Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkisstjórninfór öfugaleið að fjár- hagsvanda rík- isins. Fyrsta tæki- færið var notað til að koma fram sér- visku Vinstri grænna í skattamálum, sem ætíð hefur byggst á öfund- arhyggju og trú á að opinberir aðilar ráðstafi aflafé fólks bet- ur en það sjálft. Þjóðin var í pólitísku áfalli eftir að bank- arnir fóru sína leið. Hún þurfti sama stuðning og allir þeir þurfa sem verða fyrir slíku. Hún þurfti pólitíska áfalla- hjálp. Þess í stað var tækifærið notað meðan þjóðin var lömuð til að eyðileggja skattkerfið og koma á skattahækkunum á öll- um sviðum, hinum sömu og vinstrimenn höfðu barist fyrir í áratugi óháð öllum áföllum. Kenna mátti „bankahruninu“ um hvað eina sem knúið var í gegn. Síðan sögðust ráðamenn ætla að snúa sér að nið- urskurðinum, tveimur árum of seint. Kæruleysi í ríkisfjár- málum var hið eina sem stjórn- in náði saman um. Skattaálög- urnar eru þegar farnar að draga úr slagkrafti atvinnulífs- ins. Á endanum mun skatt- heimtan skila minna fé í rík- issjóð en umburðarlyndari skattstofnar gera, eins og reynslan sýnir. Dráttur á raun- verulegu aðhaldi í ríkisfjármálum í tvö ár hefur á hinn bóginn leitt til þess að sífellt stærri fúlgur fara úr vasa almennings í fjár- magnskostnað. Vandinn vex því dag frá degi en minnkar ekki. Enn hefur ríkisstjórninni ekki tekist að skella þyngstu byrðunum á fólkið í landinu með því að koma á það ábyrgð af mis- gjörðum annarra. Allar pant- aðar hrakspár sem stofnanir, sem eiga að vera sjálfstæðar, létu hafa sig í að afgreiða, svo ríkisstjórnin mætti veifa þeim í ógnartali yfir almenningi, hafa reynst rangar. Réttara væri að nota orðið ósannar, því þær bera með sér að hafa verið skrifaðar gegn betri vitund. Bankakerfið er enn þá í upp- námi. Útskýringar yfirvalda um aðkomu og ábyrgð erlendra fjárfesta, sem í raun stjórni bönkunum, hafa einnig reynst ósannar. Gamlir handlangarar stærstu svindlara Íslandssög- unnar eru þar enn víða á fleti fyrir og ganga erinda þeirra eftir sem áður. Slíka spillingu þarf að uppræta, sem og van- mátt stjórnvaldanna sem hnjóta um hverja steinvölu sem á vegi þeirra verður eins og dæmin sanna. Fyrr nær þjóðin ekki vopnum sínum. Handarbaka- vinnubrögð og póli- tískar meinlokur einkenna efnahags- stjórnunina} Efnahagsleg axarsköft Áhugamenn umaðild Íslands að Evrópusam- bandinu, sem gjarna eru flokk- aðir sem einhvers konar hlutlausir Evrópufræð- ingar, gera almennt ekki mik- ið úr þeirri samrunaþróun sem átt hefur sér stað innan Evrópusambandsins í gegnum tíðina. Á þróunina var minnst á þessum stað í gær í tengslum við umfjöllun um áform framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að taka nýjan Evrópuskatt til umræðu á næstunni. Financial Times fjallaði um sama mál í Lex-dálki sínum í gær og sýna þau skrif allt aðr- ar áherslur en hjá svoköll- uðum Evrópufræðingum hér á landi. Skrifin í FT lýsa greini- legum skilningi á sam- runaþróuninni og þeirri ríku tilhneigingu Evrópusam- bandsins til að færast jafnt og þétt nær því að vera fullvalda sambandsríki. Höfundur Lex bætir raunar um betur og bendir á að eftir fjármálakreppuna hafi hraði samrunans aukist verulega og nefnir ýmiskonar áform um nýjar skattatillögur í því sambandi. Í skrifum FT er klykkt út með því að segja að óvíst sé að skatta- áformin nái fram að ganga og jafnvel þó að þau geri það séu stórar hindranir í veginum áð- ur en því markmiði væri náð að setja Evrópu ein sameig- inleg fjárlög. Ennfremur segir að fullvalda sambandsríki Evrópusambandsins virðist enn fjarlægt, en um leið er bent á að sameiginleg mynt hafi almennt verið talin útilok- uð fyrir fáeinum áratugum. Þetta eru athyglisverðar vangaveltur sem í ljósi aðild- arumsóknarinnar eiga fullt er- indi inn í umræðuna um Evr- ópusambandið hér á landi. Þrátt fyrir aðildarumsóknina finnast reyndar fáir hér á landi sem reiðubúnir eru til að fallast á að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Ætli þeim kynni þó ekki að fækka enn frekar ef Evrópufræðing- arnir útskýrðu fyrir þeim í hvaða átt Evrópusambandið stefnir? Evrópufræðingar hafa lítið rætt hvert ESB stefnir} Í hraðari samrunaátt Í fréttatíma Stöðvar 2 á dögunum var al- þjóð tilkynnt að sambýliskona for- manns Framsóknarflokksins, Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, væri auðug kona. Í sömu frétt bárust þau ótíðindi að faðir þessa sama formanns ætti sömuleiðis töluvert mikið af peningum. Samtals var þetta svo mikill auður að sannar smásálir hafa nægt tilefni til að öfundast. Ekki var annað af fréttinni að skilja en að formaður Framsóknarflokksins væri í vondum málum, umkringdur peningafólki, og því úr al- gjörum takti við líf fólksins í landinu. En eins og við öll vitum þá þykir fátt jafn fyrirlitlegt í Íslandi samtímans og að vera vel efnum búinn. Slíku fólki er síst treyst til góðra verka og talið er rétt að hafa vakandi auga með því. Það er talið gjörspillt og sjálfumglatt forréttindapakk sem leyfir sér að láta sér líða vel meðan öðrum líður illa. Við lifum í andrúmslofti sívaxandi tortryggni. Þetta er fremur óskemmtileg tilvist þar sem of margir telja að þeim beri að hafa vakandi auga með nágrannanum og lífs- stíl hans. Þar er sá talinn sekur sem mest á. Formaður Framsóknarflokksins er ekki vanhæfur stjórnmálamaður vegna þess að sambýliskona hans og faðir eru auðug. Þótt hann ætti sjálfur allmargar milljónir á bankabók væri hann ekki vanhæfur til að sinna stjórn- málastarfi. Það væri hann einungis ef hann hefði auðgast á óheiðarlegan hátt. Auður gerir fólk ekki vanhæft til að láta til sín taka í þjóðfélaginu. Auður jafngildir ekki því að þeir sem hann eiga séu gegnumspilltir menn sem hafa enga heiðarlega lífssýn. Pen- ingar eru ekki af hinu illa. Það er hins vegar vont hvað þeim er illa skipt, og úr því vilja jafn- aðarmenn bæta, á sinn sanngjarna hátt. En það verður ekki gert með því að banna ein- staklingum að verða forríkir og setja þá út af sakramentinu sem leyfa sér að eiga milljónir og milljarða. Ekkert í lífinu er mikilvægara en frelsi einstaklingsins til athafna – vitaskuld með þeim formerkjum að hann megi ekki að skaða aðra. Og það skaðar engan að nágranni hans sé ríkari en hann sjálfur. Ef það veldur vanlíðan í brjósti einhvers þá er það sjálfskap- arvíti. Fjölmiðlastéttin er ekkert sérlega vel haldin í launum og það má vel vorkenna henni þess vegna. Hún ætti hins vegar að láta af því að ala á tortryggni gagnvart þeim sem eitthvað eiga og hætta að gefa í skyn að sitthvað sérkennilegt hljóti að búa að baki góðum efnahag. Ef svo er verður að sanna það en ekki dylgja. En til vill er þetta fjölmiðlafólk svo illa haldið af róttækri vinstristefnu að það trúir því einlæglega að peningar séu undirrót alls ills og vill útbreiða þann sannleika sem víðast í vinnutímanum. En kannski var bara „gúrkutíð“ og það varð að finna eitt- hvað – og hvað er þá betra en benda ásakandi á ríkt fólk? kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Auður í Framsókn? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Vestmannaeyjar hluti hringvegarins FRÉTTASKÝRING Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is V ið finnum fyrir gífurlegri aukningu í heimsóknum ferðamanna til Vest- mannaeyja eftir að Landeyjahöfn var tekin í notkun,“ segir Sigurmundur Gísli Einarsson sem rekur ferðaþjónustu- fyrirtækið Viking Tours í Vest- mannaeyjum. Til dæmis séu fleiri báts- og rútuferðir nú farnar á vegum fyrirtækisins um Heimaey til að mæta aukinni aðsókn. Sigurmundur hefur starfrækt Viking Tours í tíu ár ásamt Unni Gísladóttur, eiginkonu sinni. Hann segist aldrei á sínum ferli hafa séð annan eins ferðamannafjölda líkt og undanfarnar vikur. „Við erum með þrjár bátsferðir á dag þar sem við siglum umhverfis Heimaey og skoðum meðal annars hið fjölskrúðuga fuglalíf sem þar má sjá,“ segir Sigurmundur. Hann segir ferðamannahópinn mjög blandaðan, bæði íslenskir og erlendir ferðamenn sæki eyjarnar heim. Mörg ný tækifæri Vitnisburður Sigurmundar lýsir því hvernig tilkoma Landeyjahafnar hefur blásið lífi í ferðaþjónustu í Vest- mannaeyjum. Fjölmargir hafa svip- aða sögu að segja en aukning ferða- manna hefur skapað mörg ný tækifæri fyrir Eyjamenn. Nær stöð- ugur straumur ferðamanna hefur verið til Vestmannaeyja frá því að Herjólfur hóf siglingar milli Land- eyjahafnar og Eyja þann 21. júlí síð- astliðinn. Fjölgun ferðamanna kann að skýrast af forvitni en margir vilja kynna sér hinn nýja samgöngumáta. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að Vestmannaeyjar verði sjálfsagður viðkomustaður ferðamanna sem eiga leið um Suðurland. Skreppa til Eyja í sund „Við höfum fengið hingað fullt af Íslendingum sem aldrei hafa komið áður til Vestmannaeyja,“ segir Krist- ín Jóhannsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi Vestmannaeyja- bæjar. Veðrið hafi reyndar hjálpað mikið til í sumar en ferðaþjónustan sé vongóð um að straumurinn haldi áfram eitthvað fram á vetur. Nú sé orðið svo auðvelt og ódýrt að skreppa til Eyja auk þess sem ferðin passi al- veg inn í hringveginn. Kristín segir talsvert um að sumarbústaðaeigendur á Suðurlandi komi í dagsferðir og sæki þá söfnin og veitingastaðina. Sumir komi jafn- vel aðeins til að kíkja í sund en í vor var opnuð ný sundlaug í Vest- mannaeyjum sem Kristín segir eina þá glæsilegustu á landinu. Guðmundur Nikulásson, fram- kvæmdastjóri Eimskips innanlands, sem rekur Vestmannaeyjaferjuna Herjólf, segist sjá mikla aukningu í dagsferðum til Vestmannaeyja. Það megi þakka styttri ferðatíma til Eyja. Nú megi með lítilli fyrirhöfn skreppa yfir í heimsókn en áður varð fólk oft að skipuleggja slíkar ferðir langt fram í tímann. Bitnar ekki á flugi Flugfélagið Ernir tók við áætl- unarflugi af Flugfélagi Íslands til Vestmannaeyja 4. ágúst síðastliðinn. Þar á bæ búsast menn ekki við því að greiðari siglingaleið komi niður á flugferðum. Ernir fljúga nú tvisvar á dag frá Reykjavíkurflugvelli til Eyja og taka 19 farþega í hvorri ferð. Flug- tíminn er um 20 mínútur. „Við erum mjög sátt við nýtingu á okkar vélum til Vestmannaeyja en það lítur út fyrir að fleira fólk geri sér ferð til Eyja miðað við aðsóknartölur í Herjólfi,“ segir Ásgeir Örn Þor- steinsson, sölu- og markaðsstjóri Ernis. Landeyjahöfn virðist þannig koma sem hrein viðbót og ekki bitna á flugferðum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Heimaey Ferðamannastraumur til Vestmannaeyja hefur stóraukist og skapað ný tækifæri í kjölfar þess að Landeyjahöfn var tekin í gagnið. Um 40 þúsund farþegar hafa far- ið milli Landeyjahafnar og Vest- mannaeyja frá því Landeyjahöfn var opnuð 21. júlí. Á tímabilinu 21. júlí til 4. ágúst fóru alls 19.564 farþegar frá Landeyja- höfn til Vestmannaeyja og 16.209 frá Eyjum til lands. Sam- tals eru þetta 35.773 farþegar. Bæjarráð Vestmannaeyja segir að heildarfjöldi farþega sé nú kominn yfir 40 þúsund og nærri láti, að meðalfjöldi í hverri ferð sé um 300. Á tímabilinu fóru einnig 4865 bílar með ferjunni. 40 þúsund farþegar FERÐIR HERJÓLFS Herjólfur Fer 3 til 4 ferðir á dag milli Landeyjahafnar og Eyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.