Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 ✝ Helga Hauksdóttirfæddist í Garðs- horni í Kaldakinn í Suður-Þingeyjarsýslu 11. ágúst 1925. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 29. júlí 2010. Hún var dóttir hjónanna Hauks Ingj- aldssonar og Nönnu Gísladóttur og ólst upp hjá þeim í Garðshorni. Hún var fjórða í röð sex systra, en þær eru í aldursröð: Ásta, Þor- gerður og María sem eru látnar, Sig- rún búsett á Húsavík og Inga búsett á Kambsstöðum í Ljósavatnsskarði. Helga ólst upp við almenn sveita- störf en á unglingsárum gekk hún í Héraðsskólann á Laugum og síðar í Húsmæðraskólann á Akureyri og út- skrifaðist þaðan 1948. Næstu árin stundaði hún ýmsa vinnu á höf- uðborgarsvæðinu og víðar, var með- al annars ráðskona við Garðyrkju- skólann á Reykjum í Ölfusi einn vetur áður en hún flutti norður aft- ur. Árið 1956 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Sigurði Marteins- syni, f. 1926, frá Hálsi í Kaldakinn. Þau byggðu nýbýlið Kvíaból úr landi Garðshorns og bjuggu þar allt til ársins 1987. Síðustu fimmtán starfs- árin stýrði Helga fé- lagsstarfi fyrir vist- menn á dvalarheimilum fyrir aldraða og var að nokkru brautryðjandi í slíku starfi, m.a. á Hrafnistu í Reykjavík og síðustu tíu árin á Hlíð á Akureyri. Helga og Sigurður eignuðust fjögur börn. 1) Marteinn, f. 1957, maki Kristín Björg Bragadóttir. Þau búa á Kvíabóli og eiga fjögur börn, Sæfríði, Nönnu, Sigurð og Hauk. 2) Gísli, f. 1959, maki Þórunn Sigtryggsdóttir. Þau búa í Brekkukoti í Aðaldal og eiga þrjár dætur, Ástu, Agnesi og Guð- rúnu. 3) Þröstur, f. 1961, maki Elín Kristbjörg Sigurðardóttir. Þau búa á Sauðárkróki og eiga einn son, Friðfinn Má. Þröstur var ættleiddur af Sigrúnu systur Helgu og manni hennar Friðfinni Jósefssyni og ólst upp hjá þeim á Húsavík. 4) Aðal- björg f. 1966. Hún er búsett á Ak- ureyri og á eina dóttur, Línu. Barna- barnabörn Helgu eru orðin fjögur. Útför Helgu fer fram frá Ak- ureyrarkirkju fimmtudaginn 12. ágúst 2010 kl. 13.30, en hún verður jarðsett í heimagrafreit á Kvíabóli. Margs er að minnast nú þegar Helga Hauksdóttir móðursystir mín er látin, tæplega 85 ára að aldri. Hún var ein af sex dætrum foreldra sinna og ólst upp við landbúnaðarstörf á búi þeirra að Garðshorni. Hún var af þeirri kynslóð Íslendinga sem voru unglingar í upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar en urðu fullorðin meðan á henni stóð. Helga var hæfileikarík, góðum gáfum gædd, vel ritfær og hagmælt auk þess sem hún var berdreymin og vissi fyrir óorðna hluti. Skólagangan takmarkað- ist þó við Laugaskóla og Húsmæðra- skólann á Akureyri. Þar var hún í fremstu röð námsmanna og naut þess að læra. Helga giftist bóndasyni af næsta bæ, Sigurði Marteinssyni, og stofnuðu þau nýbýlið Kvíaból á milli jarða foreldra sinna og byggðu þar upp gott bú á stuttum tíma. Við uppbyggingu búsins kom vel í ljós dugnaður og útsjónar- semi Helgu en Sigurður var mjólkur- bílstjóri samhliða búskapnum. Helga var höfðingi heim að sækja og naut þess að veita fólki vel. Oft voru fjör- ugar umræður þegar sest var niður yf- ir kvöldkaffinu að vinnudegi loknum. Þá voru umræðuefnin margvísleg enda fylgdist Helga vel með því sem var að gerast, jafnt á þjóðmálavettvangi sem á heimavelli. Hún var félagslynd og tók m.a. þátt í störfum kvenfélagsins þar sem hún var lengi formaður, stjórn- málaafla og félagsstarfi eldri borgara. Minnisstæðar eru sumarferðir stór- fjölskyldunnar og þar var Helga far- arstjórinn. Þá var farið í dagsferðir á milli mála á fallega og áhugaverða staði. Hún stjórnaði leikjum og söng áður en nestið var borðað, og síðan var haldið heim á ný fyrir mjaltir. Helga unni landinu sínu og var næm fyrir náttúrunni, litbrigðum hennar og feg- urð. Gróðursæl fjallsbrekkan upp af bænum hennar að Kvíabóli var henni kær þar sem lyngmóar og lækjarfar- vegir sköpuðu berjaríkt land sem hún naut að sækja á sumardögum þegar tóm var til. Þetta næmi fyrir nátt- úrunni kom oft fram hjá Helgu, t.d. í kvæði sem hún orti um sína heima- sveit. Helga annaðist mig sem ungan dreng er veikindi móður minnar kröfð- ust ítrekað langrar fjarveru á Kristnesi og allt fram að tvítugu vann ég á sumr- in á búi þeirra hjóna. Síðar nutu börnin mín þess að taka þátt í vinnu á búinu þeirra sem þá var að færast á hendur Marteins sonar Helgu og Sigurðar. Móðir mín og Helga voru ekki aðeins systur heldur einnig nánar vinkonur. Báru þær mikla umhyggju hvor fyrir annarri og vinátta þeirra varð dýpri eftir því sem lengra leið á ævina og þær dvöldu saman á sumrin í Kinninni, en ekki síst eftir að Helga flutti til Ak- ureyrar. Þar bjuggu Helga og Sigurð- ur sér myndarlegt heimili í farsælum félagsskap við Aðalbjörgu dóttur þeirra ásamt dótturdótturinni Línu. Með þessum orðum vil ég þakka Helgu allt það margvíslega sem hún lagði mér og fjölskyldu minni til á lífs- ins leið. Við Birna vottum Sigurði og börnum og barnabörnum þeirra Helgu samúð okkar á þessum tíma í lífi þeirra. Haukur Ingibergsson. Við systkinin minnumst Helgu, ömmusystur okkar, með hlýhug. Við dvöldum okkar bernskusumur í Garðs- horni sem var æskuheimili þeirra systra og hjálpuðum til við búskapinn á Kvíabóli, býlinu sem Helga og Sigurð- ur, maður hennar, byggðu og sonur þeirra Marteinn tók við. Helga var hagmælt og var dugleg við að kenna okkur kvæði og segja sög- ur. Hún hafði líka unun af söng og átti sinn þátt í því að við sungum jafnan há- stöfum við störfin, mönnum og dýrum til mismikillar skemmtunar. Helga var einstök húsmóðir. Að taka þátt í kleinubakstri og sultugerð með Helgu var ógleymanleg reynsla, slík voru af- köstin. Helga var aðsópsmikil kona. Hún lá ekki á skoðunum sínum og hafði brennandi áhuga á mönnum og mál- efnum. Kvenfrelsi var henni hjartans mál og hún lagði mikið upp úr gagn- rýninni hugsun og rökræðu. Hún gat verið einstaklega hjálpsöm og fórnfús og margir eiga henni margt gott að þakka. Við vottum Sigurði, Marteini, Gísla, Öddu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Helga, Guðjón, Þorgerður og Bergþór. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú, þó ævin sem elding þrjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Helga okkar á Kvíabóli hefur kvatt þennan heim. Með þessu ljóði viljum við kveðja stórbrotna og hæfileikaríka konu og frænku. Við þökkum fyrir tryggðina, góð- vildina og vináttuna í gegnum lífið. Hún er okkur ómetanleg. Við vottum Sigurði, Marteini, Gísla, Öddu og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Ásta, Birgir og fjölskylda. Helga Hauksdóttir ✝ Helgi Felixsonhúsasmiður fædd- ist í Reykjavík 24. febrúar 1933. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi 3. ágúst 2010. Foreldrar hans voru Felix Helgason, f. 28. september 1872 á Mel í Þykkvabæ, d. 5. september 1956, og Guðbjörg Guðmunds- dóttir, f. 21. júlí 1908 í Sigluvík í V- Landeyjum, d. 17. febrúar 1949. Systkini Helga eru Arnfríður Felixdóttir, f. 16. júní 1929, Guðmundur Felixson, f. 3. júlí 1934, d. 1935, og Fjóla Felixdóttir, f. 5. mars 1945. Hinn 1. september 1956 kvæntist Helgi eftirlifandi eiginkonu sinni, Fríðu Freymóðsdóttur, f. 23. janúar 1925 á Akureyri. Foreldrar hennar voru Freymóður Jóhannsson, f. 12. september 1895, d. 6. mars 1973, og Steinunn M. Jónsdóttir, f. 31. jan- úar 1894, d. 9. september 1982. Systkini Fríðu eru Bragi Frey- móðsson, f. 27. febrúar 1920, Árdís J. Freymóðsdóttir, f. 25. júlí 1922, og Stefán Heimir Freymóðsson, f. 30. nóvember 1928, d. 25. nóv- ember 1930. Dóttir Helga og Fríðu er Guðbjörg Erla Helgadóttir, f. 9. febrúar 1957, gift Tómasi Guð- marssyni, f. 9. nóvember 1959, dæt- ur þeirra eru Fríða Ósk Tóm- adóttir, f. 26. október 1993, og Sara Rós Tómasdóttir, f. 2. september 1996. Fyr- ir átti Fríða: Ásdísi K. Molvík, f. 17. júlí 1943, og Kristbjörgu Löve, f. 23. september 1947, d. 9. apríl 2002. Börn Kristbjargar eru Aðalsteinn Bjarn- þórsson, f. 3. desem- ber 1964, börn hans eru Emil, f. 23. febr- úar 1998, og Elísa, f. 23. janúar 2002, og Árdís J. Bjarnþórsdóttir, f. 6. ágúst 1967, dóttir hennar er Saga, f. 11. apríl 1996. Helgi ólst upp í Reykjavík og var oft á sumrin á bænum Hrauk í Þykkvabæ. Hann gekk í Miðbæj- arskólann og fór svo í Iðnskólann þar sem hann lærði húsasmíði. Helgi vann víða um landið sem smiður, t.d. á Höfn í Hornafirði, við byggingu Steingrímsstöðvar í Sog- inu og við byggingu íbúðarhúsa á Keflavíkurvelli en lengst af vann hann á trésmíðaverkstæði Reykja- víkurborgar. Hann var mikill hag- leikssmiður sem kom vel í ljós þeg- ar hann byggði raðhús í Víkurbakka 26, en þar smíðaði hann einnig allar innréttingar, ým- is húsgögn o.fl. Útför Helga fer fram frá Graf- arvogskirkju fimmtudaginn 12. ágúst 2010 og hefst athöfnin kl. 13. Elsku pabbi, Það er sárt að kveðja þig, pabbi minn. Síðustu mánuðirnir voru erfiðir hjá þér og ég er þakklát fyrir að við fjölskyldan vorum hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim. Það er fullt af minn- ingum sem koma upp í kollinn þessa dagana og ljúft að geta huggað sig við þær. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún.) Guð geymi þig, pabbi minn, þín dóttir Erla. Helgi Felixson, tengdafaðir minn, var mikill hagleikssmiður. Hann var lærður húsasmiður en hugur hans lá upphaflega í húsgagnasmíði. Erfitt reyndist að komast að í því fagi og fór hann því yfir í húsasmíðina. Lengstan starfsaldur starfaði hann hjá trésmíðaverkstæði Reykjavíkur- borgar og þar gat hann nýtt hæfi- leika sína og áhuga við smíði og lag- færingar á innréttingum. Þó að hann hefði verið hættur að vinna og kominn á eftirlaun fékk hann að koma til þeirra á verkstæðið og dútla þar við ýmsar smíðar fyrir sjálfan sig og aðra. Ýmsar smíðar liggja eftir Helga sem við fáum að njóta áfram. Helgi var mikill nákvæmismaður í sínum smíðum og öllum hans verk- færum og hlutum var haganlega fyr- ir komið í skápum og kistum sem hann smíðaði undir hlutina sína. Verki var aldrei lokið hjá Helga fyrr en búið var hreinsa öll áhöld og verkfæri og koma þeim fyrir á sín- um stað. Hann hefur eflaust oft hrist hausinn yfir kæruleysi tengda- sonarins í þessum efnum. Vonandi hefur samt eitthvað af þessum hæfi- leikum Helga skilað sér til mín. Helgi var mjög ákveðinn og fylginn sér, fylgdist vel með þjóð- málaumræðum og hafði mjög ákveðnar skoðanir á pólitíkinni. Ég hætti mér sjaldan í miklar rökræður við hann um pólitík, við kannski ekki alveg á sama stað þar, en hann sló alltaf varnagla við þeim uppgangi sem var í þjóðfélaginu og útrásinni síðustu árin fyrir hrun. Það hefur komið í ljós að hann hafði mikið rétt fyrir sér í þeim efnum. Helgi hafði alltaf áhuga á ýmsum vísindum og fróðleik. Sérstaklega yfirnáttúrulegum og óhefðbundnum hlutum. Honum fannst gaman að spjalla við dætur mínar um þessa hluti og hann var lunkinn við að fá fram vangaveltur þeirra og skoðanir á hlutunum. Stelpunum mínum var hann alltaf góður og þær sakna afa síns mikið. Jæja, Helgi minn, með þessum fá- tæku orðum vil ég kveðja þig í hinsta sinn og þakka þér fyrir okkar samferð í gegnum lífið. Tómas Guðmarsson. Elsku besti afi. Það er erfitt að ímynda sér að maður muni aldrei fara aftur í sunnudagsferðir í Kola- portið með þér og fá svo Vesturbæj- arís á eftir. Það er líka erfitt að geta ekki lengur legið hjá þér fyrir fram- an sjónvarpið og borðað súkku- laðidropana þína. Þegar við vorum litlar sagðir þú að við værum ekki frekar, bara ákveðnar. Við fengum líka oft að heyra fróðleiksmola úr Lifandi vísindum frá þér og það urðu stundum langar samræður út úr þeim. Við elskum þig og söknum þín mjög mikið og þú ert og verður ávallt besti afi sem hægt er að hugsa sér. Hvíldu í friði, elsku afi. Fríða Ósk og Sara Rós. Yndislegi afi minn er dáinn eftir stutt en erfið veikindi. Ég hef orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga yndislega ömmu og afa, langt fram á fullorðinsár, sem hafa stutt mig og styrkt með ást sinni og umhyggju. Hann afi minn var einstakur mað- ur. Hann hafði sterkar skoðanir á hlutunum og var sjálfum sér sam- kvæmur. Hann var sérstaklega vandvirkur og allt sem hann tók sér fyrir hend- ur bar þess merki. Hann var menntaður smiður og byggði, ásamt ömmu, stórglæsilegt hús og smíðaði allar innréttingar þar inn og eftir hann liggur lista- smíð víða hjá ættingjum og vinum. Afi var mér mjög bóngóður og hefur margoft hlaupið eftir ýmsum „tiktúrum‘‘ hjá mér hvað varðar breytingar og smíði, nú síðast í Skeiðarvoginum. Þar ber heimili mitt vott um hans fallega og vand- aða handbragð. Það var ekki síður verðmætt fyrir mig að hann gaf sér alltaf góðan tíma í spjall um allt milli himins og jarðar. Mikið á ég nú eftir að sakna þess. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri afa. Ég vil votta elskulegri ömmu minni alla mína samúð og kærleik og vildi óska að ég væri nær henni á þessari stundu. Árdís Bjarnþórsdóttir. Helgi Felixson Elskuleg amma mín, víst er dauðinn órjúfanlegur þáttur lífsins, en alltaf hefur hann þó lag á að læð- ast að þegar síst varir og koma flatt upp á okkur. Þannig fór fyrir mér að minnsta kosti þegar ég fékk þær fregnir að þú værir látin, þrátt fyrir sjúkdómssögu þína. Hugurinn fyllist af spurningum sem maður hefði vilj- að spurt hafa og minningum sem verða manni eilítið um megn. Ég sé þig fyrir mér, stuttu fallegu konuna Edda Valborg Scheving ✝ Edda ValborgScheving fæddist á Akureyri 27. mars 1930. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Víðinesi 28. júlí 2010. Útför Eddu fór fram 6. ágúst 2010. á himni í hvítri dragt, á einstaklega fallegum háum hælum, með fal- lega skartgripi og vandlega blásið hárið, létta á fæti og lausa við öll mein í faðmi ást- vina sem horfið hafa yfir móðuna miklu. Ég kveð þig nú með söknuði og eftirsjá og þakka um leið allar þær ljúfu minningar sem við áttum saman og ekki síst þær sem þú hefur haldið vak- andi hjá mér í gegnum tíðina. Ég mun ávallt elska þig og varðveita þig í hjarta mér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Hvíl í friði, elsku amma mín. Þín sonardóttir, Rakel Rúriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.