Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 Ýmissa grasa mun kenna á bæj- arhátíðinni Ormsteiti á Fljótsdals- héraði sem hefst nk. föstudag, 13. ágúst. Dagskráin er miðuð við að sem flestir aldurshópar finni þar eitthvað við sitt hæfi. Herlegheitin hefjast með hverfa- teiti á Egilsstöðum þar sem íbúar koma saman og grilla áður en skipulögð dagskrá hefst með setn- ingarathöfn á Vilhjálmsvelli, kl. 20 að kvöldi föstudags. Í kjölfarið fylgir svo skipulögð dagskrá til 22. ágúst og má þar nefna myndlist- arsýningu, bíla- og hjólasýningu, golfmót, mynda- og búninga- samkeppni, söngkeppni barna og þrautakeppni – að ógleymdri menningarnótt í selinu við Sauðá á Fjöllum. Um einstaka dagskrárliði Ormsteitis 2010 má nánar fræðast á vefsíðunni www.ormsteiti.is. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Snjallt Egilsstaðabúar vaktir að morgni Ormsteitis árið 2003. Ormsteiti í uppsiglingu Síminn hefur tekið saman fjölda SMS skeyta sem fóru um GSM og 3G senda Símans í Vestmanna- eyjum um verslunarmannahelgina. Tölurnar sýna að SMS sendingar þessa helgi sexfölduðust sam- anborið við venjulega helgi en ef sunnudagurinn er skoðaður sér- staklega má sjá að fjöldi sendra SMS skeyta nífaldaðist miðað við venjulegan sunnudag. Þá jókst tal- umferðin einnig umtalsvert um GSM og 3G senda Símans á svæðinu en þar má merkja fjórföldun á fjölda símtala. Síminn setti upp sér- staka færanlega senda í Herjólfsdal fyrir þjóðhátíðina. Mikið sent af SMS á þjóðhátíð í Eyjum Í dag, fimmtudag, klukkan 15, gengur Áslaug Björk Ingólfsdóttir með gestum um Nesstofu á Sel- tjarnarnesi. Hún mun fjalla um hús- ið sjálft, sögu þess og staðarins. Einnig verður staldrað við á fornleifasýningu sem nú stendur í Nesstofu og loks verður sagt frá uppbyggingu safnasvæðis Seltirn- inga á Nesinu. Hið sögufræga hús Nesstofa, fyrsta aðsetur landlæknis Íslands, er opið gestum alla daga milli klukkan 13 og 17. Leiðsögn í boði Útlit er fyrir að mjög fáar lunda- pysjur komist á legg í Vest- mannaeyjum, Akurey, Ingólfs- höfða og Papey í ár að sögn Nátt- úrustofu Suður- lands. Egg hafa ýmist verið af- rækt eða pysj- urnar drepist fljótlega eftir klak í öllum þeim holum sem Náttúru- stofan hefur fylgst með í sumar. Náttúrustofa Suðurlands segir að varpárangurinn í Vestmannaeyjum hafi verið slæmur undanfarin ár en aldrei sem nú. Ástandið sé skárra á þeim stöðum sem skoðaðir hafa verið á Norðurlandi. Varp lundans misfórst í sumar Lundar í Papey STUTT Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Ríkisstjórnin hefur sent bréf til framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins þar sem óskað er eftir skýringum á svörum hennar við fyr- irspurn frá norska fréttavefnum ABC Nyheter á dögunum. Í svörunum, sem bárust frá skrifstofu Michels Barnier sem fer með mál innri markaðarins í fram- kvæmdastjórninni, kemur m.a. fram að engin ríkisábyrgð sé á bankainni- stæðum samkvæmt tilskipun sam- bandsins um innistæðutryggingar. Mjög afdráttarlaus svör „Við erum einfaldlega að óska eftir skýringum á þessum ummælum. Þau eru á skjön við það sem áður hefur komið fram og svör Barniers eru sett fram með mjög afdráttar- lausum hætti, þannig að við viljum bara fá skýringar á því,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upplýsinga- fulltrúi fjármálaráðuneytisins. Hún segir ljóst að það sem fram komi í svörunum um ríkisábyrgð sé alveg á skjön við það sem áður hafi verið sagt í tengslum við Icesave- deiluna. Íslendingar borgi samt Í svari framkvæmdastjórnarinnar kemur einnig fram sú skoðun að þrátt fyrir að engin ríkisábyrgð sé til staðar beri Íslendingum engu að síð- ur að greiða fyrir Icesave-innláns- reikninga Landsbanka Íslands. Það er rökstutt með því að tilskipunin um innistæðutryggingar hafi ekki verið rétt innleidd hér á landi. Enginn sem tengist málinu og Morgunblaðið hefur rætt við kann- ast hins vegar við að einhverjar at- hugasemdir hafi verið gerðar við innleiðinguna á tilskipuninni. Á skjön við fyrri ummæli  Ríkisstjórnin hefur óskað eftir skýringum á ummælum framkvæmdastjórnar ESB um ríkisábyrgð á innistæðum Morgunblaðið/Ómar Icesave Ríkisstjórnin vill útskýr- ingar á svörum Michel Barnier. Stjórn Samtaka ungra bænda fagnar fram- komnu frum- varpi Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, um breytingar á bú- vörulögum. Í tilkynningu frá sam- tökunum segir að stjórnin telji að fyrirhugaðar breytingar styrki grundvöll mjólkurframleiðslu í hin- um dreifðu byggðum landsins. Samtökin lýsa sérstakri ánægju sinni með fyrirhugaða heimild í frumvarpinu þar sem aðilum í heimaframleiðslu er veitt leyfi til þess að vinna mjólk utan greiðslu- marks. Það gefi aukin tækifæri fyr- ir mjólkurframleiðendur víðsvegar um land til að vinna vörur úr mjólk og skapa með því verðmæta vöru heima í héraði, bændum og neyt- endum til heilla. Ungir bændur fagna frumvarpi ráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.