Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 2. Á G Ú S T 2 0 1 0  Stofnað 1913  186. tölublað  98. árgangur  –– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblaði nu í da g DÓRI DNA LEIKUR MARIO ÚR MARIO BROS. TVÍSÝNAR HORF- UR Í HAGKERFI RENNISMÍÐIN ER GÓÐ DÆGRADVÖL VIÐSKIPTABLAÐ 6 HANDVERKSMAÐUR ÁRSINS 10LEIKSÝNING Á ARTFART 32 Fréttaskýring eftir Örn Arnarson Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Sigríður Rafnar Pétursdóttir, lögfræðingur í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, kveðst hafa upplýst yfirmenn sína um lögfræðiálit Seðlabanka Íslands sama dag og hún fékk það sent frá Seðlabankanum. Lögfræðiálitið sneri að ólögmæti erlendrar gengistryggingar lána sem veitt eru í íslenskri mynt. Gylfi Magnússon sagði í viðtali við Kastljós í fyrrakvöld að hann hefði ekki vitað af álitinu því Seðlabankinn hefði gert þá kröfu að ein- ungis Sigríður mætti berja það augum. Þá hef- ur aðallögfræðingur Seðlabankans sagt að Upplýsti yfirmenn sína  Lögfræðingur viðskiptaráðuneytisins sendi strax yfirmönnum sínum lög- fræðiálit Seðlabankans um ólögmæti gengistryggingar lána í íslenskri mynt Hvorki náðist í Gylfa Magnússon ráðherra né Jónínu S. Lárusdóttur, þáverandi ráðuneyt- isstjóra, við vinnslu fréttarinnar. Benedikt Stefánsson, aðstoðarmaður efna- hags- og viðskiptaráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið að lögfræðingar ráðuneytis- ins og aðrir starfsmenn eigi í tölvupóst- samskiptum í sífellu. „Það er því alltaf bara matsatriði hverju þeir eiga að deila með ráðherra eða hvað sé gert með öðrum hætti. Hún kláraði svo minnisblaðið og það er kynnt fyrir ráðherra.“ enginn fyrirvari hafi verið gerður um leynd tölvupóstsins sem innihélt lögfræðiálit Seðla- bankans. Sigríður óskaði eftir lögfræðiálitinu því hún vann að minnisblaði sama efnis. Sendi álitið samdægurs Sigríður kveðst hafa unnið minnisblað sitt í samræmi við verklagsreglur efnahags- og við- skiptaráðuneytisins og því áframsent lögfræði- álit Seðlabanka Íslands á Jónínu S. Lárusdótt- ur, þáverandi ráðuneytisstjóra. „Ég fékk álitið frá Seðlabankanum og ég áframsendi það á þáverandi ráðuneytisstjóra efnahags- og viðskiptaráðuneytis samdæg- urs,“ segir Sigríður. MSitt sýnist hverjum »6 Íslenska U21 árs landslið karla í fótbolta náði frábærum árangri í gær með 4:1 sigri gegn Þjóð- verjum í undankeppni Evrópumótsins á Kapla- krikavelli í Hafnarfirði. Ísland er öruggt með annað sætið í riðlinum og á ágæta möguleika á að komast í umspil um sæti í úrslitakeppni Evr- ópumótsins. Hér fagna landsliðsfélagar Gylfa Sigurðssonar (nr. 10) fyrsta marki Íslands í upp- hafi leiksins í gær. » Íþróttir Morgunblaðið/Kristinn Stórkostlegur 4:1 sigur gegn Þjóðverjum Útlit er fyrir það að bændur nái miklum heyjum og góðum í sum- ar. Mikil spretta hefur verið og er enn þegar marg- ir bændur eru í öðrum slætti. Þurrkar á vestanverðu landinu hafa dregið úr sprettu og tún hafa brunnið þar sem grunnt er niður á mel. Þurrk- ar voru einnig norðanlands í vor en gróður náði sér vel á strik þegar fór að rigna. Betur hefur gengið að afla heyja á öskufallssvæðinu en útlit var fyrir í vor en eftir er að koma í ljós hvernig heyið nýtist í fóður. »4 Mikið gras- sprettuár Tún brenna vegna þurrka vestanlands Grænlenski veiðimaðurinn Hjelmer Hammeken var einn þeirra sem björguðu sex þýskum kajak- ræðurum á mánudaginn í Rauða- firði, skammt frá Scoresbysundi. Einn ræðaranna var meðvitund- arlaus þegar að var komið. Hammeken og félagar hans voru við sauðnautaveiðar þegar þeir voru beðnir að skyggnast eftir báti fólks sem hafði aðsetur í tjaldbúð- um í grenndinni. „Við komum hvergi auga á fólkið úr búðunum en sáum það þá fyrir tilviljun í kajök- unum í sjónum, tvo eða þrjá kíló- metra frá landi. Þetta var mikil Guðs mildi,“ seg- ir Hammeken við Morgunblaðið. Hann sigldi ásamt bróður sínum á bát út til fólksins og bjarg- aði því. Mikið óveður gerði á mánudag og var þá óttast um afdrif 15 annarra kaj- akræðara í Scoresbysundi en þeir fundust heilir á húfi í gær. »14 Björguðu sex þýskum kajakræðurum Hjelmer Hammeken Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir það koma til greina að kanna kröfu á hendur ríkisins ef sannað verður að efnahags- og viðskiptaráðherra hafi haldið lögfræðiálitum leyndum um lög- mæti gengistryggingar. Hann segir þó skilyrði þess vera að Hæstiréttur snúi við dómi héraðsdóms um vaxtakjör og úr- skurði að upprunalegir samningsvextir standi í lánasamningum. „Ég get hins veg- ar ekki litið framhjá þeim gríðarlegu áhrifum ef vaxtaþættinum verður snúið við. Þá gjörbreytist þetta og þá má segja að forsendur séu veru- lega breyttar,“ segir Árni við Morg- unblaðið. Kemur til greina að leita réttar SKILANEFND GLITNIS Gylfi Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.