Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Markarfljót flæddi yfir varnargarð við Þórsmerkurleiðina í gærmorgun, en honum er ætlað að styrkja bakka fljótsins og halda því í réttum far- vegi. Fljótið hefur borið með sér mikið af ösku og drullu sem hefur hlaðist upp við garðinn, sem að lok- um leiddi til þess að það flæddi yfir hann. Að sögn Ragnheiðar Hauksdóttur, landvarðar í Húsadal, flæddi fljótið yfir veginn á löngum kafla í gær um miðja vegu áður en komið er í Þórs- mörk. Var leiðin fyrir vikið ófær öðr- um en þeim sem voru á sérútbúnum bifreiðum og höfðu bílstjórar lang- ferðabifreiða samband við lögregl- una í Vík í Mýrdal í gær og sögðu hana hættulega og illfæra. Varnargarðurinn styrktur Unnið var að viðgerðum á varn- argarðinum í gær og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í dag að sögn Bjarna Jóns Finnssonar, yfirverk- stjóra Vegagerðarinnar í Vík. Ýta hafi verið fengin á staðinn til þess að styrkja garðinn með jarðvegi og er vegurinn orðinn þurr og fyrir vikið aftur orðinn fær fyrir almenna um- ferð. „Það flæddi yfir garðinn í hlaupinu í vor. Þá settist mjög mikið upp við hann og hann fór alveg á kaf. Það var aðallega ís og drulla sem fljótið bar með sér sem safnaðist þarna. En síð- an þegar hlaupið sjatnaði kom hann aftur í ljóst og það voru aðeins örlitl- ar skemmdir á honum, hafði aðeins farið ofan af henni,“ segir Bjarni. Síðan í vor hefur fljótið verið að færa jarðveg upp að varnargarðin- um og búa til hálfgerðan stökkpall sem að lokum náði hæð garðsins. Bjarni segir að flætt hafi yfir garð- inn á um 50 til 100 metra kafla. „Veg- urinn er eins mikið í lagi núna og hann verður. Það flæðir ekki yfir hann lengur og hann er orðinn þurr.“ Vegurinn ónýtur Að sögn lögreglunnar í Vík var vegurinn nánast ónýtur þegar hana bar að garði í gær. Markarfljótið hafi flætt yfir varnargarðinn og þaðan yf- ir veginn og síðan aftur í sinn venju- bundna farveg. Sá hluti vegarins sem sé niður- grafinn hafi fyllst um leið af vatni. Vegurinn hafi fyrir vikið ekki verið fær fyrir venjulega fólksbíla og lang- ferðabifreiðar. Flæddi yfir varnargarð Ljósmynd/Jón Ragnar Björnsson Flóð Markarfljót flæddi í gær yfir varnargarð við fljótið á um 50 til 100 metra kafla og yfir Þórsmerkurleið. Vegagerðin vinnur að viðgerðum á varnargarðinum og veginum og gerir ráð fyrir að þeim ljúki í dag.  Markarfljót flæddi yfir veginn sem liggur til Þórsmerkur á löngum kafla í gær  Unnið var að viðgerðum á veginum í gær og er gert ráð fyrir að þeim ljúki í dag n o a t u n . i s H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl FÍN EÐA GR ÓF PÍTUBRAUÐ BAKAÐ Á STAÐNUM EINFALT OG ÞÆGILEGT SÓMA PIZZA 2 TEGUNDIR 498KR./STK. JACOB’S PÍTUBRAUÐ 199 KR./PK. 499KR./PK. SPÆNSKT BASKABRAUÐ 249KR./STK. GÓMSÆTT Í NÓATÚNI 29% afsláttur RIB WORLD BBQ GRÍSARIF KR./PK. 798 HATTING, NORSK SMÁBRAUÐ, GRÓF Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI ÍSLENSKT KJÖT UNGNAUTA- BORGARI, 120 G KR./STK. 198 279 Menntaráð samþykkti í gær til- lögur starfshóps um rekstr- arhagræðingu í máltíðaþjónustu grunn- og leikskóla Reykjavíkur. Tillögurnar miða að því að tryggja sem mest gæði við innkaup í sam- ræmi við gæðakröfur Lýðheilsu- stöðvar. M.a. er lagt til að unninn verði hráefnismatseðill fyrir mötu- neyti leik- og grunnskóla í sama hverfi og að hann verði grundvöll- ur að samræmdum innkaupum mötuneyta til að ná niður kostnaði. Í haust verður farið af stað með þriggja mánaða tilraunaverkefni í einu borgarhverfi um hráefnis- matseðil. Starfshópur hefur und- irbúið það verkefni en annar starfs- hópur mun vinna tillögur um einföldun á bókhaldi skólamötu- neytanna til að auðvelda kostn- aðargreiningu á ýmsum þjónustu- þáttum. Niðurstöður verkefnanna verða nýttar til að skilgreina fyr- irmyndareldhús (Best Practice) og þjónustustefnu fyrir mötuneyti leik- og grunnskóla borgarinnar. Mötuneyti Nemar í Fossvogsskóla. Matur í samræmi við gæðakröfur Tilraunaverkefni fer af stað í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.