Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 20
20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 Flestir hafa heyrt orðatiltækið „Þú ert það sem þú borðar“. Það hljómar skyn- samlega. Fæðan sem við neytum gefur okk- ur yfirleitt þau nær- ingarefni sem við þurfum til að byggja upp og viðhalda heilsu. Engu að síður er fullyrðingin „Þú ert það sem þú borð- ar“ aðeins að hálfu sönn, og lýsir ekki hvort eða hvernig líkaminn nýtir fæðuna sem við innbyrðum. Það eitt að hafa borðað ákveðna fæðutegund er engin trygging fyr- ir því að hún muni skila sér með fullum og skilvirkum hætti og verða hluti af nauðsynlegri starf- semi líkamans. Það er staðreynd að þótt við skilum af okkur ákveðnum hluta fæðunnar er ekki þar með sagt að líkaminn hafi náð að nýta sér öll næringarefnin úr henni. Þótt við borðuðum eingöngu lífrænan og ferskan mat væri það til lítils ef líkaminn tileinkaði sér ekki næringuna. Fullyrðingin „Þú ert það sem þú meltir“ er réttari. Flest okkar hafa borðað eldaða fæðu alla ævi. Þegar við byrjum að borða meira af lifandi fæði hafa meltingarfæri okkar ekki nægan styrk til að takast á við það. Þar sem ákveðnir hlutar meltingar- innar hafa ekki verið örvaðir hafa þeir veikst með tímanum. Trefjar mýkjast við eldun svo melting- arvegurinn þarf að hafa minna fyr- ir hlutunum. Þá fær líkaminn ekki tækifæri til að takast á við það verkefni að brjóta niður fæðuna svo hún nýtist okkur sem best, og hæfileikinn til þess minnkar. Góðu fréttirnar eru þær að hægt er að styrkja meltinguna þannig að nýt- ing fæðunnar stóreykst, rétt eins og hægt er að byggja slappa vöðva upp að nýju. Margir sem taka mat- aræðið í gegn og auka hollustuna finna fyrir vægum meltingartrufl- unum. Þetta er eðlilegt því lík- aminn þarf að aðlagast nýrri fæðu meðan styrkur og þróttur melting- arkerfisins er end- urvakinn. Þessi óþæg- indi eru tímabundin og endast misjafnlega lengi því öll erum við ólík. Til að hjálpa fólki að aðlagast nýju og betra mataræði hef ég sett saman sjö ráð sem geta auðveldað ferlið. Afleiðingin af illa tuggnum mat verður sú að álagið á meltingarfærin verð- ur meira og ensím sem bundin eru í trefjum og frumuveggjum plantna eru ekki leyst út. Einföld og áhrifarík leið til að nýta betur næringuna er að tyggja hverja munnfylli 30-100 sinnum. 2) Trefjarnar í grænmeti, sér- staklega grænum laufum og kross- blómategundum, má að hluta til mýkja með því að nudda grænmet- ið með hágæða náttúrusalti. Einn- ig má leggja grænmetið í bleyti í lífræna kaldpressaða olíu í 1-2 klst. 3) Ferskur safi úr grænu græn- meti er náttúrulegur orkudrykkur sem eykur meltinguna. Ef slíkur safi er drukkinn reglulega veitir það líkamanum nauðsynleg stein- efni sem þarf til að framleiða melt- ingarsafa, s.s. saltsýru og gall. Þar að auki gefur grænn safi okkur ensím sem hjálpa til við sjálfa meltinguna. Prófið að laga safa úr t.d. blaðselju, agúrku, grænkáli, sí- trónu og engiferrót. Þetta er ljúf- fengt. 4) Flestum finnst best að borða ávexti á fastandi maga. Þar sem ávextir fara hratt í gegnum melt- ingarveginn geta komið upp vandamál ef tormeltari fæða situr í veginum. Fólki líður betur af réttri samsetningu fæðunnar. Ég mæli sérstaklega með að fólk velji ein- faldari fæðu sem fer vel með melt- ingarkerfið. 5) Að mauka matvæli í blandara er önnur aðferð sem ég mæli sterklega með til að brjóta niður trefjar í fæðunni. Það er skilvirk og áhrifarík leið til að örva upp- töku næringarefna. Einnig hjálpar það til við að leysa úr læðingi þann hluta næringarinnar sem er bund- inn í trefjum og frumuveggjum fæðunnar. 6) Einnig mæli ég með uppbygg- ingu gerlaflórunnar í melting- arveginum. Heilsugerlar, s.s. bi- fido og mjólkursýrugerlar, eru út af fyrir sig ómissandi til að örva meltingu. Ógerilsneydd lífræn fæða er frábær leið til að fá þessa örflóru; fæða á borð við súrkál, ýmsa sveppi og osta úr hnetum og fræjum. Heilsugerlar hjálpa til við að leysa úr læðingi efnasambönd, brjóta niður trefjar og gera fæð- una auðmeltari. Meltingarvegurinn er langur en ef fjölbreytt úrval af heilsugerlum er til staðar verður allt meltingarferlið mun skilvirk- ara. 7) Að leggja í bleyti og/eða spíra hnetur, fræ, korn og belgjurtir er einföld en áhrifarík leið til að há- marka meltingu. Nota má sem dæmi kashew-hnetur, graskersfræ eða kjúklingabaunir. Kostirnir við að leggja þessar fæðutegundir í bleyti eða láta spíra eru margir. Í fyrsta lagi eru sýrur og hvata- hindranir fjarlægðar. Óæskileg steinefni og agnir leysast út í bleytivatnið, sem má svo nota til að vökva blóm en er ekki æskilegt til manneldis. Í öðru lagi er þetta í raun upphaf meltingarferlisins þar sem kolvetni, prótein og fita eru brotin niður í einfaldari grunnein- ingar. Hvort tveggja er í raun for- vinna sem auðveldar líkamanum að takast á við upptöku næringarefna. Niðurstaðan er bætt melting og betri heilsa. Þú ert ekki það sem þú borð- ar – þú ert það sem þú meltir Eftir Kyle Vialli »Einföld og áhrifarík leið til að nýta betur næringuna er að tyggja hverja munnfylli 30-100 sinnum. Kyle Vialli Höfundur er næringarráðgjafi og höfundur bókarinnar What In The World Am I Meant To Eat? (Hvað á ég eiginlega að borða?) Þróunin hefur séð til þess að við mann- fólkið erum fljót að bregðast við mögu- legum ógnum í um- hverfinu okkar, með því að skaffa okkur kerfi sem tekur eftir neikvæðum hliðum þess. Mihaly Csiks- zentmihalyi, höfundur bókarinnar Flow: The Psychology of Optimal Experience, orðaði þetta þannig að þegar við hefðum ekkert að gera væri hugur okkar ekki í stakk búinn til að koma í veg fyrir að neikvæðar hugsanir smeygðu sér inn í sviðsljósið en hér gæti verið um að ræða áhyggjur af ást- arlífinu, heilsunni, fjárfestingum, fjölskyldunni og starfinu. Þessar hugsanir væru því ávallt á sveimi á útjaðri athyglinnar og biðu þangað til ekkert annað krefðist athygli. Um leið og hugur okkar væri tilbú- inn að slaka á tækju vandamálin sem biðu á hliðarlínunni yfir. Sálfræðingar eins og Ed Diener og David Meyers hafa bent á rann- sóknir sem hafa sýnt af flest fólk segist vera í aðeins meira jákvæðu en neikvæðu hugarástandi stærsta hluta tímans. Upphafsmenn já- kvæðnisálfræðinnar, þeir Seligman og Csikszentmihalyi, hafa aftur á móti haldið því fram að hugurinn hafi til- hneigingu til að vera neikvæður. Csiks- zentmihalyi er á því, eins og kemur fram í tilvitnuninni hér fyrir ofan, að áhyggjur séu sjálfgild stilling hug- ans nema við séum upptekin af öðrum hugsunum. Það er þess vegna sem við þurfum stöðugt að leggja okkur fram um að flýja slíka „andlega óreiðu“ með því að læra að stjórna vitund okkar og beina athyglinni að hlutum sem koma okkur í hugflæðisástand – hlutum sem veita jákvæða end- urgjöf og styrkja þá tilfinningu okkar að það sem við erum að gera hafi tilgang og skili árangri. Seligman heldur því fram að heil- inn sé forritaður til að vera nei- kvæður. Með öðrum orðum er allt of auðvelt fyrir heilann að einblína á áhyggjur og ótta og láta drunga- legar hugsanir taka yfir. Rök Selig- mans eru þau að forfeður okkar á ísöldinni hafi þurft að vera í við- bragðsstöðu til að lifa af, í að- stæðum þar sem veðrið var slæmt og lífið óöruggt og kvíðvænlegt. Hann segir að við höfum fengið gen þessara svartsýnu ísaldarmanna í arf en ekki gen bjartsýnu ættingja þeirra þar sem þeir voru líklegri til að hafa misst lífið í óvæntu flóði. Ef maður skoðar þetta út frá þessu sjónarhorni er vit í því fyrir huga okkar að taka neikvæðar upp- lýsingar fram yfir jákvæðar. Þetta þýðir að við veitum gagnrýni miklu meiri athygli en hrósi sem dæmi, og veitum slæmum atburðum í líf- inu eftirtekt frekar en góðum at- burðum. Það er þess vegna sem rannsóknir sýna að fólk upplifir fleiri neikvæðar tilfinningar ef það tapar 15.000 kr. en jákvæðar til- finningar ef það vinnur 15.000 kr. Þetta er líka ástæðan fyrir því að slæmar fréttir geta auðveldlega grafið undan góðu skapi á meðan góðar fréttir ná sjaldan að eyða slæmu skapi. Í stuttu máli segir Seligman að neikvæðar tilfinningar hafi alltaf hæfnina til að sigra jákvæðar til- finningar. Þess vegna benda Csiks- zentmihalyi og aðrir á það að við þurfum að læra að halda neikvæð- um tilfinningum okkar í skefjum og magna jákvæðu tilfinningarnar. Neikvæði heilinn Eftir Ingrid Kuhlman »Heilinn er forritaður til að vera neikvæð- ur, einblína á áhyggjur og ótta og láta drunga- legar hugsanir taka yf- ir. Ingrid Kuhlman Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Á Kópavogstúni er lítið áberandi og flest- um gleymdur minn- isvarði. Við hann er neð- angreind áletrun á spjaldi: „Sá atburður í sögu landsins og Kópavogs sem verður minnst þó að annað gleymist er Erfðahyllingin í Kópa- vogi 28. júlí 1662. Þá neyddi danski höfuðsmaðurinn Hinrik Bjelke ís- lenska forystumenn til að undirrita einveldisskuldbindingu og að sverja Friðriki III. Danakóngi hollustueiða meðan hermenn hans hátignar stóðu yfir þeim alvopnaðir.“ Sextán ára gamall upplifði ég und- irritaður, 17. júní 1944 á Þingvöllum, ásamt tugum þúsunda Íslendinga, mesta hamingjudag í sögu þjóð- arinnar þegar Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. 17. júní 2010, á 66 ára afmælisdegi fullveldisins, var við völd fyrsta rík- isstjórn Íslands sem eingöngu er skipuð „flokkum hinna vinnandi stétta“, sem Búsáhaldabyltingin treysti einum til að ráða landsmál- unum. En ríkisstjórn íslenska lýðveldisins fagnaði þó öðru en afmælinu, meir og innilegar þann dag. Stjórn Evrópu- sambandsins, ESB, samþykkti þann dag að taka til jákvæðrar afgreiðslu eindregna ósk stjórnar íslenska lýð- veldisins um að losa hana og komandi kynslóðir Íslands undan þeim hörm- ungum að þurfa að stjórna málefnum þjóðar sinnar því núverandi stjórn getur það ekki og enn síður treystir hún öðrum Íslendingum til þess. Sam- kvæmt beiðni hafði ESB sent íslensku ríkisstjórninni nokkurra þúsunda blaðsíðna reglur sem hún á að ábyrgj- ast að Íslendingar fari eftir um alla framtíð. Enginn veit hvað þar stendur enda treystir stjórnin þessum höfð- ingjum fullkomlega og er ekkert að kíkja í pakkann. Hún veit að þeir vilja okkur allt það besta. Svo er það allt á útlensku. Auk samþykktarinnar jók það enn á gleði utanríkisráðherrans 17. júní að ESB menn lofuðu að sjá til þess að af- greiðsla málsins gengi fljótt fyrir sig. Þá sá hann í anda að ekki væri úti- lokað að íslenskir forystumenn, undir hans forsjá, gætu undirritað einveld- isskuldbindingu og svarið ESB holl- ustueiða á 350 ára afmælisdegi erfða- hyllingarinnar í Kópavogi 28. júlí árið 2012! Er þetta ekki stórkostlegt? Og eftir það verður nýja þjóðhátíðin um há- sumar! Þeir íslensku forystumenn sem undirrita hina nýju einveld- isskuldbindingu og sverja ESB holl- ustueiða munu ekki vera beygðir og kúgaðir, heldur sigri hrósandi því ráð- herranum mun hafa tekist að sann- færa hina nýju húsbændur um hvað Íslendingar eru merkileg þjóð og ESB-stjórnin hefur fallist á allar sér- kröfur þeirra, bæði til lands og sjávar. Öflugt og gjafmilt styrkjatrúboð færustu sérfræðinga sem ESB sendi okkur með þús- undir milljóna króna og nú þegar er tekið til starfa á Íslandi, mun þá hafa lokið við að sann- færa nokkrar vantrúað- ar sálir með alls konar styrkjum og öflugri að- stoð fjölmiðla, vinveittra ríkisstjórninni, svo ekki þarf að óttast að þjóð- aratkvæðagreiðsla tefji fullgildingu samningsins. Þeir verða ekki vopn- aðir hermenn, fulltrúar hinnar virðu- legu stjórnar ESB sem standa glott- andi yfir íslenskum forystumönnum við undirritun hollustueiðanna því þeir munu vita að um leið og hinn óafturkallanlegi samningur gengur í gildi verða allar undanþágur frá meg- inreglum ESB felldar niður enda samræmast þær ekki lögunum. Hvað er að gerast? Er nú svo komið að íslenska þjóðin trúi því að hlustað verði á raus dverg- ríkis sem heimtar réttlæti, með minna en 1% atkvæða á móti hagsmunum rúmlega 99% stórþjóðanna? Ekki dugar þá að fara í fýlu og segjast vera hættur því engar útgöngudyr munu vera í lögum ESB. Við sem enn tórum, af þeim sem upplifðu 17. júní 1944 hristum okkar gráu kolla og spyrjum án þess að vænta svars: Var þetta þá allt mis- skilningur? Við sem munum fátækt- ina og erfiðleikana í æsku, höfum tek- ið þátt í og upplifað trúlega mesta framfaraskeið nokkurrar þjóðar sem frjálst og fullvalda ríki. Við trúum því að lífsskilyrði á Íslandi séu með því allra besta sem þekkist í heiminum. Við trúum því að aðrar þjóðir hafi fulla ástæðu til að öfunda okkur af 200 mílna fiskveiðilögsögunni, öllu heita og kalda vatninu og fjölmörgum öðr- um kostum lands og þjóðar. Við trú- um því að ESB muni beita öllum brögðum til að plata þetta allt út úr óvinsælustu ríkisstjórn sem þjóðin hefur kallað yfir sig. Við trúum því að öllum samskiptum við aðrar þjóðir, og þar á meðal ESB, sé best borgið í okkar eigin höndum, á jafnréttisgrundvelli, hér eftir sem hingað til en þó því aðeins að rétt sé á málum haldið. Og þrátt fyrir uppgjöf og ráðaleysi núverandi valdhafa get ég fullyrt að við erum öll sannfærð um að íslenskum mönnum og konum sé best treystandi til að stjórna íslenska lýðveldinu frjálsu og óháðu, komandi kynslóðum til heilla og blessunar. Eftir Óskar Jóhannsson » Við sem enn tórum, af þeim sem upplifðu 17. júní 1944, hristum okkar gráu kolla og spyrjum án þess að vænta svars: Var þetta þá allt misskilningur? Óskar Jóhannsson Höfundur er kaupmaður. Byltingin étur börnin sín Morgunblaðið birtir alla útgáfu- daga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam- ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.