Fréttablaðið - 20.12.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 20.12.2011, Blaðsíða 44
20. desember 2011 ÞRIÐJUDAGUR40 BAKÞANKAR Magnús Þorlákur Lúðvíksson Bandaríska tímaritið Time velur í desember ár hvert þann einstak- ling sem þykir hafa markað dýpst spor í veraldarsöguna á árinu. Stundum hefur tímaritinu tekist vel upp við þetta val en þó alls ekki alltaf en útnefningin er ekki ætluð sem upphefð enda hafa miður geðslegir einstaklingar á borð við Adolf Hitler og Kómeini erkiklerk orðið fyrir valinu. Tímaritinu hefur hins vegar sjaldan tekist jafn vel upp og í ár þegar „Mótmælandinn“ varð fyrir valinu. Í ARABAHEIMINUM búa tæplega 300 milljónir manna í 22 ríkjum. Ef frá er skilið Líbanon, og mögulega Márit- anía og Palestína, er ekkert ríkjanna eiginlegt lýðræðis- ríki. Þar sem kosningar fara á annað borð fram eru kosninga- svik tíð, iðulega komið í veg fyrir framboð stjórnarand- stöðuflokka og verulegar hömlur settar við mál- frelsi og önnur póli- tísk réttindi. Í flest- um ríkjanna hafa sömu einstaklingarn- ir eða fjölskyldurnar setið á valdastóli í ára- tugi. Í lok síðasta árs virtust þessir valdhafar standa jafn traustum fótum og alltaf en á undraskjótum tíma hófu stoðir heims- hlutans að hrikta. NÚ ÁRI síðar hefur þremur einræðisherr- um verið steypt af stóli og einn samþykkt að láta af embætti. Ríkisstjórnir í tveimur öðrum ríkjum hafa verið hraktar frá völd- um og þrjár aðrar eru á leið frá. Þá hefur markverðum umbótum verið lofað í fjölda annarra ríkja. Þetta gerðist því kúgaður almenningur reis upp og hóf að mótmæla réttindaleysi, einræði, mannréttindabrot- um, spillingu og vanhæfni leiðtoga sinna. Nýtt tímabil lýðræðis og mannréttinda virt- ist vera að renna upp í þessum heimshluta. LEIÐIN til lýðræðis er þó þyrnum stráð. Þannig hafa áhyggjur magnast af því síð- ustu mánuði að íslamistar nái völdum í hinum „nýfrjálsu“ ríkjum og neiti að sleppa þeim. Enn er þó of snemmt að hrapa að ályktunum. Það eitt er ljóst að þeir atburð- ir sem hafa átt sér stað í arabaheiminum á árinu 2011 munu hafa gríðarleg áhrif á líf hundraða milljóna um ókomin ár. Þeir kunna að marka upphaf tímabils lýðræðis og virðingar fyrir mannréttindum í heims- hlutanum, þeir kunna að vera upphafið að langvarandi átökum og óstöðugleika. Án þess að vilja gera lítið úr þeim efnahagslegu hremmingum sem Vesturlönd hafa glímt við á árinu 2011 þá er meira í húfi í Arabíu og Vorið svokallaða stærsta frétt ársins. Stærsta frétt ársins1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. ílát, 6. fyrirtæki, 8. saur, 9. keyra, 11. tveir eins, 12. mælieining, 14. vasabrotsbók, 16. karlkyn, 17. læsing, 18. í viðbót, 20. ónefndur, 21. fyrstur. LÓÐRÉTT 1. umstang, 3. strit, 4. tala, 5. svelg, 7. skái, 10. fugl, 13. einkar, 15. hófdýr, 16. kóf, 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. vasi, 6. ms, 8. tað, 9. aka, 11. uu, 12. karat, 14. kilja, 16. kk, 17. lás, 18. auk, 20. nn, 21. frum. LÓÐRÉTT: 1. ómak, 3. at, 4. sautján, 5. iðu, 7. skakkur, 10. ari, 13. all, 15. asni, 16. kaf, 19. ku. Þetta er frábær bók... ég er búinn að lesa hana næstum því 500 sinnum! Hv ern ig læk na á þrá hyg gju - rös kun Lítur vel út. Blöð á gólfið? Eins gott að þú mundir eftir að setja dagblöð á gólfið. Þetta er rétt hjá Dísu. Það er augljóst að við Palli pössum ekki saman. Bara góð vinkona myndi segja manni þetta. Án hennar myndi ég enn þá trúa því að ég væri hamingjusöm. Hef ég sagt þér nýlega hvað þú ert frábær? Vó, ég lét þig hafa tvö þúsund kall! Kannski. Og ég fékk 750 krónur til baka? 1.250 kall fyrir stóran bjór? Á þessum bar er Uni- ted-skattur. Ert‘a djóka? Neibb! Vertu feginn að vera ekki Chelsea- maður, þá er það 1.500 kall fyrir bjórinn og restin í þjórfé! Já, það vantaði bara... TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI! FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.