Fréttablaðið - 20.12.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.12.2011, Blaðsíða 30
30 20. desember 2011 ÞRIÐJUDAGUR 3. PRENTUN KOMIN Þegar flugslys verða er orsak-anna oftar en ekki að leita í röð atvika eða keðjuverkun atvika (chain of events) þar sem koma hefði mátt í veg fyrir slys- ið ef keðjan hefði verið rofin í tæka tíð. Með þetta að leiðarljósi hefur öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) beitt sér fyrir því að flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli verði opnuð að nýju í öryggisskyni og sendi fyrir nokkrum árum frá sér áskorun til þáverandi sam- göngu- og utanríkisráðherra ásamt tilkynningu til fjölmiðla og hélt að lokum opinn fund í samstarfi við stjórn FÍA um málefni Keflavíkurflugvallar og þá sérstaklega um braut 07/25. Á fundinn mættu m.a. þáverandi samgönguráðherra Sturla Böðv- arsson, ráðuneytisstjóri sam- gönguráðuneytisins og ýmsir forsvarsmenn í flugmálum. Áskorun öryggisnefndarinn- ar var svohljóðandi: „Öryggis- nefnd Félags íslenskra atvinnu- flugmanna (ÖFÍA) vill beina þeim tilmælum til samgöngu- og utanríkisráðherra að flugbraut 07-25 á Keflavíkurflugvelli verði opnuð hið fyrsta. Nú þegar styttist í að flug- braut 06-24 á Reykjavíkurflug- velli verði lokað er brýnt út frá flugöryggissjónarmiðum að flugbraut 07-25 á Keflavíkur- flugvelli sé opin. Keflavíkurflugvöllur er aðal-, vara- og öryggisflugvöllur fyrir innan- og utanlandsflug lands- manna og er því brýnt að áfram sé opin flugbraut á suðvestur- horni landsins sem nota má við flugtök og lendingar í slæmum suðvestan og norðaustan veðrum og þannig fækka þeim tilvikum þar sem flugáhafnir þurfa að kljást við lendingar út við ystu mörk getu flugvéla til lendinga í hliðarvindi og vindhviðum. Þá er Keflavíkurflugvöllur vara- og öryggisflugvöllur fyrir alla flugumferð yfir Norður-Atl- antshafið. Hafa farþegaþotur ítrekað þurft að lenda á Kefla- víkurflugvelli vegna bilana í hreyflum og annarra tæknibil- ana og einnig vegna veikinda farþega og hryðjuverkahótana. Slík neyðartilvik gera ekki boð á undan sér og koma upp við hvaða veðurskilyrði sem er. Flugáhöfn sem á í neyð vegna elds, hreyf- ilbilunar eða annarrar þeirrar bilunar sem skert getur stjórn- hæfni flugvélarinnar á nóg með að lenda slíkri vél þar sem vind- ur er beint á braut svo ekki bæt- ist við erfiður hliðarvindur. Því eru það tilmæli öryggis- nefndar FÍA að flugbraut 07-25 á Keflavíkurflugvelli verði opnuð í fullri lengd hið fyrsta með ljósabúnaði og í það minnsta VOR/DME aðflugi að hvorum flugbrautarenda.“ Samgönguráðherra brást hratt við þessari áskorun og ákvað að brautin skyldi opnuð árið 2008 með 250 milljóna fjárframlagi í samgönguáætlun 2007-2010 að fenginni umsögn þáverandi flugmálastjóra, Þorgeirs Páls- sonar, þar sem fram kom m.a. þetta: „Opnun flugbrautar 07-25 á Keflavíkurflugvelli snýst bæði um flugöryggi sem og hag- kvæmni í flugrekstri. Ljóst er, að miklu máli skiptir vegna flug- öryggis, að ekki þurfi að lenda við ýtrustu hliðarvindsaðstæð- ur. Þetta á við í almennu flugi og enn frekar, ef um er að ræða neyðartilvik, þar sem erfitt eða útilokað kann að vera að fljúga til næsta varaflugvallar. Opnun flugbrautarinnar mundi auka nýtingarstuðul flugvallarins og draga úr þörfinni fyrir að lenda í miklum hliðarvindi, þá er ljóst að hagkvæmni og áreiðan- leiki í flugrekstri mundu einnig aukast, sem skiptir miklu máli fyrir samkeppnishæfni Kefla- víkurflugvallar.“ Að endingu sagði flugmálastjóri í umsögn sinni, „Að framangreindum ástæðum tekur Flugmálastjórn að fullu undir þau sjónarmið, sem fram koma í bréfi öryggis- nefndar FÍA um að brýnt sé að flugbraut 07-25 á Keflavíkur- flugvelli sé opnuð á ný.“ Síðan verða ríkisstjórnar- skipti og nýr samgönguráðherra, Kristján Möller, virðist hafa aðra sýn á flugöryggismálum á Keflavíkurflugvelli en öryggis- nefnd FÍA og Flugmálastjórn, þar sem skyndilega er ákvörð- un um opnun flugbrautarinnar kippt út úr samgönguáætlun og fjármununum væntanlega ráð- stafað í eitthvað annað, hugs- anlega í Akureyrarflugvöll í heimahéraði ráðherrans þar sem skyndilega hófust miklar fram- kvæmdir við flugvöllinn í ráð- herratíð hans. Í drögum að nýrri fjögurra ára samgönguáætlun, 2011-2014, er hvergi vikið að opnun flug- brautar 07/25, þrátt fyrir að öryggisnefnd FÍA hafi endurnýj- að áskorun sína til innanríkis- ráðherra og samgönguráðs þann 21.okt. sl., en fyrir Keflavíkur- flugvöll í liðnum stofnkostnaður og viðhald er gert ráð fyrir 0 kr. næstu fjögur árin. Í samgönguáætluninni er þó gert er ráð fyrir að Keflavíkur- flugvöllur verði sjálfbær árið 2012 þannig að þjónustugjöld standi undir rekstri flugvallarins og framkvæmdum á honum en ríkinu þó heimilt að styrkja þjón- ustu á honum í almannaþágu. Því liggur það væntanlega á herðum rekstraraðila flugvall- arins, Isavia, að tryggja opnun flugbrautar 07/25 og auka þann- ig flugöryggi á flugvellinum. Miklum fjármunum hefur verið varið í aðstöðu til verslunar og þjónustu ásamt flugvernd í flug- stöðinni á Keflavíkurflugvelli, en fyrir löngu er tímabært að tryggja frekara öryggi úti á flug- brautunum enda þekkt að flest flugslys verða við flugtök og lendingar. Oft hafa menn sloppið með skrekkinn við tilraun til hliðar- vindslendinga í slæmum suðvest- anveðrum við mörk getu vélanna og jafnvel á hálum flugbrautum stundum þannig að farþegar hafa þurft áfallahjálp á eftir, en ekki er víst að lukkan verði alltaf með í för. Keflavíkurflugvöllur er þekkt- ur fyrir erfiðar veðuraðstæður hjá flugvélaframleiðendum sem senda nýjar flugvélategundir hingað til tilrauna við erfiðustu aðstæður sem völ er á til hliðar- vindslendinga og sífellt fleiri flugfélög eru að hefja áætlunar- flug til vallarins þar sem kannski er ekki sama reynsla til staðar til flugs við jafn krefjandi veðurað- stæður og geta orðið á Keflavík- urflugvelli. Verði flugslys á Keflavíkur- flugvelli, sem hefði mátt koma í veg fyrir með opinni flugbraut 07/25, þá verða aðgerðir eða frek- ar aðgerðarleysi þeirra sem með ábyrgðina fara dregnar fram í dagsljósið og spurt af hverju ekki var gripið inní keðjuverk- un atvika í tíma og keðjan rofin, fyrsti hlekkurinn sem rjúfa þarf er að opna braut 07/25. Flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli Hinn sanni jólaandi og jógaiðkun Jólin nálgast óðum. Mér finnst ég stundum vera í kapphlaupi við tímann fyrir jólin. En þar sem ég er svo rík að búa yfir daglegri hugleiðsluiðkun, þá staldra ég við á hverjum morgni og anda að mér jólailminum innra með mér. Og þrátt fyrir að dagurinn sé stund- um tóm hlaup og mikið að gera þá er oftast einhver hluti af mér sem man eftir innra rými sem er mun stærra en stærsta Bónusverslun eða umferðaráin sem lötrast eftir Miklubrautinni. Það er þrátt fyrir allt mjög nærandi. Ég bý líka við þau forréttindi mitt í jólaamstrinu að búa með litlum anga sem gefur mér inn- sýn inn í töfraveröld jólanna með opnum huga og gleði yfir litlum hlutum. Eins og púslinu sem hann fær á hverjum morgni í jóladaga- talinu sem við keyptum í Ikea. Og hann minnir mig á þennan hluta í mér sem kunni að njóta þess sem við lærum síðar að líta á sem sjálfsagðan hlut. Og sem kunni að gleðjast yfir litlu. Jólin eru hátíð barnanna og barnsins sem býr innra með okkur öllum. Og við fullorðna fólkið sem eigum það til að gleyma töfrunum sem búa í núinu getum eftir sem áður rifjað það upp í gegnum augu barnanna okkar – ef við gefum okkur tíma til þess. Á jólunum höldum við hátíð ljóssins og fögnum því að sólin tekur að rísa hærra og hærra með hverjum degi úr hyldýpi myrkurs- ins. Ljósið fæðist enn á ný og sigr- ar myrkrið. Eftir það tekur dag- inn að lengja hröðum og öruggum skrefum. Um leið og fæðing Jesú er tákn fyrir þessa fæðingu ljóssins á nýju ári þá táknar hún líka fæð- ingu okkar eigin vitundar. Fæð- ingu ljóssins sem við geymum innra með okkur. Stundum nefnt Kristsvitund. Jógaiðkun hefur þann tilgang æðstan að vekja þessa meðvitund og kveikja þann- ig á ljósinu innra með okkur. Jóga þýðir sameining – samruni huga, líkama og sálar. Í gegnum jóga- iðkun og hugleiðslu lærum við að upplifa óendanleikann innra með okkur sjálfum. Ef við leyfum hug- anum reglulega að upplifa óend- anlegan sjóndeildarhring þá er auðveldara að sjá stóru myndina í öllum samskiptum og lífið verð- ur einfaldara. Við búum flest við mikinn hraða og álag. Við slíkar aðstæð- ur er nauðsynlegt að kunna að hlaða batteríin og rækta með sér leiðir til að styrkja allar hliðar þess að vera manneskja. Það er ekki nóg að stunda líkamsrækt og byggja upp vöðvamassa ef við erum síðan í ójafnvægi og eigum erfitt með að höndla daglegt líf. Kundalini jóga er ævagam- alt form af jóga sem hefur notið sívaxandi vinsælda um allan heim. Þetta jógaform er aðeins nýkynnt hér á landi en hefur nú þegar öðlast stóran aðdáenda- hóp. Kundalini jóga byggir á mjög markvissri tækni sem hjálpar okkur að standa sterk í gegnum álag og komast í snertingu við kyrrðina innra með okkur á fljót- virkan hátt. Með því að iðka Kundalini jóga fáum við tæki til þess að koma jafnvægi á innkirtlastarf- semina, styrkja taugarnar, auka lungnaþol og hreinsa blóðið. Við lærum að öðlast jákvæða, sjálfs- eflandi hugsun og byggja með okkur innri styrk svo við getum náð árangri í lífinu hvort sem er í samskiptum eða verkefnum hversdagsins. Ef við nýtum okkur þau verk- færi sem jóga getur fært okkur þá eigum við auðveldara með að tengja við það sem skiptir máli og njóta þess að vera með fjölskyld- unni okkar hvort sem er um jól eða páska – eða á venjulegum mánudegi. Þegar við skoðum jólin í þessu ljósi, þá verður það kannski skýr- ara fyrir okkur hvernig jólahátíð- in getur dregið fram það besta í okkur. Kristur gaf okkur fyrir- mynd til að lifa eftir – ekki til að við tilbæðum hann, heldur til að sýna okkur hvað við getum verið ef við gerum okkar besta. Ef við kunnum leiðir til að tengja við þennan hluta okkur sjálf getum við glatt okkar nán- ustu og lýst upp okkar eigin með- vitund. Við getum kannski byrjað á að leggja aðeins minni áherslu á að gefa efnislegar gjafir og meiri áherslu á að vekja okkar innri mann. Við getum um jólin hugs- að um að gefa gjafir eins og gagn- kvæman skilning, fyrirgefningu og umburðarlyndi. Í stað þess að hlaupa milli búða gætum við þjappað saman orkunni okkar og leitað djúpt innra með okkur eftir innri friði og ljósi Kristsvitundar okkar. Það sem endurspeglast í þessum gjöfum er fullkomin gjöf til fjölskyldu, vina og samfélags- ins. Þá komumst við kannski í snertingu við hina sönnu jólagleði. Jólin Guðrún Darshan kundalini jógakennari og hómópati Ljósið fæðist enn á ný og sigrar myrkrið. Eftir það tekur daginn að lengja hröðum og öruggum skrefum. Flugöryggi Jakob Ólafsson flugstjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands Þá er Keflavíkurflugvöllur vara- og öryggisflugvöllur fyrir alla flugumferð yfir Norður-Atlantshafið. Hafa farþega- þotur ítrekað þurft að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna bilana í hreyflum og annarra tæknibilana og einnig vegna veikinda farþega og hryðjuverkahótana. Slík neyðartilvik gera ekki boð á undan sér og koma upp við hvaða veðurskilyrði sem er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.