Fréttablaðið - 20.12.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.12.2011, Blaðsíða 28
28 20. desember 2011 ÞRIÐJUDAGUR Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð, að hámarki um 4.500 tölvuslög með bilum. Aðeins er tekið við yfirlesnum og villulausum texta. Greinahöfundar eru beðnir að hafa í huga að því styttri sem greinin er, þeim mun líklegra er að hún fái skjóta birtingu. Eingöngu er tekið við raunverulegum umræðugreinum, en ekki greinum sem eru fyrst og fremst kynning á til dæmis fyrirtæki eða félagasamtökum, ráðstefnu eða átaki. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid. is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða á Vísi eða í báðum miðlum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Sendið okkur línu Víða um lönd er tilvísanaskyldu beitt til að efla heilsugæsl- una, tryggja sem mesta samfellu í þjónustu við sjúklinga og stuðla að skilvirkri verkaskiptingu í heil- brigðiskerfinu. Í stuttu máli sagt felur tilvísanaskyldan í sér að hið opinbera eða sjúkratryggingar af ýmsum toga greiða að jafnaði ekki fyrir meðferð sjúklings hjá sérgreinalækni eða á sjúkrahúsi nema honum hafi verið vísað þang- að af heimilislækni. Heilsugæsl- an er því við venjulegar kringum- stæður fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. Útfærsla til- vísanaskyldu er samt sem áður breytileg frá einu landi til annars. Forsaga Tilvísanaskylda til sérgreina- lækna gilti hér á landi frá því á fjórða áratug síðustu aldar fram til ársins 1984. Frá þeim tíma og fram á síðustu ár hafa verið uppi deilur um hvort taka eigi aftur upp tilvísanaskyldu. Flestir heimilis- læknar hafa verið fylgjandi tilvís- anaskyldunni. Sérgreinalæknar hafa aftur á móti talið að ekki ætti að hefta aðgang fólks að þjónustu þeirra. Stjórnmálaflokkarnir voru sömuleiðis klofnir í afstöðu sinni til tilvísanaskyldunnar, en hin síðari ár er ekki annað að sjá en að vaxandi pólitísk samstaða sé um að fólk skuli snúa sér fyrst til heilsugæslunnar þegar það þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Sérgreinalækningar dafna Starfsemi sjálfstætt starfandi sérgreinalækna er einn af grunn- þáttum heilbrigðiskerfisins hér á landi. Þessi þáttur heilbrigðis- þjónustunnar hefur vaxið mikið á síðustu áratugum. Hefur þar ráðið miklu að rýmkaðar hafa verið heimildir sérgreinalækna til að sinna flóknum og dýrum læknis- verkum á eigin stofum. Þetta hefur m.a. komið til vegna framfara á sviði tækni og meðferðar, auk þess sem oft á tíðum eru langir biðlistar á sjúkrahúsum. Enn fremur hefur frjálst aðgengi að sérgreinalæknum gert það að verkum að að stór hluti sjúklinga leitar beint til þeirra án viðkomu hjá heimilislækni. Þegar litið er til síðustu áratuga vekur athygli að sérgreinalæknar hafa haft nánast óhefta möguleika á að starfrækja eigin sérfræðiþjón- ustu. Í nýlegu yfirliti um þróun fjárveitinga til sérgreinalækna á árunum 2006-2012 kemur jafn- framt fram að fjárframlög vegna sérfræðiþjónustu hafa hækkað úr 3.672 m.kr. árið 2006 í væntanlega 6.036 m.kr. árið 2012, miðað við verðlag hvers árs. Á meðan skorið er niður í sjúkrahúsrekstri aukast framlög til sérgreinalækna. Þessi þróun gæti bent til þess að tekju- möguleikar sérgreinalækna séu rýmri en heilsugæslulækna, svo dæmi sé tekið. Heilsugæsla í vanda Á sama tíma og sérgreinalækning- ar hafa blómstrað og dafnað utan sjúkrahúsa hafa heimilislæknar barið lóminn. Kvartað er undan læknaskorti, vinnuálagi, löngum biðtíma og ófullnægjandi starfs- skilyrðum. Vormenn íslenskra heimilislækninga sem luku lækna- prófi á áttunda áratugi síðustu aldar séu farnir að eldast og innan áratugar verði þeir allir komnir á eftirlaun og þá verði ekki nægjan- lega margir ungir heimilislæknar til þess að taka við af þeim. Til þess að koma til móts við heimilislækna hafa stjórnvöld tekið undir sjónarmið um fjölg- un lækna í sérnámi í heimilis- lækningum og að gert verði átak í að innleiða rafræna sjúkraskrá á landsvísu. Flutningur verkefna heilsugæslunnar til sveitarfélag- anna er einnig talinn geta orðið henni til framdráttar. Erfitt efna- hagsástand hefur þó gert það að verkum að lítið hefur orðið úr framkvæmdum. Nauðsyn umbóta Rannsóknir sýna að meiri sam- fella í meðhöndlun fólks innan heilbrigðiskerfisins leiðir til lægri kostnaðar, skilvirkari verkaskipt- ingar og betri þjónustu. Sterk rök styðja því þá skoðun að taka skuli upp tilvísanskyldu eða einhvers konar þjónustustýringu. En áður en ráðist er í þess háttar breyting- ar á heilbrigðiskerfinu þurfa að vera til staðar tilteknar forsend- ur. Það þarf að mennta og þjálfa heilbrigðisstarfsmenn til ákveð- inna verka og tryggja viðunandi mönnun á öllum stigum heilbrigð- isþjónustunnar. Einnig er nauð- synlegt að líta til umbóta í dag- legum rekstri, svo sem með því að taka upp afkastatengingu launa á dagtíma í heilsugæslunni, a.m.k. að vissu marki. Samanburður við önnur lönd sýnir að fjöldi heil- brigðisstarfsmanna á Íslandi er, hvað sem öðru líður, sambærilegur við það sem gerist í nágrannalönd- unum. Með breytingum á vinnu- skipulagi, kjörum, launakerfum og hagnýtingu upplýsingatækni má örugglega gera starfsemina mun skilvirkari en hún er í dag. Slíkar umbætur gætu sömuleiðis leitt til þess að heilsugæslan sinnti í framtíðinni stórum hluta þeirra verkefna sem nú eru unnin af sér- greinalæknum. Valkostir Að því er snýr að upptöku tilvís- anaskyldu eða þjónustustýringu virðast aðallega þrír valkostir koma greina: Í fyrsta lagi tilvísanaskylda með fáum undantekningum eða undantekningalaus, þar sem heimilislæknir greinir og skipu- leggur meðferð sjúklings eða vísar honum áfram á viðeigandi stað í heilbrigðiskerfinu. Í öðru lagi sveigjanlegt tilvís- anakerfi sem næði til mismunandi fjölda sérgreina frá einum tíma til annars. Og í þriðja lagi mætti hugsa sér að taka upp „valfrjálst stýrikerfi“ að danskri fyrirmynd. Í því fælist að fólk hefði val um að gangast undir tilvísunarskyldu með fáum undantekningum eða gæti farið beint til sérgreinalækna gegn því að greiða nær allan kostnað sjálft. Uppbygging á nýju skipulagi, hvaða leið sem valin verður, er ekki einfalt mál og þarfnast ítar- legrar útfærslu, sem hefði m.a. að markmiði að tryggja betra jafn- vægi milli heilsugæslu, sérgreina- lækninga og sjúkrahúsþjónustu. Sparað hér og skorið þar Lengi hef ég undrast afstöðu yfirvalda og almennings til fíkniefna. Yfirvöld ákveða hvaða fíkniefni eru lögleg, eins og reyk- tóbak og alkóhól auk annarra fíkniefna sem eru svo ný á mark- aðnum að þau hafa enn ekki verið skilgreind sem slík. Samkvæmt skilgreiningu – ekki endilega raunverulegri ástæðu – eru aðrar tegundir fíkniefna ólöglegar. Ólögleg fíkniefni eru mjög dýr og eru því gríðarleg gróðr- arstía fyrir seljendur. Og af því að fjármunir skipta geysimiklu máli í sambandi við fíkniefni þrífst hér mikið glæpasamfélag í kring um þau. Verslun með fíkniefni er uppspretta mikilla mannlegra harmleikja og harð- svíraðra glæpa, eins og síend- urteknar líkamsárásir og nýleg dráp og drápstilraunir sanna, að ógleymdum öllum innbrotunum sem eru afleiðing verslunar með fíkniefni. Má vera að farið sé að líta á innbrot sem sjálfsagðan hlut í okkar samfélagi – til þess eru tryggingarnar, eða hvað? Ég kann þessu ástandi illa. Hvað er hægt að gera? Felst lausnin í byggingu stærri fang- elsa? Mér finnst nær að líta á þennan vanda með fyrirbyggj- andi ráðstafanir í huga. Svo tekið sé mið af læknisfræði þá læknar maður ekki húðkrabba- mein með því einu að að setja umbúðir á blettinn, það þarf að forðast orsakarvaldinn. Á sama hátt gildir væntanlega í hag- fræðinni: Ef engin er gróðavon- in (orsök) verður ekkert af við- skiptum (afleiðing). Án orsakar – engin afleiðing. Hví má ekki beita sömu fræð- um í sambandi við viðskipti með fíkniefni? Hvað ef fíkniefnin væru seld í apótekum á kostn- aðarverði? Er þá ekki fótunum kippt undan ólöglegri sölustarf- semi, gróðavon og glæpastarf- semi? Fíkniefni munu áfram verða til staðar og sótt verður í þau hvað sem hver segir. Með því að afgreiða fíkniefni í apótek- um væri þó hægt að halda utan um vandann, halda skrá yfir þá einstaklinga sem hafa ánetj- ast þessum óæskilegu efnum og veita þeim aðstoð til að vinna bug á fíkninni. Þeir sem vilja lifa í heimi óraunveruleikans munu halda áfram að gera það. En það verða engir dílerar í skúmaskot- um og á skólalóðum til að vana- binda börn og aðra þegar hagn- aðarvonin er horfin. Þegar hætt verður að skil- greina fíkniefni sem ólögleg, og heilbrigðisyfirvöld hafa á viss- an hátt stjórn á neyslu þeirra, mun samfélagið spara ógrynni fjármagns sem í dag fer í toll- eftirlit, löggæslu, réttarkerfi og fangelsismál að ógleymdum þeim harmi sem fylgir innbrotum og glæpum. Miðað við þá staðreynd að nálægt 40% fanga á Litla- Hrauni tengjast sölu fíkniefna mætti meira að segja spara heilt fangelsi á Hólmsheiði. En eins og segir í myndinni American Gangster: „Margir hafa miklar tekjur af þessu ástandi.“ Ætlum við að láta þá staðreynd vega þyngra? Auðvitað er markmiðið með þessu ekki að gera landið að ódýrri fíkniefnanýlendu fyrir útlendinga, en þetta gæti orðið fyrsta skrefið í alþjóðlegum aðgerðum til að brjóta niður þann tvískinnung sem gildir víðast hvar um fíkniefni, sölu þeirra og vonlausa baráttu gegn henni. Viðurkenna þarf vandann sem er til staðar og sýna fram á ókosti þess að ánetjast fíkninni en leggja í stað þess áherslu á heilbrigðari lífsstíl. Staðreynd er jú að stöðugt fækkar tóbaks- reykingafólki á Íslandi, andfíkni- efnalegur áróður ber árangur. Nú ætla ég rétt að vona að eng- inn skilji orð mín þannig að ég sé hlynntur neyslu fíkniefna. En fíkniefni eru staðreynd, og það er borgaraleg skylda mín – og ykkar – að reyna að vinna bug á þessu ófremdarástandi sem hér ríkir á mjög mörgum sviðum þjóðfélags- ins, þar sem gróði af sölu ólög- legra fíkniefna, en ekki neysla þeirra, er meginástæðan fyrir ýmsum hörmungum og hrikaleg- um glæpum í okkar samfélagi. Ég sé ekki betur en hægt væri að koma í veg fyrir þennan blett á okkar annars þokkalega þjóð- lífi með því að taka á orsökinni en ekki afleiðingunum. Skrifað á dánardægri Ólafs Þórðarsonar. Fíkniefni og fangelsi Heilbrigðismál Ingimar Einarsson ráðgjafi um stefnumótun í heilbrigðismálum Á sama tíma og sérgreinalækningar hafa blómstrað og dafnað utan sjúkrahúsa hafa heimilislæknar barið lóminn. Fíkniefni Jón Baldur Þorbjörnsson áhugamaður um fíkniefni Ég sé ekki betur en hægt væri að koma í veg fyrir þennan blett á okkar annars þokkalega þjóðlífi með því að taka á orsökinni en ekki afleiðingunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.