Fréttablaðið - 20.12.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.12.2011, Blaðsíða 6
20. desember 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 HEILBRIGÐISMÁL Blóðbankinn sendi frá sér ákall til blóðgjafa í gær þar sem mikil þörf er á blóði um þess- ar mundir. Mikilvægt er að byggja upp forða fyrir jól og áramót. „Það er mikil þörf fyrir blóð á spítölunum og það er eðlilegt að það fari um 200 til 300 eining- ar af blóði um hverja helgi. Þess vegna er mikilvægt að það sé nóg inni fyrir jólahelgina sem er að koma núna,“ segir Jón Þorsteinn Sigurðsson hjá Blóðgjafafélagi Íslands. Lokað er í Blóðbankan- um frá föstudegi og opnað er á ný á þriðjudag eftir viku. Sama fyrirkomulag er um áramótin, en opið er þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag milli jóla og nýárs. „Við hvetjum fólk til að gefa dýr- mæta lífgjöf í jólagjöf, áður en það fer inn í hátíðarnar.“ Vonast er til þess að sem flestir blóðgjafar láti sjá sig síðustu dagana fyrir jól, en opið er til klukkan sjö á fimmtu- dagskvöld. „Fólk sem hefur ekki komið áður getur komið, þá gefur það blóð- prufu og er komið á skrá og getur þá gefið næst þegar það kemur. Við fögnum öllum nýjum jólagjöf- um líka.“ Jón segir að forðinn sé venjulega í kringum 600 til 700 einingar af blóði. Þörf sé á að bæta á forðann nú því lítið þurfi að gerast til þess að forðinn klárist. Aðeins þyrfti eitt slys þar sem nokkrir slasist og þurfi blóðgjöf til þess að svo fari. - þeb Episilk andlits-serum gefur húðinni tækifæri til að draga aftur í sig raka, gefur fyllingu og dregur úr hrukkum. Gefðu því gaum sem þú setur á húðina! Episilk andlits-serum er náttúruleg hyaluronicsýra sem endurnýjar og byggir upp húðina. • Óerfðabreytt • Ekki unnið úr dýrum • 6 tegundir Laugavegi, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla Akureyri, Selfossi og Reykjanesbæ Við hvetjum fólk til að gefa dýrmæta lífgjöf í jólagjöf, áður en það fer inn í hátíðarnar. JÓN ÞORSTEINN SIGURÐSSON HJÁ BLÓÐGJAFAFÉLAGI ÍSLANDS STJÓRNSÝSLA Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orku- veitu Reykjavíkur, segir stjórn OR haldið utan við samninga um sölu Perlunnar. Greint var frá því í gær að Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, og fulltrúar ónefnds félags hefðu 24. nóvember síðastliðinn skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á Perlunni. Fyrir- svarsmaður tilboðsgjafans, sem eru aðilar á sviði ferðaþjónustu og húsbygginga, er Garðar Vil- hjálmsson lögmaður. Hann hefur meðal annars rekið Bílaleiguna Geysi. Garðar og félagar áttu hæsta tilboðið af sex sem bárust í október. Það er upp á 1.688,8 millj- ónir króna. Þeir hafa nú frest til 31. mars til að gera arðsemismat og kanna breytta nýtingar- möguleika á Perlulóðinni. Gert er ráð fyrir bað- stað við Perluna og hótelrekstri. Kjartan Magnússon segir stjórn OR ekki hafa fengið í hendur upplýsingar um einstök tilboð í Perluna áður en skrifað var undir viljayfirlýs- inguna. „Umrædd viljayfirlýsing var undirrituð af forstjóra Orkuveitunnar 24. nóvember síðast- liðinn en hefur ekki enn verið borin upp í stjórn fyrirtækisins til kynningar eða samþykktar. Hún var send stjórnarmönnum í tölvupósti laust fyrir klukkan 16 í dag [í gær] eftir að undirrit- aður hafði óskað sérstaklega eftir henni,“ segir í yfirlýsingu Kjartans frá í gær. Kjartan kveður fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa lagt til á stjórnarfundi OR á föstudaginn að stjórnarmenn fengju strax upp- lýsingar um öll tilboðin sem bárust og útfærslur einstakra tilboðsgjafa. Samþykkt hafi verið að upplýsa yrði stjórn fyrirtækisins um öll tilboð áður en afstaða til þeirra yrði tekin. „Þau vinnu- brögð eru því með algerum ólíkindum að næsta virkan dag eftir stjórnarfundinn, það er á mánu- dagsmorgni, lesi stjórnarmenn Orkuveitunnar það í fréttum að skrifað hafi verið undir vilja- yfirlýsingu um sölu Perlunnar,“ segir Kjartan. Haraldur Flosi Tryggvason, formaður stjórnar OR, segir það vissulega hafa verið óheppilegt að stjórnin hafi ekki fengið vitneskju um viljayfir- lýsinguna áður en greint var frá henni opinber- lega. „Það stendur ekki til að halda neinu leyndu. Viljayfirlýsingin felur ekkert annað í sér en að hæstbjóðandi fær tíma til að klára tilboðið sitt. Málið fer aldrei neitt lengra áfram án atbeina stjórnarinnar,“ segir Haraldur. gar@frettabladid.is Stjórn OR haldið utan við stöðuna í sölu á Perlunni Aðili sem bauð 1.689 milljónir króna í Perluna fær frest út mars til að gera arðsemismat. Stjórn OR var ekki upplýst áður en málið var gert opinbert. Óheppilegt játar stjórnarformaðurinn. Engin leynd sé yfir málinu. NÝIR TÍMAR Í PERLUNNI Hæstbjóðandi hefur nú ríflega þrjá mánuði til að ná fram hugmyndum sínum um breytta nýtingu á Perlunni og lóð hennar. Meðal annars er gert ráð fyrir baðstað við húsið. Hönnunin er enn í þróun. MYND/THG-ARKITEKTAR DANMÖRK Marcel Lychau Hansen, betur þekktur sem Amager-mað- urinn, var í gær dæmdur sekur um tvö morð og sex nauðganir á rúmlega tuttugu ára millibili. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku þar sem hann er virkasti raðafbrotamaður í sögu landsins. Hansen verður ákvörð- uð refsing á fimmtudag. Lögreglu hafði ekki orðið ágengt í fjölda afbrota sem fram- in höfðu verið í Amager-bæjar- hlutanum í Kaupmannahöfn um langt skeið. Hreyfing komst hins vegar á málið þegar Hansen var handtekinn í fyrra vegna nauðgunar. L í fs ý n i o g önnur sönnun- argögn bendl- uðu hann við fyrrnefnda glæpi, en hann neitaði staðfast- lega sök. Mat dómarans var hins vegar að sannað þætti að hann hafi framið alla þá glæpi sem hann var ákærður fyrir, að undan- skildu einu nauðgunarmálanna sjö sem hann var sakaður um. Fyrsta málið sem Hansen var sakfelldur fyrir var morð á 73ja ára konu árið 1987, þegar hann sjálfur var 22ja ára. Síðasta málið var svo í fyrra, eins og áður sagði. Við dómsuppkvaðninguna, hristi hinn ákærði höfuðið, líkt og í forundran, segir á vef Jót- landspóstsins, en í þéttsetnum salnum sat einnig fjölskylda Hansens auk nokkurra fórnar- lamba hans. - þj Dómsuppkvaðning í einu stærsta glæpamáli síðustu ára í Danmörku: Amager-maðurinn dæmdur sekur MARCEL LYCHAU HANSEN BREYTT YFIRBRAGÐ Frumtillaga að nýju yfirbragði Perlunnar. MYND/THG-ARKITEKTAR SAMGÖNGUR Framkvæmdaráð Akraness hyggst senda kvörtun til Vegagerðarinnar vegna „slæ- legrar vetrarþjónustu“ á veg- inum frá Hvalfjarðargöngum að Akranesi. Kom fram á síðasta fundi ráðsins að fjöldi kvartana hefði borist vegna hálku og lélegs moksturs. „Ráðið telur að almennt ástand vegarins sé óásættanlegt og umferðaröryggi sé ógnað og því afar brýnt að þegar verði farið í viðhaldsaðgerðir,“ segir í bókun framkvæmdaráðsins. - gar Gagnrýni frá Skagamönnum: Kvarta undan litlum mokstri HVALFJARÐARGÖNG Skagamenn segja vetrarþjónustu frá göngunum slælega. Nauðsynlegt er að bæta í forðann hjá Blóðbankanum fyrir hátíðarnar: Kalla eftir blóðgjöfum fyrir jól BLÓÐ Blóðbankinn hvetur alla gjafa sem eru aflögufærir til að gefa blóð fyrir jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUMÁL Fimm ökumenn sem lögreglan stöðvaði í sérstöku umferðareftirliti á höfuðborgar- svæðinu um helgina reyndust ölv- aðir. Alls voru 1.800 manns stöðv- aðir í átakinu. Einn var undir áhrifum fíkniefna. Ökumennirnir sex verða sviptir ökuleyfi. Ellefu ökumönnum til viðbótar var gert að hætta akstri vegna þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru undir leyfilegum mörk- um. Þá voru margir ökumenn án ökuskírteinis og ljósabúnaði var ábótavant hjá mörgum. - jss Umferðareftirlit lögreglu: Tók fimm fulla undir stýri FJARSKIPTI Um áramót taka til starfa Orkufjarskipti hf. Félagið er stofnað á grunni Fjarska, fyrirtækis Landsvirkjunar, en auk þess eru lagðar inn fjar- skiptaeignir Landsnets, sem á í því helmingshlut á móti Lands- virkjun. „Á fundi stjórnar Landsnets í júní 2011 var viðskiptaáætlun hins nýja fyrirtækis kynnt sem og mat þeirra eigna Landsvirkj- unar og Landsnets sem ganga inn í hið nýja fyrirtæki,“ segir á vef Landsnets. - óká Fjarskiptafyrirtæki verður til: Orkufjarskipti hefja starfsemi KJÖRKASSINN Er vírusvörn og eldveggur í tölvunni þinni? Já 84,6% Nei 15,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Kaupir þú íslenskar bækur í jólagjafir? Segðu þína skoðun á Vísir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.