Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 224. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Victoria’s Secret í Leifsstöð 2. Þjóðverjar gersigraðir … 3. Karl á rúman milljarð 4. Norðmaður sem fannst látinn … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Rithöfundurinn Hendrikka Waage kynnti nýlega bók sína ,,Rikka og töfrahringurinn á Íslandi“ í bóka- verslun í New York. Um 100 manns mættu á kynninguna og fengu bókina og íslenska fánann að gjöf. Hendrikku Waage vel tekið í New York  Fjallað var ít- arlega um ís- lensku kvik- myndina Reykjavík Whale Watching Massacre í danska dag- blaðinu Ekstra Bladet síðast- liðinn þriðjudag. Viðmælandi blaðs- ins var Daninn Torsten Metalstein, sem fór fögrum orðum um myndina en hann er hugmyndasmiður hennar. Íslensk kvikmynd í Ekstra Bladet  Listmálarinn Sigurður Örlygsson opnar um helgina sýningu sem sam- anstendur af 224 vatnslitamyndum tileinkuðum Reykjavíkurborg. Sig- urður, sem fæddist í Hafrafelli í Laug- ardal, heillaðist ungur af Reykja- vík. Hann smíðaði módel af borginni aðeins átján ára gamall. »31 Vatnslitamyndir til- einkaðar Reykjavík Á föstudag Suðlæg átt, 3-8 m/s. Skýjað og lítilsháttar væta um tíma, þó síst SA- og A- lands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast austantil. Á laugardag Suðaustan 5-10 og rigning eða súld á vestanverðu landinu, annars hægari og úrkomulítið. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða súld eða dálítil rigning um tíma en þurrt SA- og A-lands. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast austantil. VEÐUR Íslenska A-landslið karla lék afar illa gegn Liecht- enstein í vináttuleik á Laugardalsvelli í gær. Rúrik Gíslason skoraði sitt fyrsta A-landsliðs- mark í fyrri hálfleik en það dugði ekki til, 1:1, jafntefli varð nið- urstaðan. Ísland leikur næst gegn Norðmönnum á heimavelli í und- ankeppni EM í byrjun september. »3 Vonbrigði gegn Liechtenstein Sundmaðurinn Jakob Jóhann Sveins- son úr Ægi endaði í 14. sæti í 200 metra bringusundi á Evrópumeist- aramótinu í Ungverjalandi í gær. Jak- ob komst í undanúrslit en hann var í 15. sæti eftir undanrásirnar. Íslands- methafinn kom í mark á 2.13,48 mín. »1 Jakob Jóhann ánægður með 14. sætið á EM Stefán Árni Hafsteinsson, 19 ára stangarstökkvari úr ÍR, sigraði á Demantamóti unglinga sem fram fór í Stokkhólmi um s.l. helgi. Stefán stökk 4,38 metra en hann ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Stefán segir að mik- il gróska sé í stangarstökkinu en þjálfari hans er Þórey Edda El- ísdóttir. »2 Stefán Árni sigraði á Demantamóti unglinga ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eyjar Nú er lítið mál að skreppa í dagsferð til Vestmannaeyja. Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Fjölmargir hafa lagt leið sína til Vestmannaeyja síðan Landeyjahöfn var tekin í notkun. Bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn sækja eyj- arnar heim en mest aukning hefur verið í dagsferðum. „Við höfum fengið hingað fullt af Íslendingum sem aldrei hafa komið áður til Vestmannaeyja,“ segir Krist- ín Jóhannsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi Vestmannaeyja- bæjar. Hún segir nokkuð um að sumarbústaðaeigendur á Suður- landi komi í dagsferðir og sæki þá söfnin og veitingastaðina. Sumir komi jafnvel aðeins til að kíkja í sund en í vor var opnuð ný sundlaug í Vestmannaeyjum sem Kristín seg- ir eina þá glæsilegustu á landinu. 40 þúsund með Herjólfi Um 40 þúsund farþegar hafa farið milli Landeyjahafnar og Vest- mannaeyja frá því Landeyjahöfn var tekin í notkun 21. júlí síðastlið- inn. Á tímabilinu 21. júlí til 4. ágúst fóru alls 19.564 farþegar frá Land- eyjahöfn til Vestmannaeyja og 16.209 frá Eyjum til lands. Samtals eru þetta 35.773 farþegar. Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar segir að heild- arfjöldi farþega sé nú kominn yfir 40 þúsund og nærri láti, að með- alfjöldi farþega í hverri ferð sé um 300. Á tímabilinu hafi verið fluttir 4.865 bílar með Herjólfi. Þar að auki 767 flutningavagnar, 139 bifhjól og 104 flutningabílar. »18 Skreppa í sund til Eyja  Ferðamenn nýta sér betri samgöngur til Vestmannaeyja Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Anna Laufey Gunnlaugsdóttir nær þeim merka og sjaldgæfa áfanga í dag að verða 100 ára gömul. Anna fæddist þann 12. ágúst 1910 að Ytri-Másstöðum í Svarf- aðardal en bjó lengst af í miðbæ Reykjavíkur. Anna var gift Krist- jáni Elíassyni frá Arnartungu í Staðarsveit og eignaðist fjögur börn. Anna var mikil saumakona á árum áður og þekkt fyrir sérlega liprar hendur í kúnststoppi, sem er sjaldséð vinna í dag. Í þá daga var fólk ekki mikið að kaupa nýja flík ef gat kom á þá gömlu og þá var kúnststoppað í flíkina. Þá eru þræðir dregnir úr efninu, stoppað í gatið með þeim og mynstrinu í efninu fylgt. Þetta tek- ur langan tíma og krefst mikillar þolinmæði. Að sögn dótturdóttur Önnu skrapp Vigdís Finnbogadóttir eitt sinn til Önnu með flík í viðgerð og fékk Anna viðurkenningarskjal frá Vigdísi fyrir vinnu sína. Hundrað ára kúnststoppari  Lagning í dag og veisla með fjöl- skyldu og vinum Morgunblaðið/Eggert Friðsæl Lífsviðhorf Önnu er skýrt og hefur hún ákveðnar skoðanr á mönnum og málefnum. Hún býr á hjúkrunar- heimilinu í Sóltúni og líður mjög vel þar en herbergið hennar er fullt af fallegum munum, myndum og minningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.