bara áfram að gera þetta,“ sagði Anna en hún hefur einnig reynt að „afsanna“ þessa hjátrú með mjög „óvísinda legum hætti“. „Ég var eitthvað farin að efast um þetta um daginn. Og hætti að gera þetta, sneri að markinu, og þá klúðraði hún sem tók vítið fyrir okkur. Þannig að það er engin spurning um að ég verð að halda þessu rugli áfram.“ Anna tekur það skýrt fram að hún sé ekki að lýsa yfir vantrausti á þá leikmenn sem taki vítin fyrir Ísland. „Ég treysti þeim 100%, Karen (Knúts dóttir) og Stella (Sigurðardóttir) hafa séð um þetta. Jenný markvörður (Guðný Jenný Ásmundsdóttir) lætur mig bara vita hvernig þetta fer hjá þeim í hvert sinn.“ Var verri í fótboltanum Landsliðs konan segir að hún hafi verið mun verri í þessari hjátrú þegar hún var að æfa og keppa í fótbolta. „Þá var ég alveg í ruglinu og með hrikalega marga hluti sem ég varð alltaf að gera eins fyrir hvern leik. Núna læt ég þetta eina skrýtna atriði nægja.“ Eins og gefur að skilja er Anna Úrsúla ekki sú eina í íslenska liðinu sem er með einhverja siði eða hjátrú sem þurfa að vera í lagi fyrir leik. Hún þarf aðeins að hugsa sig um þegar hún er beðin um að nefna eitthvað mjög undar- legt. Þórey þolir ekki úfna fléttu „Það toppar ekkert það sem Þórey (Rósa Stefánsdóttir) gerði fyrir leikinn gegn Svartfjalla- landi. Hún þurfti að gera fléttuna í hárið fjórum sinnum því hún má ekki vera úfin. Þannig er þetta hjá henni, úfin flétta er sama og lélegur leikur. Þetta er mjög mis- munandi eftir fólki. Sumir gera þetta til þess að róa sig og ef það virkar er um að gera halda því bara áfram. Ef mér líður vel með þetta held ég þessu áfram – ekki nema ég fari að taka vítinn, en ég á ekki von á því,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Bara einhver vitlaus hjátrú hjá mér Anna Úrsúla Guðmundsdóttir getur ekki horft á liðsfélagana taka vítaköstin á Heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna í Brasilíu. Línumaðurinn sterki snýr alltaf baki í vítaskyttuna og vonar það besta. HORFIR EKKI Anna Úrsúla Guðmundsdóttir vill ekki horfa þegar íslenska landsliðið fær víti á HM í Brasilíu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR UTAN VALLAR Sigurður Elvar Þórólfsson segir sína skoðun Íbúar hér í Santos eru ekki að kippa sér mikið upp við heimsmeistaramót kvenna í handbolta sem haldið er hér í borginni. Menn vilja frekar ræða um kónginn Neymar, sem er líklega vinsælasti fótboltamaður Brasilíumanna þessa stundina. Hinn nítján ára gamli framherji er enn ekki alveg jafnmikill kóngur og borgarhetjan Pelé, sem er enn aðalhetjan úr hinu sögufræga fótboltaliði Santos. Og í gær var ekki talað um neitt annað en frá- fall Socrates, fyrirliða heimsmeistaraliðs Brasilíu í fótbolta árið 1982. Hann var aðeins 57 ára gamall þegar hann lést í gær. Í raun vita afar fáir Brasilíumenn af þessu heimsmeistaramóti – það þarf bara ekkert að fara í felur með það. Tölvuviðgerðarmaðurinn Arthaz vissi til að mynda ekkert um HM kvenna sem fer fram í nokkur hundruð metra fjarlægð frá verslun og verkstæði hans. Arthaz vissi hinsvegar allt um „Laxafagnið“ hjá leikmönnum Stjörnunnar í Pepsideildinni. Arthaz er virkur á YouTube og hann hafði skoðað fögnin hjá Garðbæingum margoft og gat lýst þeim í þaula. Það var eina þekking hans á Íslandi. Fótbolti er lífið hérna en handboltinn er það ekki. Það virðist ætla að ganga hægt hjá Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, að ná tökum á að skipuleggja stórmót sem ekki fara fram í Norður- Evrópu. Mótið er farið af stað og gengur svo sem ágætlega á þessari stundu. Ástandið var eldfimt á öllum fjórum keppnisstöðunum rétt áður en mótið hófst, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Við Íslendingar getum hins vegar glaðst yfir því að geta notið þess að upplifa stemninguna, sem er þrátt fyrir allt ágæt á þessu heimsmeistaramóti. Það veit nánast hvert mannsbarn á Fróni að Ísland er á stóra sviðinu á HM í fyrsta sinn í sögunni. Sigur Íslendinga í opnunarleiknum gegn Svart- fjallandi kom gríðarlega á óvart. Norskir blaða- og fréttamenn trúðu vart eigin augum þegar þeir sáu lokatölurnar á stigatöflunni, 22-21. Þeir hafa hrifist af leik Íslands. Enda engin furða. Stelpurnar okkar eru búnar að senda skýr skilaboð til mótherja sinna í A-riðlinum. „Hér erum við mættar til þess að landa sigrum og ná árangri.“ Þekkti fögn Stjörnumanna en veit ekkert um HM Sigurður Elvar Þórólfsson og Pjetur Sigurðsson fjalla um HM í Brasilíu seth@frettabladid.is – pjetur@365.is HANDBOLTI Íslendingaliðin AG Kaupmannahöfn og Kiel unnu bæði leiki sína á útivelli í Meistara deildinni í gær og eru áfram í tveimur efstu sætunum í sínum riðli. AG vann 34-31 sigur á ung- verska liðinu Pick Szeged þar sem Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk, Ólafur Stefáns- son 4 mörk og Snorri Steinn Guð- jónsson 1. Kiel vann 34-31 sigur á franska liðinu Montpellier þar sem Aron Pálmarsson skoraði 5 mörk. AG er með eins stigs for- skot á Kiel. Þórir Ólafsson og félagar í Kielce unnu 32-29 sigur á læri- sveinum Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin. Alexander Peters- son skoraði 6 mörk fyrir Füchse en Þórir Ólafsson fjögur fyrir Kielce. Guðmundur Árni Ólafs- son og félagar í Bjerringbro- Silkeborg töpuðu 19-25 á heima- velli fyrir Veszprém og eru úr leik. - óój Meistaradeildin í handbolta: AG og Kiel unnu bæði ARON PÁLMARSSON Skoraði fimm mörk í Frakklandi. NORDICPHOTOS/GETTY HM kvenna í handbolta Ísland-Svartfjalland 22-21 (10-11) Mörk Íslands (skot): Karen Knútsdóttir 6/2 (11/2), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 5 (8), Stella Sigurðardóttir 3/2 (5/3), Dagný Skúladóttir 2 (4), Rut Jónsdóttir 2 (5), Arna Sif Pálsdóttir 1 (1), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1 (3), Þórey Rósa Stefánsdóttir 1 (3), Birna Berg Haraldsdóttir 1 (4), Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 16 (36/1, 44%), Sunneva Einarsdóttir (1/1, 0%), Hraðaupphlaup: 1 (Þórey Rósa) Fiskuð víti: 5 (Anna Úrsúla 2, Karen, Stella, Arna) Utan vallar: 4 mínútur (Hrafnhildur rautt) Iceland Express kvenna Haukar-Valur 79-83 (29-45, 77-77) Stig Hauka: Hope Elam 31 (13 frák.), Margrét Rósa Hálfdánardótir 17, Jence Ann Rhoads 17 (7 frák./13 stoðs.), Guðrún Ósk Ámundard. 5, Auður Ólafsd. 4, Íris Sverrisd. 3, Sara Pálmadóttir 2. Stig Vals: Melissa Leichlitner 26 (7 frák./8 stoðs.), Kristrún Sigurjónsdóttir 15, María Björnsdóttir 12, María Ben Erlingsdóttir 10, Guðbjörg Sverrisdóttir 10, Þórunn Bjarnadóttir 4, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 2, Hallveig Jónsdóttir 2, Berglind Karen Ingvarsdóttir 2. KR-Fjölnir 103-63 (51-30) Stig KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 24 (15 frák./10 stoð.), Margrét Kara Sturludóttir 23, Bryndís Guðmundsdóttir 18, Erica Prosser 13, Anna María Ævarsdóttir 9, Kristbjörg Pálsdóttir 5, Hafrún Hálfdánardóttir 5, Helga Einarsdóttir 4 (10 frák.), Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2. Stig Fjölnis: Brittney Jones 26, Birna Eiríksdóttir 16, Eva María Emilsdóttir 6, Erla Sif Kristinsdóttir 5, Bergdís Ragnarsdóttir 4, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 3. Hamar-Snæfell 68-71 (34-27) Stig Hamars: Samantha Murphy 41, Katherine Virginia Graham 14, Álfhildur Þorsteinsdóttir 8, Sóley Guðgeirsdóttir 3, Marín Laufey Davíðsd. 2. Stig Snæfells: Hildur Sigurdardottir 20, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 18, Kieraah Marlow 16 (11 frák.), Hildur Björg Kjartansdóttir 8 (11 frák.), Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 2. Njarðvík-Keflavík 94-53 (46-34) Stig Njarðvíkur: Shanae Baker 27 (7 frák./8 stoðs./5 stolnir), Lele Hardy 20 (21 frák./5 stoðs./5 stolnir), Petrúnella Skúladóttir 17, Erna Hákonardóttir 7, Salbjörg Sævarsdóttir 6, Ólöf Helga Pálsdóttir 6, Ásdís Vala Freysdóttir 3, Harpa Hallgrímsdóttir 3, Eyrún Líf Sigurðardóttir 2, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Ína María Einarsd.1. Stig Keflavíkur: Pálína Gunnlaugsdóttir 13, Sara Rún Hinriksdóttir 10, Helga Hallgrímsdóttir 10, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 7, Jaleesa Butler 5 (13 frák.), Hrund Jóhannsdóttir 4, Sandra Lind Þrastardóttir 2, Sigrún Albertsdóttir 2. Stig liðanna eftir 10 umferðir Keflavík 18, Njarðvík 16, KR 14, Haukar 12, Snæfell 12, Valur 8, Hamar 4, Fjölnir 4 ÚRSLIT Í GÆR HANDBOLTI Noregur og Svart- fjalla land rifu sig upp eftir töp í fyrstu umferð í okkar riðli á HM í Brasilíu og unnu sína leiki í gær. Svartfjallaland, sem tapaði 21-22 fyrir Íslandi, vann 25-24 sigur á Þýskalandi og Noregur, sem tap- aði fyrir Þýskalandi, fór illa með Kína. Svartfellingar voru 23-17 yfir þegar átta mínútur voru eftir en þær þýsku sóttu að þeim í lokin. Norsku stelpurnar komust í 11-1, 20-7 og 28-8 og unnu leikinn á endanum 43-16. - óój Norsku stelpurnar á HM: Fóru afar illa með Kína

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.