Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 Hljóðfæri Dúndurtilboð!!!! Kassagítarar: 1/4 stærð 10.900 pakkinn með poka, strengjasetti og stilliflautu. Kassagítartilboð: Kr. 49.900 m. pickup, innbyggður tuner, 10w magnari, poki, snúra, ól, aukastrengjasett og E - Media kennsluforrit í tölvu. Rafmagns- gítarpakkar frá kr. 33.900. Þjóðlagagítar frá 17.900. Hljómborð frá kr. 8.900. Kassagítar kr. 11.900. Þjóðlagagítarpakki á 19.900 með poka, ól, stilliflautu, auka streng- jasetti og E - Media kennsludisk. Gítarinn, Stórhöfða 27, sími 552 2125, www.gitarinn.is Til sölu Ódýr blekhylki og tónerar í HP, Dell, Brother, Canon og Epson. Send samdægurs beint heim að dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150. Sjá nánar á blekhylki.is Óska eftir KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panell, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Veislusalir Stokkseyri Leigjum út 70 og 200 manna sali sem henta við öll tækifæri. Góð grillaðstaða. Tilvalið fyrir ættarmót og fleiri viðburði. Möguleiki á svefnpokagistingu. Lista- og Menningarverstöðin ehf. Stokkseyri. Sími 895 0020 / 894 2910. ...þegar þú vilt þægindi Softshell fyrir dömur og herra Kr. 11.900,- St. S-3XL. Margir litir. Bonito ehf. Praxis Faxafeni 10, 108 Reykjavík Sími 568 2878. Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 11.00 - 17.00. www.praxis.is Vandaðir, þýskir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir, í úrvali. Teg: 23091/221. Litur: Svart. Stærðir: 40-47. Verð: 17.885. Teg: 23006/221. Litur: Svart. Stærðir: 40-48. Verð: 17.885. Teg: 23491/420. Litur: Svart. Stærðir: 40-46. Verð: 17.885. Sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18. Lokað á laugardögum. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, 4WD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR. Hvert sem er hvenær sem er. 16 manna. 9 manna. Með eða án ökumanns. Fast verð eða tilboð. CC bílaleigan sími 861-2319. Húsviðhald Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Gisting Stúdíóíbúðir og sumarhús á Akureyri Við erum staðsett miðsvæðis í bænum. Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Heitir pottar. Netsamband. Frekari upplýsingar á www.saeluhus.is eða í síma 618-2800. Gisting á eyjunni Baleares Menorca, Mahon. Ferja frá Barcelona og Mallorca. www.starplus.is www.starplus.info English version. Upplýsingar í síma 899 5863. ✝ Garðar Hall-dórsson fæddist að Munaðarnesi á Ströndum í Árnes- hreppi við Ingólfs- fjörð 2. janúar 1935. Hann lést á sjúkra- húsi Egilsstaða 9. júlí 2010. Garðar lést eft- ir stutta legu, bana- mein hans var krabbamein. For- eldrar hans voru Halldór Jónsson, bóndi í Munaðarnesi í Árneshreppi, f. 8.júní 1894, d. 30. nóvember 1967. Kona hans var Jóna Jónsdóttir, f. 28. september 1896, d. 4. febrúar 1981. Bróðir Garðars er Jón Guðmundur Halldórsson, f. 6. júní 1936, giftur Sigrúnu Reykjalín Eymundsdóttur búsett í Reykjavík, barnlaus. Fyrsta kona Garðars var Ólöf Ásta Kristjánsdóttir, þau skildu. Börn þeirra eru Kristján Garð- arsson, f. 7. janúar 1965, og Rakel Garðarsdóttir, f. 30. maí 1969. Önn- ur kona Garðars var Ragna Björg Björnsdóttir, þau skildu þegar þau voru búsett á Lambalæk í Fljótshlíð. Börn þeirra eru Ólína El- ísabet Garðarsdóttir, f. 1. janúar 1979, Mar- grét Elín Garð- arsdóttir, f. 26. mars 1980, Sigurgeir Hall- dór Garðarsson, f. 31. október 1982, og Sturlaugur Garð- arsson, f. 20. apríl 1984. Garðar giftist Sig- urrósu Rósu Guðmundsdóttur, f. 23. september 1957, frá Stafafelli í Lóni. Þau voru barnlaus en fyrir átti Sigurrós Rósa 4 börn. Þau eru Sigurbjörg Svana Jónsdóttir, f. 21. september 1975, Sigfús Valgeir Ómarsson, f. 7. nóvember 1978, Arnar Valur Valsson, f. 9. október 1987, og Kolbrún Rósa Valsdóttir, f. 3. nóvember 1989. Útför Garðars fór fram frá Djúpavogskirkju 17. júlí 2010. Jarð- sett var að Stafafelli í Lóni. Ég kynntist elskulegum eigin- manni mínum Garðari fyrst að Götu í Hvolhreppi í heimsókn hjá systur minni þar og Garðar heitinn sagði mér að sig vantaði ráðskonu. Ég fór að athuga málin, var líka með hugann við sjóinn en valdi sveitina og sé aldrei eftir því að fara til Garðars sem þá var bóndi að Lambalæk í Fljótshlíð. Þar átt- um við alveg dásamlegar stundir og frábærar minningar og þar kynntist ég frábæru fólki. Seinna fengum við leigða Götu, sveitabýli í Hvolhreppi þar sem Garðar heitinn undi sér vel með nokkrar kindur, ég vann hjá SS en þurfti síðan að hætta þar vegna veikinda árið 1997. Um áramótin 9́7–́98 flytjum við Garðar minn austur á land, á jörðina Fagrahvamm í Berufirði sem ég keypti. Ég fékk pláss á frystitogara hér á Djúpavogi sem háseti og Garðar fékk sér strax kindur úr Þingeyjarsýslunum, flott fé. Ég var á togaranum í eitt ár og línubátum frá Grindavík næstu tvö árin eða þangað til það fór að bera á frekari veikindum hjá mér, floga- veiki sem ég hef haft í 20 ár vegna höfuðhöggs í bílslysi. Leið mín og Garðars lá í sundur um tíma og ég seldi Fagrahvamm í Berufirði. Garðar fór þá sem ráðsmaður í sveit. Seinna kaupir hann svo Mar- karland 11 á Djúpavogi og ég Brekku 12 rétt hjá honum. Garðar heitinn gafst aldrei upp og saman byggðu hann og sonur minn 30 kinda fjárhús með hlöðu upp úr gömlu hesthúsi og var hann mikið stoltur af og fékk sér strax fé sem hann hugsaði vel um og rúmlega það alveg fram í andlátið. Ég flyt til Garðars aftur 2005. Þá er ég bú- in að fara á ýmis námskeið í hand- mennt, fæ leigðan bílskúr hjá Garðari fyrir vinnu mína við það og hugsa um bústofninn með honum. Lífið leikur við okkur með okkar „hobbýbúskap“, kindur og hænur. Garðar var rólyndismaður, reiddist aldrei, gerði oft að gamni sínu og stríddi mér stundum. Hann var alltaf til í að skoða úti í náttúrunni, fara með mér og tína fallega steina og skeljar og ýmislegt fleira, al- gjört náttúrubarn. Stundum fórum við saman út á Berufjörð og veidd- um okkur í soðið á bátnum mínum á handfæri daglangt með nesti, ógleymanlegt. Garðar hefur gefið mér stórkostlegar stundir í lífinu sem aldrei gleymast. Hann studdi mig líka alveg frábærlega í sam- bandi við mín flogaköst sem voru ekki öll sérstaklega skemmtileg upp á að horfa né það að sjá á eftir mér á sjúkrahús. Á þessu öllu tók Garðar minn með sínu æðruleysi öll okkar ár. Það var svo núna síð- astliðið haust sem ég sá að Garðar var orðinn mikið veikur og eftir svolítið læknastríð fékkst hann loks fluttur til Akureyrar þar sem í ljós kom að hann var kominn með krabbamein sem kom eins og kjaftshögg á mig. Líðan minni lýsi ég ekki hér en þetta var í nóv- ember sl. Nú er þessi yndislegi maður minn dáinn. Ég sakna hans sárt. Þín eiginkona. Garðar Halldórsson Margs er að minn- ast, margs er að sakna. Elsku Vippa mín, Minnsta vinkona mín með stærsta hjartað. Mikið á eftir að vera tómlegt í Flórída án þín. Í 27 ár vissum við að haustið væri að koma þegar þið Siggi birtust í byrjun október, eftir óþolandi heitt, langt og ró- legt sumar mættuð þið. Það birti til og okkur fannst vera von að haustið færi að koma. Það er erf- itt að hugsa til þess að þú eigir ekki aftur eftir að opna dyrnar og kalla hæ! Að við eigum aldrei aft- ur eftir að fara á trúnó með smá- rautt í glasi hér úti að framan, aldrei eftir að borða saman, hlæja og syngja … Það verður aldrei eins að fara á ströndina án þín. Það verður tómlegt og hljótt í matarboðunum hér við sundlaug- ina án þín og mikið á ég eftir að sakna allra brandaranna, sagn- anna og sprellsins sem fylgdi þér. Strákarnir mínir sem hafa þekkt þig alla ævi eiga erfitt með að sætta sig við að nú eigi þeir aldrei eftir að sjá þig, Vippu sem var þeim svo ótrúlega góð, hugs- aði um þá eins og hún ætti í þeim, sem hún í raun átti. Þeir voru svo stoltir þegar þeir urðu stærri en Vippa og elskuðu að knúsa þig og kyssa svona stutta. Við vissum að þér var búið að líða illa í þónokk- urn tíma áður en þú fékkst þinn dóm og sáum við að það var farið að draga af þér – en samt varst þú svo hugrökk. Þú spurðir oft um líðan mömmu og hún spurði alltaf um þig og er erfitt að sjá á eftir ykkur tveimur sem kvödduð Vilborg Pétursdóttir ✝ Vilborg Péturs-dóttir fæddist í Reykjavík 24. júlí 1943. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 19. júlí 2010. Útför Vilborgar var gerð frá Kópa- vogskirkju 27. júlí 2010. með svona stuttu millibili og þjáðust af sama meini. Ég var þakklát að hafa geta heimsótt þig síðustu vikurnar og geta komið í kistulagninguna á leið út á flugvöll, að geta kvatt þig. Það er sárt að sjá á eftir svona góðri vinkonu í blóma lífsins. Það er mikill missir fyrir Sigga að hafa ekki þig sér við hlið. Það eru svo margar minningarnar síð- ustu 27 árin þar sem þú ert mætt með brosið og prakkarauppátæk- in. Við höfum kynnst ótrúlega mörgu fólki í gegnum ykkur, því að ég hef aldrei kynnst neinum eins og ykkur sem hafa átt svona marga vini, það var alltaf pláss í ykkar hjarta fyrir fleiri. En eftir eigum við minningar um þig fjörkálfinn og öll þín uppátæki. Það á eftir að vanta þig þegar við förum í Packing- house Cafe að hlusta á uppá- haldshljómsveitina þína taka trommusólóið sem þeir tóku alltaf fyrir þig. Halloween verður aldr- ei eins því þú mættir alltaf í flott- ustu búningunum og hélst uppi fjörinu, þakkarhátíðin þar sem þú mættir alltaf með helling af mat og þitt góða skap og húmor, svo ekki sé minnst á helling af vinum. Rubonia Mardi Gras-hátíðin sem var þitt uppáhald, verður aldrei söm. Elsku Vippa mín, ég kveð þig með þessum fátæklegu orðum og hugga mig við það að við eigum eftir að sjást aftur, í millitíðinni veit ég að þú heldur uppi fjörinu þar sem þú ert. Það er öruggt að það er rétt sem Þór minn sagði: „Hún Vippa lifði svo vel, hún var búin að vera 20 ára í 40 ár.“ Elsku fjölskylda, ég votta ykk- ur samúð – ykkar missir er mik- ill. Sjáumst seinna, elsku vinkona. Hafdís Garðarsdóttir, Flórída. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reit- inn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birt- ar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fædd- ist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.