Fréttablaðið - 20.12.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.12.2011, Blaðsíða 22
20. desember 2011 ÞRIÐJUDAGUR22 Umsjón: nánar á visir.is LAUSAR STÖÐUR Í GRUNNSKÓLUM VORÖNN 2012 Hraunvallaskóli (590 2800 lars@hraunvallaskoli.is) Skólaliði (frá kl. 8:00-14:00) Hvaleyrarskóli (565 0200 helgi@hvaleyrarskoli.is) Sérkennsla vegna forfalla (80%) Skólaliði (40%) Öldutúnsskóli (s. 555 1546 erla@oldutunsskoli.is) Íþróttakennsla (80%) Allar upplýsingar veita skólastjórnendur viðkomandi skóla. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um störfin. Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2011. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði Stjarnan ehf., sem er með einka- leyfi á Íslandi fyrir veitinga- húsakeðjunni Subway, hagnaðist um 124,3 milljónir króna í fyrra. Það er rúmum fimmtán milljón- um króna meiri hagnaður en árið 2009 þegar félagið hagnaðist um 109 milljónir króna. Stjarnan er í 100% eigu félags Skúla Gunn- ars Sigfússonar athafnamanns. Stjarnan opnaði nýverið tuttugasta Subway-staðinn á Íslandi. Alls nema eignir Stjörnunnar 436 milljónum króna og jukust þær um 152 milljónir króna á milli ára. Hækkunin er nánast einvörð- ungu vegna þess að krafa á tengd félög jókst um 146 milljónir króna frá árinu 2009. Tengdir aðilar eru Leiti eignarhaldsfélag, sem er að fullu í eigu Skúla Gunnars. Það félag hefur ekki skilað ársreikn- ingi fyrir síðasta ár. Stjarnan skuldaði 128,4 milljónir króna um síðustu áramót. Þar af voru 44,9 milljónir króna skuldir við lána- stofnanir. Á meðal annarra eigna Skúla er 26,32% hlutur í Nautafélaginu ehf., sem á og rekur Hamborgara- fabrikkuna. Aðrir eigendur þess félags eru Jóhannes Ásbjörnsson og Sigmar Vilhjálmsson, sem eiga 36,84% hlut hvor. Nautafélagið hagnaðist um tæpar 35 milljón- ir króna á árinu 2010. Á grund- velli þeirrar afkomu ákvað stjórn félagsins að greiða 30 milljónir króna út í arð til hluthafa á árinu 2011. - þsj Stærsta skyndibitakeðja landsins malar gull: Subway hagnaðist um 124 milljónir EIGANDI Skúli Gunnar Sigfússon stofnaði fyrsta Subway-staðinn á Íslandi 1994. Staðirnir eru nú orðnir 20 talsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Afstaða skattayfirvalda varðandi vexti á lánum vegna skuldsettra yfirtaka á fyrirtækjum er sú að þeir séu ekki frádráttarbærir frá tekjum fyrir- tækja, þar sem ekki séu uppfyllt grundvallarskil- yrði fyrir frádráttarbærni. Þetta segir í frétta- tilkynningu frá embætti Ríkisskattstjóra frá desember 2009. Eins og kom fram í frétt blaðsins í gær herma heimildir að fyrri eigendur Húsasmiðjunnar hafi fengið endurálagningu skatta af þessum sökum. Mun upphæðin hafa numið um hálfum milljarði króna. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri sagðist ekki geta tjáð sig um málið í samtali við Fréttablað- ið. Í ljósi þess sem tekið er fram í fyrrnefndri frétta- tilkynningu má hins vegar áætla að fleiri félög sem beitt hafa skuldsettri yfirtöku hafi fengið eða muni fá tilkynningu um endurálagningu. Þar sem þess konar gjörningar voru algengir fyrir bankahrun gæti verið um verulegar fjárhæðir að ræða. Lög um tekjuskatt heimila endurákvörðun skatta vegna tekna og eigna síðustu sex ára sem næst eru á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram. Sam- kvæmt því geta skattayfirvöld krafist endurálagn- ingar vegna áranna 2005 til 2010, sé tilkynning send út áður en þetta ár er liðið. - þj Endurálagning skatta vegna skuldsettra yfirtaka á fyrirtækjum: Fleiri gætu fengið bakreikning Mariano Rajoy, sem tók nýlega við embætti forsætisráðherra Spán- ar, boðaði í gær yfirgripsmiklar aðgerðir til að endurreisa efnahag landsins og orðspor þess á alþjóða- vettvangi. Aðgerðirnar felast bæði í niður- skurði í útgjöldum og kerfisum- bótum. Rajoy sagði í ræðu sinni á þingi í gær að útlitið hefði aldrei verið eins dökkt. Stefnan er því sett á jafnvægi í ríkisfjármálum, umbætur í fjármálakerfinu með niðurfellingu skulda og endur- skipulagningu á vinnumarkaði til að gera efnahagskerfið sveigjan- legra og samkeppnishæfara. Þó verði ekki skorið niður í líf- eyriskerfinu, sem verði áfram vísi- tölutengt. Rajoy sagði að verkefnið yrði erfitt og ekki líklegt til vinsælda, en aðgerða væri þörf. - þj Forsætisráðherra Spánar boðar umbætur: Nauðsynleg aðgerð FLEIRI BAKREIKNINGAR Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengu fyrri eigendur Húsasmiðjunnar bakreikning frá skatt- inum vegna skuldsettrar yfirtöku á fyrirtækinu. Samkvæmt yfirlýstri afstöðu skattayfirvalda má ráða að líklegt sé að fleiri fyrirtæki eigi von á slíkum reikningi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Danska byggingavörukeðjan Bygma Gruppen A/S keypti í gær rekstur og eignir Húsasmiðjunn- ar af Framtakssjóði Íslands (FSÍ) á 3,3 milljarða króna. Félagið mun yfirtaka 2,5 milljarða króna af skuldum Húsasmiðjunnar og greiðir auk þess 800 milljónir króna til FSÍ í reiðufé. Bygma tekur við rekstri Húsasmiðjunn- ar í byrjun árs 2012. Samhliða voru leigusamning- ar Húsasmiðjunnar lækkaðir en leigukostnaður fyrirtækis- ins vegna ársins 2011 hafði verið áætlaður 1.020 milljónir króna, sem er um 7,9% af veltu Húsa- smiðjunnar. Fréttablaðið greindi frá því í gær að samkomulag hefði náðst um kaupin í lok síðustu viku. Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir það mjög góð tíðindi fyrir fyrir- tækið að söluferlinu sé loks lokið. „Bygma er þriðji eigandi Húsa- smiðjunnar á tveimur árum. Það er mjög gott að loksins sé kominn langtímaeigandi og því hægt að fara að vinna áætlanir um fram- tíðaruppbyggingu. Það er líka mjög gott að eigandinn sem kom- inn er að Húsasmiðjunni sé í sams konar starfsemi. Það auðveldar alla skipulags- vinnu að fá aðgang að mjög stóru fyrirtæki á byggingavörumark- aði.“ Samhliða kaupunum voru gerð- ir nýir leigusamningar við leigu- sala Húsasmiðjunnar sem fela í sér lækkun á leigukjörum. Að sögn Sigurðar var það ein af for- sendunum sem settar voru í kaup- ferlinu. Hann segir að eitt af því fyrsta sem verði kannað nú eftir að kaupin eru frágengin séu sam- legðaráhrif milli Húsasmiðjunn- ar og Bygma. „Við munum athuga hvort við getum átt samstarf á innkaupahliðinni, hvaða birgja Bygma er með og hvernig við getum nýtt sameiginlegan styrk.“ Sigurður var ráðinn forstjóri Húsasmiðjunnar í byrjun árs 2010. Hann mun gegna því starfi áfram eftir að nýir eigendur taka við. „Mitt verkefni var upphaflega að fara í gegnum reksturinn, endur- skipuleggja hann, fara í stefnu- mótun og koma Húsasmiðjunni í söluhæft ástand. Sú vinna gekk vel og áhugi Bygma á að kaupa fyrirtækið er viðurkenning á því. Ég mun halda áfram að starfa að þessu verkefni og nú munum við einbeita okkur að því að sækja fram á markaðinum með Bygma sem traustan eiganda og bak- hjarl.“ thordur@frettabladid.is Borguðu 3,3 milljarða fyrir Húsasmiðjuna Bygma hefur gengið frá kaupum á Húsasmiðjunni. Ein af forsendunum fyrir kaupunum var að endursamið yrði um leigukjör fyrirtækisins. Sigurður Arnar Sigurðsson verður forstjóri áfram. Samlegðaráhrif fyrirtækjanna verða könnuð. BYGMA Byggingavörukeðjan er með starfsemi í Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum og nú á Íslandi. MYND/KRISTINN ÁSGEIRSSON Sigurður segir nýja eigendur hafa lýst yfir mikilli ánægju með vörumerkið Húsasmiðjuna og búið sé að taka ákvörðun um að halda því nafni á starfsem- inni. Bygma Gruppen A/S veltir um 100 milljörðum króna árlega og er með starfsemi í Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum og nú á Íslandi. Í fréttatilkynningu vegna kaupanna er haft eftir Peter H. Christiansen, forstjóra Bygma, að „kaupin á Húsasmiðjunni eru einnig mikilvægur liður í því að vinna eftir þeirri stefnu Bygma-samstæðunnar að starfa á öllum Norðurlöndunum“. Mun áfram heita Húsasmiðjan SIGURÐUR ARNAR SIGURÐSSON PRÓSENT er hækkunin á verði hlutabréfa í Högum á fyrstu tveimur viðskiptadögunum með bréfin. Bréfin hækkuðu um 4,1% í gær. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.