Fréttablaðið - 05.12.2011, Blaðsíða 56
DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VÍSIR
Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
Mest lesið
FRÉTTIR AF FÓLKI
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.
Stuðmenn sneru aftur
Stuðmenn sneru óvænt aftur
á pöbbnum Obladi í miðborg
Reykjavíkur á laugardagskvöld.
Tómas Tómasson er tónlistarstjóri
staðarins og hafði bókað Valgeir
Guðjónsson til að koma fram um
kvöldið. Hann kom svo Valgeiri og
gestum staðarins á óvart þegar
hann kynnti óauglýsta undirleiks-
sveit, sjálfa Stuðmenn. Valgeiri
krossbrá og gestir staðarins fögnuðu
þegar félagarnir Þórður, Egill, Jakob,
Ásgeir og Tómas birtust og fluttu
með honum hvern smellinn af
öðrum. Ragnhildur Gísladóttir var
þó fjarri góðu gamni enda stödd á
sviði Laugardalshallar á jólatónleik-
um Björgvins Halldórs-
sonar. Nú heyrist
að Stuðmenn ætli
að taka skrefið til
fulls og séu búnir
að bóka Hörpuna
á næsta ári þar sem
hljómsveitin ætlar
m.a. að flytja ný
lög.
1. Ólafur Þórðarson látinn
2. Skemmtistað lokað vegna
fjölda gesta
3. „Gaman að vinna lottóið í
þetta skiptið“
4. Systir Breiviks hafði miklar
áhyggjur af honum
5. Fjórir á slysadeild eftir árekstur
í Grafarvogi - útkall á ellihe..
F**king ánægðir ungliðar
Íslendingar eru misánægðir með
störf og árangur ríkisstjórnarinnar
– eins og gengur. Nú hefur verið
sett á laggirnar vefsíða á slóðinni
hvadhefurthessifokkingrikisstjorn-
gert.is, sem er heldur jákvæðari í
garð stjórnarinnar en hnjóðsyrðið
í slóðinni gefur til kynna. Þar
birtast af handahófi ýmis afrek og
þjóðþrifaverk sem aðstandendur
síðunnar eigna stjórninni. Hægt
er að styðja á hnapp og fá sífellt
nýjar áminningar um gæfuspor
sem stigin hafa verið undanfarin ár.
Hvergi á síðunni er hins vegar að
finna upplýsingar um
það hver það er sem
er svona ofboðs-
lega ánægður með
ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur. Það
er því rétt að svara
því hér: það eru
Ungir jafnaðarmenn,
ungliðahreyfing
Samfylkingarinnar.
- afb, sh