Fréttablaðið - 20.12.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.12.2011, Blaðsíða 16
20. desember 2011 ÞRIÐJUDAGUR16 TÍBET Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að hleypa eftir- litsfólki frá Evrópusambandinu til Tíbet til að kynna sér aðstæð- ur þar. Tilefni þessa er að á dögun- um hvatti Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, sem heyra undir Kína, Cathrine Ashton, utanríkis- málastjóra ESB, til þess að senda fólk á vettvang. EUobserver hefur eftir Dalai Lama að ESB gæti veitt Kína mikið aðhald með slíkum ferð- um. „Ef Kína hafnar hins vegar slíkum sendinefndum getur ESB vakið athygli á mál inu á alþjóðavett- vangi, meðal annars fyrir mannréttinda- ráði Sameinuðu þjóðanna.“ Kínverjum sé umhugað um orðspor sitt og geti því ekki komist hjá frelsis- og lýðræðis- umbótum. Kínverski landsstjórinn í Tíbet, Zhu Weiqun, sem var í Brussel í vikunni, sagði hins vegar að Kína væri fullvalda ríki sem hefði fulla stjórn á innan- ríkismálum sínum. „Ég held ekki að íhlutun erlendra aðila yrði uppbyggileg,“ sagði hann við EUobserver. „Það gæti þvert á móti leitt til aukins óróa og jafnvel stríðs.“ Zhu bætti því við að hann skildi ekki hví ESB væri að skipta sér af innanríkismálum í Kína. Sam- skipti milli ESB og Kína séu sér- staklega mikilvæg nú, í ljósi skuldavanda ESB-ríkja. - þj EFTIRLITSFERÐ Hermenn friðarsveita Sameinuðu þjóðanna höfðu í gær eftirlit með svæði í Suður-Líbanon nærri landamærum Ísraels. Þar sagðist líbanska lögreglan hafa fundið flug- skeyti í ólífulundi. NORDICPHOTOS/AFP TRÚMÁL Sóknarpresti og sóknar- nefnd Selfosskirkju ber ekki saman um hvernig bregðast skuli við athugasemdum Karls Sigurbjörns- sonar biskups við hluta nýrra starfsreglna Sel- fosskirkju. Regl- urnar voru sam- þykktar í lok nóvember og er ætlað að sporna gegn kynferðis- brotum. Frá því var fyrst greint í Dagskránni á Selfossi að bisk- up hefði eftir samþykkt nýju reglnanna sent bréf til presta Selfosskirkju, formanns sókn- arnefndar, vígslubiskups í Skálholti og pró- fastsins í Suður- kjördæmi. Bréfið er tölvupóstur þar sem hann svarar formanni sóknar- nefndar á Selfossi og fagnar frumkvæði Selfosskirkju í að bregðast við kynferðisbrota- málum. Um leið gerir biskup athugasemd við þann hluta reglnanna sem kveður á um að fólk sem orðið hafi uppvíst að kynferðisbrotum skuli ekki ráðið til starfa hjá Selfosskirkju. Reglurnar ná bæði til þeirra sem brotið hafa landslög og þeirra sem brotlegir hafa orðið við starfs- og siðareglur kirkjunnar er varða kynferðisbrot. Þjóðkirkjan sjálf gengur ekki lengra en svo en að krefja menn um hreint sakavottorð. „Áhorfsmál er hvort sóknar- nefnd hafi stöðu til að heimila eða synja ákveðnum prestum afnot af kirkju,“ segir biskup í bréfi sínu og áréttar að ekki geti verið hlutverk sóknarprests, annarra presta eða sóknarnefndar „að ganga eftir því hvort sá prestur sem aðstandend- ur treysta fyrir athöfninni sé með hreinan skjöld“. Bendir hann á að biskup hafi yfirumsjón með kirkjuaga. „Sóknar nefnd, sóknarprestur eða aðrir prestar geta ekki gengið lengra en biskup í þessum efnum.“ Sóknarnefnd Selfosskirkju fjallaði um bréf biskups á fundi sínum síðastliðið fimmtu- dagskvöld. Heimildir blaðs- ins herma að nefndin skilji athugasemd biskups ekki þannig að hann telji afdrátt- arlaust að nýju vinnureglurn- ar séu á skjön við reglur þjóð- kirkjunnar. Geta ekki gengið lengra en nemur agavaldi biskupsins Biskup Íslands gerir athugasemdir við nýjar vinnureglur Selfosskirkju. Reglurnar eiga að sporna gegn kynferðisbrotum. „Menn hljóta að breyta þessum reglum,“ segir sóknarprestur Selfosskirkju. KARL SIGURBJÖRNSSON KRISTINN ÁGÚST FRIÐFINNSSON Sóknarnefnd Selfosskirkju, í samráði við presta kirkjunnar, athugar áður en fólk er ráðið til starfa við kirkjuna, jafnt í launuð sem og ólaunuð störf, hvort viðkomandi hafi gerst sekur um kynferðisbrot. Snýr það jafnt að brotum er varða landslög og brotum á þeim starfs- og siðareglum sem í gildi eru hjá þjóðkirkjunni og varða kynferðisbrot. Þau sem orðið hafa uppvís að brotum á fyrrnefndum reglum og/eða lögum skulu ekki ráðin til starfa hjá Selfoss- kirkju og að jafnaði heldur ekki annast athafnir innan veggja hennar, og aldrei nema að fengnu samþykki sóknarnefndar og presta kirkjunnar. 2. grein nýrra vinnureglna Séra Gunnar Björnsson, fyrrverandi sóknarprestur á Selfossi, var í desember 2008 sýknaður fyrir héraðsdómi af ákæru um kynferðisbrot og í Hæstarétti í mars 2009. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar taldi hann hins vegar hafa sýnt af sér siðferðisbrot í starfi þegar hann strauk ólögráða sóknarbörnum sínum á Selfossi, faðmaði þau og kyssti og talaði blíðlega til þeirra. Þá var bæði æskulýðssamband og fagráð þjóðkirkjunnar mótfallið því að hann sneri aftur til starfa á Selfossi. Séra Gunnar var fluttur til í embætti og ráðinn til Biskupsstofu í sérverkefni, en heldur rétti til prestsstarfa. Nýjar vinnureglur Selfosskirkju gætu meinað Gunnari að vinna embættisverk þar. Hann hefur fengið inni í kirkjunni með athafnir eftir að hann lét þar af störfum, en ekki eftir að nýju reglurnar tóku þar gildi. Nýjar reglur gætu náð til séra Gunnars „Biskup Íslands sendi formanni sóknarnefndar í tölvupósti nokkr- ar línur þar sem hann lýsir ánægju með að sóknarnefnd og prest- ar marki sér stefnu í kynferðis- brotamálum. Sóknarnefnd þakk- ar biskupi góð orð og ábendingar,“ segir í bókun nefndarinnar. Krist- inn Ágúst Friðfinnsson, sóknar- prestur á Selfossi, áréttar að nýju reglurnar hafi verið settar án hans aðkomu, þótt aðrir prestar sóknar- innar hafi átt þar hlut að máli. Hann hafi hins vegar bent formanni sókn- arnefndar á að vissara væri að bera þær undir biskup. „Agavald í kirkj- unni er í höndum biskups og ekki neinna annarra,“ segir Kristinn og telur einsýnt að breyta þurfi regl- unum. olikr@frettabladid.is MOSKVA, AP Rússneska geimfarið Fóbos-Grunt, sem hefur verið fast á lágri jarðbraut síðan í nóvember eftir tæknileg mistök, mun senni- lega hrapa til jarðar um miðjan næsta mánuð. Farið átti að fara til Fóbosar, annars af tunglum Mars, lenda þar og snúa til baka með jarðvegssýni. Vegna bilana í geimskoti náði farið ekki út fyrir gufuhvolfið og endurteknar tilraunir vísinda- manna hjá rússnesku geimvísinda- stofnuninni, til að koma því af stað aftur, voru árangurslausar. Talsmaður stofnunarinnar lýsti stöðu mála í liðinni viku og sagði að jarðarbúum yrði engin hætta búin þrátt fyrir að farið innihaldi geislavirk efni. Þau muni brenna upp þegar það hrapar. Þessi uppákoma er mikið áfall fyrir Rússa. Fyrir utan kostnað- inn, sem er metinn á þriðja tug milljarða, verða þeir fyrir álits- hnekki þar sem þetta var fyrsta tilraun Rússa til að senda rann- sóknarfar út í geim frá árinu 1996, en far sem átti að lenda á Mars og senda heim upplýsingar brann upp í geimskotinu sökum vélarbilunar. Þessi ógæfa veltir upp alvarleg- um efasemdum um stöðu geimiðn- aðarins í Rússlandi, en embættis- menn segja úreltum tækjabúnaði og takmarkaðri nýliðun í faginu um að kenna. Vísindamönnum leikur for- vitni á að vita hvers eðlis Fóbos er. Hvort um sé að ræða smástirni sem hafi fest á braut um Mars, en aðrir vilja meina að Fóbos sé hluti af Mars sem hafi losnað frá eftir árekstur við annan hnött. - þj Útséð með að geimfarið Fóbos-Grunt muni komast leiðar sinnar: Mun hrapa til jarðar í janúar BROSTNAR VONIR Rússneska geimvísindastofnunin hefur gefið upp von um að koma Fóbos-Grunt af stað á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Tæplega þrítug kona hefur verið dæmd í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi og til sviptingar ökuréttar ævilangt. Lögreglan stöðvaði akstur konunnar þrívegis, þar sem hún reyndist óhæf til að stjórna bif- reiðinni sökum fíkniefnaneyslu. Þá hafði konan látið greipar sópa í verslunum í Kringlunni og tveim- ur verslunum á Laugavegi, þar sem hún stal einkum fatnaði, en einnig úrum og veski fyrir tugi þúsunda. Konan játaði sök fyrir dómi. - jss Tæplega þrítug dæmd: Stal fyrir tugi þúsunda króna SVÍÞJÓÐ Mona Sahlin, fyrrver- andi leiðtogi sænska jafnaðar- mannaflokksins og fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, setti krítarkort embættisins, sem hún notaði fyrir 16 árum til þess að kaupa Toblerone, í sölu á upp- boðsvef á dögunum. Með því vildi Sahlin styðja við alþjóðlega söfnun handa stúlkum sem ekki fá að ganga í skóla. Eftir að Sahlin lét af embætti 1995 klippti hún kortið í tvennt og gaf tveimur vinum sínum hlutina. Hún fékk þá innramm- aða þegar hún varð fertug. Boð upp á jafngildi nokkurra hundraða íslenskra króna bárust í kortið. - ibs Sahlin gefur í söfnun: Tobleronekortið selt á uppboði DANMÖRK Úkraínsk kona í Kaup- mannahöfn var flutt á sjúkrahús á sunnudag þar sem óttast var að hún hefði drukkið te með sýru í. Konan var í heimsókn hjá dóttur sinni og þar var einnig staddur eiginmaður dótturinnar sem hún er að skilja við. Maðurinn hitaði te handa kon- unum og í kjölfarið fékk tengda- móðirin illt í magann og hálsinn og kastaði upp. Mælingar á afganginum á teinu, sem gerðar voru á sjúkra- húsinu, gáfu til kynna að örlítil sýra hafi verið í því. Tengdasonurinn var handtek- inn en síðar sleppt. Beðið er niðurstöðu úr frekari efnagreiningu á teinu. - ibs Harmleikur í Kaupmannahöfn: Tengdamóðirin drakk eitrað te Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, hvetur Evrópusambandið til að taka afstöðu: ESB rannsaki aðstæður í Tíbet DALAI LAMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.