Fréttablaðið - 20.12.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 20.12.2011, Blaðsíða 48
20. desember 2011 ÞRIÐJUDAGUR44 44 menning@frettabladid.is Steypa, heimildarmynd um íslenska samtímalist eftir Ragnheiði Gestsdóttur og Markús Þór Andrésson, er komin út á mynddiski. Myndin var tekin á árunum 2003 til 2006 en var frumsýnd 2007. Í henni er fylgst með sjö ungum myndlistarmönnum þar sem þeir vinna að ólíkum verkefnum víða um heim og ræða meðal annars efnisnotk- un, innihald, áhrifavalda og bakgrunn. Myndin er með enskum og þýskum texta og á diskinum er einnig að finna áður óbirt aukaefni sem og frumsamda tónlist eftir Ólaf Björn Ólafs- son. Framleiðslu- og útgáfu- fyrirtækin Lófi og Útúrdúr standa að útgáfunni, en Útúr- dúr hyggst gefa út nokkra kvikmyndatitla á næstunni. Steypa á DVD ÚR STEYPU Ásmundur Ásmundsson er í hópi sjö listamanna sem fjallað er um í heimildarmyndinni Steypu. Tónlist ★★★★ K03CD28. Verk eftir Kjartan Ólafsson. Kjartan ÓLafsson Erkitónlist Stílhreint, rök- rétt, glæsilegt Kjartan Ólafsson er prófessor í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Eftir hann liggur fjöldi tónsmíða, sum elektrónísk, önnur ekki. Nú er kominn út þrefaldur geisladiskur með verkum hans sem spanna hátt í þrjátíu ár. Á einum diskinum eru kammerverk, á öðrum raftónsmíðar, á þeim þriðja leikhústónlist. Það er auðheyrt að Kjartan er flínkur. Kammerverkin hans eru mörg afbragðsgóð, fallega saman- sett og spennandi. Og rafverkin eru oft mögnuð. Ég man að ég heillaðist af Hljómkeldu, sem ég heyrði á tónleikum um miðjan níunda áratuginn, og aftur fyrst nú. Hún hefur elst vel. Verk Kjartans eru kannski ekki alltaf aðgengileg, og sjálfsagt finnst mörgum þau framúrstefnu- leg. Auðvitað spilar smekkur þar líka inn í. En það er ekki hægt að neita því að tónlistin er glæsileg, framvindan er fókuseruð og oft óvænt, en rökrétt – svona eftir á að hyggja. Þetta er stílhrein músík, og skrifuð af fagmennsku. Leikhústónlist Kjartans er sérkapítuli út af fyrir sig. Ég verð að viðurkenna að ég fer lítið í leik- hús, og margar þessara tónsmíða er ég að heyra í fyrsta sinn. Þær eru lagrænar og grípandi, og virka sjálfsagt fullkomlega í því umhverfi sem þær eru hugsaðar. Tónlistin við Pétur Pan er t.d. óborganleg! Í það heila er þetta metn- aðarfullur þverskurður á verkum Kjartans. Jónas Sen Niðurstaða: Glæsileg tónlist sem lætur vel í eyrum, þrátt fyrir fram- andi yfirbragð. Hin árlega kertaljósatónleikaröð Kammerhópsins Camerarctica hófst í gær. Hópurinn hefur leikið ljúfa tón- list eftir Mozart við kertaljós í kirkjum landsins í átján ár. Í ár verða leiknar tvær af perl- um Mozarts, óbókvartettinn og flautukvartett í D-dúr. Einn- ig verður leikinn kvintett eftir J.C.Bach fyrir flautu, óbó og strengi. Að venju rekur Camerarc- tica smiðshöggið á tónleikana með því að leika jólasálminn „Í dag er glatt í döprum hjörtum“ úr Töfra- flautunni eftir Mozart. Fyrstu kertaljósatónleikarnir voru í Hafnarfjarðarkirkju í gær- kvöldi; þeir næstu verða í Kópa- vogskirkju í kvöld, þeir þriðju í Garðakirkju á miðvikudagskvöld en fjórðu og síðustu tónleikarnir verða í Dómkirkjunni í Reykjavík á fimmtudagskvöld. Tónleikarnir eru klukkustundar- langir og hefjast þeir allir klukk- an 21. Almennur aðgangseyrir er 2.500 krónur en 1.500 krónur fyrir nemendur og eldri borgara. Frítt er inn fyrir börn. Miðasala er við innganginn. Camerarcticu skipa að þessu sinni þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Hall- dórsdóttir fiðluleikari, Guðrún Þórarinsdóttir víóluleikari og Sig- urður Halldórsson sellóleikari en gestur á tónleikunum er Daði Kol- beinsson óbóleikari. Kertaljósatónleikarnir hafnir CAMMERARCTICA Heldur kertaljósatónleika í Kópavogskirkju í kvöld, Garðakirkju á miðvikudagskvöld og í Dómkirkjunni í Reykjavík á fimmtudag. Lúðraþytsbandið Orphic Oxtra heldur stórtónleika á Faktorý við Smiðjustíg á miðvikudags- kvöld, í tilefni af útgáfu nýj- ustu breiðskífu sinnar, Kebab Diskó, sem kom út hjá Record Records í október. Orphic Oxtra leikur „óhrein- ræktaða skringi-balkan-tón- list“ og mun byrja að þeyta lúðra í hliðarsal Faktorý á slaginu 23. Sveitin lofar mann- mergð á sviðinu, mjög náinni dansstund, svita og jafnvel tárum. Aðgangur er ókeypis. Kebab Diskó á Faktorý ORPHIC OXTRA. Sölvi Björn Sigurðsson hefur fengið mikið lof fyrir nýjustu skáldsögu sína, Gestakomur í Sauðlauks- dal. Þá kom skáldsaga hans, Síðustu dagar móður minnar, út í Danmörku á dögunum og er væntanleg á Bandaríkjamarkað innan skamms. Sölvi Björn Sigurðsson hefur dvalið í gömlum málheimum undanfarin misseri; eftir að hafa þýtt Ofviðri Shakespeares fyrir Borgarleikhús- ið í fyrra lá leiðin inn í 18. öldina, þar sem hann skrifaði skáldsög- una Gestakomur í Sauðlauksdal, sem fjallar um Björn Halldórsson, frumkvöðul í jarðyrkju og einn helsta talsmanns Upplýsingastefn- unnar hér á landi. Sölvi segir þó engan beinan þráð hafa verið milli þessara verka. „Björn tók við svo að segja í beinu framhaldi af Óveðrinu en ég held að það hafi í sjálfu sér ekki verið hvatinn að baki því, heldur frekar áhugi minn á að takast á við ólíkar gerðir texta,“ segir Sölvi Björn. Hann kveðst ekki hafa þekkt til verka Björns svo heitið geti. „Ég hafði alltaf vitað af þessum karakter en kynnti mér hann ekk- ert að ráði fyrr en ég fór að grúska í átjándu öldinni og sökkti mér í þessi rit hans. Ég hafði mikið yndi af þeim lestri og kjölfarið fór þessi saga að myndast í kollinum á mér.“ Gestakomur í Sauðlauksdal er skrifuð í orðastað Björns, sem kemur blindur í heimahagana á gamals aldri og skrifar bréf til mágs síns heitins, Eggerts Ólafs- sonar, og greinir honum frá mat- arboði sem hann ætlar að efna til. Þótt bókin byggi á sögulegum fyrir- myndum er atburðarásin skáldskap- ur. Sölvi segir að sér þyki sögulegur skáldskapur ríkari ef hann kallast að einhverju leyti á við þann sam- tíma sem hann er skrifaður í. Sú er raunin í Gestakomum í Sauðlauks- dal. „Það blés ekki byrlega fyrir Íslendingum á þessum tíma,“ segir hann. „Þessi bók fjallar um það hvernig tekist er á við erfið- ar aðstæður og menn leita leiða til að feta inn í framtíðina. Það má segja að Björn og Eggert hafi verið að leita að Nýja Íslandi síns tíma, hvernig mætti koma Íslendingum út úr moldarkofunum, og þeir höfðu ansi stórar og miklar hugmyndir um það.“ Síðasta skáldsaga Sölva Björns var Síðustu dagar móður minn- ar, sem kom út 2009. Hún kom út í Danmörku í byrjun nóvember og er væntanleg á Bandaríkjamarkað innan skamms á vegum forlagsins Open Letter. Það sætir tíðindum þegar íslensk verk koma út í ensku- mælandi löndum, þar sem hlutfalls- lega mun færri þýðingar koma út í Bandaríkjunum og Bretlandi en öðrum meginlandsþjóðum á borð við Þýskaland og Frakkland. „Ég var líklega bara hepp- inn,“ segir Sölvi. „Ég sendi sýnis- horn á tvö forlög og fékk tilboð frá báðum.“ Open Letter er lítið en virt for- lag á vegum Rochester-háskóla í Bandaríkjunum; eitt fárra forlaga þar í landi sem helgar sig útgáfu þýddra samtímabókmennta og gefur út um tíu titla á ári. Sölvi býst við að Síðustu dagar móður minnar komi út í nokkur þúsund eintökum í Bandaríkjunum. Open Letter hefur áður gefið út verk eftir Braga Ólafs- son, sem Sölvi segir hafa ekki legið á liði sínu. „Hann var mér innan handar í samskiptum við forlag- ið og reyndist mér vel í öllu þessu ferli.“ bergsteinn@frettabladid.is Nýja Ísland í Sauðlauksdal Dansk julegudstjeneste holdes i domkirken lørdag den 24. december kl. 15.00 ved pastor Þórhallur Heimisson. Danmarks ambassade FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI! SÖLVI BJÖRN SIGURÐSSON Sendi á dög- unum frá sér skáldsöguna Gestakomur í Sauðlauksdal meðan skáldsagan Síðustu dagar móður minnar gerir það víðreist í Danmörku og Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR JÓLADJASS Í GERÐUBERGI Valdimar Guðmundsson söngvari, Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari og Kristján Tryggvi Martinsson píanóleikari halda Jóldjasstónleika í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi klukkan 20 í kvöld. Valdimar er söngvari samnefndrar hljómsveitar og var tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna á dögunum í flokknum besti söngvarinn. Kristján nemur píanóleik í Amsterdam og Leifur kontra- bassaleik í Kaupmannahöfn. Aðgangseyrir er 1.500 krónur en á kaffihúsinu verður boðið upp á súkkulaði og kaffi ásamt rjómapönnukökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.