Fréttablaðið - 20.12.2011, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 20.12.2011, Blaðsíða 70
20. desember 2011 ÞRIÐJUDAGUR66 BESTI BITINN Í BÆNUM Hugmynd Kára leggst misjafn- lega í íbúa hverfisins. Samkvæmt tölvupósti sem einnig var lagður fyrir umhverfis- og samgöngu- ráð kemur fram að einn íbúi hefur áhyggjur af hljóðmengun tónleikahalds. „Í örfá skipti hafa verið haldnir tónleikar á túninu og hefur það heyrst um allt hverfið,“ skrifar íbúinn sem býr við Nóatún. Hann segir jafnframt það vera óhjákvæmilega reglu að útitónleikum fylgi mikið drasl og sóðaskapur. „Foreldrar og börn nota túnið og að mæta þangað til leiks í e-m sóðaskap er bara til þess að við íbúarnir myndum ekki telja okkur lengur geta notað það. Túnið er perla fyrir okkur íbúa sem búum þar og mér finnst frekar að eigi að efla það sem úti- fólkvang.“ freyrgigja@frettabladid.is Í örfá skipti hafa verið haldnir tónleikar á túninu og hefur það heyrst um allt hverfið. KÁRI STURLUSON TÓNLEIKAHALDARI „Síðasta sería gekk ógeðslega vel og það eru allir í skýjunum. Það er gríðarlegur hiti fyrir þriðju seríu,“ segir Baldvin Z, einn af framleið- endum Hæ Gosa á Skjá einum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að taka eigi upp þriðju þátta- röðina af Hæ Gosa á næsta ári. Baldvin vildi ekki staðfesta það í samtali við blaðamann og sagði málið í vinnslu. Hann er mjög ánægður með áhorfið á aðra þáttaröð- ina sem var sýnd fyrr á árinu. „Það hafa verið á milli 50 til 60% áskrifenda að fylgjast með þættinum og við erum mjög sátt með það. Það gekk ágætlega með fyrstu seríuna en við bjuggumst engan veginn við því að það yrði eitthvað meira úr þessu.“ Fyrsta kvikmynd Baldvins í fullri lengd, Órói, kom út í fyrra og hlaut mjög góðar viðtökur. Næsta mynd hans verður líkast til samstarfsverkefni hans og Birgis Arnar Steinarssonar, Bigga Maus. „Það lítur vel út. Fjármögnun er í gangi og við erum virkilega að vona að við séum í enda næsta árs að fara í tökur.“ Baldvin starfar þessa dagana sem aðstoðarleikstjóri vísindatryllisins Frosts sem Reynir Lyngdal leikstýrir. „Það er gaman að vinna með Reyni,“ segir hann. - fb Enn meiri Hæ Gosi NÝ ÞÁTTARÖÐ Þriðja þáttaröð Hæ Gosa sem Baldvin Z framleiðir verður að öllum líkindum tekin upp á næsta ári. „Við höfum lengi verið með þessa hugmynd i kollinum og ákváð- um svo að flytja til Berlínar og kýla á þetta í haust,“ segir Tinna Péturs dóttir ein af eigendum fyrir tækisins Boxer Nation, sem er dreifingarþjónusta fyrir hönn- uði. Tinna sér um fyrirtækið ásamt hópi af góðu fólki en hlutverk fyr- irtækisins er að auðvelda íslensk- um merkjum að koma hönnun sinni á framfæri erlendis. „Við viljum gera hönnuðum kleift að einbeita sér að sölunni og hönn- uninni á meðan við tökum á móti vörunum frá framleiðanda, sjáum um að pakka og geyma hana og loks áframsenda vöruna til kaupenda. Við erum með lag- errými, sendingaþjónustu og sýn- ingarsali til afnota,“ segir Tinna sem flutti til Berlínar ásamt fjöl- skyldu sinni í haust gagngert til að koma fyrirtækinu af stað. „Við erum að stíla inn á fyrir- tæki í löndum utan ESB. Flestir láta framleiða vörur fyrir sig í Asíu og þá þarf að borga tolla inn í landið og svo aftur úr landi. Þetta sleppur hönnuðurinn við með því að láta senda vöruna til okkar,“ segir Tinna en þau hjónin eru sjálf að hanna undir merkinu Dottir&Sonur. „Okkur fannst alltaf vanta svona fyrirtæki, það eru til svip- uð fyrirtæki úti um allan heim en þau henta ekki endilega íslensk- um merkjum, og margir hvöttu okkur áfram. Við erum bara rétt að byrja en höfum góða tilfinningu fyrir framhaldinu,“ segir Tinna en frekari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðunni www.box- ernation.net. - áp Auðvelda útrás hönnunar ÞJÓNUSTA HÖNNUÐI Tinna Pétursdóttir hefur komið fyrirtækinu Boxer Nation á koppinn í Berlín en fyrirtækinu er ætlað að auðvelda hönnuðum utan ESB að selja hönnun sína úr landi. Umhverfis-og samgönguráð Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í síðustu viku að fresta afgreiðslu á erindi Kára Sturlu- sonar tónleikahaldara. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá vill Kári halda veglega tónleikaveislu á Klambratúni næsta sumar. Hugmyndir Kára eru metnaðar- gjarnar en hann vill meðal annars girða Klambratúnið af og rukka þar inn. Samkvæmt teikningu, sem var látin fylgja með til umhverf- is-og samgönguráðs, er augljóst að Kári hefur ekki eingöngu tón- leikahald í huga heldur er gert ráð fyrir leiktækjum og öðrum skemmtunum fyrir alla fjölskyld- una. Hugmyndin er að Klambra- tún verði lagt undir stórtónleika frá hádegi til miðnættis einn dag næsta sumar. Í umsögn Sifjar Gunnarsdóttur, forstöðumanns Höfuðborgarstofu, frá 7. september telur hún að miðað við þær upplýsingar sem liggi fyrir sé ómögulegt að veita aðra umsögn en þá að full ástæða sé til að fá ítar- legri upplýsingar um hugmyndina og taka á móti þeim með opnu hug- arfari. Sif nefnir jafnframt Sigur Rósar-tónleikana árið 2006, sem hátt í 20 þúsund manns sóttu, og segir að þeir hafi gengið ákaflega vel fyrir sig, tónleikahaldarinn hafi staðið við allar áætlanir. Kári var einmitt einn þeirra sem stóðu að þeim tónleikum. Kári Sturluson segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi verið beðinn um frekari upplýsingar, hann bíði einfaldlega afgreiðslu hjá Reykjavíkurborg. Kári segir það liggja nokkuð ljóst fyrir að ef þetta verði að veruleika muni erlend stórhljómsveit verða aðal- númerið, engin íslensk hljómsveit beri slíka tónleika. „Hins vegar er rétt að árétta að ég er bara að kanna hvort þetta sé möguleiki og hvort það sé grundvöllur fyrir þessu.“ KÁRI STURLUSON: HEFUR VERIÐ BEÐINN UM FREKARI UPPLÝSINGAR Vel tekið í hugmyndir um risatónleika á Klambratúni HÁLEITAR HUGMYNDIR Kári Sturluson vill girða af Klambra- túnið fyrir mikla tónleikaveislu þar sem einnig verða leiktæki fyrir börnin. Íbúi í hverfinu er ekkert sérstaklega hrifinn og segir hljóðmengunina verða svo sannar- lega fyrir hendi. MYND/TOGGI „Jú, þetta var hálf ótrúlegt allt saman,“ segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður, sem er nýkomin heim frá New York þar sem hún sýndi sína fyrstu skólínu á skósýningu The Fashion Footwear Association of New York, líkt og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Hönnun Halldóru vakti mikla athygli og hún er kampa- kát með viðbrögðin. „Fólk var mjög hrifið af básnum okkar. Það er ekki auðvelt að vera eitt af nýju merkjunum þarna, en ég skar mig úr og sumir göptu af undrun þegar þeir sáu hráefnið í skónum.“ Hönnun Halldóru, sem útskrifaðist úr skó- hönnun fyrir einungis ári, vakti það mikla lukku að gylliboðin hafa streymt til hennar eftir sýn- inguna. „Mér hefur meðal annars verið boðið að sækja um að vera ein af hönnuðunum sem sýna á næstu Kvikmyndahátíð í Cannes og að vera ein af 25 sjálfstæðum skóhönnuðum sem sýna á New York Fashion Week á næsta ári. Það er mjög dýrt að taka þátt í svona sýningum þannig að ég á eftir að leggjast yfir þetta.“ Viðbrögðin hafa ekki einungis verið góð ytra, því hér heima er skósending Halldóru sem kemur til landsins rétt fyrir jólin nánast upp- pöntuð. „Það er auðvitað frábært, sérstaklega þar sem það varð mikil seinkun á sendingunni,“ segir Halldóra sem á von á annarri sendingu eftir jól og mun selja þau pör á heimasíðu sinni og í nokkrum verslunum. Hugur hennar dvelur hins vegar þessa dag- ana við næstu vetrarlínu, sem hún segir nærri tilbúna. „Ég er með prufur í framleiðslu núna á Ítalíu og í Portúgal. Ég stefni auðvitað á að toppa sjálfa mig og vonast til að sýna hluta af þessari línu á Íslandi í mars eða apríl á næsta ári.“ - bb Boðið að sýna á New York Fashion Week GENGUR VEL Árið hefur verið gott fyrir Halldóru sem byrjar feril sinn af fullum krafti. „Ég tek svona tímabil og á mér alltaf einhvern uppáhaldsstað sem ég fer vandræðalega oft á, en skipti þeim frekar hratt út. Þessa dagana er uppáhalds staðurinn minn Tandoori í Skeifunni. Ég fæ mér alltaf Karachi-kjúklinga Naanwich.“ Aníta Eldjárn ljósmyndari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.